Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.09.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 17.09.1898, Blaðsíða 4
ástæður eru aðrar. Hún bar ekki á móti því, að þau væru, ef til vill, eins góð, en ein- ungis það að þau væru ung og ættu því að deyja; ritssjórarnir væru óreyndir og ættu því ekki að koæast áfram með þau. Sam- kvæmt þessari kenningu ætti aldrei að byrja á nokkru nýju, iieldur altaf að nota alt seri. gamalt er. Þegar einhver ókunnugur sveitamaður kæmi t. d. til Reykjavíkur, þá ætti hann. ekki aö spyrja eftir því, hvar selt væri ódýrast og bezt, heldur hver búðin vœri elzt o. s. frv. Leiðinlegt er það, hversu Skólavarðan er illa hirt. Húngæti verið til mikillar prýði, ef henni væri vel við haldið, en í stað þess eru brctnar í heurii rúður og ekki bættar, hún er ómáluð og að öllu leyti leiðinleg út- lits. Það er undur skemtilegt á fögru kveldi um sólarlagið, að ganga upp að Skóla- vörðu, sjá þaðan yfir allan bæinn og alt hér- aðið umhverfis. Sjóndeildarhringurinn verður svo víður, að það er eins og manni hafi verið hieypt út úr fangelsi, þegar kom- ið er þangað héðan úr bænum, og þó skerð- ir það mjög skemtunina og vellíðanina að horfa á þetta eina mannvirki, sem þar er, jafnilla útlítandx og það er. Sagt er að þessir sæki um kennara-em- bættið við Stýrimannaskólann: Hannes Haf- liðason, PaU Halldórsson og Sveinbjörn Eg- ilsson. Nemendaaðsóknin að skólanum er afarmikil. Björn Þorláksson frá Álafossi segja menn að ætli að koma upp hjá sér þófara- og ló- skurðarvél; og jafnvel vefnaðarvél áður en langt líður. Með Hólum fóru 4. þ. m, Olafur læknir Thorlacius ásamt frú sinni til Austfjarða og til útlanda Daniel Bruun, er hér heflr ferð- ast í sumar og Jóhann Klein málari. Ætluðu þeir að ná í Láru á Eskifirði. „Reykjavíkin" hefir farið til Akraness, Borgarness og Straumfjarðar tvisvar þessa viku og flutt liingað fjölda af kaupafólki; keinur það 1 fyrra lagi í haust, sökum ó- þurkanna. 9. þ. m. kom með henni Halldór Bjarna- son cand. jur, og Haraldur Níelsson cand. theoi. frá Stykkishólmi, Jónas Sigurðsson frá Ameríku, er kom hér upp í sumar til þess aö finna skyldfólk sitt og dvelur nú hér í bænum, Sigurður bóndi bróðir hans á Húna- stöðum o. fl. 14. þ. m. komu með Reykjavíkinni séra Kjartan Helgason prófastur í Hvammi og í gær Béring verzlunarstjóri í Borgarnesi, af Akranesi Guðm. Guðmundsson skáld og Friðrik Eggertsson skraddari með frú sinni, cr dvaiiö hafa þar nokkra daga. Siguröur Þóröarson sýslumumaður í Arn- arholti og séra Jóhann Þorsteinsson í Staf- holti ásamt konu sinni voru hér á ferð og Iögðu cn öidu tiéöan í íyrradag. Magnús Jóhannsson, settur læknir Skag- firðinga, fer þangað norður í dag, en upp að Arnarholti fara þau, Þórður Pálsson stud. med. & chir., og Guðrún Björnsdóttir unn- nsta hans; þau ætla að dvelja þar nokkra daga hjá frændfólki Þórðar. Hver skyldi hafa frætt Valdimar As- mundsson á því, að Sig. Þórólfsson hafi keypt „Dagskrá“? Hún er eign félags eins í Reykjavík, eins og að framan er getið. Eiturtennur. Lg minnist þess, að þegar ég las um þæx í dýrafræðumi, þá lofaði ég hamingj- una fyrir það, að „Fjallkonan" væri laus við þau dýr, sem þær hefðu. Menn geta því nærri, að ég hefi þá meint ættlandið okkar, en ekki saurblaðið, sem kallar sig sama nafni. Þegar Vaidimar Fjallkonu............... fiétti riístjóraskiftin að Dagskrá, er sagt að bann hafi fengið léða skó og hlaupið upp í Félagsprentsmiðju til þess að fylla út eyðu í Ej.k. með spádómum um framtíð Dagskrár. Þetta verður athugað í næsta blaði „Dag- skrár“. HVALABATURINN ,,BARÐINN“, eign Ellefsens hvalveiðamanns, kom hingað 15- þ. m. með 19. verkamenn, flesta héðan úr Reykjavík. Herra Ellefsen hefir veitt 215. hvali, hér við land í sumar. Báturinn fór héðan aftur eftir klukkstundardvöl. Greinin á fyrstu síðu „Um Straumferj- ur“ er tekin upp úr ársritinu „Stjarnan“, sem gefið er út í Ameríku. Dánarskrá. Frú Kristín Waage, kona Eggerts verl-z unarmanns Waage. lézt 10. þ. m.; hún var mesta sæmdarkona. 14. þ. m. lézt Carl E. Proppé bakara- meistari í Hafnarfirði, úr heilablóðfalli. Hann var þýzkur að ætt, mesti dugnaðar- og atorku- maður, vinsæll og mikilsmetinn af öllum, er hann þektu. Kona hans er íslenzk. Þau áttu börn saman og er eitt þeirra Carl Ad- olf Proppé stud. med. & chir. við Hafnarhá- skóla. 4. þ. m andaðist Hjörtur bóndi Eivinds- son í Austurhlíð í Biskupstungum, háaldraður maður. Hann var lengi hreppsnefndaroddviti í Biskupstungum og mikils metinn af öllum, er hann þektu. ,Æs kan‘ barnablað með myndum kemur út tvisvar í mánuði, kostar í Reykjavík eina krónu, úti um land eina krónu og tuttugu aura; ritstjóri Sig. Júl. Jóhannesson. Æskan flytur fróðleg- ar og skemtilegrr sögur, skrítlur, gátur, máls- hætti, ýmsan smáfróðleik og fleira. Nýir kaupendur gefi sig fram. Framsókn; kvennablað sem gefið er út á Seyðisfirði af Sigríði Þorsteinsdóttur og Ingibjörgu Skafta- dóttur, kemur út einu sinni í mánuði, kostar eina krónu. Blaðið er bæði fróðlegt og skemtilegt og vandað að öllu leyti. Utsölu hefir Sig. Júl. Jóhannesson. Bifolíufyrirlestur í Goodtemplarhúsinu verður haldinn á sunnudaginn kl. 6V4 síðd. Aðgangur aðeins með íniðum, sem fást á af- greiðslustofu isafoldar. Nýtt rit. Hvíldardagur drottins og helgi- hald hans fyr og nú. Eptir David 0stlund. 47 bls. í kápu. Verð: 25 au. Til sölu hiá höfundinum og bóksölunum. Kandissykur í kössum fæst með bezta verði hjá M. Johannesen Aðalstræti 12. Atvinnu við innanbæjarstörf á góðu heimili getur liðleg stúlka fengið vetrarlangt. Ritstjóri vísar á. PÍltllJP óskar að fá eitt herbergi með hús- gögnum, helzt í miðjum bænum frá 1. oktober. Ritstj. visar á. Skilvindan ,Alfa Colibri\ Hlutaijelagið „Separator" í Stokkhólmi sem hefur fyrir einka umboðsmann fyrir Dan- mörku og Island, maskínuverslun Fr. Creutz- berg í Khöfn, hefur á markaðinum, sem kunn- ugt er, skilvindu, með nafni því sem stendur hjer fyrir ofan. Skilvindan hefur hina sömu ágætu eiginlegleika sem einkennir hinarstóru skilvindur frá þessari verksmiðja, og sem nú eru eing'óngu notaðar við smjörgjörð í Dan- mörku, sem er svo nafnfræg fyrir smjörgjörð, og smátt og smátt verða vjelar þesser ein- göngu notaðar um allan heim. Vjelin út- heimtar svo lítinn vinnukrapt að börn geta aðskilið rjómann frá nýmjólkinni. Ofannefnd verksmiðja »Separator« hefir búið til og afhent hjer um bil 150,000 skil- vindur og hafa þær á sýningum heimsins fengið 450 gullmedalíur og fyrsta flokks heið- urslaun. Með því að nota skilvinduna »Alfa Col- ibri«, munu menn í strjálbyggðum hjeruðum, er sem'ekki er hægt að hafa stórar vjelarí fjelagsskap, vegna fjarlægðar milli bæjanna, hafa sama gagn af mjólkinni eins og hin stóru mjólkurhús (Mejeri). Á íslandi eru vjelar þessar ómissandi. Með því að snúa sjer til undirskrifaðs fæst skilvindan Álfa Colibri send fragtfrat á hverja höfn sem vera skal á íslandi. Verðið er 150 kr. Á »Svía-strokknum« („Svea«. Kernan) hefi jeg einkasölu til íslands. Verð Nr. 1. 15. kr. Nr. 2. 25. kr. Nr. '3. 35 kr. Verð- listi með mynd sendur hingað hverjum sem óskar. Jakob Gunnlögsson. Kjöbenhavn. K. Nokkra hesta einlita, unga — (3. til 7. vetra) — feita og velútlítandi kaupi jeg gegn vöruborgun til 25. september næstkomandi. Eyþór Felixson. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Sorrogat, F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K. Lífsábyrgðarfjelagið „3TAR“ Skrifstofa fjelagsins Skólavörðustíg M 11 er opin hvern virkan dag frá 11—2 og 4—5 Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúffengur og fínn svaladrykkur. »Chika« er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum tórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er bannað að drekka. Undrakrossinn. Utdráttur af „Laufskálahátíðin" eptir FritzWerner. .... Þegar Eifik hafði lokið frásögu sinní tók hinn ríki verksmiðjueigandi Fried- lænder til máls: Herrar mínir, jeg finn það skyldu mína að stuðla til þess að sannleikur- inn sje viðurkenndur; því jeg hef líka tekið eptir hinum undursamlegu áhrifum Voltakross- ins. Þjer vitið allir hvernig jeg í mörg ár þjáðist af taugaveiklun og brúkaði meðul, tók böð og leitaði margskonar lækninga, en allt árangurslaust. Svo var mjer ráðlagt að bera Voltakrossinn og — jeg var frelsaður og heilbrigður. En þetta urðu ekki einu afleið- ingarnar. Jegkeypti nefnil. fleiri Voltakrossa til þess að reyna verkanir hans á ýmsa menn sem jeg hafði saman við að sælda. Jeg gaf mínum gamla dyraverði einn krossinn og hafði hann alla þá tíð, sem jeg hafði \ jkkt hann, þjáðst mikið af gigtveiki. Eptir fáa daga sagði hann mjer, frá sjer numinn gleði, að sársaukarnir væru horfnir. Annan kross gaf jeg einum af skrifurum mínum, sem var mjög blóðlítill og áður en '14 dagar voru liðnir var hann alveg heilbrigður. Svo vann ung stúlka í verksmiðju minni, sem þjáðist mjög af bleiksótt og tauguveiklun. Jeg kenndi í brjósti um vesalings stúlkuna, sem var að vinna fyrir gamalli móður sinni, gaf henni þessvegna Voltakrossinn og hafði hún tæp- lega borið hann 6 vikur áður en hún varð alveg frísk, og þannig hef jeg næstliðið á útbýtt ekki minna en 30 Voltakrossum til skrifstofu- og verksmiðju- fólks míns og hef haft mikla ánægju af því. Það er sar.nnefnd- ur töfrasproti fyrir alla sem þjást. og enga hjálp hafa getað fundið. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir Island: F. Hjorth & Co. Nýfluttur til íslands er hinn heimsfrægi litur Omnicolor tilbúinn af efnafræðisverkstofu Baumanns í Kassel. Festist ekki við hendurnar, hefur engin eitruð efni og upplitun á sjer ekki stað. Hefur þegar við fyrstu reynslu fengið bestu meðmæli. 20 litartegundir. — pakkinn kostar 35 aura og fylgja litunarreglur á íslensku. Einkaútsölu fyrir ísland hefur Gunnar Einarsson. Tjarnargötu 1. Reykjavík. SUNDMAGI Hver ekta kross á að vera stimplaður á öskjunum. Kejserlig kgl. Patent ella ónnýt eptirlíking. Voltakross proýessor Heskiers kostar 1 kr. 50 au. hver og fæst á eptir- fylgjandi stöðum; í Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni —-------------— Gunn. Einarssyni Á Dýrafirði — — ísafirði hjá hr. kaupm. Skagastr. — - N. Chr. Gram. Skúla Thoroddsen F. H. Berndsen Gránufj elaginu Sigfúsi Jónssyni. Sigv. Þorsteinss J. A. Jakobssyni Sveini Einarssyni C. Wathne S. Stefánssyni Gránufjelaginu Fr. Wathne Fr’ Möller. Einkaútsölu fyrir ísland og Færeyjar hefut stórkaupmaður Jakob GunnTógsson, Cort Adekrsgade 4 Kóbenhavn K. — Eyjafirði - Húsavík-------- - Raufarhöfn------ - Seyðisfirði----- - Reyðarfirði - - Eslifirði kaupist Rvlk. 27. júlf 1898. Gunnar Einarsson. Tjarnargötu 1. Alþýðuskóli Reykjavíkur fyrir pilta og stúlkur. Byrjar 1. nóv. þ. á. Kennslutími er 6 mán. Kennslukaup 40 kr. íyrir veturinn. Námsgreinar eru: íslenzka Og ÍSlenzkt StjÖm- arfar, danska, enska, relkningur og reikn- ingsfræðsla, landafræði, sagnafræði, nátt- úrufræði og einfaldar hugsunarreglur. Alt kennt svo „praktist" sem auðið er. — Ut- anbæjar nemendum verður útvegað fæði eða matreiðsla, húsnæði og annað, sem þeir þurfa, svo ódýrt sem völ er á. Umsælcjendur snúi sér til einhvers af undirrituðum forstöðu mönnum. Reykjavík 7. sept. 1898. Einar Gunnarsson, Hjálmar Sigurðsson, (kand. phil.) (amtskrifari.) Slg. Júl. Jóhannesson. Sigurður Þörólfsson. (kand, phil.) (kennari.) Tapast hefur hestur jarpskjóttur að lit 4. v gamall, járnaður á 3 fótum og tálguð laut í hófinn á hægra framfæti. Hver sem hitta kynni hest þennan er vinssml. beðinn að dcila honum gegn ómakslaunum að Ulf- arsfelli í Mosfellssveit eða til Guðm. H. Sig- urðssonar Vesturg. nr. 5 Rvík. Binloptað hús níu eg sjö álna, með stórum geymsluskúr, með byggðri ogóbyggðri lóð c. 1800 □ áln. í vesturhluta bæjarins er til sölu með mjög lágu verði. Mestallur hluti verðsins veðskuldir sem kaupandi tekur að sjer, en góðir borgunar- skilnálar á lítilli upphæð sem þarf að borga til. Ritstjóri vísar á. Stúkan ,EininginÉ (I. O. G. T.) heldur aukafund annaðkveld kl. 8. Ábyrgðarmaður: Sig. Júl. Jóhannesson, kand. phil.. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.