Dagskrá

Issue

Dagskrá - 29.10.1898, Page 2

Dagskrá - 29.10.1898, Page 2
58 Ef Iiann væri ekki dauður. Margir beztu menn heimsins hafa gjört sitt ítrasta til þess, að koma heim- inum eða mannkyninu sem lengst á- leiðis, annaðhvort andlega eða líkam- lega, annaðhvort í einhverju sérstöku eða yfir höfuð. Til þess að lækna þann, sem veikur er, verðurætíð fyrsta skilyrðið, að vita hvað að honum geng- ur. Til þess að efla framfarir í heirm inum, þarf að vita, hvað honum stend- ur helzt fyrir framförum. Þetta hafa menn séð og þetta hafa menn reynt, en því er eins varið með þá og lækn- ana; þeim ber ekki altaf saman um sjúkdóminn, þeim sýnizt sitt hverjum. Eitt af því, sem ég hygg, að standi mjög fyrir þrifum margra einstaklinga, er það, hversu menn eru tregir til þess, að koma í ljós hreint og beint og blátt áfram; segja afdráttarlaust hvað þeir meina. Það er alltítt, að einstakir menn, eða verk einstakra manna, eða eitthvað, sem þeim viðkemur, er nítt niður fyrir allar hellur, þegar þeir heyra ekki til, þótt það hafi verið talið gott og gull- vægt í þeirra eyru, eða vina þeirra. Það er oft þegar menn byrja á ein- hverju, a3 þá langar til þess að vita, hvernig heimurinn lítur á það, hvað hann finnur nýtt í því og hvað hann hefir út á það að setja; en það er lífsó- mögulegt fyrir þá að komast eftir því. Því er, ef til vill, hrósað á hvert reipi þegar þeir heyra til, þótt það í sjálfu sér þylci einskis nýtt og það eru oft svokallaðir vinir þeirra, sem draga þá þannig hvað mest á táiar. Eg man til dæmis eftir því, að einhverju sinni átti að halda fund og vantaði þá aðalmanninn, svo nauðugur var einn kostur að fresta fundinum þangað til hann kom. Það var liðið langt fram yfir ákveðinn tíma og ekki kom Jön, (svo hét maðurinn). Allír voru orðnir dauðleiðir að bíða og höfðu það á orði, að fara hver heim til sín, til þess að vita, hvort Jón hrekkjaðist ekki og gætti sín betur síðar: „Hann er altaf á eftir tímanum'“ sögðu þeir „og svík- ur af manni hálfan daginn". Þeir voru sammála um það, að Jón ætti óþökk mikla skilið fyrir þennan draugshátt sinn, og bölvuðu hónum í öðru hvoru orði. Loksins sást til ferða Jóns. »Það var mikið að hann kom, bölvaður draug- urinnU sögðu þeir allir. »Já, sá ætti svei mér að fá neðan í því; að vera nú búinn að svíkja af okkur hálfan daginn!" Svo kom Jón. Hann heilsar þeim með handabandi og spyr, hvort kominn sé fundartími. Hinir kváðu já við því; það liggi reyndar svo sem ekkert á, það sé svo fljótrætt mál þetta. „Ég held það sé heldur ekki vant að standa á þér, Jón minn", segir Þorkell í Ási. „Þú gætir þess oftast, að mæta nógu snemma"; og Þorkell var einmitt sá, sem mest hafði gjört orð á því, hvílík- ur dæmalaus draugur Jón væri. Þetta óhreinlyndi, þótt í smáu sé, hefir afarmikið ílt í för með sér; það hefir gjört margt dugandi mannsefni að ræfli, margan kurteisan og hógværan m ann að hrokafullum sjáltbyrgingi. Þetta kemur af þeirri skökku og skaðlegu skoðun, að það sé kurteisi að tala eins og hver vill heyra, hvort sem hugur fylgir máli eða ekki. Menn hafa gott af því, að heyra hreinskilnislega sagt álit um sjálfa sig og sínar gjörðir, en hitt hefir komið mörgum manni ákald- an klaka. Ég heyrði nýlega, að tveir menn voru að tala saman um þriðja mann- inn, sem var dáinn. „Var hann nú annars ekki nógu ærlegur drengur?« spurði annar þeirra. „Uss, sussu nei", svaraði hinn „hann var mesti bölvaður óþokki, ef hann vœri ekki daudur". Hræsnin og yfirdrepsskapurinn hef- ir fest svo djúpar rætur hjá sumum, að þeir geta ekki annað en talað í sama anda þegar þeir minnast dauðra manna. Ég þekki ekkert, sem verðskuldar dýpri fyrirlitning en þessi ósiður, og fátt eitt út af fyrir sig mun hafa kom- ið meiru illu til leiðar. Það þykir stund- um sárt að heyra sannleikann og ekki er það altaf vinsælt að segja hann, en hreinlyndi og drenglyndi er það þó, sem gjörir hvern mann að því, sem hann á að vera. Hvort sem þú ert æðri eða lægri, eldri eða yngri, þá áttu að koma til dyranna eins og þú ert klæddur, tala ekki þvert um huga þinn. Það gjörir þig að andlegum aumingja, sem enga stefnu heftr og kemur þar af leiðandi engu til vegar. Kaupmaðurinn. Eftir Þórð Sveinsson. »En hvergi hér um hirðir þú, huggun þín gjaldið er; þitt öfundaða aura bú aldrei aamt gleði lér, en þótt um eyrun þver á þér rangfengna dalahrúgan gjalli«. . yónas Hallgrímsson. Langt er síðan að þorskarnir og ísurnar slógu sporðunum glaðlega og rólega á melunum fyrir suonan Vík og létu sjójnn skolast gegn um tálknin. Þá var enginn amtmaður né kaup- maður og þá var engin hreppapólitík né dagblöð, — ekki ísafold — og þá gátu norðanhríðarnar aldrei sorfið fjalls- brún'rnar né tekið fyrir kverkar litlu lindarinnar og breitt blágræna ábreiðu yfir flóann. — Nú eru melarnir mjög fjölfarnir og þar er ágæt-ur vegur út með sjónum, en þeir eru ekki fjölfarnir, af sjávardýr- um, heldur mönnum, hestum, hundum og kindum og einstöku sinnum rennir svartbakurinn sér með rólegu og hægu vængjablaki í boga upp á melana og út á sjóinn aftur og er líklega að að- gæta, hvort ekkert sé eftir af sjávar- dýrum, —- en þau eru öll horfin. — Vegur þessi liggur í smábugðum út melana, og hingað og þangað standa sándbörð með skeljum og hvalbeins- brotum út úr, —alveg eins og náttúr- an sjálf hafi vitað það fyrir frám, að mikið mundi þurfa á þeim að halda.— Upp á þessi sandbörð hefir marg- ur fagur meyjaríótur stigið og þar hafa hestarnir stundum beðið órólegir eftir sinni fögru byrði — sveinsstykki Drott- ins — stúlkunum, og sömuleiðis hafa sandbörðin oft skýlt mörgum horuðum og köldum gemlingi á vorin þegar land- nyrðingurinn hefir viljað blása hann til heljar. Meiri breyting var þó orðin á fyr- ir norðan melana, undir brekkunni, þar sem þorskarnir höfðu dvalið lengur í lægðinni. Þegar komið er neðar í brekkuna sést allmikil bygging, þar eru mörg hús, flest timburhús. Eitt húsið er þar fallegast allra, það er tvílyft hús, tvídyrað; dyr bæði að norðan og sunnan, smekklega bygt og er auðséð að sá, sem hefir Játið byggja það, er maður ekki bláfátækur. Mýrin fyrir ofan húsin hefir orðið fyrir verstu með- ferð; menn neðan úr húsunum ganga þangað hópum saman me:ð skóflur í höndunum, grafa stórar grafir og fylla aðrar með ruslinu upp úr liinum, -—- þeir eru að taka mó og mýrin er öll sundurgrafin. Staður þessi og húsaþyrping er kauptún og heitir Vík, þar er einn kaupmaður og á hann stærsta og feg- ursta húsið þar, það er íveruhúshans, og mörg önnur stór hús, bæði íbúðar- hús og geymsluhús. Höfnin er hálf- slæm, jökulfljót mikið rennur þar til sjávar, er flytur með sér mikið af sandi og leðju, sem það hleður f fjarðar- mynnið og myndar þar sandrif og grynningar. Víkurkaupstaður lá fallega við vík eina, er gekk inn úr firðinum rétt í fjarðarbotninum. Undirlendið að suð- austan var mjótt og fjöllin gnæfðu upp í loftið, eyðileg, alvarleg, ber og him- inhá. í Vík hafði ekki verið nein konungsverzlun til forna og það var auðséð á húsunum, að þau voru ekki frá þeim tímum, því að þau voru ris- lítil, veggjahá, með stóra glugga. Á tröppunum við norðurdyrnar á kaupmannshúsinu stóð maður á að gizka hálfsextugur, en sjálfur vissi hann það ekki nákvæmlega, því að langt var síðan að hann hafði gert reikning yfir árafjöldann; hann hafði svo margt annað um að hugsa, sem honum þótti miklu meira varðandi. Hann hatði yfirskegg og topp á hökunni, skeggið var hæruskotið. Hann var hár vexti og vel í skinn kominn. Maður þessi var Hansen kaupmaður í Vík og þar hafði hann byrjað að verzla. Hann var þar næstum einn um hituna og það átti við hann. Hann horfði í hvft fyssandi fossalöðrið í jökulfljótinu, þar sem það brunaði fram af flúðunum rétt fyrir ofan kauptúnið. Það skein ánægja kaupmannssálar út úr honum. Þegar hann leit út á fjörðinn böðuðu sig myndir fjallánna í svaldjúpi sævarins, og hálf hringmyndaðar bárur voru að erta fjörusteinana með því að skvetta framan í þá sjó. Vorlíf og yndi sást hvervetria; grænir blettir voru komnir í hlíðarnar og túnin voru orðin gul- stykkjótt. Anægjubrosið á vörum hans Hansens var ekki af því, að hann væri hrifinn af fegurð náttúrunnar. Hann tók ekkert eftir, hve náttúran var bros- hýr og töfrandi; það var tign hans sjálfs, sem færði brosbaugana út frá munn- vikjunum og út á hákinnbeiri; þar dóu þeir. Hann var eins og konungur í hér- aðinu og réð þar bæði lögum og lof- um. Verðið á mörgum hlutum af út- lendu yörunni var tvöfalt og þrefalt hærra en víða annarsstaðar og ís- lenzka varan var í lægra verði hjá honum, en flestum öðrum embættis- bræðrum hans. Ekki var Hansen óvin- sæll og samvizka hans var glöð og ró- leg, því að hann vissi að mörgum bónda þótti vænt um hann, — einkum þeim ríku, — því að hann var gestris- inn við þá, — þeim þótti mörgum vænt um hann, — Honum fannst ekkert vítavert, þótt hann reyndi að fá eins mikið fyrir vöru sína eins og hægt væri með góðumóti, því að bændurnir ættu sér það að þakka að þeir þyrftu ekki að sækja þær lengra í kaupstaðinn. Hann tók það sem bendingu frá æðri verum, sem hann ætti ekki að vanbruka, að hann hefði verið svo heppinn að íá svona afskektan stað til þess að gjöra öðrum gott. Hansen var sagður góðmenni, enda heyrðist aldrei til hans ónotaorð, nema ef skuldugur fátæklingur beiddi hann að lána sér eitthvað, þá fauk stundum í karlaumingjann og hótaðiað lögsækja, ef hann borgaði ekki undir eins, en pað var óðara úr honum þeg- ar hann var búinn að vísa honum burt. Efnabændunum þótti þetta eðlilegt og sanngjarnt, því að kaupmaðurinn yrði að fá fyrir sitt eins og aðrir. Sigmundur bóndi á Hoti lrom seiht heim á. föstudagskveldið fyrsta í sumri og lá þá vel á karlinum. Þegar hann var að borða sagði hann við Ingibjörgu, konuna sína; „Nú er það fullgert, að Sigurður minn fer til Hansens kaup manns 1 Vík þegar hann kemur af skólanum í vor, ég fékk núna með póstinum játandi svar frá Hansen". „Mér þykir leiðinlegast hvað hann er langt frá okkur", sagði Ingibjörg. „Það verður* maður nú ávalt að sætta sig við, að börnin manns fari frá manni", sagði Sigmundur gamli „Ég vildi bara að honum leiddist ekki, aum- ingjanum", sagði Ingibjörg. „Ég er nú ekki svo mikið hræddur um það, því að nóg er fjörið og kátínan í kaup- stöðunum og það á nú við lærðu menn- ína og „assistentsstaðan” er bæði frjáls leg, skemtileg og þokkaleg, ekki er erfiðið og mikið kaupið og alt í pen- ingum, svo verður hann bókhaldari eftir fá ár“, sagði Sigmundur gamli um leið og hann þurkaði sér með rauð- flekkótta vasaklútnum slnum. „Jæja, mér þykir vænt um að hann fær stöðu undir eins og hann kemur úr skólan- um, það er ekki hægt að segja um hann, að hann hafi ekki gagn af lær- dómnum", sagði Ingibjörg og rétti kaffibollann að Sigmundi, „ég veit líka að kaupmaðurinn getur ekki fengið dyggari og ráðvandari mann en hann Sigurð okkar". Sólin var nýkomin upp úr regin- djúpi hafsins og skein ástrík og endur- hressandi í himneskri geisladýrð vor- morgunsins og vakti ást og aðdáun í brjósti hverrar lifandi skepnu. Lóurnar flugu hægt fram og aftur undir bláu hvelfingunni og settust við og við á þúfnakollana á mýrunum til þess að hvfla sig ögn, svo þær gætu flogið hærra og nálægst meira lffsviðurhald- ara alheimsins, ef ske kynni að ómur- j inn af lofsöng þeirra bærist honum> „Dýrðin, dýrðin", endurkvað allstaðar og allir tónar voru lofgerðarsálmar til náttúrunnar. því að nú hafði hún opnr að litmyndasafnið sitt; að fá að skoða það kostaði; ekkert nema eftirtekt. I allri þessari töfrandi fegurð vorsins korp kaupmaðurinn í Vík auga á skip langt úti á firði. Morgunblærinn var mátu- legur til þess að styðja seglin svo að þau gætu staðið, en hann kom skipinu ekki nógu hratt áfram. Árarnar voru knúðar við keipana og spyrnt í sjóinu með blaðinu, því að skipinu lá mikiðá, það ætlaði inn í Vík. Formaður og eigandi skipsins hét Hjálmar ogbjó að Hofi í Hólasveit. Hof var ágætis- jörð, eftir jarðamati 46 hundruð. Hof var nálægt sjó og lét Hjálmar stundá bæði landbúnað og fiskveiðar. Þilskip átti hann í félagi við kaupmannin í Vfk. Á Hofi hafði hann búið allan sinn búskap og jörðin var erfðafé. í Hólasveit voru tómir fátækling- ar og sumir sögðu að það væri mikið Hjálmari að kenna. Hann hefði eitt- hvert það lag á þeim, að þeir vor\( honum háðir og á hans valdi. Það var ágætt fyrir þá að leita til Hjalmars á veturná, ef þá vantaði kornmat. Hann gat hjálpað þeim og gjörði það líka og umleið þá til vorsins og setti aldreí ánnáð upp, en að þeir létu sig fákind- ur, helzt geldinga. Reyndar var verð-” ið ekki hátt á þeim, því að hann réði

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.