Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 29.10.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 29.10.1898, Blaðsíða 3
59 því sjálfur, — það var ekki ofmikið fyrir kornlánið. — Hann var hreppstjóri og hafði ver- ið það fjöldamörg ár, því að enginn var fær urn það nema hann, hann var svo ríkur. Sjaldan hafði nokkur þurfa- maður verið svo aumur, sem leitaði hans, að hann hefði ekki farið miklu hryggari og aumari frá honum enhann kom, en þótt þeir færu til sýslumanns, þá hafði það litla þýðingu, það urðu tómar flækjur og vífilengjur og ekki annað, og Grímur gamli í Tungu sagð- ist vita fyrir víst, að hreppstjórinn gæti haft sýslumanninn eins og honum þókn- aðist, hann ætti svo marga sauði og svo væru þeir Hansen kaupmaður og Hjálmar beztu vinir svo að það væri vorkunn. (Frh.) Glímur. Eitt af því, sem þjóðminningar- dagarnir eiga að hafa gott í för með sér, er það að vekja aftur upp glím- urnar, sem tíðkuðust mjög í fyrri daga hér á landi. Þessi tvö ár, sem hátíðirn- ar hafa verið haldnar, hefir það þótt einhver bezta skemtunin að horfa á þær og það er það líka sannarlega, ef vel er glímt. Það er einkar fögur list og þjóðleg og þar að auki mjög svo heilnæm og styrkjandi. En til þess að nokkrar verulagar framfarir geti átt sér stað í þeirri grein, verða menn að æfa sig í henni; hún þarf tíma og ástund- un cins og alt annað. Það er því ekki nóg að koma á hátíðirnar í þeirri von að geta, ef til vill, borið sigur úr být- um, ef gæfan sé með. Þeir, sem unna þessari fögru, fornu, list og vilja hefja hana attur upp úr þeirri niðurlæging, sem hún hefir verið í um langau tíma, ættu að mynda með sér félagsskap, safna saman þeim mönnum í nánd við sig, erþeir teldu líklegust glímumannsefni og verja þeim tíma, er þeir vel gætu mist, til æfinga. Þetta hefir verið gjört hér í Reykjavík, undir forustu Péturs Jónssonar blikksmiðs, en mér vitanlega hvergi annarstaðar. Með þessu eina móti gæti glímunum farið fram, en öðru- vísi ekki. Sumir hafa fundið það þjóðminn- ingadögunum til forráttu, að þeir hefðu svo mikinn kostnað í för með sér og talið þar til verðlaunaféð: Eg vil ekki segja að þetta sé í rökum bygt, en ég held að ekki ætti ver við að öll verð- laun fyrir íþróttir væru einhverjir mun- ir en ekki peningar. Tilgangurinn er ekki sá að græða fé á þeim, heldur að ávinna sér frægð. Méíin ættu helzt að fá einhvern hlut, sem ekki þyrfti að kosta mikið, til minningar um sigur- vinninguna. því þótt menn fái t. d. 50 kr. í peningum, þá er það gleymt eftir stuttan tíma. Frægðarlöngunin á að knýja menn til þess að taka þátt í í- þróttunum og leggja töluvert á sig til þess að geta það með heiðri. Hjá fornþjóðunum þótti það hin mesta frægð að ávinna sér lárviðarsveig, og sá, sem hann fékk, hefði alls ekki viljað láta hann fyrir peninga, jafnvel þótthundruð um króna hefði numið. Að heyra gleðiópið og lófaklappið yfir sigrinum, það voru hin veglegustu laun, er nokk- ur maður gat kosið sér. Sumsstaðar er það siður enn í dag, að þegar einhver hefir borið sigur úr býtum í kappróðri, þá fær hann eina ár að launum og þykir það svo mikils- virði, að sá, sem hana hefir hlotið, hengir hana upp í hús sitt, þar sem flestir geta séð hana, og allir líta með virðing upp til þeirra sem þau laun hafa hlotið. Þetta þekkist varla hér á landi; mönnum þykir hér lítið til þess koma að fá þannig lagaða viðurkenningu,' en sú skoðun þarf að ryðja sér til rúms að það sé mikils virði, og brennandi áhugi þarf að vakna til þess að á- vinna sér það. Og sá kemur tíminn að það verður. Þessi hátíðahöld eru enn þá í bernsku og þar afleiðandi eru margar þær hugsanir, sem við þær eru tengd- ar, barnslegar og lágar, en þær eiga framför í vændum — eða það er vonandi. Þess væri óskandi, að sem víðast mynduðust glímufélög fyrir næstu þjóðminniagardaga og að menn yfir höfuð byrjuðu í tæka tíð að búa sig undir hátíðirnar; það veitir sannar- lega ekki af árinu til þess, í sumum greinum að minnsta kosti. Að velja sér bújörð. Hver sem vill velja sér bújörð, ætti að taka tillit til þeirra kosta og ókosta jarða, sem hér segir: Lítil jörð er oft betri en stórjörð. Það er ekki alt undir því komið, að jörðin geti fóðrað svo og svo mikinn pening, heldur hitt, að kostnaðurinn við að afla fóðursins sé tiltölulega lítill. Að hún sé veðursælda jörð, svo að skepnur geti sem bezt notið sín þegar þær eru úti og illviðri hraki þeim ekki, svo þær þurfi þess meira fóður. Þar sem veðursæld er, geta menn betur haldið sér að vinnu og meiri uppskera verður úr görðum o. s. frv. Ef jörðin er hæg til allra aðdrátta, þá sparast mikill vinnukraftur, allir afurðir búsins, sem seldar eru, verða í hærra verði, og það sem þarf að kaupa til bús- ins, verður sömuleiðis ódýrara. Þessa kosti vil jeg að jörð mín hafi: Hafi kjarngóða beit sumar og vetur. Slægjurnar liggi út frá túninu. Túnið liggi vel við sólu. Jörðin sé veðursæl. Hún sé vel löguð til jarða- bóta. Stutt sé í kaupstað og þangað, sem fiskifang fæst keypt. Gott mótak sé á jörðinni. Að fella skepnup úr hor er bæði synd og skömm, og þess ut- an stór skaði í fjárhagslegu tilliti. Það sætir furðu, að menn almennt skuli ekki sjá það vel, að þeim er það fyrir beztu, að ala skepnur sínar vel. Þær gjöra þess meira gagn, en þær, sem eru rétt dregnar fram undan hordauðanum giöra hér um bil ekkert gagn. En setjum nú svo, að einhver bóndi væri svo fá- vfs, að hann hefði ekki hugmynd um það, að mögur skepna getur ekki veitt sömu afurðir og önnur feit, séu báðar að öðru leyti jafngóðar; þá getur þó enginn verið svo skyni skroppinn, að hann sjái ekki, hversu mikil grimd það er og tilfinningarleysi, að sjá mál- laus dýr, sárkvalin af hungri, mæna von- ar- og bænaraugum til hússbóndans, eða fjármannsins, þegar hann kemur í hús- ið og hafaekkerttilþessaðseðjameðhung- ur sitt. Já, það hlýtur hver maður að komast við, að sjá sármagra skepnu, engu sfður en sármagran mann. Að ég nú tali ekki um það, þegar þessum mögru og svöngu skepnum er beitt út í hvaða veðri sem er, og þær ætlarétt að frjósa í hel, þá kastar fyrst tólfun- um. Eftirbreytnisvert. Kristjánjóns- son frá Nóatúni hefir byrjað veitingar í húsi Kristjáns Hallgrímssonar á Seyð- isfirði og selur þar alt nema áfengi. Otto kaupm. Tulinius í Hornafirði selur ekkert áfengi. Þeim fjölgar ár- lega, sem þá stefnu taka, og er það mjög lofsvert. Dagbók Reykjavíkur. Laugardagur. Austan kaldi, en bezta veður. „Concert,, var haldin um kveldið kl. 9 í Iðnaðarmannahúsinu undir for- ustu herra landshöfðingjaskrifara Brynj- ólfs Þorlákssonar. Var þar mikið af söngliði bæjarins, bæði karlar og konur. Skemtunin fór hið bezta fram og var allvel sótt. Sunnudagur. Austanstormur, hafði snjóað um nóttina og morguninn, en stytti upp um hádegi og þiðnaði hér, en sveitir allar hvítar niður að sjó. „Concertinni" haldið áfram í Iðn- aðarmannahúsinu og var þá húsfyllir. Séra Jón Helgason prédikaði kl. 5 síðdegis. Talaði hann allhörðum orðum til fólksins og kvað það ergilegt fyrir sálnahirði safnaðarins, hversu gjarn hann (söfnuðurinn) væri á að hlaupa eftir hverjum kenningaþyt, þótt ekki væri um annað að ræða en úreltar bókstafs- kenningar. Oddur kom um nóttina með vör- ur, sem áttu að fara með Láru. Mánadagur, Logn og bezta veður frá morgni til kvelds. Lára kom frá Ísafirði og með henni nokkrir farþegar. Þar á meðal ungfrú Elín Stephenssen, ungfrú Ólöf Þor- valdsdóttir, ungfrú Andrea Filipusdótt- ir, ungfrú Margrét Thorsteinsen, Páll Snorrason verzlunaragent, Sig. Júl. Jó- hannesson, og frá Akranesi Snæbjörn kaupm. Þorvaldsson og dætur hans, Sig- ríður og Ingileif. Gufubáturinn Oddur fór til Hafnar- fjarðar. Þriðjidagup. Suðaustan stormur og regn fyrri hluta dags, en lyngdi og stytti upp þeg- ar á daginn leið. Sagt er að nokkrir menn hafi geng- ið í félag leynilega til þess að komast fyrir það, hver eða hverjir séu höfund- ar að ýmsum slúðursögum hér í bæn- im. Ogerþað einkar þarflegt fyrirtæki. Hver veit nema þeim fækki fyrir bragðið i Miðvikudagur. Austankaldi allan daginn, oftast þurt, og milt veður. Haldið manntalsþing í Reykjavík, fáir mættu að vanda og lét þó ekki Jónas sití eftir liggja, hann gekk út í yztu jaðra bæjarins og barði bumbuna. Fimtidagur. Lýngt alian daginn og bezta veð- ur, en regn öðru hvoru. Hólar komu að austan síðustu ferðina á þessu ári með tvö hundruð farþega. Ritstjóri þessa blaðs fékk lofun fyrir smápistlum úr lærðaskólanum fram- vegis, sem byrja í næsta blaði; má ætla að mönnum þyki fróðlegt að frétta þaðan um ýmislegt og er það í fyrsta skifti, sem nokkurt blað hefir flutt þess konar pistla. Skólapiltur sá, er þá skrif- ar, er vel pennafær og segir afdráttar- laust frá og greinilega, en jafnframt rétt og án allrar hlutdrægni. Lára fór til útlanda með nokkra farþega, þar á meðal Ólaf Þorláksson Johnsen, Kristján Jónasson verzlun- aragent, ungfrú Andreu Filippusdótt- ur, og ungfrú Ingileif Snæbjarnardóttur. Fyrsti fundur á þessum vetri f í kristilegu félagi íslenzkra stúdenta var haldinn í Iðnaðarmannahúsinu. H’Sstudagur’ Suðaustan kaldi, þurt og gott veð- ur, en ekki hlýtt. Tveir menn Ientu í hörkurifrildi úti á götu um það, hvor þeirra hefði réttara mál að verja, að því er helgi- dagahaldið snertir, séra Jón Helgason eða D. Ostlund. Fór þar eins og oft- ast vill verða, að hvorugur sannfærði annan. þeir, sem vilja læra ensku í vet- ur, ættu að koma sem fyrst til Magn- úsar Magnússonar Vinaminni. Heima 4—5. e. h. Takið eftir! Fornaidars. Norðurlanda í góðu bandi, eru til sölu með mjög vægu verði, Ritstjóri vísar á. I.O.G.T. Stúkan , B I F R Ö S T‘. M 43 held- ur fundi sína hvert miðvikudagskveld kl. 8 í Good-Templarahúsinu. Nýir meðlimir velkomnir, æðri sem lægri. Inntökugjald er : 2 kr. fyrir hvern karlmann eldri en 18 ára, en 1 kr. fyrir hvern kvennmann og drengi frá 12—18 ára. Á hverjum fundi er skemtandi og fræðandi umtalsefni. Framsókn; kvennablað, sem gefið er út á Seyðis- firði af Sigríði Þorsteinsdóttur og Ingi- björgu Skafta-dóttur, kemur út einu sinni í mánuði, kostar eina krónu. Blaðið er bæði fróðlegt og skemtilegt og vandað að öllu leyti. Útsölu hefir Sig. Júl. Jóhannesson. iw'Lesiðl'wi Gott fæði og þjónusta fæst um lengri eða skemmri tíma hjá Sigurði Benediktssyni á Geysi.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.