Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 18.03.1899, Qupperneq 3

Dagskrá - 18.03.1899, Qupperneq 3
131 byggi yfir hefndum og þungum hugsunum, því þegar Kári var sofnaður, skældi hann sig lengi og gretti, rétt eins og hann hefði krampa; báru drættirnir þess ljós- an vott, að honum var enn ekki rótt í skapi, enda var það nátt- úrlegt, því það höfðum vér öll fyr- ir satt, er á horfðum, að Kári hefði byrjað ófriðinn og Ægir hefði átt hendur sínar að verja. Loks- ins smá-minkuðu drættirnir í and- liti Ægis, hann varð rólegri á svip- inn og jafnvel angurblíður, og svo lá hann iengi, alveg hreifingarlaus, rétt eins og hann væri eftir sig af heljartökum og geðshræringum. Hann sofnaði. Á meðan einvígið stóð, hörfuðum við inn á Finna- fjörð og lágum þar, en að því loknu var farið inn á Bakkafjörð, þar var viðstaða lítil og fátt að afreka, enda hefi ég ekkert um þann stað að segja. Við féjagar komum þar ekki í land, og ekkert bar það fyrir augun, er í frásögur sé færandi, og héldum við þaðan til Vopnafjarðar. Pangað komum við kl. 12 á hádegi 24., og átti þar að eins að vera l1/^ stundar viðdvöl. Á Vopnafirði er all-fagurt, og bygging lagleg að mörgu leyti, en ekki er húsaskipun þar sem smekk legust. Aftur á móti eru húsin sjálf snotur og vel gerð. Þar er nýbygt fundahús ásamt leikhúsi, og leigði þar læknir þeirra Vopn- íirðinga með lyfjabúð sína. Það er Jón Jónsson frá Hjarðarholti, kunnur rnaður og kær ölJum sönn- um bindindisvinum, sökum starf- semi sinnar og dugnaðar í barátt- unni fyrir því máJi. Var hann sá eini maður, er ég þekti þar, og þó ekki nema af afspurn. Hefir hann víðari sjóndeildarhring og hærri hugsanir til framfara í áhuga- máli voru en bindindismenn hafa alment, enda betur að sér í því en flestir eða allir aðrir. Hann er t,. d. eini maðurinn hér á landi, sem tekið hefir stig alheims-stúkunnar. Hafði ég einkar mikla skemtun af því, að tala við hann, og jafn- framt gagn. cTCití og þoíía. Hljóðlitir. Það er langt síðan menn tóku eftir því, að náið samband er á milli sjónar ogheyrnar, og kemur það fram í því, að oss detta ósjálf- rátt í hug vissir litir, þegar vér heyrum vissar hljóðtegundir. Sum- ir menn eru miklu næmari fyrir þessu en aðrir. Það er oft talað um að hljóðið hafi þenna og þenna biæ; sé t. d. dimt, skært. Bjúpir tónar vekja hjá mönnum hug- myndina um dökka liti, en háir um ljósteita. Þeir sem eru næm- astir fyrir þessu hafa, ef svo mættj að orði kornast, auka skilningar- vit, sem þeir heyra með liti og sjá með hljóð. Sönglag birtist fyrir hinu innra auga þeirra með ótal litbreytingum og ræða, pré- dikun, samtal vekur hjá þeim hugmynd urn einhvern lit. Af ræðu geta þeir þannig fengið hug- mynd um: grátt, svart, blátt, ljós- rautt, gult, grænt o. s. frv. Á síðari tímum hafa menn alvarlega tekið þetta atriði til rannsóknar og komist að þeirri niðurstöðu, að þeir sem mesta liæfileika hafa í þessa átt, tileinka hverju einasta orði í málinu einhvern sérstakan lit, og með mikilli fyrii'höfn og nánum samanburði hafa menn fundið það, að litur sá, er þeir til- einka hverju orði, fer eftir hinum einstöku hljóðum eða stöfum, sem í því eru, og þar af hafa menn dregið þá ályktun, að hver stafur eða hvert hljóð í stafrofinu hafi vissan lit. Það þykjast menn og hafa fundið, að a sé svart, og u grænt; enn þá hefir ekki verið á- kveðinn litur hinna hljóðstafanna. Samhljóðendurnir eru altaf bleikir, eða hafa einhvern annan daufan lit. Það eru hljóðstafirnir, sem hafa sterku litina í málinu. A- herzla orðanna og röddin hefir mikil áhrif á hljóðlitinn; þau gefa málinu dekkri eða ljósari blæ, gera það ýmist dimmara eða skærara og hreinna. Tvennskonar lieili. Dr. B. W. Richardson hefir skrif- að fróðlega grein í læknablað eitt um það, að maðurinn hafi tvískift- an eða tvennskonar heila, og segir að af því orsakist það, hversu fljótir þeir séu oft að skifta skoð- unum, einkum í trúarefnum. Hann kveðst hafa átt tal við Mrs. Booth, konu yfirforingja Hjálpræðishersins, og hafi hún sagt sér frá gjörspilt- um di-ykkjumanni, sem snerist alt í einu á einni samkomu Hersins, og lifði upp frá því svo heiðarlegu og sómasamlegu lífi, sem mes.t mátti verða. Hún sagði honum, að lík dæmi hefðu oft átt sér stað á hersam- komum og spurði hann hvort hann gæti með nokkru móti skýrt það á annan hátt en þann, að það væri hreint og beint kraftaverk fyrir áhrif heilags anda og náð drottins. Richardson svaraði því þannig, að maðurinn hefði í raun réttri tvo heila; eða með öðrum orðum, að heilinn skiftist í tvent og væri' hvor parturinn öðrum óháður; en þeir væru sjaldan líkir og aldrei eins. Annar getur verið vondur heili, þar búa allar ástríður til hins illa, hínn getur verið (jóður heili. Óstöðuglyndi manna og staðfestuleysi stafar af því, að sinn heilinn fær yfirhöndina í hvert slcifti. Þeir eru eins og tveh' kon- ungar, sem eiga í sífeldu stríði, en ráða báðir yfir sömu þegnum og vill hvor um sig láta þá hlýða sér. Eftir því hvorum veitir bet- ur í það og það skiftið verður breytni manna ill eða góð. Nú getur það verið að ilJi heilinn hafi ráðið og ríkt um stund í einhverj- um manni; en hinn hafi sofið. En svo verður illi heilinn smám- saman þreyttur og linast í störf- um •— hann þarf að hvíla sig. Ef maðurinn verður þá fyrir góð- um áhrifum, geta < þau komist til góða heilans, sem þá vaknar og tekur til starfa. Ef til vill raknar hinn úr rotinu einhverntíma síðar og fær aftur yfirhönd yfir hinum góða, því hann þreyt-ist líka. Oft- ast eru þeir svo missterkir, að annarlrvor er altaf ráðandi að mestu. Srnælki. —• Andesfjöllin í Suðurameriku eru altaf að lækka. Höfuðbærinn í fylkinu Eqvador hefir lækkað um 76 fet á 122 árum, og annar staður þar í nánd hefir lækkað um 218 fet á 147 árum. — 1 Japan lita stúlkurnar svart- ar í sér tennurnar. Evrópumað- ur lýsti einhverju sinni undrun sinni yfir því við japanska stúlku. „Eruð þér alveg frá yður maður!“' sagði hún, „haldið^þér að ég vilji vera eins og hundur? Þeir hafa allir hvítar tennur“. — í Journal de Jordin 1’ Accl- imation, er sagt frá því, að 8 dög- um fyrir kóleruna, sem geisaði í Hamborg 1892, hafi allir fuglar horfið þaðan og úr grendinni og ekki komið þangað aftur fyr en drepsóttin var alveg hætt. Sama átti sér stað í Marseille og Toulon árið 1884, þar gekk þá kólera. Þessum fugla-flótta hafa menn einn- ig tekið eftir víða á Ítalíu, Aust- uháki og Rússlandi áður en kólera hefir komið þar upp. — John Aitken, nafnfrægur nátt- úrufræðingur, hefir fundið það út, að í teningsþumlungi af lofti eru 521,000 rykagnir eftir regn, en 2,119,000 í jafn mildu af lofti í hreinviðri. Af því sést að regnið á mikinn þátt í því að hreinsa loftið. Inni í húsi voru 30,318,000 rykagnir í teningsþumlungi Jofts, að meðaltali, mest uppi undir loft- inu, þar voru rykagnirnar, 88,346- 000. — Prestur einn á Englándi sendi einhverju sinni lokk úr hári sínu til stúlku, sem kvaðst geta lýst lyndiseinkennum manna eftir hár- inu, þótt hun hefði aldrei séð þá. Nokkru síðar fékk hann hárlokk- inn aftur og svo nákvæma lýsingu af lyndiseinkunum sínum, að engu munaði. Þá sendi lrann henni hár- lokka af tveimur stúlkum, sem voru gagnólíkar og fékk aftur rétta og nákvæma lýsing af þeim báð- um. Stúlka þessi kvaðst einnig geta séð einkenui manna á skrift þeirra,. Presturinn tók því tvö bréf, sitt frá hvorum vina sinna og sendi henni. Hún sendi bréfin aftur og I lýsingar með; önnur þeirra alveg rétt, en hin að öllu Jeyti röng. í Presturinn fór með þessa röngu ; lýsingu til vinar sins, og. gerðu þeir mikið gys uð stúlkunni fyrir | það, hversu mjög henni hefði skjátl- j ast. En svo kom það upp, að vinur prestsins hafði ekki skrifað j bréf þetta sjálfur, heldur kona hans j fyrir hann, og stóð lýsingin þá al- veg heima •- það var lýsing á j konunni. REYKJAVlK. —o— Suðvestanstormur hefir verið meginpart vikunnar; flest fiskiskip komu inn um miðja viku og höfðu orðið all-vel fiskvör sum, en ekki notið sín vegna veðurs. í fyrradag sigldu þau flest út aftur. Á út- siglingunni varð það, að tvö skip- in sigldust á, skamt frá Engey, „To Venner“ og „Sjana“ eign Geirs kauprn. Zoega. Löskuðust þau dálítið, á „Sjönu“ brotnaði t. d. eftra siglutréð m. m. í fyrradag kom gufuskipið „Bard- en“ frá útlöndum; er það frá hr. Ellefsen og flutti héðan 40 verka- menn til vesturlandsins. Með því kom konsúJl Sigfús Bjai-nason af ísafirði. Sagt er að botnvörpuskip hafi sokkið hér í flóanum nýlega — óvíst hvort það er satt. Valdimar Fj.konus. orðinn skáld!!! —o— Athugasemd Fjk. við Ferðapistla mína, sem ég held að Valdemar hafi skrifað sjálfur undir fölsku nafni, þangað til hann sannar ann- að, svara ég þannig: 1. Að síld hafi verið flutt frá Grenivík til Húsavikur í það . skifti, sem um er að ræða, get ég sannað. 2. Áð menn hafi legið ósjálfbjarga á Húsavík fyrir hunda og manna fótunq, þetta umrædda kveld, get ég sannað; hvort það voru innlendir menn þar eða ekki, var mér ókunnugt, enda hefi ég ekkert um það sagt. 3. Að sumir af þeim, sem riðu út þenna dag, hafi verið góðglaðir, sáu fleiri en ég. 4. Að sýslumaður hafi einn unnið að uppskipun, hefi ég aldrei full- yrt, en hann vann að henni. ,.Mörinn“, sem Fjk. talar urn hefi ég aldrei nefnt, 5. Síldveiði er á Húsavík, það er víst, lrvort hún sé mikil, er náttúrlega undir því komið, við lrvað miðað er. 6. Viðvíkjandi nratjurtaræktinni vísa ég í síðustu „Dagskrá", í skýrsluna er þar birtist frá áreiðanlegunr nranni af Húsa- vík, sem er eins kunnugt unr þetta og Valdenrar. ! 7. Ég hefi aldrei sagt, að erfitt væri að konra á bindindi á Húsavík. Ég gát þess aðeins, að hr. Sig. Björnsson hefði sagt að erfitt myndi verða, að koma þar á Good-Templarastvku, og Sigurður er of ólíkur Valdemar til þess, að kannast ekki við það, enda er þar engin G.-T.- stúka. Ég gæti trúað því, Valdemar minn, að þú hefðir skrifað þetta nýkominn neðan af Svínastíu, af gremju yfir því, að ég var ekki rekinn úr G. T.-reglunni, eins og þú laugst i Fj.k. fyrir skönrmu. Sig. Júl. Jóhannesson-

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.