Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 15.02.1899, Blaðsíða 2

Dagskrá - 15.02.1899, Blaðsíða 2
Svar tii séra Jóhans L. Sveinbjarnarsonar frá einuni fríkirkjumanninum í Reyðarfirði. MOttC: But he that filches from me my good name. Robs me of that which not enriches him, And makes me poor indeed. Sha kcsþea re. Hafi bróðir þinn gjört á hluta þinn, þá átel hann, og iðri hann þess, þá fyrirgef honum það. Kristnr. (Niðurl.) Þegar próf. er að mestu búinn að svala sér á séra L. snýr hann sér fyrir alvöru að oss safnaðarmeðlimum, og vér fáurn þá líka rétt laglegan kinnhest, hjá honum, er hann fer að lýsa frí- kirkjuávöxtunum hér. Það vil! nú ein- mitt svo til, að vér höfutn heyrt boð- orðið: „Ef einhver slær þig á hægri kinn, þá bjóð honum hina«. En þótt vér bjóðutn honum einnig vinstri kinn vora, getur naumast nokkur láð oss, þótt vér spyrjum eftir, hví hann slái oss! Hann sem rétt áður ber sér svo sárt á brjóst út af því, að honum finst að séra L. hafi gjört tilraun til að spilla hinu »góða samkomulagi« milli hans og safnaðarins, A þessi »druna« próf. að binda aftur að samkomulaginu, þar sem honum þótti séra L. losa um? Það má þó vera oss huggun aumingja fríkirkjumönnunum, að séra J. án vilja síns, kunngjörir »öllum lýð,« að vér séum „yfirmáta" umburðarlyndir, ef hann ímyndar sér, að vér getum tekið slíku með þögn og þolinmæði. Það er þó eigi sökunt skorts á umburðarlyndi, að vér berum oss upp undan þessu nýja ámæli. Heldur er það sökum mann- orðs vors, að vér tölum; sökum mál- efnis vors, að vér hefjum upp hönd. Sannleikurinn er sá, að próf. lýsir þar því þeli, er hann ber til fríkirkjumanna, hvað sem samkomulaginu líður. Yfir höfðum vorum hefir frá fyrstu vofað hið dökka, drungafulla ský, er nú beindi frá sér hinu ægilega þrumuskeyti. Það er annað vinskapur og annað samkomulag. Frísöfnuðurinn hefir víst með framferði sínu verðskuldað samkomulag það, sem séra J. talar um. Og vér munum eigi breyta dagfari voru, þrátt fyrir óhróður þann, sem próf. ber á .öss í grein sinni. En fróf. hefir gjört á hluta vorn opin- berlega og vér þurfum því opinberlega að bera af oss óhróðurinn. Séra J. gerir sér mikið far um að hrekja þau orð séra L., sem og annað, að „vér höfum eigi „agitprað". Segir hann að það viti allir, sem búið hafi við hliðina á fríkirkjunni, að »sízt hafi skort agitationir«. Rétt á eftir talar hann með skopi miklu um það, að hann sé í efa um, að „agitatioriir" geti verið, eða séu hentugt, eða siðferðislega gott meðal til að glæða áhuga og efla eindrægni í kirkjumálum“. Það lítur fullkomlega svo út, sem próf. hafi eigi hirt svo mjög um að athuga þýðingu þessa orðs »agitation«, sem hins, að leitast við að snúa orðum séra L. upp í „villu". Er auðheyrt á öllu að séra J. gefur þessu orði aðeins þýðinguna »undirróður«. En þótt „Ný dönsk orða- bók, R.vík 1896“ gefi þessa einustu þýðingu á nefndu nafnorði, þá er sú bók ekkert „authoritet" að orðabók til. Get ég mér til að séra L. hafi eigi skilið orð þetta þannig, er hann skrif- aði það niður. Eða hyggur séra J., að presitur vor hafi viljað halda því fram, að stærsta yfirsjón vor væri sú, að vér hefðum eigi *alið undirróður í söfnuði vorum? Það er að sönnu eigi fyrir öðru, er hann ber presti vorum á brýn í grein sínni. En nú skulum vér athuga, hvor prestanna fari rétta veginn hér. Ég flettiupp >>The Stndent’s English Dictionarý London 1898«, er eigi mun síður „authoritet" en hin áður-nefnda, og finn ég þar, að sögnin »agitera« er kofnin af latnesku sögninni nago, ég hreifi, ég rek«. Fyrsta þýðingin á enslcu orðmyndinni er þessi: „að setja í ákafa hreifingu", hin síðasta: að vekja ahnenna athygli á, (e. h.) svo sem með ræðum eða ritum o. s. frv«. Hinar þýðingarn- ar eru allar líkrar merkingar, og finn ég þar hvergi orðið »undirróður« í beinni merkingu. Oviljandi hefir því séra J. með höggi þessu dauðrotað hin fyrri ummæli sín á synódus um „svefninn og dauðann", því það hvorttveggja samlag- ast illa „agitatión", nema að náttúrleg- um umskiftum. Eða hvað skal »lýður. inn« segja um það? Sannleikurinn er þó sá einn, að vér höfum, eins og prestur vor ber fram, eigi »agiterað« fyrir mál- efni voru; þ. e. eigi gjört minstu tilraun til þess, að vekja almenna athygli á oss, eða útbreiða hugsjón vora. Þá eru sjónir próf. um fríkirkju- ávextina hér. Væri það sönn lýsing, þá væri hún hræðileg,en í vorum augum er hún eigi svo ægileg, af því hún er svo fram úr hófi f jarstæð, að ætti próf- að bera ábyrgð á þeim orðum sínum, myndi hann komast að ýtrustu keyptum. Vísaster þó, að mörgum, sem ekki þekkja til, kunni að þykja líkleg saga próf., ef hún verður látin óhrakin. Ætla ég því, í fáum orðum að leiða í ljós, á hvaða rökum hún er bygð. Hin fyrsta „sjón“ próf. er „flokka- drættir og rigur". Hvað er nú orðið úr „samkomulaginu“!, það er leiðinlegt, hvað sjáandanum er gjarnt til að mót- segja sjálfum sér. Ummæli hans um samkomulagið sem samkomulag voru rétt. Eða hvar eru þessir „flokkadrætt- ir„? Vér þekkjum þá ekkil Það er ef til vill, vert að geta þess, að þjóðkirkju- menn einir saman, að mér er kunnugt, nauða sífelt á þessum flokkadráttum, sem eigi eru þó til hvað fríkirkjuna áhrærir, nema í draum-heimi þjóðkirkju- manna. Ég læt mér nægja fyrir nönd safnaðar vors, að heimfæra hér upp á orð hins gamla hebreska sálmaskálds: „Ég em eintómur friður, en þegar ég tala (um frið), hefja þeir ófrið«. (Sálm. 120, 7.) Onnur „sjón“ próf. er sú, að sumir gangi í frísöfnuðinn af hvötum, sem hann „grunar" að séu »alt annað en kristilegar«. Vill próf. færa sönnur á, að vér tökum með vilja á móti slík- um mönnum? Hinn prófastlegi hjartna- dómari vill máske benda oss á þessa menn? Vér viljum ógjarna hafa þá; en vér kunnum eigi að dæma hjörtun og vísvitandi höldum vér ekki slíka menn, þótt þetta, sem .eigi er annað en »dylgj- ur«, ætti sér stað, þá skal próf. vita það, að eigi verður nokkru sinni komið í veg fyrir hræsnara, og allra sízt undir því fyrirkomulagi, sem er, þar sem menn eru neyddir til að standa í einhverju kirkjufélagi. Hitt vitum vér að „Drott- inn þekkir sína“ í vorri hjörð sem öðr- um. Hinar síðari »sjónir« próf. virðast eigi með öllu lausar við tekjusting. Um- mæli hans um þessa „tálbeitu" fríkirkju- manna. «Gaktu í fríkirkjuna, þá þarftu ekkert að borga frekar en þú vilt", munu með öllu tilhæfulaus að því, er snertir hina leidandi menn í söfnuðin- um. Ég segi ekki þar með, að próf. kunni eigi að hafa þessi orð frá einhvers munni; ég þekki þau aðeins ekki. En vilji próf. eigi verða að minni fyrir þessi orð sín, þá tilnéfni hann þá fríkirkjumenn, sem haldi tálbeitu þessari á lofti „með miklu kappi". Með því gjörir hann oss mik- ið gott, því slíkir menn brjóta lög vor. sem skylda sérhvern safnaðarmeðlim til að leggja fram sínn skerf, til að stand- a'st útgjöld safnaðarins. Það er rétt hjá próf. að eigi all- fáir komu sér undan gjöldum með því að sskríða í það skjólið« er lagavönd- urinn (lögtakið) er eigi reiddur að þeim. Hitt, að fríkirkjan sé hæli þeirra, í þeim tilgangi, segja þeir próf. en ekki oss, sem þeir lofa öllu fögru, og er að skulda- dögum kemur „hafa góð orð", en finna sig éigi megnuga um að láta nokkuð af hendi rakna. Þetta kann þó að eiga rót sína í hinuin gamla »lögtaksrétti«, þannig að þessir menn gleymi siðferðis skyldum sýnum, þegar þeir eru orðnir frjalsir, alt ejns vel og hitt, að það séu eingöngu prettir þeirra. Staðhæfing er þetta eigi, en mannúðleg getgáta er það. Hvað rétt vér gjörum í því, að skirr- ast við að reka þessa menn úr söfnuði vorum, verður að leggjast undir dóm »lýðsins«. En værum vér ósparir á að reka þessa vesalinga (því vesalingar eru þeir, hvað sem veldur) úr söfnuðinum, fyrir þær einar sakir, þá hefði próf. haft góða ástæðu til að „skjóta" því að oss í „bróðerni", að vér værum nokkuð mammonslundaðir; Það verður flestum ervitt að synda fyrir öll andnes í þessum vogskorna heimi. Hvað tælingarnar snertir, þá getum vér litið djarflega upp á prófastinn fyrir þá sök, að vér erum oss eigi meðvitandi að hafa beitt undirróðri eða öðrum óscemilegum meðulum til þess að auka söfnuð vorn. Hin mikla skriða, er valt inn á oss í fyrra vetur, ög sem hefir að líkindum hleypt þessum „fitons" anda í próf, átti upptök sín hjá þjóð- kirkjumönnum sjálfum. Vér komum þar »hvergi nærri«, og áttum engan þátt í þeirri hræringu. Nei, þjóðkirkju- menn sjálfir hafa mest og bezt »agiter- að« fyrir oss, og ég get vel hugsað, að próf. með þessari grein sinni ávinni oss enn þá einn eða fleiri liðsmenn. Eigi getur sér J. unt fríkirkjumönn- um í Reyðarfirði mikils hróss, er hann vill draga það af þeim að heita »frum- herjar kirkjulegs frelsis hér á landi«. Er þá eigi farið að hreyfa hinu kirkju- lega frelsi hér? og hverjir hafa gert það á undan reyðfirzka frísöfnuðinum? Próf. leitast mjög við að sanna, að fríkirkjan í Reyðarfirði sé óheppilegur grundvöllur til að reisa á fríkirkju fyrir alt landið. Hvers vegna? Hvað á próf. við? Ég get ekki skilið að nokkrum detti í hug, að fara að. reisa fríkirkju á oss sem grundvelli! Þeir hinir sömu færu hraparlega vilt. En eigi hann við, að sjálfur söfnuður vor standi ekki á heppilegum grundvelli, þá skjátlar honum mjög. Grundvöllur safnaðarmál- efnis vors er Guð og orðið. Vér trúum því, að Drottinn hafi kjörið oss að fram- fylgja þessu málefni, og þótt svo próf. þóknist að krýna útvalningu vora, með þrisvar sinnum tvöföldu háðsmerki, þá mun honum þó eigi hepnast að rýra þá trú vora í minsta máta. Eða þótt hann tíni í hinn velviljaða ummæladálk sinn alt það, sem hann getur fundið oss og presti vorum til foráttu (glæpi vona ég aðeins að hann geti eigi fundið), þá sannar hann þar með eigi annað en lítil- mótleika vorn. Áður en próf. setti sitt tvöfalda háðsmerki við útvalningu vora hefði hann því átt að minnast orðanna: »Hver vill ásaka Guðs útvalda«? og enn fremur þessara orða: »Þá hina lítilmót- legu í heimsins augum hefir Guð útval- ið — —- til þess að gjöra ekkert úr þeim, sem nokkuð þótti í varið, svo að ekkert hold hrósi sér fyrir Guði“. (Sjá 1 Kor. 1,26—29). Hvað vill próf. gera úr oss? Getur hann dregið það af oss að vér séum lítilmótlegir? Lasi próf. verður oss hrós. Drottinn er hlífiskjölí ur hinna lítilmótlegu! Standandi a vorum grundvelli get- um vér ennfremur tileinkað oss þessi huggunarorð frelsarans: »Sælir eruð þér, þegar menn atyrða yður, ofsækja og tala gegn yður allskonar illyrði mín vegna, en þó ljúgandi« o. s. frv. En fremur þessi: „Lynda má lærisveinin- um, að hann hafi sömu kjör, sem meisf- arinn, og þrælnum, sem húsbóndi hans; en hafi þeir kallað húsföðurinn Belsebúb, hversu miklu fremur munu þeir kalla þjóna hans það«? Hyggur próf. að vér getum eigi fundið honum og söfnuði hans neitt til foráttu ? Jú, það er sannarlega hægt að finna að við þá. En svo kemur oss til hugar, að eins er með oss, Og því höfum vér ásett oss, að „sleppa bráð- lyndinu, ilskast ekki, aðeins til að gjora i/t«! Ef að próf. hefir hugfró af því, að gera oss „sorp veraldar" þá getur víst enginn meinað honum það. Hon- um mun alt um það eigi takast að fá oss til að ilskast við sig. Að síðustu vil ég svo leyfa mér„ í bróðurlegum sáttgirnisanda, að leggja próf. tvö heilræði: 1. að hann stingi hendinni í eig- inn barm sinn, áður en hann kveður upp persónulegan dóm yfir öðrum, svO' að hann verði eigi fundinn í því, að „sitja og tala móti sínum bróður, og rógbera son sinnar móður". 2. að gjöra eigi framar á hluta vorny því hann hefir eigi gott af því. Mun í þeim viðskiftum því meir, „sverð hans lenda í hans eigin hjarta og hans bogi bresta, því, „ef Guð er me) oss, hver er þá á móti oss?« Sigurður Vigfússon. Stokkseyri 7, janúar 1899. Fréttir hefi eg fáar að skrifa, nema þessar allra verstu, sem sé þjófnaðaraðfar- irnar hér 1 plássi, sem eg býst við að ykk- ur R.víkingunum séu orðnar ljósar eins og fleirum, ög fer eg ekki að skýra yður ná- kvæmlega frá atviki því. Eg tel víst að fréttaritarar yðar hér eystra séu búnir að skýra frá því, en það er vist að engar líkur fást um það, hverjir valdir eru áð slíku athæfi, enda ber lítið á rannsókn- um, — má vera að þær fari ekki hart a^ stað. Ekki þykir vænlega áhorfast með drepiðí hrossumáEyrarbakka;þar hafa drepist 7 hross við sjóinn síðan með jólaföstu og auk þess i frá bónda í Stokkseyrarhverfi. ískyggilegt þykir að láta hrossin fráþessum stöðum ganga saman, því búast má við að sýkin haldi áfram austur á við, úr því svo er samgangur og mætti þá búast við miklu tjóni, ef hlutfallslega dræpist af hrossum Stokkseyringa við það, semdrepist hefir af hrossum Eyrbekkinga þenna litla tíma. sagt ei að Dýralæknirinn hafi komið austur á Eyrarb., tilaðrannsakaþetta, en hvernig það hafitekist, ermér óljóst,einkumerþaðunghross 3—8 vetra, sem drepist hafa og öll í ágætum holdum svo ekki verður umkent að þau hafi drepist úr hor. Ómunalega stirðar sjógæftir hér f haust og lítið fiskast þeg ar hefir verið róið. Bindindismálefnum miðar hér hægt á- fram, einkum vegna þess að þeir eru ætíð að fjölga, ungu mennimir, sem stunda fiskveiðar á skútum við Faxaflóa, enþeireru flestir orðlagðastir drykkju menn, sem í þá stöðu komast. Það em víst ekki góðar uppeldis stofnanir á þess. um fiskiskútum? Þeir, sem héðan hafa far- ið á skútur, þykja auðþektir úr vegna ills orðbragðs, leti og drykkjuskapar. Hvernig stendur á því að blöðin skýra aldrei neitt frá háttsemi manna á íslenzk-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.