Dagskrá

Issue

Dagskrá - 31.12.1898, Page 3

Dagskrá - 31.12.1898, Page 3
95 því hið veika líf litla árás, þar sem cnginn hjálpaði. Bænum hennar Blesu var ekki gaumur gefinn nema af dauðanum, þærhrærðu engan.--------------- Nú hafa allir gleymt Blesu hans Björns og kvölum hennar. Hún vann á meðan hún gat og hneig svo magn- J>rota niður á fósturgrund sína fyrir harðýðgi mannanna; nú hlæja norðan- hríðarnar og austanbyljirnir kuldahlátur með rokuskellu n yfir hvítu og til finningarlausu beinunum hennar Blesu. Samkoma á Lágafelli. Lestrarfélag Mosfellinga hefir bygt sér snoturt íundahús á Lágafelli og var það vígt þrtðjud, 28. þ. m Vígslu- ræðuna hélt séra Ólafur Stephensen og gat þess, að ekki væri gott að heyja þing undir berum himni; það hefði lestrarfélagið séð og þvf hefði það kom- ið sér upp þessu húsi, lýsti því næst blessun yfir húsinu og félaginu og óskaði því gæfu og gengis, þá var sungið kvæði eftir Eggert Guðmundsson frá Hólmi og því næst talaði Einar bóndi í Miðdal um félagsskap, og á eftir þeirri ræðu var sungið kvæði þetta eftir Björn Bjarason búfr. í Gröf. Vor Foldin yzt við heimskautshring er háð svo margs kyns veðrabrigðum, að varla’ er fært í vorum bygðum húsnæðislaust að heyja þing; og ef vér myndað félag fáum og fund með oss að halda þráum, vér þurfumhús, er veðrum við oss veita megi skjól og grið. Og þvl er skýli þetta bygt, að þörf og vöntun fengjum bætta; vér óskum nú hér innan gætta vort félag hljóti hæli trygt! Vort Lestrafélag lengi standi! Hér lifni’ og glæðist félagsandi, og ment, er færi frama’ og auð, svo fólki veitist daglegt brauð. Þá talaði Sig, Júl. Jóhannesson, er þar var staddur, fyrir minni Good-Templara- stúkunnar. >Björg«, var því næst dansað stundarkorn og að því búnu hófust aftur umræður og tók þá til máls Guðmundur Magnússon bóndi í Elliðakoti. Bar hann saman fortíð og nútíð, fram- fara og áhuga og komst að þeirri niður- stöðu að þrátt fyrir það þó oft klingi í eyrum manna ámælisorð fyrir það, að alt sé á fallanda fæti, en áður hefði alt verið í góðu lagi, þá væri það hrapar- legasti misskilningur. Hann kvað oss ekki þurfa að sakna fortíðarinnar og að rangt væri að hefta framfaraviðleitni nútíðarmanna; gömlu mennirnir mættu ekki telja það alt einkisvert, er hinir ungu vildu gjöra; tjörið og lffið, ofsinn og ákafinn væru forunautar æskunnar, en gætnin og stillingin væri ellinni eiginleg; þetta væri alt nauðsynlegt. Hann kvað það ranglátt, að berja altaf barlóms- bumbuna; það væri kjarkurinn og ein- beittur vilji, er vér þyrftum á að halda; hann ætti að auka en ekki að tala kjarkinn úr mönnum. Ræða hans var einkar kynsamleg og ágætlega flutt og aðal kostur hennar var sá, að þar komu fram svo heilbrigðar skoðanir, að slíks er leitun hér á landi. — Þar næst talaði herra Björn Björnsson búfr. í Gröf fyrir minni sveitarinnar og tók að mörgu leyti í sama strenginn, kvað hann Mosfell- inga eiga eða geta átt fagra framtfð fyrir höndum, og fórust honum orð vel og skynsamlega. Loksins talaði Sig. Júl. Jóhannesson fyrir minni Islands og að því búnu var hafinn dans af nýju. Samkoma þessi var allvel sótt og fór mjög vel fram, verður hún óefað til þess að auka félagsskap þar efra og glæðasjálfstæðar hugsanir í hugum margfra manna. Þess má geta að sunginnvoru mörg fögur ættjarðarkvæði. Áfengi var þar ekkert um hönd haft og enginn maður ölvaður, en alt annað mátti þar fá. Samkoman erMosfellingum til sóma. Dagbók Reykjavíkur. Laugardagur. I.ygn á sunnan lítið frost. Einn þriðji partur bæjarins varði meiri hluta dags til þess að kaupa óska- spjöld, annar þriðji parturinn til þess að skrifa á þau heillaóskir og þeir, sem eftir voru til þess að fara með þau. Kveldsöngur haldinn í dómkirkj- unni. Haraldur Níelsson prédikaði og var meiri troðningur inn í kirkjuna, en þegar sauðum er hleypt inn í hús á vetrardegi í versta veðri og þeir eiga von á góðu fóðri. Kirkjan er langt of lítil. Fischersverzlun útbýtti gefins þrjátíu skippundum af kolum hér í bænum á meðal fátæks fólks, og sama hafði hún gjört í Keflavík og Hafnarfirði. Er þetta einkarlofsvert og fagurt, því efna- hagur mannaermjög bágborinn; eru kol dýr, svo margir verða að sitja í kulda þess vegna. Mun þetta víða hafaverið kær komin jólagjöf. Sagt að fimm hundruð pundum hafi verið ekið af Nýju Öldinni mður í Sturlubúð í umbúðir til jólanna, hún er að selja af sér garmana undir dauðann, á sjálfsagt að taka eitthvað út fyrir þá til útfararinnar. Sunnudagur. Rigning og sunnanstormur; hált og blautt á götunum. Lúðurþeytarafélagið brá sér upp í kirkjuturninn um morguninn og lék þar nokkur lög fyrir opnum dyrum til þess að fagna hátíðinni. Messur og fundir um allan bæinn allan daginn, og allstaðar fult. Mánadagur. Lítið frost, lygnt og gott veður, él öðru hvoru af vestri. Lúðurþeytarafélagið lék nokkur lög á Austurvelli og var að skemtun hin bezta. Guðmundur Björnsson héraðslækn- ir hélt fyrirlestur fyrir hönd stúdenta- félagsins, í Iðnaðarmannahúsinu og tal- aði um áfengi. Flutti hann þar sköru- lega ræðu og snjalla töluvert á annan klukkutíma; lýsti bölvun þess eiturs, sem nefnist áfengi, frá öllum hugsanlegum hliðum, áhrifum þess á heilsuna og lengd lífdaganna; glæpum, er afþví staf- aði, fangelsisvistum, manndrápum, sjálfs- morðum, geðveiki, siðferðisspilling og allskonar eymd, er það leiddi yfir lönd og lýði um heim allan. Hann komst að sömu niðurstöðu og Good-Templarar, að eina örugga ráðið væri að banna sölu þess öðru- vísi en annars eiturs eftir læknisráði. Aldrei hafa bindindismennirnir á íslandi fengið eins gott vopn í hendur og þessa snjöllu tölu læknisins. Hann er maður, sem stundar þá grein, sem bezt er fall- in til þess að kynnast áhrifum áfengis, hann er maður viðurkendur fyrir það, að vera ágcetlega vel að sér í þessari grein og loksins er hann maður, sem er ekki og hefir aldrei verið bindindis- maður; er því engin ástæða til að ætla að hann sé hlutdrægur, eðaað minsta kosti ekki að hann dragi taum þess flokks, sem hann ekki fyllir sjálfur. Sökum þess að fyrirlesturinn mun verða prentaður óbreyttur tek ég ekki 11 og skaprauna henni eins og hann gat, þótt í smáu væri. Sást þar glögt að snemma beyg- ist krókurinn til þess, er verða vill. Þrúða var ill í skapi eins og margt gam- alt fólk. Hún hafði vcrið einstaklega barn- góð og það hafði sjaldan eða aldrei komið fyrir, að nokkur krakki gjörði á hluta henn- ar, en hvernig sem hún fór að, þá tókst henni ekki að komast hjá því, að Jón beitti hana ýmsum smáhrekkjum; fauk þá stund- um í Þrúðu svo hún sló í Jón, en hann kærði ávalt fyr.r mömmu sinni og skelti allri skuld- inni á Þrúðu og lærði það snemma af sjálf- um sér að ljúga í krókana, Hann hafði einkar gaman af því, að draga úr lykkjunum, þegar hún var að prjóna, reka fótinn í snælduna þegar hún var að tvinna, stöðva rokkhjólið þegar hún vár að spinna o, s. frv. Alt þetta kom honum eðlilega snemma út úr, húsi hjá Þrúðu, enda gat hún tæpast litið hann íéttu auga. Þeg- ar fólk er komið á sjötugsaldur eins og bún var, þá er það orðið að börnum í ann- að sinn og þarf lítið til þess að hryggja það og gleðja. Þrúða grét stundutruundan Jóni þegar hann beitti hana einhverju hrekkja- bragðinu, en þá hló hann; má á því marka innræti hans, að hann skyldi gleðjast af því, að geta komið út tárunum á gamalli og elli- hrumri konu. Þegar hann var að laumast 10 ..ég get ekkert sagt þér núna, ég verð að hafa betri umhugsunartíma; ég skal segja þér eitthvað á morgun*. Þrúða skoðaði Jón allan hátt og lágt, var hún þungbrýnd á með- an og tautaði eitthvað fyrir munni sér. Hún var mjög skynsöm húa Þrúða gamla. Hún hafði tekið eftir vexti og ýmsum einkennum manna, bæði í andliti og annarsstaðar og vissbað þau stóðu í nánu sambandi við eiginleg- leika þeirra og manngildi að mörgu leyti. — Það var auðséð að henni leist ekki á útlitið hans Jóns litla, þótt hún segði ekkert. Prestkonan beið með óþreyju næsta dags eftir því að Þrúða segði skoðun sína, og það var hennar fyrsta verk um morguninn að finna hana. Þrúða var fálát og stutt í spuna; vildi hún helzt ekki mæla, en prestkonan gekk fast á hana og loksins sagði Þrúða henni að það myndi aldrei gleðiefni verða fyrir hana, að vita framtíð sonar síns. Prestkonan gekk brott þegjandi og olli þetta henni mikillar á- hyggju. Hún hafði altaf trúað Þrúðu eins og nýju neti síðan hún spáði fyrir henni forðum; hún reyndi að telja sjálfri sér trú um að henni hlyti að skjátlast í þetta skifti, en átti þó mjög örðugt með það. Hún forðaðist að nefna Jón viðÞrúðu, en Þrúða var honutn mjög góð. Jón var samt ekki gamall þegar hann byrjaði að erta hana II, Fseðingjóns, Þrúða spákona, strákapör Jóns Presturinn í Skarðssókn hét Þorleifur og bjó að Tindafelli. Kemur hann lítið við sögu þessa. Kveldþa,ð, sem áður var nefnt, fæddi kona kans sveinbarn, er nefnt var Jón. Kerling ein var til heimilis að Tindafelli göm- ul og forn í skapi, en það sögðu menn, að hún myndi vita jafnlangt nefi sínu, og bar hún ekki á móti því sjálf. Hafði hún lengi haldið sér uppi á því að ferðast um oghegja fyrir forlög manna; ýmist las hún framtíð þeirra í kaffibolla, spilum, lófa þeirra o. s. frv. Ýmsar sögur gengu staflaust um héraðið um það, að Þrúða gamla spákona — svo var hún nefnd — hefði sagt fyrir þetta og þetta, sem þá bar við, og víst var það, að margir trúðu spádómum hennar. Meira að segja margar hefðarfrúr gjörðu boð eftir henni til þess að spá fyrir sér eða börnum sfnum og launuðu henni oft ríkulega fyrirhöfnina. „Ef þetta, sem því nú hefir spáð, rætist", sögðu rnenn „þáskalég stíga ofan á tána á þér við tæki- færi“. Og það var ekki svo sjaldan að gömlu Þrúðu áskotnaðist hitt og þetta; því þótt spá- dómar hennar ekki rættust nema svo sem * einu sinni af hundraði, þá var það samt nokk- uð oft, þar sem hún spáði öllum stundum.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.