Dagskrá - 08.04.1899, Blaðsíða 3
Í43
inum og ánægjan skín út úr vinnu-
manninum — bóndanum — yfir
góðum árangri af yðju sinni. — fað
er enn þá skemtilegra, að vera úti
í logni, þegar netaský hylur him-
ininn, en þegar himininn er skaf-
heiðríkur, því að það er meiri til-
breyting, sem ber fyrir augað, og
ánægjan verður fullkomnari.
Nú sást til Halls, svo hét bónd-
inn í Tungu, hann kom frá kirkj-
unni. Hallur var nokkuð roskinn
maður og alkunnur fyrir reglusemi-
Hallur gamli reið altaf jafn-hart,
hvort sem hann reið heldur eftir
sléttum bökkurn eða flóum, aldrei
hægara en hóftölt. Hann var
vanafastur í fleiru en því liann
Hallur. Hann hafði líka svo að
segja alt af sömu hjúin. Reyndar
var það fult svo mikið konunni að
þakka, því hún var þeim notaleg
og laumaði oft að þeim aukabita.
Sami kaupamaðuinn hafði nú verið
hjá Halli í 9 sumur, hann hét Jón
og var sunnan úr Reykjavík.
Þegar Hallur reið í hlaðið, kom
Jón út og akaði sér eftir sunnu-
dagsblundinn, og geispaði stórum.
„Því ríður þú ekki þeim rauða
núna, ég held hann hafi þó öll bein
in til þess, rær í spikinu?“ sagði
Jón, þegar Hallur hafði heilsað
honum.
„Eg ætla að láta hann eiga sig
sjálfan það, sem eftir er sumars-
ins; það er ekki ofmikið þótt hann
fái einu sinni að vera í næði, hann
hefir unnið fyrir því, blessaður
klárinn. “
„Hann er þó vel viljugur enn,“
sagði Jón.
„ Já, hann verður það nú í lengstu
lög, en hann er orðinn bæði
mæðinn og fótaveikur svo ég ætla
ekki að pína hann á því að láta
hann lifa lengur en til haustsins. “
„So. Ætlarðu að drepa hann
í haust ?
„Já.“
„ Seldu mór hann þá“
„Nei, égmá ekki farga honum,,
„Því þá?“
„ Af því ég vil ekki flækja hon-
um undir dauðann, ég vil sjá um
að hann fái góðan og skyndilegan
dauðdaga.“
„Ég held það sé ekki mikill
flækingur, þótt hann fari til Reykja-
víkur, tæpar tvær dagleiðir, og eins
eru þeir góðir að skjóta í Reykjavík
eins og hér.“
„En hvernig stendur annars á
því, að þig langar svona mikið til
þess að fá harm ? *
“Ég ætla að láta bróður minn
fá hann; hann er bláfátækur barna-
maður. “
„Nú, hann vill fá hann til átu?“
„Já.“ [Frh.].
Þurkar hafa valdið afarmiklu tjóni í
Astralíu. Skepnur deyja hundruðum
og þúsundum saman. I’ar er haldin
hver samkoman á fætur annari til þess
að reyna að ráða bót á vfirvofandi
vandræðum. Síðast hafa menn komið
sér saman um að fara þess á leit við
stjórnina, að fá upjrgjöf á eins árs
skatti af landinu og er talið víst að
það verði auðsótt þegar þannig stend-
ur á.
I
REYKJAVÍK.
—0—
Veður hefir verið ómunagott að
undanförnu; þíða og hlýindi eins
og bezt á vordag.
Leikið í I^narmannahúsinu á
sunnudaginn og fórst mjög vel;
söngurinn t. d. óvanalega góður.
Ileimdallur fer öðru hvoru í
Vesturveg að berja „tröll“; hefir
hann handsamað tvö þessa viku
og mun hafa augastað á fleirum.
Thyra fór umhverfis land og
til útlanda 4. þ. m. Meðal farþega
voru Benedikt Sveinsson sýslum.,
Björn Þórðarson verzlunarm., til
ísafj., Valdem. Friðfinnsson skóla-
piltur til Önundarfjarðar, Oddur
Sigurðsson og Páll Torfason frá
Flateyri.
Yíirlýsing.
Þar sem það hefir borist mór til
eyrna, að ég hafi átt að segja að
verzlun sú, er hr. Guðmundur Sig-
urðsson í Reykjavík veitir for-
stöðu, sé byrjuð með óráðvendni
lýsi ég því hér með yfir, að þau
orð hefi ég hvorki talað né haft
nokkra ástæðu til þess.
Hlíðarhúsum, 6. apríl 1899.
Jóhannes Jónsson.
Sanngjarnar kröfur!!
1. Jón Ólafsson vill láta ritstj.
þessa blaðs, Sig. Jtíl. Jóhann-
esson, éta ofan í sig það,
sem E. Hjörleifsson hefir skrif-
að um hann (J. Ó.) I!
2. Jón Ólafsson vill láta ritstj.
þessa blaðs óta það ofan í sig,
að honum hafi fyrir skömmu
dottið í hug þessi gamli og
góði málsháttur: „Veithund-
ur hvað étið hefir !! “
Hann hefir lengi farið fram á
sanngjarnar kröfur í málaferlum sín-
um hann Jón Ólafsson!
skrifaði rétta og sanna grein um
minn lcæra vin Jón Ólafsson í fyrra
með yfirskriftinni: „Viltu meira
Jón?“ og varð það sú loka fyrir
munnin á honum, sem dugði lengi.
Éar var meðal annars þessi setn-
ing: „Að hann (J. Ó.) skuli ekki
skammast sín fyrir það, að reyna
að spilla fyrir því fólagi, sem hann
hefir svikið og hefir tekið hann í
sátt aftur". Jön reyndi nefnilega
að spilla áliti „Æskunnar“, en
Good-Templarfólagið átti hana, og
á enn. Þossi orð voru alveg sönn;
það er hægt að sanna hvenær sem
vill, að Jón hefir svikið það félag,
en þeir munu hafa gruggað upp
úrskurð fyrir því, ýmsir vinir mín-
ir, að ekki megi minnast á slíkt,
þegar sá, er svikin framdi, er aftur
kominn í félagið, og ætluðu því
að kæra fyrir þennan sannleika
að því er heyrsthefir. Þetta mun
vera það mikla saknæmi, sem. Fj.k.
ritstjórinn kallar !! Og jæ-ja.
Afniælisliátíö.
Þann 4. þ. m. höfðu prentarar
hér í bænum samsæti til minningar
um að þá var „Hið íslenzka prent-
arafélag" tveggja ára. Þar var
saman komið um 40 manns.
Fyrst var matast, en milli rétt-
anna flutt minni: íslands, heiðurs-
gestanna, kvenna, prentarafélagsins,
söngfélags prentara, prentara í Dan-
rnörku og forseta fólagsins (Por-
varðar Porvarðarsonar). I’ar, næst
skemti „Söngfólag prentara" með
nokkrum sönglögum undir forustu
Jónasar Helgasonar.
Hið snotra kvæði, sem hór fer
á eftir, ort af Guðmundi Magnús-
syni, var sungið fyrir minni fó-
lagsins:
Það er aldrei þungt að stríða
þegar raargir fylgjast að;
fjölmenn sveit þarf fáu’ að kvíða,
fyrir löngu sagt er það.
Alls kyns lífsins öfugstreymi
einstaklinginn bugað fær,
meðan félag hvert í heimi
hverju sínu marki nær.
sér við það hið bezta, fram til kl.
lVa- (H.)
Vitnisburðabók Jóns Ólafssonar.
—0—
„—--------Og enn er svo álit- .
ið meðal allra mentaðra þjóða, að
þeim einum þyki hlýða--------- —
cr elnskis liafa að missa livað
æruna sncrtir.’ Það er nú svo
komið fyrir-------— honum hr.
Jóni Ólafssyni, að hann hefir grip-
ið sér í hönd þetta-------- vopn
_U
(Suðri 1. ár 21. tbl.)
„■—-------Svo vér tökum eitt
dæmi og það ekki af þeim verstu
— er það ekki hneykslanlegt þeg-
ar Jón Ólafsson kemur jekki í tíma
sína í skóiann (hann var þá kenn-
ari), en situr við drykkju á veit-
ingastöðum bæjarins — — — •“.
(Suðri 1. ár 14. tbl.)
„— — — Jón Ólafsson — —
— var nú að fullu og öllu leyst-
ur frá allri timakenslu við skólann
og mun flestum, er til þektu, hafa
þótt það bæði nauðsynlegt og
heppilegt — — - —“.
(Suðri 1. ár 19. tbl.)
dCitt og þatia.
— 0---
Eitt dæmi af ðtal.
Maður nokkur í Noregi var nýlega
dæmdur í 15 daga fangelsi upp á vatn
og brauð fyrir þá meðferð á konu
sinni, er hér segir: Hann kvæntist
1871 og á mörg börn, hefir hann lengi
verið nokkuð drykkfeldur, en það hefir
aukist ár frá ári. Án þess að kona
hans gæfi nokkuð tilefni til hefir hann
daglega barið hana og dregið áhárinu.
Einhverju sinni barði hann hana svo
framan í andlitið með hnefanum að hún
lá í margar vikur. 28. nóvember í
haust var hann útúr drukkinn heima
hjá sér og svo bandóður, að konan sá
lífi sínu hættu búna. Hún sótti því
lögregluþjóna. Þegár þeir komu inn^
tók hann gamalt sverð og veíðimanna-
byssu og h’ótaði þeim bráðum bana.
Þeir náðu af honum vopnunum, en þá
þreif hann hníf og skar annan lögreglu-
þjóninn í hendina. Svo var hann
bundinn og fluttur í fangelsi, en á leið-
inni gerði hann alt til þess að reyr>a
að bíta lögregluþjónana. — Súrt er
seyðið af drykkjuskapnum fyrir kon'una
hans og börnin.
Suðuroddinn á Arabíu kallast Oman,
Landstjórinn þar eða soldáninn hafði
látið Frökkum í té kolastöð á skagan-
um, en Englendingar risu upp á móti
og sendu þangað jafnskjótt 3 herskip.
Soldáninn baðst friðar og Frakkar
urðu að hörfa undan. Hafa Eng-
lendingar borið hærra hlut í öllum
viðskiftum sínum við Frakka á siðari
tíma.
*) Leturbr. eru gerðar af ritstjóra
Dagski’ár.
Svo er skýi’t frá í „Fjallk." ný-
lega, að ritstj. þessa Waðs hafi ver-
ið rekinn úr Good-Templar-regl-
unni fyrir vínsölu, en það eru ó-.
sannindi. Málið er skýrt ré'tt í
síðustu Dagskrá. Annars leyfi ég
mér að álíta að Fjallk.-ritstjórinn
hafi táknað sjálfan sig með nafn-
inu „Pllínverji", þangað til hann
sýnir eða sannar annað, þótt það
sé ekki fallegt að stela nöfnum
annara manna í leyfisleysi. Og
mér þykir svo vænt um „Hlín“,
að ég tel henni það stóra óvirðing,
ef Valdemar klíni nafni hennar á
sig eins og hann er stundum á sig
kominn. Fjallk. kveður mig hafa
átt von á kæru fyrir saknæmara
efni, og fiefi ég heyrt ávæning af
hvað það muni eiga að vera.
Þannig er mál með vexti að ég
Ekki stór er okkar flokkur,
en hann binda samtök sterk;
það, sem áfram þokar okkur,
það er að eins félags verk.
Þeim, er samtök þvílík mynda,
þeim i seglin veitist byr;
margri stærri hindrun hrinda
hepnast okkur nú, en fyr.
Þeir, sem blöð og bækur setja,
býsna tíðum rekast á
orð, sem fólk til frama hvetja,
félagsskap sem lofstýr tjá.
TímanB raddir til vor kalla
tafarlaust að hvetja spor.
Orð þau hvergi’ í akur falla
ættu fyr, en meðal vor.
Og það virðist einnig skína
út frá vorum félagsskap ;
fortíð opnar sögu sína
sýnir félagsleysi’ og — tap.
Framtíð dýrðar-dagsrönd fríða
dregur upp -— þar stendur það :
„Það er aldrei þungt að stríða
þegar margir fylgjast að !“
Eftir það höfst dans, spil, tafl
og samræður, og skemtu menn
■A