Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.09.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 17.09.1898, Blaðsíða 3
35 Það getur því verið lífshætta að vera þar inni. Drykkjuskapur gekk fram úr öllu hófi, en það var auðvitað farþegunum að kenna. Annars voru skipsmenn hinir kurteisustu, en þrifnaðurinn hefði þurft að vera dálítið meiri. Yfir höfuð virtist mér sem of mikill munur væri gjörður á því, hversu liprir skipsmenn voru við farþega á I. og 2. farrými. Við komum við á Akranesi um kveldið, en stóðum þar við skamma stund. Eg hafði heyrt mikið sagt af fegurð kirkj- unnar þar, en hafði aldrei séð hana. Ég notaði því tækifærið í þetta skifti og þótti mér sem þeir mættu fyrirverða sig, höfuðstað- arbúar, ef þeir bæru hana saman við kirkj- una sína, sem langt er frá að fullnægja söfn- uði sínum nú orðið, hvorki að rúmi né feg- urð, því augað verður altaf að hafa eitthvað, og það hefur mikla þýðingu við guðsþjónust- ur, að alt sé fagurt og sem tilkomumest fyrir augu og eyru. Góður söngur í skrautlegri kirkju hefir mikil og djúp áhrif á hverja einustu óspilta mannssál og það stuðlar ótrúlega mik- ið að því að búa menn undir það að hafa tilætluð not af ræðum, sem þar eru fluttar. Söngurinn og fegurðin vekur tilfinningarnar, gjörir manninn betri og móttækilegri fyrir góð áhrif, og þess vegna hefir það afarmikla þýðingu að kirkjurnar séu í viðunanlegu lagi. ■—- Eg sá nokkra dréngi vera að leika sér skamt frá lendingarstaðnum á Akranesi og datt mér þá í hug saga, er ég hafði heyrt um þá, Akurnesinga. Hún var svo einkennileg að hún er í frásögur færandi. Þannig vildi til að tveir drengir voru staddir niðri við sjó; urðu þeir eitthvað ó- sáttir, tóku sinn þöngulinn hvor og höfðu að barefli hvor á annan. Þreyttu þeirþenna ófagra leik í langan tíma og urðu svo reiðir, að þeir gættu ekki, hvar höggin komu, heldur hugsuðu einungis um það, að vinna sigur hvor um sig. Þegar orustan eða ein- vígið hafði staðið stundarkorn, komu fleiri þangað og ætluðu að hjálpa, Varð þannig stór flokkur með báðum og allir létu þöngl- ana ganga af alefli. Fylkingarnar stækkuðu óðum og vígamóðurinn jókst. Múgur og margmenni stóð hjá og horfði á, höfðu karl- menn hina mestu skemtun af, en börn og kon- ur báðu guð að hjálpa sér. Loksins þótti mönnum sem ekki mætti lengur svo búið standa, því sumir í bardaganum voru orðnir allilla leiknir og útlitið varð æ verra og verra. Tóku menn það til brags að ganga í milli fylkinganna og reyna að skilja; því bænir dugðu ekki; en svo var aðgangurinn harður og ákafinn mikill að margir tróðust undir og lá við tjóni af. Sáu menn ekki annað sýnna, en að ein- hverjir mundu bana bíða, eða meiðsli áð minsta kosti. Föt manna voru rífin og blóðið lagaði úr mörgum. Loksins tókst þó að sefa ofsa þeirra og koma hlé á orustuna. En rnargur stælti hnefann framan í mótstöðumann sinn og hét honum ómjúkum átektum við næsta tækifæri. Orð og augnaráð voru ekki sem fegurst og þóttust menn aldrei slíka grimd séð hafa meðal ungmenna. Ég hefi ekki heyrt að slík orasta hafi átt sér stað hér á landi á síðari tímum. Söguna sagði mér gamall mað- ur, sem var á Akranesi þegar hún gjorðist, og held ég því að hún sé áreiðanlega sönn. Ekki man ég eftir að nokkuð gjörðist fleira merkilegt á Akranesi, en það töluðu menn um, að næsta þjóðminningardag væri sjálf- sagt að halda þar á sléttum fleti og einkar- fögrum. Vesturheimsferðir. Um þær hefir verið ritað töluvert á síðustu árum. Hafa þær verið taldar landi voru og þjóð til hins mesta tjóns og niðurdreps; vinnu- kraptarnir fari út úr landinu; þeir sem vest- ur fara, séu glataðir synir o. s. frv. Þetta er að miklu leyti satt, að minnsta kosti, að því er fyrra atriðið snertir; en þá er til hins síðara kemur, mun óhætt að full- yrða, að það sé að nokkru þeim að kenna, sem eftir eru; þeir gjöra ekki alt, sem þeir gætu gjört til þess að halda bræðrum vor- um vestan hafs sem sönnum íslendingum. Þeir eru nú orðnir svo margir og miklir fyr- ir sér þar vestra, að það yrði sannarlega ekki þýðingarlaust fyrir oss að hafa sem mest mök við þá. Þess hefir oft verið getið til að vesturfluttir íslendingar segðu ekki sem réttast frá, þegar um líðanina í Ameríku er að ræða, og ég fyrir mitt leyti hefi töluverða ástæðu til þess að halda, að þeim sé nokk- uð hætt við að gylla það um of; að minnsta kosti hefir það reynst sumum þannig, þegar vandamenn vestra hafa boðið þeim til sín, að loforðin hafa ekki verið öll uppfylt út í æsar. Það hefir brugðist ýmislegt af þeim; einkum að því, er til peninganna kom; og það er víst, að margur íslendingur á við bág kjör að búa þar vestra og óskar þess af heilum hug, að hann hefði aldrei yfirgefið gamla ísland, en nú er að gjöra við því sem er; íslendingar eru margir fluttir vestur og þeir koma ekki aftur, en vér eigum samt að skoða þá sem bræður vora, hafa sem allra mest saman við þá að sælda, tryggja sem bezt bróðurbandið milli vor og þeirra; kom- ast sem nánast eftir sannleikanum um líðan þeirra, færa oss sem bezt í nyt alt það, sem af þeim verður lært, því það er margt og mikið, ekki ber því að neita. Vér eigum að taka sem allrabezt á móti þeim, er ferð- ast þaðan hér heima, nema ef vera skyldi keyptum agentum, en mönnum, sem koma hingað eftir margra ára fjarveru til þess að sjá gamla landið sitt aftur, til þess að finna bræður sína og systur, ættum vér sannar- lega að fagna. Vér ættum sannarlega að láta þá finna það á öllum viðtökum, að vér erum bræður þeirra, þótt þeir um tíma hafi dvalið í annari heimsálfu. Með þessu vildi ég alls ekkert hafa sagt, er gæfi ástæðu til að ætla að ég vildi mæla með Vesturheimsferðum eða aukaþær, — Það sé fjarri mér; ég hefi áður haldið því fram að þær hafi gjört oss tjón þar, sem þær hafa svift oss miklum vinnukrafti, og það er ein- mitt hann, sem oss nú vantar fyrst og fremst af öllu. En þegur svo er komið að tölu- verður hluti af Islenzku þjóðinni er fluttur vestur og kemur aldrei hingað aftur; þegar vér sjáum að bræður vorir gjöra oss þar mikinn heiður, þar sem þeir eru viðurkend- ir fyrir það að vera duglegastir og fram- kvæmdarsamastir flestra eða allra, sem þar búa, þá er það óskynsamlegt af oss að forð- ast viðskifti við þá og halda þeim frá oss Þeir hafa líka sýnt það í verkinu, að þeir eru í anda og sannleika bræður vorir, því hvernig er hægt að taka betur og bróður- legar á móti nokkrum manni, en þeir taka móti þeim fáu mönnum, er þangað koma héð- an, eftir því sem þeir sjálfir segja frá? Það er enginn efi á því, að bræðrabandið á milli vor og Vestur-íslendinga þarf að styrkjast, viðskiftin þurfa að verða meiri og fjörugri, þekkingin betri, samvinnan bróðurlegri. Það getur orðið landi voru og þjóð til heið- urs og hagnaðar; vér getum lært afþví betri félagsskap en áður, því hann þekkjum vér tæpast í orðsins fyllsta skilningi. En vér eigum einnig að gjöra annað; vér eigum að gjöra alt, sem hægt er, til þess að koma í veg fyrir Vestur-heimsferðir; vér eigum ein- ungis að hafa aðra aðferð til þess en vér höfum haft, 1 stað þess, að ausa skömm- um yfir þá, sem hefir fundist sér líða illa hér heima og því leitað á brott, eigum vér að gjöra alt til þess, að öllum líði sem bezt, bæta kjör alþýðunnar af fremsta megni og til þess eru mörg ráð, fyrst og fremst að mennta hana sem bezt; það eru skólarnir og mentunin, sem dregur marga vestur; þeir þykj- ast sjá að hægra verði að afla sér henn- ar þar, ogþað er náttúrlegt að alla langi til þess. Þá er það ekki sízt með því að vekja og viðhalda þjóðrækni og ættjarðarást, sem vér eigum að bæta kjör þeirra. Það er ó- trúlegt, hversu miklu þær tilfinningar geta komið til leiðar, þegar þær eru sterkar. Það er eins og þær leiði fram nýja krafta þar sem þeirra hefir aldrei vart orðið áður; þær vekja menn af svefni, andlegum og líkam- legum; þær gjöra hugleysingjann að hetju, og hleypa fjöri og ahuga í örvasa gamal- menni; þær skapa trú á sigur, trú á eigin krafta, trú á möguleika til allra framkvæmda, trú á alt gott og göfugt, þær veita mönnum ótrúlega sælu. Þessa þurfum vér vel að gæta. Vér eigum ekki að koma f veg fyrir Vest- urheimsferðir með því að sýna þeim óvináttu og kærleiksleysi, er frá oss fara, heldur með með því að glæða hjá sem flestum þær til- finningar fyrir landinu og þjóðinni, að þeir geti ekki fengið það af sér, að fara fyrir fult og alt; að þeim finnist sem þeir eigi hér heima, og hvergi annarsstaðar, geti hvergi liðið eins vel og hér, þótt þeir ef til vill hafi ann- arstaðar meira té. Og það er eitt, sem ekki má gleyma. Sveitastjórnirnar eiga að hætta því óráði að verja sveitafé til þess að kosta vestur um haf fjölda barna árlega, Það er blóðugt að sjá það stundum hér í Reykja- vík, þegar verið er að skipa út ungum og efnilegum börnum svo tugum skittir, rétt eins og fé; þegar verið er að verja sveitafé til þess að svifta landið miklum vinnukrafti, ef til vill mörgum ágætum mannsefnum; þegar foreldrar með 6—8 börnum eru neydd til þess að flýja þjóð og land, hversu heitt sem þeir kunna að elska þetta alt, og hversu mikið sem börnin þeirra hefðu kunnað að geta unn- ið oss til gagns, ef þau hefðu verið kyr heima, Það er vonandi að sveitastjórnirnar sjái þetta áður en langt líður og hætti að reka fólkið af landi burt; sjái að það er ekki góð ráðsmenska, að það er skaði, en ekki á- vinningur. „Cand phil.“ Grein með þessari yfirskrift birtist ný- Iega í »ÞjóðóIfi«, er þar farið allhörðum orðum og óvægilegum um þá »stétt« manna. Ég get ekki séð að sá dómur sé réttlátur að öllu leyti. Það er satt að þeim fjölgar tölu- vert, er þann titil hafa, en það út af fyrir sig er ekkert athugavert. Mentunin er nauð- synleg hverjum manni og ódýrari mentun en þá, sem latínuskólinn veitir, er tæpast hægt að fá, jafn mikla. Það er hreinasti misskiln- ingur að allir, sem þar læra, eigi og hljóti að verða embættismenn; latínuskólar erlendis hafa ekki eingöngu það markmið, heldur eiga þeir að vera og eru til þess að menn geti á eftir tekið þá leiðina, ef þeir vilja, það er aðgæt- andi að latínuskólinn er lftið dýrari þótt marg- ir séu á honum en fáir og því ættu þeir að vera sem allra flestir; sama er að segja um prestaskólann, þar sem heimspeki er kend, Höf. talar um óreglu þessara manna og skal ég ekki bera á móti því að þeir séu til, sem það eiga skilið, en hvaða flokkur manna skyldi það vera, þar sem enginn findist með því marki? ég þykist geta fullyrt að slíkt sé ekki tíðara meðal þeirra en annara. Hvað ætli menn séu betur farnir þótt þeir hafi eitthvert embættirprófsnafn, þegar þeir velja sér eitthvert annað starfsvíð? Ég er óviss um að hægt sé að benda á fleiri óreglu- menn tiltölulega úr flokki þeirra manna, sem kalla sig cand phil, en t. d. embættismanna, þeir eru til 1 báðum flokkum, því miður. Og víst er það, að margir af okkar nýtustu og beztu mönnum eru að eins „cand phil“. Eg skal leyfa mér áð nefna þessa, Björn Jensson adjunct, Björn Jónsson ritstjóra, Einar Hjör- leifsson ritstjóra, Hallgrím Melsteð bókavörð, Jón Þórarinsson skólastjóra, Sigfús Bjarnason kaupm. á ísafirði, Skafta Jósefsson ritstjóra, Stefán Stefánsson kennara á Möðruvöllum, Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Aarbus, Þorstein Erlingsson ritstjóra og síðast en ekki sízt Dr. Þorv. Thoroddsen. Þetta eru alt einungis cand. phil. og hafa þeir orðið þjóð sinni og landi til hins mesta sóma; meira að segja einn þeirra, Þ. Th., er frægasti íslendingurinn, sem nú er uppi. Mentunin getur aldrei verið til ills og þeir, sem hafa aflað sér hennar, hljóta altaf að vera betur staddir en hinir, sem hana vantar. Sundkennsla. Um langan tíma að undanförnu hefir verið kent sund hér í laugunum, nemendum við lærða skólann gjört að skyldu að taka þátt í því, og margir fleiri átt kost á að læra það. Þetta má telja miklar framfarir, en eitt er það, er virðist næsta undarlegt og það er það, að sjómönnum skuli ekki vera gjört að skyldu að nema sund, það er að segja þeim, sem stýrimannasólann sækja. Það ætti að vera eitt af fyrstu og helztu skilyrðum fyrir því að vera talinn góður sjómaður, að kunna að synda. Það er algengt hér á landi að menn farast örskamt fra landi, einungis fyrir þá sök að þeir kunnu ekki að synda, gátu ekki haldið sér á floti í nokkrar mínútur þangað til menn komu að, til þess að bjarga. Og þetta þykir ekkert athugavert; það þykir stórfrétt ef talað er um að einhver maður hafi bjargast nokkra faðma í logni. Sjómenskunni hefir farið töluvert fram að undanförnu, en í þessu er sjómönnum mjög áfátt. Ég þekki menn, sem halda á móti sundi, en slfkt er mesti barnaskapur, það hc0u færri dugandi drengir látið líf sitt í sjónum, það yrðu færri einstæðar ekkjur, færri mun- aðarlaus böm á íslandi, ef allir sjómenn kynnu sund, og þess væri óskandi að augu manna opnuðust fyrir því smámsaman. ÁST. Þú dæmir og talar og yrkir um ást, sem aldrei í huga þér bjó; þú fannst hana hvorki né heyrðir né sást en hyggst vera réttdæmur þó. Þú skapar þér grílu, sem ílt gjörir alt, og öllum er búið af tjón, og hvað, sem hún lofar, er hverfult og valt; hún hamast sem óarga Ijón Þú dirfist að skíra þitt afkvæmi ást, er ólst þú í fýsnum og synd og getið var þegar í löstum þú lást og löngu var samvizkan blind. Það illgresi’, er sprettur á lastanna leið, það leiftrandi svipstundar bál, semhvirlast upp snöggvast, enhverfurum leið í hvikulli’ og gjörspiltri sál. Ég lofa þá alla, sem lýsa þér rétt, þú líknandi, himneska ást; þig mikli liver einasta mannfélagsstett og minnist að aldrei þú brást. En níðingar allir, sem níðast á þér og næla’ í þig eitruðum klóm, þeir öðlist af hverjum, er sannieikann sér, hinn svartast’a, og naprasta dóm. Úr höfuðstaðnum og grendinni. Fiskiskip flest komin inn, hafa aflað fremur vel, en nokkuð misjafnt. David Östlund, trúboðinn norski, er byrj- aður að halda biflíufyrirlestra; byrjaði síðast- liðinn sunnudag í Good-Templarahúsinu og hafði fjölda áheyrenda. Sökum þess, hve aðsókmn er mikil og erfitt er að halda á góðri reglu, ieyfir liann engum aðgang hér eftir nema þeim, sem haía aðgönguseðla, er fást ókeypis á afgreiðslu- stofu „ísafoldar". Fröken Ólafía JÓhannSdÓttir hclt nýlega langa og snjalla tölu hér í bænum Talaði hún um bindindi og mæltist ágætlega að dómi allra áheyrenda. Benedikt kaupm. Þórarinsson hefir bygt stórt og gerðarlegt hús á Laugaveg- inum og er sagt að hann ætli að setja þar upp nýtt brauðgjörðarhús. Gosdrykkjaverksmiðja, er „Geysir" nefn- ist, er nýlega sett á stofn hér í bænum. Eigandi hennar er ungur Norðmaður, Casper Hartvig; hefir hann dvalið hér við land nokkur ár að undanförnu Og stundað síldveið- ar á Eyjafirði og Isafirði. Hálflöskuna sclur hann á 15 aura og er það miklu ódýrara en verið hefir áður. Drykkirnir þykja mjög góðir og má telja þetta töluverðar framfarir. Bygg hefir verið ræktað á Rauðará f sumar og er fullþroskað, þótt sumarið hafi verið með kaldasta móti. Herra garðyrkju- fræðingur Einar Helgason hefir unnið að því, Þessi tilraun sýnir það glögt, að fleira mætti gjöra hér en gjört heflr verið. Lárus Jóhannsson prédikar á hverjum sunnudegi undir beru lofti. Þykir heldur róstusamt í kring um hann. Fjöldi drengja lætur þar ýmsum illum látum og ýmsir tull- orðnir fylla flokk þeirra, Er slíkt miður sæmandi og nær að láta hann afskiftalausan. Annars virðist það ekki eiga vel við að pré- dika á strætum og hvorki heppilegt fyrir þann, sem talar né þá sem á hann hlusta. Helgi kaupm. HelgaSOn lék á horn síð astliðínn sunnudag; þótti það nýlunda, því nú er langt síðan bæjarmenn liafa átt þeirri skémtun að fagna. Ég átti nýlega tal við frú Bríet Bjarn- héðinsdóttur. Hún hélt því fram að rétt væri af mönnum að kaupa ekki nýju blöðin eða réttara sagt ungu blöðin (nema sjálf- sagt Kvennablaðið), heldur aðeins hin eldri. Mér þótti þetta næsta einkennilegt Að hafa það á móti nokkrum hlut að hann sé ungur, það getur ekki verið rétt ályktað, ef engar

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.