Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 07.01.1899, Qupperneq 4

Dagskrá - 07.01.1899, Qupperneq 4
100 börnunum leið auðsælega vel um kveld- ið. það var aðdáunar vert, ..hversu vel tókst að stjórna jafnstórum hóp af börnum á ýmsu reki. Eg hefi aldrei séð það jafnvel gjört. Miðvikudagur. Suðvestan stormur og kafald, tölu- vert frost, hafði fent mikið um nóttina. Fundur haldinn í hlutafélagi, sem nýlega er myndað hér í bænum. Er það í þeim tilgangi að halda úti blað- inu ísland næsta ár. Hver hlutur er iookrónurog hafa þegar nokkrir skrif- að sig í félagið. Fimtidagur. Suðvestan kaldi og kafald. Lítið frost. Prentarafélagið hélt samsæti í Iðnaðarmannahúsinu. Var þar sungið kvæði eftir Guðmund Magnússon prent- ara, haldnar ræður og fi. gjört sér til skemtunar. Föstudagur. Norðankaldi, þykt loft, litið frost. Sagt er að nýlega hafi komið útblað, sem nefnist „Eir“ gefið út al hr. Sig- fúsi Eimundsyni, en stjórnað af lækn- unum hér í bænum. Framh. af bls. 97. óstjórn, stjórnleysi og stefnuvilla, mætti verða útlæg úr landi voru á komanda ári, að hin æðsta stjórn mætti fá augun op- in fyrir því, að hún verði að standa reikningsskap réðsmensku sinnar fyrir þjóðinni. — Að öðru leyti mun Dag- skrá, að því er snertir framkomu henn- ar í hinum einstbku málefnum, halda stefnu sinni enn sem áður, og á kom- andi alþingi |væntir hún þess, að geta hitt Valtýskuna nr. 2 e5ns vel og heppilega sem hið svo kallaða nr. 1. — Dagskrá mun ekki gleyma því að — samkvæmt lögum allra þjóðarfram- sókna til andlegra og líkamlegra þrifa, er fyrst og fremst stjórnin, sem þarf að breytast í æskilegra horf. — Öll þau mein, sem vér nefndum áðan, stafa frá því að Isiendingar hafa ekki inn- lenda stjórn. — Efnaleysi íslendinga stafar af því, að þeir hafa ekki haft og hafa ekki inn- lenda stjórn. En eins og Dagskrá er þetta Ijóst, eins veit hún og vel. að næst því að geta komið þeirri breyting á stjórnar farinu til leiðar, sem æskilegast er, er það að hindra að aðrar breytingar, sem ekki eru æskilegar komist á Þetta mun Dagskrá leggja til grund- valiar fyrir framkomu sinni 1 stjórnar- málinn um næsta þingtíma. Hin önnur áhugamái Dagskrár munu verða studd af blaðinu í sömu átt, sem áður. Aðalframlög landsjóðs og banka til landbúnaðarins. — Fiski- veiðar reknar í stórum stíl, fyrst um sinn með útlendu auðmagni, að óskeri- um rétti landsmanna og þeim til hags. Reykjavík er miðstöð og miðill fyrir alla meginverzlun íslands við útlönd, með algerðum aðskiinaði millilanda- og strandferða á hinum opinberu skipaá- ætlunum. Vakandi hugsun á því, að komast æ nær og nær því, að gjöra allar hinar æðstu menntastofnanir alinnlend- ar o. frv. — Dagskrá hefir enga ástæðu til að hringla frá stefnu sinni,— þvf stefna hennar er sú, sem á framtíðina fyrir sér; þess erum vér fullvissjr. Svo að lokum —■ gleðilegt ár, góðir menn og bræður. Tökum aliir hönd- um saman að vinna að hng Islands í rétta, hyggilegaog framkvæmanlega átt. Aumingja drykkjumennirnír! Þeir hafa aitaf haft það sér til huggunar, þegar talað hefirverið um á- fengi, að það sé bindindismannaofstæki, en svo kemur þetta yfir þá eins og þruma úr heiðskíru lofti, að héraðslæknir- inn í Rvík heldur betri ræðu á móti Bakk- usi en nokkru sinni hefir áður fluttver- ið hér á landi. Þeir stóðu lengi sem steini lostnir, en loksins dettur þeim ráð í hug, ef ráð skyldi kalla; Þeir hugsa sér að útbreiða þá lýgi, að Good- Templarar muni hafa keypt Guðmund til þess að flytja þessa tölu, þvert á móti betri vitund, þvert á moti sann- færing sinni, eða þá í öðru lagi, að hann ætli sér sjálfsagt að komast á þing og vilji með þessu tryggja sér fylgi bindindismannanna. Hvort ósann- indin í íslandi síðast eiga að styrkja þessa skoðun, skal ég ekki dæma um, en alt er gjört í einhverjum tilgangi. Þar segir að Guðm. hafi viljað gjöra það að skilyrði til þess að komast á þing að menn væru með sölubanni á- fengis. Þetta eru hrein og bein ósann- indi, eins og allir geta vitnað, sem heyrðu fyrirlesturinn. Það er til viss flokkur manna, sem trúir því ekki að nokkur maður geti unnið nokkurt verk, talað nokkurt orð, hugsað nokkra hugsun, öðruvísi en í eigingjörnum tilgangi eða af einhverjum óhreinum hvötum. En þetta er nú auðvitað vandræðavopn í ráðleysi tekið af ástvinum Bakkusar gamla, sem vilja hjálpa honum af veik- um mætti, þar sem hann liggur í dauða- teygjunum. — Sá er vinur, sem í raun reynistl Jón Ólafsson kvað hafa slátrað uppeldisdóttur sinni N. Ö. núna um hátíðirnar, og mun það satt vera, að minsta kosti hefir hún ekki sést á gangi um langan tíma. Auðvitað v; r hún altaf faförul og víð- ast hvar rekm á dyr, en þó kom hún á stöku heimili óboðia eins og- sutnar aðrar flökkukindur gjöra. Það var ann- ars ekki að búast við, að kindar grey- ið tórði lengi á þeirri andlegu þynku, sem hún var fóðruð á, svo maður taki sér í munn orð leiguliðans. Það voru til nokkrir tilfinningarlausir maurapúk- ar hér á íslandi fyr á dögum, sem héldu sveitarómaga með fullri meðgjöf, en kvöldu þá í hor og hungri þangað til þeir vesluðust upp. Líkt er því farið með Jón. Með- gjöfin hefir ekki dugað til þess að hann gæti fóstrað lengur þenna laungetning sinn. Dagskrá samgleðst Jóni með þenna létti og telur það vel farið að fóstur- dóttir hans hefir iosnað frá kvölunum. En eins vildi Dagskrá óska, og það er zþað, að N. Ö. gangi ekki aftur eins og sagt er að sumir sveitarómagarnir hafi gjört þegar þeir voru drepnir úr hor. Eftirmæli hafa|Dagskrá borist, er hún birtir síðar. Féiagsskapur skösmiða. Nú um áramótin 'nafa allir skósmiðir bæjar- ins Qyndað með sér fé'ag í þeim til- gangi,“áð takmarka lánsverziun ogborg- unarHi ítt, sem svo tilfinnanlega hnekkir velmegun þeirra sem annará. Sam- kvæmt lögum þessa nýja félagsmá ■ ng" inn^lánav neitt öðrum en föstum við" skiftamönnum, þeim er reynst hafa á- reiðanlegir og skilvísir. í félagið hafa gengið allir skósmiðir bæjarins og eru það virðingarverð samtök. Óskiisemj þeirra, sem ekki borga skuldir sínar, bitnar oft á saklausum, við því verður ekki gjört; þeir sem fyrir vanskilum verða, hljóta að selja þeim mun dýrara öllum yfirleitt, sem fleiri refjast um að borga; en með þessu móti er gjörður munur á áreiðanlegum og refjóttum við- skiftamönnum og það er í alla staði rétt og lofsvert. KÍN A-LIFS-ELIX í R. Vottorð. I rúm 8 ár hefir kona mín þjáðst mjög af brjóstveiki, taugaveiklun og slcemri meltingu og hafði hún þess vegna reynt ýmislegmeðöl, en árangurslaust Eg tók því að reyna hinn heimsfræga KÍNA- LÍFS-ELIXÍR hr. Valdemars Petersens íFriðriksh'ójn og keypti ég því nokkrar flöskur hjá J. R. B. Lefoli á Eyrarbakka. Og þegar hún hafði brúkað tvær flösk- ur, tók henni að batna, meltingin skán- aði og taugarnar styrktust. Eg get því af eigin reynzlu mælt með bitter þess- um og er viss um, ef hún heidur áfram að brúka þetta ágæta meðal, nær hún með tímanum fullri heilsu. Kollabæ í Fljótshlíð, 26. jan. 1897. Loftur Loftsson. Við undirritaðir, sem höfum þekt konu L. Loftssonar í mörg ár og séð hana þjást af ofannefndum veikindum, getum upp á æru og samvizku vitnað, að það er fulkomlega sannleikanum samkvæmt, sem sagt er í ofanrituðu vottorði hinum heimsfræga Kína-lífs- elixír til meðmæla. Bárður Sigurðsson, Þorgeir Guðnason, fyrverandi bóndi bóndi á Kollabæ. á Stöðiakoci. KÍNA-LÍFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinnekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eftir þW, að standi á Flöskunum í grænu lakki, eins eft'.r hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Peter- sen, Frederekshavn, Danmark. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Sorrogat, F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K. Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúflfengur og fínn svaladrykkur. — »Chika« er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum Stórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er bannað að drekka. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Uboðsmaður fyrir ísland: F. Hjorth.&Co. Báran. Samkvæmt 4. kap. 2. gr. hinna j nýju laga sjómannafélagsins »Báran» Nr. 1. Reykjavík verðaallir þeir félags- menn teðs félags, sem eiga ógreidd árstillög sín eða standa á annan hátt íjskuld við féiagið, tafarlaust lögsóttir, verði þeir eigi búnir að greiða skúldir sínar innan 15. þ. m; — sömuleiðis þeir, sem eiga óborgaðar skuldir sínar frá uppboði því, er haldið var a Tom- bólu þeirri, er félagið hélt 16. okt. f. á. hvort sem þeir eru utanfélags eða inn- an. Reykjavik 6. jan. 1899. Félagsstjórnin. til sölu með góðu verði. Ritstj. vísar á. AtvinnA óskast, helzt við búðarstörf, skriftir eða einhverja aðra hæga vinnu. Ritstjóri vísar á. lyrAÐUR um tvítugt óskar eftir ■^atvinnu við verzlun í Reykjavík Mó-brúnn foli 4 v. hefir mérverið dreginn í haust að norðan; mark að líkindum sýlt eða blaðstýft framan hægra. Eigandi gefi sig íram. Bakkakoti í Andakílshr. 1. des. 1898. Jóhann Bj'órnsson. Lífsábyrgðarfélagið ,8TAR‘. Skrifstofa félagsins Skólavörðustíg J\ls 11,er opin hvern virkan dag frá 11—2 og 4—5. Magasinofna eldavélar af ýmsum gerðum selur Kristján Þorgrímsson. Nýasta nýtt! Frá 1. jan. 1899 og framvegis tök- um við að okkur að leigja út hús og einstök herbergi fyrir alla hÚSeígendur í Reykjavík, ef nógu margir gefa sig fram. Gísli Þorbjarnarson W. Ó. Breiðfj'órd búfræðingur. kaupmaður, * * ❖ * * * Fyrirtæki etta er einkar nauðsyn- legt og lofsvert, Það hefir verið al- gengt hér 1 bænum, að mennhafa orð- ið að hlaupa hús úr husi til þess að leita sér upplýsinga og fá leigt, og hús- eigendur sömuleiðis oft orðið að hafa húsnæði auð lengri eða skemmri tíma, þótt nóg hafi verið til af leigjendum, einungis sökum þess að þeir hafa ekki getað fundið þá. Ervonandi, að menn noti sér þetta. Ritstj. HUS til sölu við Bergstaðastræti í Rvík með stórri lóð. Góðir borgunar- skilmálar. Semja má við Pál Ólafsson á Grund. Útgefandí: Félag eitt í Reykjavík. Abyrgðarm.: Sig. Júl. Jóharmesson, cand. þhil. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.