Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 05.10.1898, Síða 4

Dagskrá - 05.10.1898, Síða 4
6i um leið framan í hana. „Hvað á að skrifaf “ „Fröken M. Petersen. Reykjavík" Hann rétti henni bréflð, hún kom með litlu, hvítu höndina á móti, en þá tók hann utan um höndina; hún kipt- ist ögn við, en hann slepti ekki hönd- inní. Hún horfði á hann allra snögg- vast bláu augunum, ljómandi af gleði og blíðu og sagði lágt: „Hann pabbi kemur, — kemur ut- an úr búðinni", svo kipti hún alt í einu að sér hendinni, stökk burt, leit allra snöggvast um öxl sér, hýrt og brosandi um leið og hún lét hurðina aftur. Nú var ekkert hik á Sigurði að vera kyr, hann var svo glaður og ssell, að hann gat fyrirgefið öllum alt, — hann var alsæll. Hann gekk út til þess að koma blóðinu og tilfinningunum í kyrð aftur, svo gekk hann niður að sjónum; kvöld golan þaut um andlit honum, hlý og hressandi. Smábárur léku sér efst á mararfietinum og hossuðu sér alla vega og skvettu sér með æskufjöri upp a fjörusandinn til þess að reyna að láta smásteinana finna lífið og gleðina. En svo hörfuðu þær frá aftur, þær hrylti við því, hve fjörugrjótið var tilflnningar- laust. — Niðurl. Dagbók Reykjavíkur, Laugardagur. Sunnanstormur og regn öðru hvoru Slökkviliðsæfing kl. 12—2. Æfing þessi fór töluvert betur fram en vant er að vera, en þó ekki sem bezt. Sunnudagur. Útsynningur og kafaldsél; gott veður í köflum. »Skálholt« kom norðan og vestan urn Iand í síðasta skifti þetta ár og með því nokkrir farþegar, þar á meðal: Hannes Ó. Magnússon, Thejll kaupm. úr Stykkishólmi, séra Guðmundur Guð- mundsson í Gufudal, Riis kaupm. o. fl. Herra Guðm. Magnússon hélt kvöldskemtun í Good-Templarahúsinu og var þar Harmoníum-spil og upp- lestur. — Guðm. las upp kvæði eftir Runeberg, smásögu, »Timbur- garðinn« og kvæðið: „Jörundur". — Ritstj. þessa blaðs var fjarverandi og því ekki á skemtuninni, en flestir, sem þar voru, láta vel yfir. Skemtunin var fremur illa sótt. Mánadagur. Suðvestan kaldi, haíði snjóað nokk- uð um nottina, en þiðnaði hér þegar á daginn leið. Andaðist Helga Einarsdóttir, kona Sigurðar Jónssonar bókbindara hér í bænum. Hún var mesta merkiskona og er því sárt saknað af vinum og vandamönnum. Hún lét eftir sig mörg börn, kornung og munu ástæðurnar því ekki vera sem beztar. Væri vel gjört af Good-Templurum að hlaupa undir bagga, þar sem Helga sál. hafði lengi verið ein af þeirra beztu meðlimum. Þriðjidagur. Suðvestan stormur, snjókoma tölu- verð, en frostlaust. Strandferðabátarnir „Hólar“ og „Skálholt" fóru til útlanda og koma ekki aftur fyr en í vor. Hafa ferðir þeirra yfir höfuð gengið greitt og vel og mönnum getist vel að því að ferð- ast með þeim. Good-Templarastúkan „Verðandi" nr. 9, hélt 751. fund sinn með mikilli viðhöfn. Fyrst var fundurinn settur í Good-Templarahúsinu og þar teknirinn IO nýir meðlimir, að því búnu var far- ið niður í Iðnarmannahús, sem skreytt var innan með fánum og var stóri sal- urinn troðfullur. Þar var talað vel og fagurlega. Indriði Einarsson revisor mintist fyrst íslands. Þá talaði Har- aldur Níelsson fyrir minni Good-Templ- arreglunnar á íslandi og gat þess að oft yrði það, sem lítið sýndist í heims- ins augum, til hinnar mestu blessunar, og þannig hefði það verið þegar út- lendur skósmiður, Ole Lied, heíði kom- ið hingað til lands fyrir hartnær 15 ár- um og fengið nokkra menn til þess að ganga í félag það, er hann kallaði Good-Templarfélag og öllum var ó- kunnugt. Hann sagði, að þegar ein- hver tímamót væru, þá væri mönnum gjarnt að líta bæði fram og aftur, líta yfir fömu leiðina og gá að því, hversu langt væri komið upp í brekkuna og jafnframt að skygnast íram fyrir sig, til þess að sjá, hversu langt væri eftir upp á tindinn eða til takmarksins, og þótt félag vort hefði miklu til leiðar komið, þá kvað hann samt mikið eftir og brýna þörf á djörfum hug og drengi- legri framgöngu. Þá talaði Ólafur Rós- enkranz fyrir stúkunni »Verðandi«, taldi upp það helzta, er hún hefði gjört og gat þess að hún væri elzta stúka hér sunnanlands. Hann kvað hafa verið tekna nálægt 1000 manns inn í hana. en þó teldi hún einungis 178; taldi hann það sorglegan vott um óstöðug- lyndi manna, hversu margir hyrfu aft- ur úr félagi voru, en tók það jafnframt fram, að ekki dygði annað en að vera þólinmóður og einbeittur, þótt ekki gengi alt að óskum. Hann kvað vera liðin 15 ár fráþví, að Good-Templarafélag- ið hófst hér á landi, 10. jan. 1899 og sagðist búast við því og vonast til þess að þá yrði haldin allsherjar hátíð f félaginu, sem yrði bæði til gagns og sóma. Síðast talaði ungfrú Ólafía Jó- hannsdóttir um bfndindi alment og eink- urn um grundvallarsetningar Good- Templara, trú, von og kærleika, sagð- ist henni vel að vanda. Á milli ræð- anna var leikið á hljóðfæri og var sam- koma þessi hin skemtilegasta. Bar ekki á öðru en allir væru glaðir og öllum liði vel, þótt hvergi sæist Bakkus á borðum. Miðvikudagur. Sunnankaldi, dálítið frost en glaða- sólskin og bezta veður. Haldinn fundur í „Bindindisfélagi íslenzkra kvenna". Friðrik Friðriksson las þar upp sögu. Þessa viku hafa gengið 62 ITienn í Good-Templarstúkurnar í Reykjavík. Daglega er verið að stefna mönn- um hér í bænum og hóta þeim lög- sókn fyrir ógoldin dagsverk. Eru skiftar skoðanir manna um það, hverj- ir eigi að réttu lagi að greiða þau. Á þetta atriði verður minnst í næstu blöð- um „Dagskrár". 14. bl., I. síðu, 3. dálki, 17 línu að neðan komi orðin „annað en" í staðinn fyrir orðin „en fá“. í 4. 7. 1. a. o. komi „höfuð þjóðlífs vors" í stað- inn fyrir „höfuð þjóðlíf", Lövenskjold Fossum-Fossumpr.Skien iekur að sér að útvega kaupmönnum við. Einnig eftir teikningum að byggja hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á ísafirði. Menn ættu að nota tækifærið, því hvergi mun fást ódýrari viður, eða með betri kjörum en hjá undirskrifuðum. Pétur M. Bjarnason. Fimmtidagur, Settur . ALpýðuskólinu í Reykjavík í fyrsta skifti. 28 höfðu sótt um inn- töku á skólann, en sumir þeirra voru enn ekki komnir. Hjálmar Sigurðsson amtskrifari lýsti tilgangi skólans og ætlunarverki; kvaðst hann vænta góðs samkomulags milli kennenda og nemenda, enda væri það lífs og þroska skilyrði þessarar stofnunar, lýsti hann því næst yfir að Alþýðuskóli Reykjavíkur væri settur og tæki til starfa frá þeirri stundu, ósk- aði að hann mætti verða til þess að glæða andlegt líf og nytsama þekkingu meðal íslenzkrar alþýðu. Þá talaði Sig. Júl. Jóhannesson nokkur orð til nemendanna og að því búnu tók skólinn til starfa. Föstudagur. Norðvestan stórviðri fram á há- degi, þá gekk hann í norður oglygndi um tíma, hvesti aftur um kl. 4, en um kveldið var stillilogn. Hér með lýsi ég því yfir að ég verð ekki kennari á Alþýðuskóla Reykja- víkur. En ég held skóla heima hjá mér, sem er að öllu óviðkomandi Al- þýðuskólanum. Geta nokkrir nemend- ur fengið enn inntöku á þann skóla, fyrir væga borgun. Skólinn er síðdeg- is. Sigurður Þórólfsson. Ég undirritaður hefi um mörg ár verið þjáður af gigt í bakinu og leitað til lækna, en alt árangurslaust, þar til nú fyrir stuttum tíma að ég fékk hjá herra kaupmanni Gunnari Einarssyni Voltakrossinn, og hefi brúkað hann síð- an. Ég, sem áður var oft svo veik- ur að ég varð að liggja í rúminu, er nú orðinn svo heill heilsu, að ég hefii fylstu von um, að geta unnið með full- um kröftum. Ég gef því með gleði þetta vott- orð mitt til þess, að þeir, sem líkt stendur á (yrir, geti fengið áreiðanlega bót meina sinna, samkvæmt reynslu. minni, með því að brúka Voltakrossinn. Guðrúnarkoti við Reykjavík. Þórður Breiðfjörð. Útgefandl: Félag eltt I Reykjavik. Ábyrgðarm.: Slg. Júl. Jóhanneason, cancL þhil. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.