Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 15.10.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 15.10.1898, Blaðsíða 3
góð embætti að launa. Það varð því að sitja við það, sem áður hafði verið þrátt fýrir miklá óánægju ýmsra. Djöfs- um þótti sem sé ekki altaf vera farið eftir hæfilegleikum við embættaveiting- ar, það var tekið alt eins mikið tillit til ýmislegs annars. Sumir höfðu kom- ist til hárrar stöðu sakir ættgöfgi, auðs eða annars því um líks, aðrir voru lægnir á það að koma sér inn undir hjá stjórnandanum og einn þeirra hafði gamli Bakkus verið. Jæja, hvað um það; þótt Bakkus hefði nú náð í þessa stöðu af einhverjum annarlegum ástæð- um og þótt ailir væru harðóánægðir með hann nema Kölski sjálfur og nokkrir fylgifiskar hans, þá sýndi hann nú þá rögg af sér, er varð til þess að bjarga rfki djöflanna og auka veldi þeirra að minnsta kosti í bráðina. Það var ein- hvern dag að Bakkus sat í lyfjabúð sinni og var að setja saman meðul. Það hafui verið fremur venju kvillasamt þar neðra undanfarandi daga og hafði hann því nóg að gjöra. Blandar hann nú saman ýmsum lagartegundum ístór- um dalli eða keraldi, sem hann lætur standa við hlið sér og tekur af því handa öllum, er til hans leita. Hvort meðul þessi hafa verið nákvæmlega samansett eftir öllum reglum, þar fóru engar sögur af; en þau áttu við öllum veikindum, hann hafði sína peninga fyrir þau og hann hafði minnst fyrir því svona, það var honum nóg. Hann hafði altaf verið fremur gefin fyrir hægðina og ekki sízt síðan hann fór að eldast. Hann hafði enda verið að. hugsa um það í nokkur ár að segja af sér og lifa svo eins og blóm í eggi, bara af eftirlaununum. Það var reynd- ar ekki af því að hann ætti ekki hægt með að gegna stöðu sinni lengur eins og hann hafði gjört, en þetta var miklu hægara; svo var farin að heyrast óá- nægja yfir deyfð hans og sérhlífni og hver vissi nema að farið yrði að afsegja hann sem lækni; það hefði nú reyndar ekki verið til neins, Kölski hefði að líkindum engan gaum gefið því, en það var leiðinlegra samt. Hann gat fengið vottorð hjá öðrum læknum um það, að hann væri ekki fær um að gegna starfa sínum lengur sakir einhverra veikinda. Það var auðvitað helber lýgi; hann kendi sé aldrei npkkurs meins, enlækn- arnir þar eru svo einstaklega brjóst- góðir og bóngóðir, að þeir geta ekki feng- ið það af sér að neita um þesskonar vottorð. Jæja, hvað sem þessu líður, útbýtti hann meðulum úr dallinum sín- um eins og hver þurfti og rakaði sam- an peningum. Það lá því vel á hon- um núna, karlinum, hann lék við hvern sinn fingur; hann var að reikna það út í huganum, hve mikið hann gæti grætt þegar hann væri búinn að segja af sér; þá gæti hann gefið sig við svo mörgu og lifað þó svo frjálsu og góðu lífi. Einu sinni sem oftar er barið að dyrum hjá honum, kemur þar inn djöfull einn og segir að meðul þau, er Bakkus hafi selt upp á síðkastið, hafi svo undarleg áhrif á þá, er þeirra neyti, að slikt hafi ekki þekst áður. Þeir verða svo kát- ir og fjörugir, að þeir ráða sér ekki fyrir gleði og það kjaftar áþeimhvertuska.en þegar þeir hafa bragðað þau, þá geta þeir ekki án þeirra verið. „Eg var sendur", segir hann, „með stóreflis kúta til þess að sækja á þá meðul og ég átti að koma með þá fulla, hvað sem það kostaði". Nú varð Bakkus enn glað- ari en áður; nú sá hann það, að hann hafði þarna af tilviljun fundið upp ein- hvern töfradrykk, sem hann gæti rakað saman peningum fyrir; hann fer því að blanda meira og gengur það svo út hjá honum, að hann hefir ekkert við. En þegar djöflar drukku til muna af drykk þessum, þá mistu þeir alla sjálf- stjórn og alt vit; lágu sumir þannig meðvitundarlitlir í langan tíma, en þeir sem rólfærir voru, aðhöfðust alt hugs- anlegtílt. „Bravó", hugsaði gamli Bakk- us, þegar hann sá þetta, „nú hefi ég fund- ið ráð til að ginna mennina til ills, ég fer með þetta upp á jörðina og ginni þá til að drekka það, svo skulum við sjá hvernig slæst". Þetta gjörði Bakkus; hann tekst ferð í hendur upp til jarð- arinnar, sezt þar að sem »prakt.læknir« og verzlar með töfradrykk sinn, fyllirhann öll blöð af auglýsingum og kveðst hafa til sölu meðul þau, er alt lækni. Menn þyrpast til þessa nýja læknis og kaupa af honum meðul hans, hafa þau öldungis hin sömu áhrif á þá og djöfl- ana niðri. Eftir skamman tíma er Bakkus orðinn stórríkur, setur hann sér þá upp afarmikla verzlun á jörðunni og gjörist kaupmaður, en mest verzlaði hann með vín. Brátt fóru aðrir kaup- menn að taka þetta eftir honum; þeir fóru til hans og báðu hann að kenija sér víngjörð, var hann fús á það og þegar vínið var komið í flestar verzl- anir, þá fór gamli Bakkus niður aftur; gengur hann þegar á fund herra síns og segir honum hvernig komið sé, enda sést brátt að hann hefir ekki farið með ósannindi, því upp frá þessu komu sálir af jörðu ofan svo tugum þúsunda skifti. Bakkus gamli fékk hrós mikið fyrir uppfundning sína og situr nú Kölska til hægri handar, er hann álitinn engu miður uppfundningarsamur þar neðra en Edeson hér efra. Ferðapistlar Eftir Sig.Júl. Jóhannesson. V. Þegar við fórum frá Isafirði var veður hið bezta. Ég hefi varla lifað skemtilegri stund en þann dag. Að ferðast á gufuskipi með ströndum fram á sléttum sæ í heiðskýru veðri, það er sannarlega skemtilegt Skipsskrúfan gekk í sífellu og mér heyrðist hún altaf segja: „Skol sko! sko!" rétt eins og hún vildi fá menn til þess að taka eftir því, sem fyrir augun bæri, taka eftir þeirri fegurð, þeirri dýrð, sem Fjallkonan, ættjörðin okkar hefði að bjóða. Sumstaðar teygði hún út armana eins og til þess að lykja sem mest af hafinu í faðmi sér; það var eins og hún vissi af því að þar væru auðæfi, sem við, börnin henn- ar, ættum erfitt með að ná og hún vildi því reyna að færa okkur þau upp í hendurnar. Léttar bárur liðu upp að ströndinni, en lentu á klettunum, brotn- uðu þar og dóu, og þær stundu svo raunalega 1 andlátinu, Mér datt í hug að þetta væri líkt og með öldurnar, sem rfsa í mannlíf- inu hérna á íslandi. Það er ekki sjald- an sem einhverjum dettur í hug að gjöra eitthvað til gagns, til framkvæmda, annaðhvort verklegt eða bóklegt. Það er ekki sjaldan sem öldur rísa í því skyni, litlar í fyrstu og lágar, en vaxa smámsaman, en þær hafa flestar átt sömu forlögum að sæta og þær, er ég nefndi; þær hafa einatt rekist á steina, á harða kletta, og brotn- að þar og „steinar þessir voru mann- leg hjörtu", eins og skáldið Steíngrímur Thorsteinson lcemst að orði. Við höf- um átt skáld, sem hefðu getað orðið okkur til heiðursog gagns, efþau hefðu verið virt að maklegleikum. — Og mér heyrðist dauðastuna hverrar báru verða að orði — verða að mannsnafni, eins og: Breiðtjörð, Daði, Níels, Hjálmar og ég mintist þess og ég skammaðist mín fyrir það, að allir þessir menn höfðu verið — ég vil segja stórskáld; en þeir voru svo ógæfusamir, að vera fædd- ir á íslandi, þar sem þeir voru látnir deyja, — já, það er, líklega of mikið að segja af hungri; og þó gat þeim liðið vel á Islandi, ef hjörtu bræðra þeirra og systra hefðu ekki verið úr steini gjörð. Og ég var að hugsa um það um kveldið þegar ég lagðist útaf, hvernig myndi hafi staðið á því að . Sigurður Breiðfjörð skyldi ekki hafa eytt æfi sinni erlendis, heldur en að koma hingað aftur, til þess að láta kvelja úr sér líf- ið andlega og líkamlega, en um nótt- ina dreymdi mig að ég heyrði kveðna vísu þessa. þar eTska’ ég hve rn einasta stein og hvert strá og strengir í hjarta mér tíðara slá, er hugsa ég þangað —já, þar á ég heima ogþarerþaðalt,semmig langarað dreyma. Það hefir verið heimþráin, ættjarðar- ástin, sem knúði Sigurð Breiðfjörð til þess að leita aftur fornu stöðvanna; þótt ekki væri þar gnótt af gulli, þá hefir honum fundist þar lífið ljúfara. Ætt- jarðarástin, er einhver sterkasti þáttur- inn, sem til er í heill og hamingju hverrar þjóðar. Skáldin glæði hana þar sem hún er veik og skapa hana þar sem hún var aldrei áður og þau vinna því þjóð- inni ómetanlegt gagn. Sú þjóð, sem ekki elskar landið sitt, hún er iha farin; hún lætur sér ekki ant um hag þess, hún neytir ekki krafta sinna. Það er al- gilt lögmál í öllu mannlífinu, að ljúft er að vinna, fyrir þann sem menn bera til hlýjan hug, en þvert á móti ef hið gagnstæða á sér stað. Mönnum verð- ur því ljúft að efla hag ættjarðarinnar, að vinna fyrir hana, ef þeir elska hana en ella ekki. Sumir gjöra gys að allri ættjarðarást og þjóðrækni, vildu helzt ekki heyra það nefnt, en þeim mönn- um er illa farið; þeir skilja ekki lögmál náttúrunnar, þeir þekkja ekki a og b í stafrofi mannlegra tilfinninga; þeir þekkja ekki orsök og afleiðing; þeir hljóta að vera blindir fyrir öllu nema auði einum saman, vitandi ekki það, að sæla og vellíðan er ekki eingöngu undir því komin að eiga stóra hrúgu af gulli og vera sjálfur í henni miðri, sjónlaus, heyrnarlaus, hugsunarlaus og tifinning- arlaus. Þegar við fórum fyrir Horn, var skotið af fallbissu og leið löng stund þannig, að ekkert heyrðist, nema skotið þegar það reið af. En þegar minnst varði, var eins og himinn, haf og hauð- ur léki á lausum þræði. Ógurlegar drunur heyrðust frá bjarginu, rétt eins og það væri að hrynja niður til grunna, mér sýndist það titra og skjálfa og sjórinn gekk í bylgjum en skipið nötr- aði. Það var rétt eins og margar þús- undir bergþussa hefðu sofið í bjarginu en vaknað við illan draum, verið stund- arkorn að átta sig og komast á fietur og væru nú að ryðjast út hver í kapp við annan. Skýrsla. um Kláðamálið, gefin af amtmanni Páli Briem á fundum amtráðs Norður- amtsins 15—17 júní 1897, °g amtráðs- Austuramtsins, 11—14 júlí s. á. er ný- kominn út á Akureyri og hefir verið send Dagskrá. Verður hennar ef tij vill minnst síðar. Bindindisfélag islenzkra kvenna, Félag þetta hefir um nokkur ár að undanförnu keypt léreft og látið búa til úr því skyrtur og rekkjuvoðir til þess að lána fátæku fólki hér í bæn- um. Fé því, er kom inn fyrir fyrirlest- ur þann, er ungfirú Ólafía Jóhannsdóttir hélt um ferðir sínar um Ameríku, var varið til þess Þetta er mjög lofsvert og fagurt fyrirtæki og á félagið heið- ur skilið fyir það. Nýtt blað er byrjað að koma út á ísafirði ogheitir „ísfirðingur". Rit- stjóri er Jóhannes Frímann Jóhannesson. Hann útskrifaðist úr 4. bekk latínuskól- ans fyrir nokkrum árum. Lögf um gagnfræðakennslu við lærðaskólann og aukning kennslu við gagnfræðaskólana synjað staðfestingar. Kiemens Jonsson sýslumaður og bæjarfógeti a Akurcyri brá sér til Eng- lands með frú sinni í því skyni að leita henni lækninga. Júlíus Sigurðsson gegnir embættis- störfum í fjærveru hans. Séra Matthias Jochumson kom við í Höfn á leið sinni hingað upp frá Björgvinarsýningunni. Héldu landar hon- um þar veizlu, fluttu ræður og sungu tvö kvæði, annað eftir Dr. Finn Jóns- en hitt eftir Ágúst Bjarnason. Maður nokkur, Kristinn Jónsson að nafni frá Tjörnum í Eyjafirði, viltist fyrir skömmu úr fjárleitum, en Eiríkur bóndi Olafsson frá Minni-Márstúngum fann hann 4. þ. m. eftir að hann hafði verið úti í 14 daga. Var hann aðfram kominn af hi^ngri og þorsta, og örvænti nálega um líf, sem von var. Hann er nú hjá Stefáni bónda á Ásólfsstöðum, töluvert farinn að hressast og er von hingað suður innan skamms. Mannalát. 30. sept. andaðist stórkaupmaður Gram á Dýrafirði. Smávegis. Hungurmorða urðu sjö hundruð þúsundir manna í Rússlandi árið 1892 og hú í ár eru það þrjátíu miljónir bænda, sem eiga við sult og seyru að búa sölcum uppskeruleysis. Svo er hungrið tekið að sverfa að fé þeirra, að þeir rífa hálmþökin af húsum sínum handa því og þegar er fjöldi fjár dauður úr hor. Bæði ríkið og ein- stakir menn og félög hjálpa eftir mætti, en það dugir ekkert. Sfó hundruð og fimtán þúsund kilómetrar voru til af járnbrautum í heiminum á nyjári 1897. Þar af eru 374,742 kílóm. í Ameríku (294000 í Bandaríkjunum), 46000 km. í Asíu, 22400 km. í Ástralíu, og 1500 í Aíríku. 47350 km. í Þýzkalandi, 41170 km. 1' Frakklandi, 38640 km. 1 Rússlandi, 34220 í Bretlandi hmu mikla, 32180 km. í Austurríki og Ungverjalandi. Allar þessar járnbrautir hafa kostað hundrað og þrjátíu þúsund miljónir króna. Gufuvagnar eru til 131,222, þeir hafa tvö hundruð og áttatíu milj- ónir hestöfl, og við þá vinna 5 miljón- ir manna. Bréfdúfur hafa reynt kappflug á Englandi og flogið 950 kílómetra á 15 klukkustundum og 52 mínútum, eða 59 kflómetra á klukkustundinni að meðaltali.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.