Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 05.10.1898, Síða 1

Dagskrá - 05.10.1898, Síða 1
Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. DAGSKRÁ. Afgreiðsla og skrifstofa er Tjarnargötu 1, opin hvern virkan dag kl. II—12 og 4—5 síðd. III. M 16. Reykjavík, laugardaginn 5. október. 1898. eztu kveðju sendir ,Dagskrá‘ ,ÞJÓÐÓLFI‘ á fimmtíu ára af- mæli hans, með þakklæti fyrir langa baráttu og drengilega framgöngu, og ósk um Ianga og fagra lífdaga. Til minnis. J3œjarstjórnat-fundir i. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. jFdtcekranefndar-funáir 2. og4. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Forngrifasafnid opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. n1/.— iVs. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. LandsbókasafniS'. Lestrarsalur |opinn dagl. kl. 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 slðd. — Utlán sömu daga.' Ndttúrugripasafnió (1 Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Sofnunarsjódurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Okeypis lœkningi. sjúkrahúsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Ókeypis tannlœkning hjá tannlækni V.Bern- höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánud. í hverjum mánuði. Fastir fundir í Good-Templarhúsinu. Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandk Þriðjud. - — ■t’BifrösH Miðv.d. - — »£mingim Fimtudag - — Barnastúkan Sunnud. kl. yj síðd. JDavid Ostlund Sunnud. kl. 6V4 síðd. Bindindisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8J/« síðd. Barnaguðsþjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Framfaraféiagshúsinu. Fundir Framfarafélagsins á hverjum sunnu- degi. kl. 4 síðd. Alþýðuskólinn t REYKJAVÍK Nokkrir nemendur geta enn kom- ist á Alþýðuskólann. Ef einhverjir vilja taka þátt í einstökum greinum, geta þeir fengið það. Heimilt er nemendum að lesa í skólastofunni, ef þeir vilja, fyi»ir ekkert. nýbyggt, mjög vandað, með góðri lóð ef til sölu á hentugum stað í bænum. Ritstj. vísar á. VIÐGERÐ og HREINSUN á saumavél- um tekur að sér GUÐJÓN JÓNSSON á Smiðjustíg nr. 7 mót mjög vægri borgun. KOMIN AFTUR. Þar eð ég er nú komin heim aftur, leyfiégmérað láta heiðraða Reykvlkinga og nærsveitamenn vita, að ég tek að mér að prjóna ýmsan fatnað, svo sem sokka, vetlinga, skyrtur, buxur o. s. frv. eins og að undanförnu, fyrir mjög væga borgun. Garðhúsum 4. nóv. 1893. Guðbjörg Bjarnadóttir. Álftnesingar, Hafnfirðingar og Mos- fellssveitarmenn eru vinsamlega beðnir að vitja Dagskrár í búð Jóns kaupm. Jónssonar, Aðalstræti 7. TVÍLYFT HÚS með góðum káh garði á hentugum stað í bænum er til sölu. Ritstjóri vísar á. í haust var mér undirskrifuðum dregið hvítt geldingslamb með mínu marki, stýft hægra. Lamb þetta á ég ekki, má því réttur eigandi vitja and- virðisins til mín. Reykjavík 4. nóv. 1898. Guðm. Ólafsson stýrimaður. (Vesturgötu). Fæði, húsnæðl og þjónustu selur frú Sigríður Eggerz í Glasgow. Horfurnar. Ymsar kvartanir heyrast um horfurn- ar hér á landi um þessar mundir, og munu þær hafa við altofmikil rök að styðjast, sumar eru þær slæmar í raun og veru, sumar viðsjálar vegna hugsunarháttar og venju, en hvorugar auðveldar viðgerðar. Fyrst eru slæm hey eftir óþurkana í sumar, en við því böli eru engin ráð önnur en hyggileg og rétt ásetning og að afla sem mests fóðurauka og nota alt, sem tönn festir á. Þetta böl verður fyrst að algerðu tjóni með hor og horfelli, en fénaður hefir oft rétt hér fljótt við þó honum hafi fækkað. Þá er annað bölið verzlunin. Aðal- meinið þykir nú á henni útflutnings- bannið, þar af leiðandi peningaskortur og skortur á ýmsu til að uppfylla nýjar þarfir. Sumar nýju þarfirnar eru mjög brýnar, þær eru kostnaður til unglinga- menningar, til jarðabóta, húsabóta fyrir menn og skepnur, járnþök í rigningar héröðum o. fl,. Landið mátti fyrir fáum á rum kalla í auðn, svo það er mikið, sem landsmenn eiga að vinna. En margar eru þarfirnar fleiri, sem vér erum undir- orpnir. Vér þörfnumst óhæfu af útlend- um vörum, sem kalla mætti skjalda- skrifli, munu verzlunarreikningar sýna margt þess konar. Það er árfðandi fyrir þjóðirnar að verzlunin sje lífleg, svo þær geti selt það, sem þær hafa afgangs þörfum sínum og fengið fyrir það það, sem þser vanhagar um. En það er enginn hagur fyrir þær að selja það, sem þær mega ekki missa og fá annað lakara í staðinn. Eg sé engan hag í fjársölu út úr landinu, og fá fyrir það ýmislegt léttmeti af korni — og hvaða korn sem væri, og svo ýmsan hégóma, sem að litlu eða engu er nýtur. Til þess að hver maður á íslandi borðaði eina mörk af kjöti á dag, þyrfti að slátra 273>7S° sauðum með 5 fjórðunga falli, og mun það enginn hagur að lands- menn borði rnrnna af sauðakjöti, en fleiru en þessu held ég aldrei sé farg- að alls. Mér sýnist því að landsmenn megi ekkert missa af sauðakjöti sínu, nema sér til skaða, það er ekki nóg að hafa verzlunar-frelsi skrifað með bleki á pappfr, ef að ánauðinni getur aldrei létt af innifyrir hjá oss og vér seljum mikið af sveita vorum við smánarverði. Þá eru skuldirnar stórmein á verzlun- inni. Sé það satt sem, sagt hefir ver- ið og enginn hefir hrakið, að »kaup- menn leggi 30—50 kr. á 100 af úti- standandi verzlunarskuldum, eða 40 kr. til jafnaðar á 100. Einu sinni heyrði ég sagt að verzlunatskuldir landsmanna myndu vera 800,000 kr. þá eru árlegir vextir af þeim 320,000 kr. Mætti það verða ekki svo lítill styrkur til að full- nægja hinum sönnu þörfum. En ekki er það svo að skilja að vér megum missa fjárverzlunina án þess, að auka verzlun að einhverju með öðrum vörum, en að nokkru leyti yrðum vér að stöðva fýkn vora í útlendan óþarfa varning, sem vér kaupum til ills eins. Það eru vínföng, ýmislegt af krami og sælgæti. Kaffi mætti og minka að nokkru, einnig kornmatarkaup, ef vér borðuðum kjöt vort og slátur heima fyrir og ykjum matjurtaræktina (Niðurl.). Hlægileg ftjótfærni. Síðasta blað „Dagskrár" hefir vak- ið allmikið umtal hér í bænum og eru það fréttirnar úr lærða skólanum, er því hafa valdið. Það er sagt að ýmsir í skólanum séu mjög óánægð- ir af því, og vilji fyrir hvern mun kom- ast eftir nafni höfundarins. Kveða þeir skólann vera „prívat" félag, sem engan varði um. Hefir nokkurn tíma heyrst önnur eins fjarstæða og sú, að oþinber stofnun sé þrívat félag! Það lítur út fyrir að þeir hinir sömu, er halda því fram, hafi ekki glögga hugmynd um hvað orðið »privat« þýðir. Það er rétt eins og karlinn, sem ætlaði að hrósa vini sínum og sagði að hann væri al- veg »desperat«. Nei, lærði skólinn er ekkert privat félag, eins og tekið er fram hér að framan; hann er opinber stofnun, sem allir þurfa að vita um og allir eiga að vita um. Þessi gauragangur hefir samt orðið til þess að piltur sá, er ritað hafði pistlana, þorir að líkindum ekki að halda þeim áfram; hann heldur að nafn hans geti ef til vill komist upp og staða hans í skólanum geti þá orðið ó- þægileg, þótt hann eigi fremur skilið þakkir fyrir það, er hann hefir skrifað, sem er mjög kurteist og sann- gjarnt. Allur sá gauragangur, sem þessi frétt hefir valdið, mun vera sprottinn af misskilningi. Menn hafa skilið þetta þannig, að pistlarnir ættu að vera slúð- ursögur úr skólanum, en því fer tjarri að svo sé, enda hefði mér þá aldrei dottið í hug að taka þá. En ef svo er, að meiri hluti skólans er svo ófrjáls- lyndur að vilja neyða einn pilt til þess að þegja þegar hann vill tala, og ætlar ekkert að tala annað en það, sem kurt- eist er og sómasamlegt í alla staði, þá held ég áfram líkum pistlum undir mínu nafni, en hvort þeir verða þá í sama anda og hjá höf. en ekki víst. Sumir kveða það ódrengilegt af mér að »ginna« óreyndan ungling til þess að »hlaupa þannig á sig« eins og þeir nefna það. En ég lýsi það hrein og bein ósannindi, að ég hafi talað eitt einasta orð í þá átt. Pilturinn kom til mín með pistlana alveg ótilkvaddur, en-mér datt ekki í hug að synja honum rúms fyrir þá, ég vissi að mönnum myndi bæði þykja að þeim gagn og gaman og mér gat ekki dottið í hug að nokkuð ilt gæti hlotist af sannleik- anum, jafn hógværlega sögðum og þar er. En þegar nú reyndin hefir orðid önnur og margir rísa upp á afturfótunum til þess að drepa niður fyrstu viðleitni þessa unga manns, þá er bezt að þeir fái söguna úr annari átt, en því skal ég lofa, að vera svo óhlutdrægur og segja svo rétt frá, sem mér frekast er unt; ef ég ranghermi eitthvað, þá vonast ég eftir leiðrættingum, og ef einhverjir eru annara skoðana um eitthvert atriði, þá vonast ég eftir athugasemdum. Byrjunin á pistlunum er nú birtist er eftir skólapilt, en ef hann hættir og ég tek við, þá verður þessgetið. Lærði skólinn er eðlilega eins og öðrum stofn- unum áfátt í ýmsu, það er náttúrlegt, en hann á ekki fremur en nokkur stofnun önnur, að hafa þau réttindi að enginn megi tala uin liann né rita; hann verð- ur að beygja sig undir það algilda lög- mál, sem enginn og ekkert kemst hjá, það er að þola dóma, annaðhvort væga eða harða, annaðhvort sanngjarna eða ó- sanngjarna. é>. f. f. JÓíl minn ÓlafSSOn er eitthvað að nöldra um blöð, sem ljá sig til þess að flytja greinir, er draga aldýðu á tálar. Hann á líklega við eitthvað af blöðum sínum og er það virðingarvert að hann skuli nú vera farin að sjá það, en hitt er leiðinlegra, að hann skuli samt halda áfram í syndum sínum. Dagskrá send- ir Jóni, ef til vill, kveðju sína áður en langt líður. „Veztaét er nú að koma þegar byrjað er að prenta blaðið. Með henni kom Einar Benediktsson yfirréttarmála- fluntningsmaður.— Fréttir verða að bíða næsta blaðs.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.