Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 29.03.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 29.03.1899, Blaðsíða 1
DAGSKRA. III. No. 35. Reykjavík, miðvikudaginn 29. marz. 1899. kemur út á hverjum L'CL^OJVICL laugardggi^ árg. kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. okt. A.fgreiðsla og skrifstofa er í Kirjustræti 4, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—5 siðd. DAGSKRÁ 1ke",ut’ “V fyr ■ þetta skifti enn a ákveðnum degi vegna beena- daganna. Innheimtu og reikningsskil á Dagsskrá annast búfræðingur Sigurður Þór- ólfsson, og er hann að liitta á af- greiðslustofu blaðsins í Kirlsjustræti 4, kl. 4—5 síðdegis á virkum dögum. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—3!/2- Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. lll/2—ll/2 síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalgr opinn dagl. 12—2; á Mán d.,Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á‘Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Ókeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). Hvöt til íslendinga. --0 — Vakna, kynslóð íslands unga, upp með táp og þor! Varpa af þér deyfð og drunga, dáðrík starfl hönd og tunga. — Reyndu nú að feta’ í feðra spor. Sérðu ei að svefn og doði samtaks veikja band? — Fláu stjórnar fylg ei boði — frelsi þínu’ er búinn voði. Lít hvar fjanda fyigjur stiga’ á land. Til hvers er að tala’ og rita? til hvers er þitt líf? — Það er til að stríða’ og strita, stanza ei þótt kosti svita. Landi þínu vera vörn og hlíf. Til þín, þjóð mín, tíminn kallar, tepruskapinn deyð. Vellir, brekkur, elfui' allar, urðir, drangar, fell og hjallar, til-þín mæna’ í dapri dauðans neyð. Er nú hreystin forna farin, flúin yflr haf? Blæs i kaun við ættlands arinn orðlaus þjóðin, krömd og marin. líörðum svipu-höggum níðings af? Nei, min þjóð á enn þá eldinn, orku, þrek og dug. — Þú átt enn þá frelsis feldinn,— frjálsar ver við kröfur heldin. Fram og berst, ei fallast lát þér hug. Viltu lengur hanga’ og hýma, hræðast danskan vönd? Heimsku’ og kúgun hrynd í tíma, —hættu við þinn skugga’að glíma.— Af þér hristu útlend þrældóms bönd. Flýðu ei þótt fáir skeinu, fast við rétt þinn halt, hlauptu ekki eftir neinu orðagjálfri, skrumi einu; frelsi þitt ei heimta iiálft — en alt! Sérðu þá, er svík þér brugga, sitja’ um frelsi lands; eins og banvæn eitur mugga ættlandsbygðir hylja skugga — undir merkjum innlends manns? Þann sem vill þig róíti rýja, rek úr þinni sveit. i Sem þig ekki’ að siðum þýja, sannleik lát ei frá þór stía, brjóst þitt fylli frelsisþráin heit, Stjórnarrétt þinn sterkar trygðu, stand ei kjarklaus við; skoðun þína’ á bjargi bygðu, bregð upp sannleiksvopni skygðu, lymskt af höndum hrektu fjandalið. Rá mun aukast líf í landi, læknast þrældóms spor; gróður spretta’ á gráum sandi, guðstrú þroskast, frelsisandi vekja' líf og þrek og kjark og þor. Norðmýlingur. Pingmáí í sumar. — 0— III. Vínsölubannið. Það verður ef til vill það mál, sem einna skiftastar verða skoð- anir um á þinginu í sumar. Það virðist nú svo sem ekki sé þörf á að mæla sérstaklega með því, eft- ir þeim undirtektum að dæma, sem það fókk hér í höfuðstaðnum á al- mennum borgarafundi, þar sem ekki einn einasti var því mótmælt- ur og tillaga um það var samþykt í einu hljóði, en það dylst oss þó ekki, að einstakir drykkjuvinir muni gera sitt til að koma þeirri flugu inn á þingið, að viðsjárvert verði að samþykkja tillögu í þá.átt, sem um hafl verið talað. Þeir eru ann- ars undarlegir Bakkusar-vinirnir, það er eins og þeir þori aldrei að koma fram í ljósið með lofræður sínar um hann; það var skorað — marg skorað á þá á borgarafund- inum hór í bænum að taka til máls og mæla karli bót, ef þeir hefðu nokkrar málsbætur iionum til handa, en allir þögðu — stein- þögðu. Má af því ráða, að lítt treystist þeir að etja sínum egg- lausu vopnum gegn ofurefli því, sem á móti er að berjast. Það eina sem þeir gera, er að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði yftr því hversu gersamlega er flett oían af kunningja þeirra, óvini þjóðaiinnar — Það sem helzt er fært á móti vínsölúbanninu, er það, að ekki só rótt að beita þvingun í þessu né öðru; þeir, sem halda dauðahaldi með annari hendinni utan um glas- ið en hinni um flöskuna, segja að bindindismennirnir eigi að skapa hugsunarháttinn svo að allir hætti af sjálfsdáðum að kaupa vín og flytja, svo ekki verði þörf á nokkr- um bannlögum eða óeðlilegum höft- um. Hún er fögur fljótt á að líta þessi frelsiskenning þeirra, en hún heflr fleiri hliðar en eina. Því neit- ar víst enginn að æskilegt væri að geta skapað svo hugsunarhátt- inn yflr höfuð, að engum dytti í hug að setja sór framar glas á munn; bindindismennirnir liggja ekki á liði sínu í þá áttina, en það gengur svo seint, að margir, ótölulega margir geta drukknað á meðan; margir efnilegir unglingar geta á meðan farið sér að voða í brennivínsöldum og svift sjálfa sig fagurri framtíð, elskandi foreldra björtum vonum, þurfandi þjóð afli, fé og heiðri. Eigum vér að bíða eftir því, að . enn þá verði smá- murkað líflð úr fjölda barna og kvenna? Eigum vér að bíða eftir því, að margir fari enn þá villir vegar, auk allra þeirra, sem þegar eru glataðir af völdum drykkju- skaparins bæði að fornu og nýju? Höfum vér ekki séð nógu mörg sár, sem seint verða grædd, þótt vér stuðlum ekki til þess með deyfð og aðgerðaleysi að þeim fjölgi enn um nokkurn tíma? Höfum vér ekki séð nógu mörg tár, sem vér vorum skyldugir að þerra? Höfurn vér eigi heyrt nógu marg- j ar angistarstunur og þung andvörp j frá brjóstum munaðarleysingja? I Höfum vér ekki nógu oft séð grá- hærð gamalmenni, staulast áfram j gleði svift og sælu vana, sem hafa oi'ðið að lifa við‘ eymd og óánægju í elli sinni, sökum þess að þeir ; eyddu fé sinu, fjöri og kröftum í þjónustu Bakkusar, en báru ekkert úr býtum annað en þungar átölur samvizku sinnar fyrir það, að hafa gert sína og annara sálir, ef til vill eilíflega vansælar? Höfum vér ekki nógu oft horft á alt þetta? Og ætti það ekki að vera nægilegt til þess að enginn dirfðist að leggja það til að máli þessu væri frestað ? Þetta er samvizkuspurning, er vér berum til allra manna yflr höfuð og sérstaklega til þingmannanna, sem hafa það á samvizkunni að hafa stuðlað til þess að halda þjóð- inni í hlekkjum, ef þeir ekki vilja höggva af henni þrældómshlekki Bakkusar, þegar þjóðin sjálf heflr fengið þeim vopn i hendur. Sá myndi hvers manns nýðingur tal- inn og það með réttu, sem sæi húsbónda sinn í böndum — sak- lausan — ef húsbóndifln vísaði hon- um svo á vopn sin til þess að skera af honum böndin, en hann í stað þess tæki þau og berðist með þeim þvert á móti fyrirmæl- um hans, ef til vill beitti þeim á móti honum, en léti hann liggja kyrran í böndum og segðist ætla að bíða rólegur þangað til óvinurinn fengi opin augun fyrir því, að hann hefði gert rangt í því að binda hann og léti hann því lausan? Hver gæti borið traust til þess, er þannig breytti? — enginn, eng- inn, enginn. En er ekki alveg sama máli að gegna. með þá þing- menn, sem ekki vilja aðhyllast vín- sölubannið, ef þeir annars verða nokkrir? Er ekki þjóðin húsbóndi þeirra? Stynur hún ekki i þræl- dómsböndum Bakkusar? Dirflst nokkur að neita því? Hefir hún ekki fengið þjónum sínum, þing- mönnunum vopn sín í hendur? Heflr hún ekki trúað þeim fyrir því að berjast undir sínum merkj- um? Eru þeir ekki skyldir til að losa um þau bönd, sem að henni kreppa og leysa þau alveg eða slíta, ef hægt er? Þessum sam- vizkuspurningum vonum vér að allir svari játandi og þá ætti eng- um að dyljast hvoru megin þing- menn eru skyldir að vera i vín- sölubannsmálinu. Þeir halda því fram sumir, að þetta só . skerðing á frelsi einstaklingsins, það leysi ef til vill þjóðina úr böndum en leggi ný höft og óeðlileg á einstaka menn. En gætum að, hver er einn aðal- tilgangur allrar löggjafar; hann er sá annars vegar, að koma í veg fyrir að einstaklingurinn geti gert fjöldanum tjón, hins vegar sá, að vernda rótt einstaklingsins, sjá um að honuro verði ekki hætta búin.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.