Dagskrá

Issue

Dagskrá - 05.10.1898, Page 2

Dagskrá - 05.10.1898, Page 2
62 Og ég held, að það væri heppilegt, að íslendingar jafnframt því, að þeir þekkja dönskuna, — gefi sig meira við þessu máli, bróðurmáli þeirra. Eftir dá- litla æfingu, getur hver Islendingur líklega skilið nýnorsku. „Fast bindur auSur og ábati lönd, Andinn þó sameinar betur. Elskan þó bezt, hennar alveldishönd yfir tekur". En fyrsta skylyrðið fyrir að geta elskað, er að þekkja. Og hér kemur, frem- ur öllu 'öðru, málið til greina. Mættu hin andlegu, „samtengingabönd" verða fleiri, þekkingin betri og — elskan meiri! DAVID 03TLUND, Island og Noregur, íslenzka og Nýnoreka. ittarki Um „bræðrabandið milli Norðmanna og íslendinga", hélt séra Matthías Jochumsson nýiega allmikinn fyrirlestur í „Vestmannafélaginu“ í Björgvin í Nor- egi, meðan hann var þar á ferð. Sérlega vel var þessi fyrirlestur sóttur, og blöðin norsku hafa líka farið góðum orðum um hann. A eftir fyrirlestrinum var sungið (á íslenzku) nýtt kvæði eftir séra Matthí- as: „ísland til Noregs". Þessi fyrirlestur og þetta kvæði gefur mér tilefni til að rita fáein orð um íslenzkuna og nýnorskuna (eða „det norske maalstræv", sem það oft er nefnt heima í Noregi). Eins og norskt þjóðlíf yfir höfuð að tala vaknaði á ný eftir 1814, þannig byrjaði „málstríðið" norska á sama tíma. Henrik Wergeland var í þessu, eins og öðru, góður liðsmaður. Hann færði inn í ritmálið mörg alnorsk orð, og hafði í hyggju, að koma á alnorsku máli. Seinna hafa margir starfað ótrauðlega að því, að ná takmarkinu og þótt því sé enn ekki náð, þá lifir samt vonin og starfþrekið.' Um þessa endurbót á málinu hafa Norðmenn þó haft og hafa enn skiftar skoð- anir. Aðallega hafa þeir hugsað sér að framkvæma hana á tvo mismunandi vegu: 1) Með því að leiða norsk orð og orðatiltæki inn í dönskuna, og margir hafa unnií að því, að gjöra þetta. Málfræðingurinn K. Knudsen var leiðtogi þessa flokks, og sum af helztu skáldunum hafa starfað með honum að þessu. Nefna má t. d. Björnstjerne Björnson, Henrik Ibsen, Kjelland, Jónas Lie o. fl. 2) A hinn bóginn finnast þeir menn, sem vilja endurreisa gömlu nor- rænuna, að svo miklu leyti sem mögulegt er, og að minnsta kosti koma aftur á máli í Noregi, sem í raun og veru er norskt. Meðal þeirra má nefna sem Ieið- toga hinn ágæta málfræðing Ivar Aasen, og alkunna rithöfunda, svo sem Ólav Ás- mundson Vinje, Árna Garborg o. fl. Þessi flokkur leitast við að sameina hinar norsku máltýzkur í hinu sameiginlega formi — „landsmaalet", „nýnorsken" — sem meira og meira ryður sér til rúms í Noregi. Þetta nýnorska mál er að miklu leyti endurnýjun hinnar gömlu nor- rænu (sem hér á Islandi enn er viðhöfð hrein og óblönduð), og þess vegna svo svipað henni, að margan íslending mun að líkindum fýsa að sjá sýnishorn af því. Eg leyfi mér í þessum tilgangi að tilfæra hér bæði hið ofan nefnda, ágæta kvæði séra Matthíasar og þýðingu þess á nýnorsku: ísland tii Noregs. (Islenzka.) Austur um haf, þar sem himinsins sól hækkar um skínandi morgna, mænir á ljósið, sem lífsandann ól, landið við Ishafið borna. Enn þráir Noreg sinn öndvegisstól, eyjan forna. Feðumir kvöddu þar óðal og arf endur á blóðaldar tíðum; svall þeim oft hjartað þá kynlandið hvarf, kröpp varð þeim brynjan að síðum. Góð voru’ ei skiftin. En guð hafði starf geymt í smíðum: — Starfið að yrkja sem óbygða lóð andann og skrúðvengi Braga. Tóm var þeim æfin við bardaga’ og blóð, bygðar um fátæka haga. Þá kom frá Noregi: lifandi Ijóð, * ljós og saga. Noregur, Noregur! frægð vor sem fjör frá þínu brjósti var runnið. Sviplíka hamingju, hlutfall og kjör hafa’ okkur nomimar spunnið. Til þín vor hjörtu, þó hnekt væri för, # hafa bmnnið. Síðan við skildum á skapadóms leið skift hefir stómm um hagi: meðan þú fremstur á frelsisins skeið flaugst yfir nútímans ægi, mótstreymið okkar og baráttan beið, bróðir frægi! Vígjum nú aftur vor bróðernisbönd, brostin um óaldar-vetur. Fast bindur auður og ábati lönd; andinn þó sameinar betur; elskan þó bezt, hennar alveldishönd yfir tekur! (Nýnorska.) Auster um hav, der som himmelens sol stiger um skinande morgon, skodar mot ljoset, som livsanden 61, landet Ishave borne. —Enn traar aat Noreg, sin andveges-stol, oy hi fome. Federne skildest ved odel og arv, ofte I blodalders tidom; svall deim oft’ hjartat, daa kynlandet kvarv, krapp vart deim brynja aat sidom. Godt var ei skiftet, — men Gud havde starf goymt i smidom: — Starvet fraa ubygt aa yrkja fram lod, fagraste aakrar hans Brage. Tom vart deim æva ved bardag’ og blod, bygdar kring fatige hage. Daa kom fra Norég : livandi ljod, ljos og saga. Noreg, vaart upphavsland! Andsfrægdi vaar fraa brjosti ditt fyrst var ho mnni! Sviplege lagnaden, lutfall og kaar hava os nornerne spunne, Til deg vaare hjarto, daa skilde me foor, hava brunne. Sidan me skildest paa kvar sino leid, skift heve storom vaar lage: medan sem fremst du paa fridomens skeid flaug yver notidar-have, motte me motstraum og ilt ofte leid, broder fræge. Vigje me atter vaart brodernisband, broste i ualders vetter. Fast binda rikdom og baten tvo land, anden daa sameinar betre. Elsken daa best, og hans allveldeshand magtar mesto. Smávegis úr lærðaskólanum. Þess var getið í síðasta blaði að Dagskrá hefði fengið lofun á smápistl- um úr lærða skólanum. Lærði skólinn er sú mentastofnun sem þjóðina varðar mestu af öllum stofnunum þessa lands. Þar er lagður grundvöllur undir mentun og framtíð flestra leiðandi manna þjóðarinnar; þangað sendir hún fjölda af þeimbörn- um sínum, sem hún óskar að öðlist bezt og fullkomnast uppeldi; þar stunda nú nám nálægt hundrað ungir menn árlega. Það má því nærri geta að þjóðin óskar eftir að þekkja sem allra bezt ásigkomulagið þar; vita hvernig börnin hennar eru uppalin, hversu heil- næm sé andlega fæðan, sem þar er bor- in á borð fyrir þau og yfir höfuð hvernig þeim líði. En þótt undarlegt megi virðast, þá hefir það verið svo fram á þessa tíma að utan um lærða skólann hefir verið nokkurskonar Kín- verjamúr; margir hafa haft þá skoðun að engann varðaði um, hvernig þar færi fram, nema hlutaðeigandi kentiara og lærisveina. Nú hefir einn efnileg- ur og mikilsvirtur piltur skólans tekið sér fyrir hendur að rjúfa þenna múr, láta menn vita hvernig skólinn er, í hverju honum sé ábótavant, hverjir séu ávextir skólaverunnar og hverjir þeir eigi að vera. Það má reiða sig á að piltur þessi skýrir frá rétt og hlut- drægnislaust og munu margir verða honum þakklátir fyrir upplýsingarnar. Ritstj. Latínuskólinn er elzta og helzta menntastofnun landsins. Ætla má því að þjóðin láti sig það að nokkru skifta, er þar fer fram. Margt er það, sem oss lærisveinum skólans finnst að betur mætti fara og vil eg leyfa mér að gera sumt af því heyrum kunnugt, því að ekki er rétt að dylja þjóðina nokkurs þess, er hér fer fram. I. Djrrar kennslubœkur. Kennslubækur skólans virðast ó- þarflega dýrar; stafar það mest afþví, að alt af er verið að skifta um þær. Vera má að þess þurfi í náttúruvísind- um og nýju málunum, en að því er til gömlu málanna kemur, þá er þetta nokkuð á annan veg. Því að latínan og grískan eru enn þann dag í dag eins og þær voru fyrir tveim þúsund- um ára, En þó er það einmitt í þess- um málum að alt af er verið að skifta um kennslubækur. En afleiðingin af því er sú, að piltar verða alt af að fá sér nýjar bækur, en geta ekki selt þær, er áður hafa verið notaðar við kennsl- una. í nýju málunum hefir til þessa ekki verið höfð nema ein lestrarbók í bekk þ. e. a. s. í hverju málinu fyrir sig, og ætti það líka að duga ef lestr- arbókin er fjölbreytileg að efni. En f einum bekknum eru þær nú tvær not- aðar í þýzku, og kosta þær um 4 kr. Þýzk orðabók kostar kr.6,00. í aðeins ein- um bekk, kosta bækurnar þannig kr. 10,00. — Bækur þær, er lærisveinar 5. bekkjar þurfa að kaupa kosta kr. 40,00!! Þessa upphæð veitir sumum fátækum landshornapiltum erfitt að borga í peningum. Oss piltum þykir þetta ekki nákvæmt hjá kennurum og því síður er það vottur föðurlegrar umhyggju fyrir högum vorum. Friðrik Friðriksson. »Mörg látlaui æfin lífsglaum fjær sér leynir einatt góð og fögur, en Guði er htín alt eins kaer, þótt engar fari' af henni sögty«. Vér íslendindingar höfum oft lesið það í blöðum og bókum, að ýmsir mannvinir hafi lifað alla æfi sína ein- ungis til þess að gjöra öðrum gott, til þess að rétta öllum hjálparhönd, sem við erfið kjör eiga að búa og þeir geta náð til. Livingstone varði meginparti æfi sinnar til þess að útbreiða menning og siðgæði meðal heiðingja og kristna þá, og margir fleiri hafa unnið að því sama í ýmsum álfum á ýmsum tímum. Einkum hafa þeir komið afarmiklu til leiðar, sem stofnað hafa »barnaheimili« og starfað þar. Þeir hafa safnað und- ir sinn verndarvæng öllum munaðarlaus- um börnum, sem annaðhvort eiga enga foreldraeða verrienenga. Þeim hefirfund- ist eins og forsjónin benti þeim á þessa aumingja og byði þeim að rétta þeim líknarhönd. Margir þessara manna, hafa átt mjög erfitt uppdráttar; þá hefir vantað fé til framkvæmda; þá hef- ir vantað aðstoð þeirra manna, sem eitthvað gátu lagt fram að mörkum; þeir hafa verið hæddir og jafnvel fyr- irlitnir af vinum sínum og vandamönn- um; þeir hafa verið taldir geggjaðir á geðsmunum og jafnvel hefir komist svo langt stundum, að þeir hafa verið sett- ir á geðveikra spítala og má nærri geta hvílk æfi það er fyrir heilbrigða menn; menn sem brenna af kærleika til nauðstaddra náunga og lifandi löng- un til þess að gjöra þeim gott. Nú á síðari tímum er þetta nokkuð á annan veg. Margir helztu og beztu menn veita þeim nú aðstoð sfna og leggja fram fé til framkvæmdar starfi þeirra. Hér á íslandi þekkist fátt af svona mönnum, sem virkilega setja sér það fyrir mark mið að lifa fyrir aðra. Það er jafnvel skoðað sem tröllasaga, þegar menn lesa um einhvern þess kon- ar mann nú, en sem betur fer þarf ekki að leita lengi til þess að finna þetta, einnig hér á landi; við höfum einn mann hér í Reykjavík, sem óhætt er að segja að hefir það markmið að lifa fyrir aðra eftir megni, það er Friðrik Friðriksson stud. theol. Og til þess að menn haldi ekki að þetta séu öfgar eða gullhamrar eða af persónulegri vináttu, skal ég leyfa mér að lýsa gjörðum hans og framkvæmd- um hér í Reykjavík þetta síðastliðið ár, eftir því sem ég bezt þekki til, og þeg- ar menn hafa lesið það, þá vonast ég Gamla norrrænan hefir fest fastar rætur í Noregi. Og nýnorskan — kvist- ur nýr af stofni hennar — hefir að vísu fraintíðina fyrir sér. Framför hennar ár eftir ár ber þess ljósan votj..

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.