Dagskrá - 29.10.1898, Qupperneq 4
6o
Alþýðuskólinn í Reykjavík
verður settur þriðjudaginn 1. növ. kl. 4 síðdegis ogþá eru
allir umsækjendur beðnir að m æ t a í skólastofunni
(Kirkjustræti 4").
Séu einhverjir, sem vilja komast á skólann ogekki
hafa enn fengið inngöngu, verða þeir að gefa sig fram sem
fyrst.
Kennslutími er 6 mánuðir, 4 stundir á dag (kl.
4—8 síðdegis).
Skölastjórnin.
Lovenskjold Fossum-Fossumpr.Skien
tekur að sér að útvega kaupmönnum við. Einnig eftir teikningum að byggja
hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á ísafirði.
^íenn ættu að nota tækifærið, því hvergi mun fást ódýrari viður, eða með
betri kjörum en hjá undirskrifuðum.
Pétur M. Bjarnason.
Nýfluttur til íslands
er hinn heimsfrægi litur
Omnicolor
tilbúinn af efnafræðisverkstofu
Baumanns 1 Kassel.
Festist ekki við hendurnar,
tiefurengin eitruð efni og upplitun
á sjer ekki stað.
Hefur þegar við fyrstu reynslu fengið
bestu meðmæli.
20 litartegundir.
— pakkinn kostar 35 aura og fylgja
litunarreglur á íslensku.
Einkaútsölu fyrir ísland hefur
Gunnar Einarsson.
Tjamargötu x. Reykjavík.
Takið eftir!
5 Bröttugötu 5.
Með Vestu seinast fékk ég útlend
an skófatnað mjög ódýran, en vel vand-
aðan t. d.
KARLMA&NSSKÓ á . . 6,85-
KVENNSKÓ með lakkskinns-
forblöð........7,35
KVENNSKÓ reimaða með
táhettum úr lakkskinni . 6,00
KVENNSKÓ Imepta . . 6,00
BARNASKÓ á . . 5,50—2,00
Enn fremur hefi ég til vatnsstígvél
og skó, unnið á minni eigin, alþektu
vinnustofu. Allar aðgjörðir eru fljótt og
vel af hendi leystar. Alt mjög ódýrt
mót peningum út í hönd. Enn fremur
hefi ég til þann bezta stígvélaáburð sem
hægt er að fá, ágæta skósvertu, leður-
reimar og snúrureimar.
Það mun borga sig að verzla við
mig.
Virðingarfyllst
M. A. Matthiesen
(skósmiður).
Lífsábyrgð fyrir börn.
Lífsábyrgð sú, sem hér er um að
ræða, er stofnuð fyrir nokkrum árum
af lífsábyrgðarfélaginu „Star", og er
það sú lífsábyrgðartegund, er sýnist
munu verða mest notuð framvegis.
Hér skal bent á aðalkosti
þessarar lífsábyrgðartegundar.
I. Árlegt iðgjald er ekki nema V2—V3
af því, sem fullorðið fólk borgar.
II. Fyrir börn þarf ekkert laekn—
ÍSVOttorð, sem stundum hefir í
for með sér, að menn ekki fá trygt
líf sitt.
III. Lífsábyrgðin er laus við hinar venju-
legu takmarkanir og skilyrði, þannig að,
a. Ábyrgðareigandi má ferðast og
dvelja hvar sem vera
skal á hnettinum, án þess að
gera félaginu grein fyrir því.
b. Ábyrgðareigandi má stunda
sjómennsku og hverja
aðra atvinnu, án þess að iðgjald hans
hækki.
Sem ellistyrkur er lífs-
ábyrgð þessi einkar hagfeld.
Kaupi maður t. d. barni á fyrsta
ári lífsábyrgð til útborgunar þegar það
er 55 ára, er árlegt iðgjald 12 kr.
Borgi ábyrgðareigandi þetta sama
iðgjald í 50 ár, hefir hann borgað út
604 kr. en þá mundi ábyrgðin með
viðlögðum „bonus" vera orðin 1500—
1600 kr.
Vilji ábyrgðareigandi verja „bonus"
til þess að lækka iðgjöldin, hverfa þau
smámsaman alveg og hann á ábyrgð
sína sér að kostnaðarlausu, en getur
eftir þann tíma fengið „bonus" lagðan
við, eða þá borgaðan jafnóðum.
Þegar ábyrgðareigandi er fulls 21
árs, öðlast ábyrgð hans eiginlegt gildi
og nýtur eftir þann tíma allra réttinda
félagsins um uppbót, lántöku, endur-
kaupsgildi o. s. frv.
Deyi ábyrgðareigandi fyrir þann
tíma, eru iðgjöldin endurborguð foreldr-
unum eða þeim, sem hafa trygt líf
barnsins.
Ef allir hér á landi, sem með góð-
um vilja hafa efni á því, vildu tryggja
líf barna sinna, mundu ekki líða marg-
ir mannsaldrar áður landsmenn ættu
lífsábyrgðir, sem svaraði þúsund krónum
á mann, en það væri sama sem að ár-
lega borgaðist inn í landið 1,750,
OOO kP. með sama fólksfjölda og
nú er.
Vlnnustofa
Jóns Guðjónssonar
40. Vesturgötu 40.
Þar er allskonar skófatnaður gjörð-
ur og sniðinn eftir máli; ekkert útlent.
Efni er alt mjög vandað og viðskifti
fljót og greið. Sem sönnun fyrir því,
að þar sé vel unnið, skal þess getið, að
einungis vinna þar útlærðir sveinar,
enginn viðvaningur. Verð mjög lágt.
NB. Þar er seldur stígvélaáburður
sem aldrei hefir flutst hingað áður
(Everetts Premier Creams). Það er rjómi,
og heldur hann stígvélunum símjúkum.
Þenna áburð ættu menn að reyna.
Þar eru korksólastígv'el með nýjú
lagi og betra en hér hefir áður þekst. •
Ég hefi skoðað efni það sem herra
Jón Guðjónsson vinnur úr og er það
einkarvandað. Sömuleiðis get ég vott-
að skófatnaði frá honum er mjög
hrósað af þeim, sem reynt hafa.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Fineste Skandinavisk Export
Kaffe Sorrogat,
F. Hjort & Co.
Kjöbenhavn K.
Bindindismannadrykkurinn
,Chika‘,
er ljúffengur og fínn svaladrykkur. —
»Chika« er ekki meðal þeirra drykkja
sem meðlimum Stórstúku Danmerkur af
N. I. O. G. T. er bannað að drekka.
Martin Jensen, Kjöbenhavn.
Umboðsmaður fyrir ísland:
F. Hjorth.&Co.
Fæðl, húsnæði og þjónustu selur
frú Sigríður Eggerz í Glasgow.
Útgcfandi: Félagr eltt I Reykjavfk.
Ábyrgðarm.: Slg. Júl. Jóhanne9Son,
cand. phil.
Prentsmiðja Dagskrár.