Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.02.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 01.02.1899, Blaðsíða 3
127 Eskifjörð og Hólma, veit ég hann eigi síðan hann komíReyðarfjörð, utan þeirra védanda, hafa stráð sfnu kennimannlega fræi að undantekinni kirkjuvígslunni á Seyðisfirði, lyr en hann á sýnodus 1897 veitti fríkirkjumálinu þá áréttwn, sem hann er nú að leitast við að sannfæra állan lýð um, að hafi verið mesti kosta- gripur. — Að lokum þetta: Hvað segja menn um anda þess manns, er fgrund- ar lögmál Guðs, nótt og dag, og ræð- ur öðrum til hins sama og anda þess manns, er segir, að það, að ígrunda eða skygnast inn í lögtnál Guðs (sjöunda- dagshelgin) sé „stigaftur á bak“,ogræð- uröðrumfrá því? Hinn fyrrimaðurerL. H. hinnsíðari séra J. L. Sv. Vottað afmanni sem hiýtt hefir á báða þessa kennimenn. Hvernig sem séra J. fer að, getur hann eigi dregið það af oss, að vér höfum'í þjónustu einn af fremstu prest- um landsins, bæði að gáfum, lærdómi, trú og siðprýði. Atti ég von á að séra J. mundi færa það til síns máls — og ég hafði enda getið honum þess til í fyrri grein minni, en ég sé nú að mér hefir skjátlist — að vér hefðum þó á- gætis kennimann, svo að eigi þyrfti því um að kenna. En í þess stað hefir hann (með stórri óþökk frá oss) lagt allan svefninn og dauðann á bak honum, en gefur aftur í skyn, að vér séum vel starf- andi\ Eg á við »agitationirnar« sem hann svo mjög bendlar oss við. 1. Eigi gaf séra Lárus upp sannleiks- leitun sína, þótt hann gerðist frfkirkju- prestur. Vorið 1895 sendi hann oss uppsögn. Færði hann þær ástæður fyrir nenni, að hann findi sig eigi mann til að halda uppi guðsþjónustum að veirinum til heilsunnar vegna og að öðru leyti hefði hann breytt trúarskoð- un sinni að því, er snerti helgihald sunnu- dagsins, sem hann nú væri sannfærður um, að væri ranglega haldinn sem hvíld- ar- og helgidagur. — Söfnuðinum brá mjög við tíðindi þessi, er hann átti eigi von á. Var þegar boðað til fundar til að ráða bót á máli þessu. Þótti mönn- um sem söfnuðurinn mundi deyja út, er forstöðumannsins, þess hins góða, misti við, Og gátu sértil, að eigi fengist prest- ur — að sleptum kostum — til þess að þjóna söfnuðinum fyrir sömu laun og séra L. hafði gert sig ánægðan með. Samt samþykti söfnuðirinn í einu hljóði (að undanskildum nokkrum mönnum á Eskifirði, þar varð eigi komið á fundi) að leitast við að útvega prest á ný. Þó skyldi fyrst af óllu leitast ýyrir um, hvort séra L. vildi eigi gerast aftur þrestur safnaðarins eins og áður1). Söfn- uðurinn sá ekkert hneyksli við þetta, ef að séra L, fengist aðeins til þess. Safnaðarins og málefnisins vegna hélt J>á séra L. áfram forstöðumanns og prests störfum fyrir oss. Eigi voru honum neinar kvaðir settar viðvfkjandi prédikun hans, — söfnuðinum var nóg að hann fékk hann til að halda áfram störfum sínum — myndi hann ekki hafa gengið að slíku, enda fýsir oss eigi að „slökkva andann". Viljum vér ógjarna hafa þann prest, er eigi er sopinberað því« að tala af hjartaiis sann- færingu. Vér erum eigi hræddir við skoðanamuninn. Ættu menn heldur að fylgja áminningu postulans: Fyrirlítið eigi spádómsgáfur, (prédikunar)gáfur, prófið heldur alt, og haldið því, sem gott er« (Tess.5,). Það er eigi þroskuð sál, er byrgir eyrun fyrir nýung hverri. Til þess að koma í veg fyrir villu þá, sem próf. er sjálfur í, og kann að leiða aðra í viðvíkjandi »adventista« j) Til að koma í veg fyrir miskilning 4 vil ég taka það fram að fjárhags hlið málsins réð hér engu um Þvl séra L.'Var heitið sörnu launumog söfnuðurinu treystist að bjóðaöðrum trú, ætla ég að fara þar um nokkrum orðum. Það klingir illa í eyrum próf. orð þetta Hvað kemur til þess? Hví brúkar hann slíkt napuryrði sem þetta: „reglulegur adventistalimur"? Eða áþað að vera milt, bróðurlegt orð? Hvort heldur er, þá get ég eigi bundist að segja, að próf. hefði mjög gott af því, að ganga í skóla hjá adventistum og læra af þeim rithátt. Hvað er það atinars, sem próf. finnur adventistunum til foráttu? Ég get mér til að það sé trúarskeðun vor. Hvernig eigum ver að dæma um trú manna? Stendur eigi skrifað:« Af ávöxtunumskuluð þérþekkja þá!“ Er það eigi bezta trúin, sem ger- ír manninn beztan? »Adventisti« kall- ast sá, sem hefir endurkomu Krists æ- tíð fyrir augum. Setur séra J. það út á prest vorn, að hann hefir i ræðum sínum beint huga manna að endurkomu Krists?. Þá hefði honum víst eigi ver- ið rótt á postulanna dögum, Luthers tímum, eða dögum Vídalíns biskups. Luther var »adventisti«. Vídalín pré- dikar, fyrir hér um bil tveim öldum, skörulega um nálæga endurkomu Krists Próf. veitir að líkindum erfitt að færa „öllum lýð“, heim sanninn um það, að slíkt sé dauðamerki. Mun ekki rniklu fremur iðuleg uinhugsnn um endur komu Krists hljóta að betra hjartað og Líf- ernið, og lífga andannr Framh. Pistlar úr lærðaskólanum skólinn í uppnámi Fyrir skömmu var það, að piltur einn í skólanum keypti sóttvarnar- meðul á apótekinufyriraðra, erkunnu ekki meðað faraog notuðu þeirþau í svo stórum stýl, að loftið spiltist af. Var hann kallað- ur fyrir skólastjóra og kannaðist hrein- skilnislega við yfirsjón(?) sína, en skóla- stjóri varð svo æfur, að hann úrskurð- aði ásamt kennurunum(f), að pilturinn skyldi rækur úr skóla. Piltur sá, er hlut á að máli, hefir altaf verið svo stiltur og siðsamur að hann hefir einu sinni aldrei fengið „nótu“. Erþaðnæsta harður dómur, að fyrsta lítilfjörlegt brot(?) í 4 ár skuli vera gjört að brottrektarsök, og ólíklegt að stiftsyfir- völdin samþykki þann úrskurð; einkum þar sem stutt er síðan að piltur var gjörður rækur úr skóla, en sá úrskurð- ur feldur af æðra dómi. Það stendur skýrt framtekið í reglugjörð skólans að hann eigi að vera til þess að uppala nemendurna. Er það nú rétt uppeldi að reka á brott þá, er eitthvað gjöra fyrir sér í fyrsta skifti? Það er öldung- is ný uppeldisaðferð og hvergi kunn nema f lærðaskólanum í Reykjavík. Þess má geta því til sönnunar, hversu illa þetta er þokkað meðal nemenda, að þeir rituðu skjal til stiftsyfirvalda Varþarsögð saga málsins og farið fram á mildari dóm en skólastjóri hafði felt. Var þess getið að slíkar tiltektir gætu haft alvarlegar afleiðingar. Lærisveinar hata haldið hvern fundinn á fætur öðrum uppi í skólavörðu til þess að bera saman ráð sín. Hafa uppástungur verið allmargar. Sumir hafa viljað láta alla nemendur skólans bind. ast samtökum með það að segja sig úr honum, ef úrskurður rektors næði fram að ganga og hafði sú uppástunga svo mikið fylgi, að fáir eða jafnvel engir mæltu á móti og mun það nú helzt vera í ráði. Sýnir þetta greini- lega samtök þeirra og samlyndi og einkum það, að þeir hugsa ekki um þótt töluvert sé lagt í sölurnar þegar um það er að raeða að hnekkja því, sem þeim þykir ranglátt. Sagt er að skóla- stjóri hafi látið sér þau orð um munn fara, að ekki væri eftirsjá í 4. bekk skólans; hann mætti gjarna fara allur; það væri »landhreinsun« að honum. Slík ummæli um mörg vænleg^ manns- efni eru næsta ókurteis; það ersá væg- asti dómur, sem þau verðskulda. Bæjarmenn fylgjast með í þessu mál at hinum mesta áhuga og hafa piltar getið sér lof fyrir dugnað sinn í byrjun, hvernig sem úthaldið verður. Oddeyri 2. jan. 1899. Fáttber til tíðinda hér í bæ, 19. f. m. kom Egill og fór aftur á aðfangadag jóla til út- landa með 2000 tunnur af síld, en mikið er samt eftir og eiga menn að sögn von á Hjálmari,landsjóðssleðanum fyrverandi.í þess- um mánuði til þess að taka það. Kvillasamt að vanda um miðsvetrarleitið. Kvef á Akureyri og barnaveiki á Oddeyri, en ekki útbreidd enn þá og vonandi að tak- ist að stöðva hana. Veikin kom upp í húsi því, sem kvenn^skólinn legir í og er skólan- um lokað um tíma; verður haun svo fluttur í leikhúsið og haldið þar áfram fyrst um sinn. Hátíðirnar voru ekki langdtegnar, þvi að sunnudagarnir mistu gildi sitt .Menn skemtu *ér við kirkjugöngu á jólunum en flugelda á nýárinu. Þess rná og geta að Halldór kennari Briem prédikaði á gamlaárskveld. Kirkjan á Akureyri er langtof lítil á hátíðum; þá verður fjöldi fólks að hverfa heim aftur. A sunnudögum þar á roóti er hvín langt of stór; einkum sökum þess að hún er ekki hituð nema af fólkinu. Oddeyrarbú- ar hafa haft það á orði að byggjq. kirkju hjá sér; og væri það vel til fallið. Mýrdal 30. desember 1898. Héðan er fátt að frétta nema tíðar farer mjög' óhagstætt, fénaður víðast tekinn á gjöf með jólaföstu, svo það lítur út fyrír mjög langan gjafatíma, og vaeri nú betur að heyja ásetninga- mennirnir hefðu ætlað fénaði nóg fóður í haust. Þótt víðaheyrist að raddir um aðhinnyju horfellislög muni hafa litla þýðingu til hins betra er það vlst ekki almenn skoðun hér 20. þ.m varð hér úti Sigurður Þorsteinsson vinnumaður frá Þorsteini hreppstjóra jóns- syni I Vík; hann fór seint um kveldið fráVIk að fylgja öðrum manni og gjörði ráð fyrir að fara að Götum um kveldið, sem er næsti bær á þeirri leið, og verða þar urn nóttina- en með því að snjór var yfir öllu og fór að * drífa um kveldið, höfðu þeir vilst, en eftir sögusögn þessa manns verður eigi séð, hvar þeir hafa skilið, virðist helzt að hann muni það óljóst. Sigurðar sál. var leitað daginn eftir árángurslaust, en að morgnihins 20. s. m. fanst hann og hafði farið lítið eitt afvega fanst hann hjá lækeinumoglítur helzt út fyrir, að hann hafi dottið I lækinn, en komist þó upp úr, en verið svo af honum dregið, að hann hafi látið þar fyrirberast. Hann lætur eftir sig ekkju og 4 börn á lífi. J ó n k i ! Emhvern tíma í firndinni var þursi nokkur, sem átti tík eina, er alt af var sígeltandi, en enginn hræddist. Þurs- inn sigaði tíkinni á allar skepnur, sem I nánd voru, en loksins fékk hún hunda- pest, er leiddi hana til bana. Þá var það einn morgun er þursinn reis á fæt- ur að hann sá lamb eitt skamt frájhelli sínum, fyltist hann jafnskjótt grimd mik- illi og sigar svo hátt að glymur í öllum gljúfrum og fjöllum »I-r-r— i-r-r — i-r-r!« Fylgdi þessu svo rnikill kingikraftur að tíkin reis upp frá dauðum, þaut í lamb- ið og fór að gelta. Þessi saga flaug mér ósjálfrátt í hug þegur ég sá að Öldin þín var ris- in upp aftur til þess að gjamma að Plóg litla. Það eru til vissar verur í mannslikl, sem telja það rétt og sjálf- sagt að setja fæturna fyrir börnin þeg- ar þau byrja að ganga og ráða alt at á garðinn, þar sem hann er lægstur. Plógur er, ef til vill ekki álitinn mikill fyrir sér, en skeð getur þó að hann lifi eins lengi, og sum af syst- kinum hans, þótt þau hafi verið stærri á velli. — Annars mun engum kunn- ugum manni blandast hugur um það, að umtnæli þín, Jón Olafsson, um »Plóg« verða honum til góðs. Mun þar sann- ast hið fornkveðna: „Þér ætluðuð að gjöra mér ilt, en gúð sneri því til góðs“. Betri meðmæli með blaði mun tæpast hægt að fá, en að þú níðir það. -— Það sanna einmitt hinar ágætu viðtökur og mikla útbreiðslu, er blaðið „Æskan“ hefir hlotið, sem þú reyndir af ýtrasta megni að sverta og saurga. Hafðu því beztu þakkir fyrir meðmælin með »Plóg« og tek ég það sem vinarmerki af þér, þar sem þér hlýtur að vera það full- kunnugt að meðmæli þín eru af mörg- um taiin til óheilla, ei^ mótmæli auð- vitað gagnstætt. Þér skjátlast, laxmaður, þar sem þú heldur að ég leggi út „Ljónstönn" úr dönsku. Viltu ekki gjöra svo vel óg líta í garðyrkjukver G. Schierbecks i89i,bls. 80 eða náttúrusögu Páls Jónssonar 1884, bls. 166? Nennirðu því? Þar er jurt- in Leontodon autumnalis nefnd Ljóns- tönn. Getur þú ekki þýtt þessi orð? Ertu ekki latínulærður? Komstu ekki einu sinni upp í 3. bekk latínuskólans ? Náttúrlegt er það, góði minn,og þér líkt, að vilja heldur láta prenta upp gamlar ritgjörðir en að semja aðrar nýj- ar, þú hefir nefnilega fylgt þeirri reglu síðan þú hröklaðist aftur hingað hand- an um haf, að fylla leigublaðið þitt með gömlum sögum, áður prentuðum, þegar enginn vildi leggja sig niður við að skrifa í það nokkra grein og þú nentir því ekki sjálfur; en það eru ekki allir eins og þú; hamingjunni sé lof. Eitt vildi ég benda þér á í mesta bróðerni, ljúfurinn minn. Þú ættir alveg að hætta að tala um málleysur og prentvillur. Það er einungis til þess að minna fólk á það, sem frá þér fer og þínu »prettverki«. — Mér dettur í hug sagan um krabbann; hann átti unga, sem var að byrja að ganga; vita þeir það, sem betur eru að sér í dýrafræð- inni en þú í grasafræðinni, að krabbinn gengur út á hlið, én krabbinn hæddi ungann sinn fyrir það og sagði honum að ganga beint áfram. »Gáttu beint á undan, mamma, svo skal ég koma á eftir"! sagði unginn. Það gat hún ekki. Jón ætti að fá að sitja einn vetur í tíma í barnaskólanum til þess að læra réttritun hjá úngfrú Arasen áður en hann fer að kenna hana öðrum. Mér þykir þú vera fátækur af hug- myndum, hróið mitt, þar sem þú ekk- ert getur fundið mér til foráttu annað en það að ég sé ungur, alveg eins og þú sagðir um ritstjóra Æskunnar í fyrra. Þú hefir fátt annað en ellina að stæra þig af, og það er þér sannarlega ekki ofgott, Þú ert hræddur um að ég muni tapa á »Plóg«. Ég þakka þér fyrir þína föðurl. umhyggju, en það læt ég þig vita, að ekki mun ég skríða undir klæðafald hrossaprangara né annara til þess að leita þar láns og fjár við útgáfu hans. Vertu nú sæll, Jón minn! Eg óska þess að sorg þín mætti verða sem minst við útför »Aldarinnar« og frá greftrunardegi hennar ættir þú að stíga á stokk og strengja þess heit að þagna fyrir fult og a!t — það er af einskær- um bróðurkærleika að ég ræð þér til þessa. Mér þykir alt af leiðinl. að vita menn verða sér til minkunnar. Sig. Þóró/fsson.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.