Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 15.10.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 15.10.1898, Blaðsíða 2
5° jurtir o. s. frv.. eins og klæðnaðurinn ver líkama mannsins fyrir ofmiklum liita missi. Hitinn er eitt af aðalskilyrðum fyr- ir vexti og viðgangi jurtðgróðursins. Jurtirnar þurfa ákveðinn hita tif þess að þroskast og lifa. í heitu löndun- um er jurtagróðurinn miklu þroska- meiri en í köldum löndum; mundu þær jurtir, sem þar þróast vel, strax deyja, ef þær kæmu í ísl. loftslag. Ekki þyldu heldur jurtir köldu landanna lofts- lag hinna heitu. Safarás jurtanna verður því líflegri sem hitinn er meiri. Því meira af vatni sem gufar burtu af jurtum, því meira færist með vatninu til allra frumparta jurtanna, af föstum, uppleystum jurtanæringarefnum, frá jarð- veginum. Það eru líka sum af efnum þeim, sem næra jurtirnar, sem koma þeim ekki að notum nema við ákveð- inn lofthita. — Ýmislegt er það, sem heíir áhrif á hitann í jarðveginum, og ætla ég að taka það helzta af því fram.: Vatnið. Það kælir jarðveginn, sem fyr er sagt. Þegar jörðin er vot, geng- ur mest af sólarhitanum til þess að þurka jörðina, breyta vatninu í gufu. Það hefir verið reiknað að jafnmikill hiti eyðist til þess að breyta einu ten- ingsfeti í gufu og sjóðhita 5V2 ten.fet af klakavatni. Má af þessu sjá, hversu feikna mikill hiti eyðist frá jurtagróðr- inum þar sem jörðin er vatnsþrungin. Loftslagið verður saggasamt og þar af- leiðandi kalt, þar sem jörðin er sífelt vot. Auk þess sem uppgufun vatnsins bind- ur mikinn hita, gleypir vatnið meiri hita en nokkurt af jarð^fnunum, til þess að ná einhverju ákveðnu hitastigi. — Kallast þetta hitarýnii vatnsins. Sé t. a. m. laus leirjörð 50 heit, sem inniheldur í sér um 700/0 af vatni, þá verður sama jarðtegund í sama lofthita 8° heit, ef vatnið að eins er 5o°/o — Má dálítið af þessu ráða, hversu mikl- um hita vatnið í jörðunni eyði frá jurta- gróðrinum, og hversu áríðandi er að losa jarðveginn við alt laust vatn, sem í honum er, þar sem um lítinn lofts- hita er að ræða, og fáa hitadaga á ár- inu, eins og t. d. hjá oss íslendingum. Lega jarðarinnar. Sú jörð, sem liggur á móti suðri, er miklu heitari en önnur, sem veit á móti norðri. Kemur það einkum af því að sólargeislarnir falla þverara á jarðveginn, sem á móti suðri hallar. Því beinni sem geislar sólarinnar falla á jarðveginn, því fleiri hitageisla fær t. a. m. hver Q þuml., en því skáhallari sém geislarnir falla, því færri. Af þessum orsökum stafa að mestu leyti árstíða skiftin. Þegar sólargangurinn er lágur, falla sólargeisl- arnir skáhallara til jarðarinnar, en þegar sólin er liátt á lofti falla þeir beinna, því er og heitara á hádegi en kvelds og morgna. At þessu, sem hér að framan hef- ir veriðsagt um hitanní jörðunni, er auð- sætt að sú jörð er allajafna köldust, sem á móti norðri veit. Að vísu fer það mikið eftir eðlisástandi jarðvegsins og úr hvaða átt oftast eru hlýiir vindar o. s. frv. hvort sú jörð, sem liggur á móti suðri, er heitari en önn- ur sem liggur á móti austri, vestri, eða jafnvel norðri. Eru það hinir fysisku eiginleikar jarðvegsins, sem hafa mikil áhrif á jarðhitann. En það algeng- asta, er að lega jarðarinnar hafi meiri áhrif af hitamegin jarðvegsins, en sam- setningin og annað því um líkt. Með öðrum orðum, að sú jörð, sem á móti suðri, hallar verði alloftast álitlegasti bletturinn til ræktunar, þar sem annars er um verulegan jarðveg að ræða. —- Það er ávalt hægra að bæta úr ýms- um göllum, sem jarðvegurinn kann að hafa, en að fá jarðveg, sem nýtur vel skjóls og hlýinda þann tíma ársins, sem hann á að framleiða ýmiskonar jurtagróður. Ætti því, að kosta kapps um að nota há blettina til ræktunar, sem liggja í skjóli, þótt jarðvegurinn að öðru leyti sé að ýmsu leyti ekki sem beztur, ef hægt er að bæta hann án mikils kostn- aðar. Trjárækt á íslandi. Hingað til hefir lítið verið að því gjört, að rækta tré á íslandi. Það hef- ir verið vel og rækilega gengið fram í því af sumum, að höggva og eyði- leggja skógana, án tillits til þess, hvern- ig þeir hafa verið höggnir. Það er al- gengt, eða hefir að minsta kosti verið til skamms tíma, að ganga eins og grenjandi ljón um skógana, til þess að velja úr þeim fegurstu og stærstu hrísl- urnar og láta þær í eldinn, eða hafa þær undir torf á hús. Þannig hafa skógarnir verið eyðilagðir víða hér á landi eins og allir geta sé3. Það var svo sem munur að lifa á íslandi á landnámsdögum, segja menn, þegarþað var viði vaxið milli fjalls og fjöru; það hlýtur að hafa verið hér hlýrra og betra 'loftslag og gróðursælli jörð. ísland er að blása upp, skógarnir horfnir, vind- arnir kaldari, frostin meiri, lífsskilyrð- unum fyrir landsbúa er að fækka, alt er í afturför, og eina ráðið er að flýja. Og margt af þessu er öldungis rétt. Loftslagið er kaldara, ísland er að blása upp, lífsskilyrðunum hefir fækk- að, það er alt satt. En að eina ráð- ið sé að flýja, það er ekki satt. Þegar eitthvað breytist til hins verra, þá þarf að kom- ast eftir ástæðunum, grafa fyrir ræturn- ar og reyna að uppræta þær. Ræturn- ar að því, að ísland er að blása upp, eru ckki þær, að náttúran hafi breytt sér til hins verra, en í stað þess að manns höndin á að hjálpa henni til þess að fæða af sér björg og blessun, hefir hún gjört hið gagnstæða hér á landi að sumu leyti. Að höggva skógana svo að þeir eyðileggist, er sama sem að stuðla að því, að lífsskylyrðunum fækki, það er sama sem að kæla loftið, því þar er altaf heitara, sem skógar eru miklir. Og svo kenna menn landinu sjálfu um. Það er altaf ofurþægilegt, að geta kastað skuldinni á aðra, að geta kent guði og náttúrunni um sínar eigin synd- ir, en það er ekki rétt, það hlýtur hver óspiltur maður að játa. Af hverju skyldi það vera, að víða eru fagrir skógar þar sem þeir hafa ekki betri lífs- og þroskaskilyrði en hérf Það er af því að þeím er sómi sýndur, það er ekki farið eins með þá og sumstaðar hér hjá oss. Nú eru líkindi til að menn fari að vakna til meðvitundarum það, hversu rangt þeir hafa stefnt í þessu efni, og það því fremur, sem vér nú höfum fengið mann, sem lært hefir trjárækt og má vænta þess af hon- um, að hann leiðbeini mönnum í þeim efnum og láti sem mest til sín taka í því, að opna augu manna fyrir nauð- syn trjáræktar. Það er vonandi, og þess er óskandi, að hann verði til þess að „klæða fjallið" og landsmenn gjöri alt mögulegt til þess, að hafa sem mest not af honum. Menn þurfa að hafa trú á því, að hægt sé að gjöra eitthvað í þessa átt. Það er ekki nóg að hafa mann, sem kann til þess, ef allir álíta það einskis virði og örvænta um árangur, þvf þá er hætt við, að lít- ið verði úr framkvæmdum. Það er fleira, sem mætti rækta hér en skóga. Vilhjálmur bóndi Bjarnarson á Rauðará hefir látið sá hjá sér byggi, og hefir það gefist vel í ár, og þó hefir verið eitt- hvert kaldasta og versta sumar, sem menn muna nú um langan tíma. Ný bók. Handbók fyrir Good-Templara; leiðbeining um stjórn stúkna í Good- Templarreglunni, er nýlega komin út á íslenzku. Er þar vcl og greinilega lýst því, hvernig Good-Templarreglan eigi að vera, hvernig henni sé stjórnað, hvernig fundirnir eigi að fara fram, skýrt frá skyldum embæltismanna, prent- uð skýrsluform, talað um skyldur með- lima, atkvæðagreiðslu, upptökusiði, skemtanir, útbreiðslufundi, fyrirkomu- lag ok stjórn á samkomum, opna fundi, heimsóknir stúkna, veizlur og hátíða- höld, jarðarfarir, útbreiðslu bindindis- rita, bókasofn stúkna, almenna bind- indisfundi, viðreisnarstarf Good-Templ- ara, starfið meðal barnanna og margt fleira. Bókin er 169 blaðsíður að stærð, kostar að eins 1 kr. og fæst hjá Borg- þóri Jósefssyni verzlunarmanni. Ættu fyrst og fremst allir Good-Templarar, sem nokkur ráð hafa, að kaupa hana og sömuleiðis þeir, sem ekki eru í fé- laginu. Því er oft og einatt við bor- ið, að menn viti ekki um fyrirkomulag reglunnar, því sé haldið leyndu og þar sé eitthvað óhreint við. Þeir kveðast ekki vilja ganga í þann félagsskap, sem þeir þekki ekki og það er skynsam- legh og, rétt, en þarna gefst mönnum kostur á því, að kynnast félag- inu og komast inn í anda þess og til- gang, stjórn þess og fyrir komulag. Þekking er altaf fyrsta og aðalskilyrð- ið til þess, að geta dæmt um eitthvað rétt og sanngjarnlega, og það er áhuga- mál allra Good-Templarar að menn viti sem mest um félag vort, eftir því sem það verður kunnugra eftir því verð- ur það viðurkendara. Kaupið þvíhand- bók Good-Templara, lesið hana ogdæm- ið hana rétt. Látið dóma yðar styðj- ast við sanngirni. Trúarbragðadeilur allsnarpar eru nú vaknaðar hér á landi og er það nýlunda. Þeir leiða saman hesta sína ýmist í Bjarka eða ísafold, Guðmundur Hannesson læknir Eyfirð- inga og Haraldur Níelsson cand. theol. Nokkuð þykja þeir vera langorðir og ekki halda sig sem allra bezt við efnið. Þegar rætt er eða ritað um eitt- hvert málefni, þá eiga persónurnar að liggja á milli hluta, þær koma því alls ekkert við, en það er öðru máli að gegna, þegar menn deila eingöngu vegna þcss að þeir þykjast eitthvað hafa að athuga persónulega hvor við annan. Eins og víða hefir veriðtekið fram, eru trú- brögð meira hitamál en nokkurt mál annað og þess vegna er það áríðandi að halda sér frá persónulegum hníflum þegar um þau er rætt. Trúarbragða- deilur hafa leitt eymd og eyðilegging yfir lönd og þjóðir sökum þess að til- finningarnar hafa hlaupið með menn í gönur. Það er eðlilegt og virðingar vert að menn tali og riti um það mál með brennandi áhuga, lifandi tilfinning- um, en þess þarf þó einnig vandlega að gæta að ekki sé farið út í eitthvað óviðkomandi og til þess ætti að mega treysta þeim Guðmundi og Haraldi, sem báðir eru viðurkendir mestu gáfu- og menntamenn hvor um sig. En Svo virðist sem á þeim sannist málsháttur- inn »Skýst þótt skýrir séu«. Þá eru þeir á öðru leitinu David 0stlund og séra Jón Helgason; annar beitir pennanum en hinn munninúm. Líturv helzt út fyrir að að þeir séu ekki skildir að skiftum. Nýtt rit hefir, Dagskrá verið sent. Það er fyr- irlestur, sem séra Þorkell Bjarnason á Reynivöllum hélt hér í Reykjavík í fyrra um Þorlák biskup Þórhallsson hinn helga. Verður þess minnst nánar síðar í þessu blaði. Gömul saga. Svo stendur skrifað í heilagri ritn- ingu, að þegar vonzka mannanna óx og enginn hugsaði um að gjöra annað. en það, sem ilt var, hugsaði guð sér að tortíma öllum lifandi skepnum, er jörðu bygðu, nema einum manni, fólk- inu hans og s. frv. Þetta gjörði hann með syndaflóð- inu. En þegar mönnunum fjölgaði aftur var þeim í fersku minni frásagan um syndaflóðið og ásettu sér því að lifa réttlátlega framvegis. Þetta sér Kölski °g þykir ilt; kemur honum ekki dúr á auga nætur né daga í langan tíma, því hann hugsar mjög um það, hvernig hann fái aukið aftur yfirráð sín ájörð- unni og haft áhrif á gjörðir mannanna. Kallar hann loksins saman þing og stefn- ir til sín öllum þeim djöflum, er hann á yfir að ráða. Voru þeir þá ekki allfáir, þótt mjög hafi þeim fjölgað síðan. Tekur hann því næst sjálíur til máls og held- ur langa ræðu og snjalla. Leiðir hann þeim það glögglega fyrir sjónir, hvílíkt niðurdrep það verði fyrir ríki þeirra ef allir menn á jörðu uppi hætti nokkuð ilt að vinna. Kveður hann helzt útlit fyrir það nú sem standi, að þeir geti ekki klófest eina einustu sál. Fer hann um þetta mörgum orðum og skynsamlegum frá sjónarmiði þegna sinna. Tóku þar ýmsir fleiri til máls og lögðu tram margar viturlegar tillög- ur, en allar þóttu þær einhverjum þeim ókostum háðar, að ekki væri tiltök að framkvæma þær. Mennirnir voru orðnir svo varir um sig að naumast varð nokkrum svik- um fram við þá komið. En eitthvað varð þó að reyna. Loksins lét Kölski gamli það boð út ganga, að hver sá er finni eitthvert ráð hyggilegt og fram- kvæmanlegt til viðreisnar ríki sínu, hann skuli talinn næstur sér að öllum virð- ingum, hver svo sem hann sé. Þar var djöfull einn gamall, er Bakkus hét, hafði hann fengist töluvert við lækning- ar og verið alllengi héraðslæknir hjá Kölska. Engum datt í hug að neita hæfilegleikum hans í þeirri grein; en hann var orðinn gamall og eins og flestum læknum er títt, var hann farinn að letjast og verða tómlátari í köllun sinni síðan hann fékk fasta stöðu. Það var ekki svo hætt við því, að hanfi yrði sviftur embættinu þótt hann gegndi því ekki sem samvizkusamlegast hann kunni vel að koma sérí mjúkinn hjá gamla fógetanum, þar þurti enginn að reyna að etja kappi við hann og sjálfur hafði Kölski veitingarvaldið. Hann hafði líka notað sér það, þegar hann veitti Bakkusi embættið, því það gjörði hann þvert á móti vilja allra hlutaðeigenda; komu þeir þá með þær tillögur aðkjósa alla embættismenn með atkvæðum, en þar var ekki nærri komandi. Gamli karlinn vildi helzt hafa veitingarvaldið sjálfur, enda var hann styrktur í því máli af ýmsum þeim, er áttu honum

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.