Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.04.1899, Blaðsíða 2

Dagskrá - 12.04.1899, Blaðsíða 2
Sfíáfíalíir „ J2jóssg&islar“. —0--- Eg hefl aldrei verið sterkur í eðlisfræðinni, en það er þó eitt at- riði af þeim fáu, sem ég lærði, og man, að eftir því sem Ijósgeislarn- ir falla skáhallari á einhvern stað, eftir því hafa þeir minni áhrif á hann (verma þeir hann minna). Ég þykist vita, að Ljósið vilji senda vermandi geisla í svo margar átt- ir, sem því er unt; en ég þykist líka vita, að eftir því, sem því finst að eitthvert mál standi sér fjær, eftir því liggi því í léttara rúmi hvort geislar þess falli á það skáhalt eða ekki, hvort það vinni því meira gagn eða minna. Mér getur ekki dulist að bindindismálið er eitt af því, sem „Ljósið" telur sér liggja fjarri, eftir þeirn orðum að dæma, sem birtust í Apríl- númeri þess. Ég á við ritdóminn(?) um „Ársrit hins íslenzka kvenn- félags". Það kveður svo ramt að þessu, að höf. tekur einnig annað efni til útásetninga í þessari sömu grein, og þótt of mikið sé, ef til vill, að segja að það sé af .greraju yflr aðalstefnu greinarinnar (bindindis- stefnunni) þá skal hér leitast við að sýna fram á, hversu'sanngjarn- ar séu aðfinningarnar. „Ljósið“ tekur t. d. upp m. a. eina setn- ingu orðrótta úr Kvennfélagsritinu og nefnir hana „mjög óheppilegan samsetning", skreytir hana ineð háðsmerki o. s. frv. Setningin er þannig: „Móðurástin, yfirskygð af guðs kœrleika og upplýst af þekk- ingunni á lögum nátturunnar, sem eru nppfylling hans rétllœtis og heil- agleika, átti á mannlegan hátt að endurfœða mannkynið til fullkomins lifs í heilagleik og gleði, eins full- komins eins og lífið getur orðið, með- an það er takmarkað af endanleg- leikanum“. Ég skal nú leyfa mér að fara í gegnum þessa setningu og vita hvort hægt er að segja með réttu, að hún sé mjög óheppi- legur samsetningur. Þykir höf. það ekki rétt eða vel við eigandi að segja, að móður- ástin sé yfirskygð af guðs kærleika? Ég skil það þannig, að guðs kær- leikur sé yfir henni (samanber orð engilsins: „kraftur hins æðsta mun yfirskyggja þig„); móðurástin nálg- ast svo kærleika guðs, sem nokk- uð getur nálgast hanri■ hér á jörð- unni, er hreinni en nokkur annar kærleikur meðal mannanna. Éetta er meining orðanna. Vill sóra Jón Helgason neita því, að það só rétt? vill hann kalla það. mjög óheppileg- an samsetning? eða þykir honum það illa við eiga, að segja, að hún (móðurástin) só upplýst af þekk- ingunni á lögum náttúrunnar? Vegna þess hve móðurástin er hrein, fölskvalaus og ósérplægin, leitast móðirin við að aíla sér þekkingar á lögum náttúrunnar til þess að geta alið upp börn sín sem réttast og samkvæmast þeim. Séra Jón vill þó víst ekki halda því fram, að ekki eigi að ala upp börnin samkvæmt hinum sönnu lögum náttúrunnar ? Nei, hann getur ekki með réttn kallað þetta 146 mjög óheppilegan samsetning. Vill höf. bera á móti því, að lög nátt- úrunnar séu uppfylling guðs rétt- lætis og heilagleika? heldur ekki einmitt hann sjálíur því fram, og það réttilega, að réttlæti guðs og heilagleiki birtist hvervetna í lög- um náttúrunnar? Vilji hann svara því neitandi, er mér mesta ánægja að því, að sýna honum fram á að hann hefir á röngu að standa og reyna að „lýsa“ honum á réttan veg í því efni. Nei, sóra Jón fær engan til þess að fallast á að þetta sé mjög óheppilegur samsetningur. „Móðurástin átti á mannlegan hátt að endurfæða mannkynið til eins fullkomins lífs í heilagleik og gleði, eins og lífið getur orðið meðan það er takmarkað af endanleg- leikanum". Eru það þessi orð, sem höf. hneykslast á? Eftir því sem andi mannsins þroskaðist, eftir því átti hann að verða færari um að sjá að móðurástin er hinn sannasti og hreinasti kærleikur; sá kærloikur átti því að verða fyrirmynd, þegar ar um allan mannlegan kærleik var að ræða; hann átti að gera mennina svo góða og göfuga, sem fremst mátti verða í þessum heimi; kenna þeim sannan kærleika, sanna vináttu, sanna ást; í stuttu máli gjöra líf þeirra sannara, fullkomn- ara og guði þóknanlegra. Kenna þeim að leggja á sig kvalir og þrautir fyrir kæi'leikann til annara; kenna þeim að líkjast Kristi. Er þetta mjög ólieppilegur samsetningur? Svari séra Jón Helgason já, ef hon- um þykir sér það sæma. Ég von- ast til, að ég hafi nú sýnt nægi- lega fram á, að þessi ummæli prestsins eru blátt áfram sleggju- dómur, ég vona að þetta dæmi nægi. Ég vildi óska séra Jóni svo góðs, að honum mætti auðnast að skrifa margar setningar jafn-fallegar og þessa, þótt hún hafi orðið til þess að hneyksla hann. — Þar næst sný ég mér að aðalefni greinarinnar, sem er bein línis stíluð gegn oss bindindismönn- um, þótt leiðinlegt sé að lesa þess- háttar ritgerðir eftir presta. fað er ein setning í ritinu, sem hneykslar prestinn svo að hann skrif- ar heila varnarræðu gegn henni; sem nær talsvert á aðra blaðsíðu. Setn. ingin er þannig: „Menn geta ver- ið bindindismenn án þess að vera kristnir, en hafi maður íhugað þýð- ingu bindindismálsins, séu manni Ijósar orsakir þess og takmark, þá getur maður ekki verið (sann)krist- inn, vilji maður ekki vera bindind- ismaður1. Þessu vill séra J. H. I mótmæla sem algerlega röngu. Lát- I um oss skoða þetta frá biblíulegu i sjónarmiði; presturinn hefir þó að I líkindum ekkert á móti því? Hver j er þýðing bindindismálsins? hverj- j ar eru orsakir þess? hvert er tak- j mark þess? Éetta þrent verður fyrst að skoða, og þegar það er j gert, þá geta merm sjálfir dæmt um, hvort þeir geti verið sann- i kristnir, hvort þeir geti verið kristn- ir nema á vörunum, sem ekki vilja i hjálpa til að ná takmarki þessu og j vita þó þýðinguna, orsakirnar og talcmarkið. Lítum fyrst á ástæð- urnar; þær eru góðar og gildar. Óteljandi sorgarsjónir hafa borið fyrir augu allra þeirra manna, sem komnir eru til vits og ára, bein- línis af völdum vínnautnarinnar; óteljandi sorgarsjónir, sem engin tunga og enginn penni getur lýst til fulls, getur lýst nógu svart. Beri séra Jón á móti því, ef hann get- ur. Óumræðilega margar syndir — stórsyndir, bafa verið drýgðar sökum víndrykkjunnar; hún hefir stuðlað til þess, að drepa í hjðrt- um manna allar sannar, góðar og göfugar tilfinningar; hún hefir ekki legið á liði sínu til þess að niður- brjóta ríki guðs hér á jörðunni; hún hefir verið biturt vopn í hönd- um hins illa, til þess að leiða menn af réttum vegi á rangan, til þess að leiða menn frá guði. Með öðrum orðum: hún hefir jafnótt rifið það niður, sem prestarnir að minsta kosti hafa þóst vilja byggja upp. Þetta hefir gengið til hjarta kærleiksríkum mönnum, mönnum sem ekki eru aðeins kristnir „á lónni“, heldur vilja sýna trú sína af verkunum, vilja leggja á sig bönd til þess að frelsa meðbræður sína; vilja ekki hneyksla smæl- ingjana. Ef einhverjum er þetta fyllilega ljóst, og hann samt vill ekki vera í bindindi, ja, þá hika ég ekki við að segja að hann vanti mikið til þess að . vera sannkrist- inn — eða hann veit ekki hvað það þýðir, að vera kristinn, sem maður skyldi þó ætla að prestur- inn vissi. Nú hafa verið skýrðar ástæð- urnar, er þá að minnast á þýð- inguna og takmarkið; látum oss byrja á því síðartalda. Takmark- ið er að útrýma einu stærsta böl- inu í heiminum, létta einni þyngstu byrðinni af þjökuðum sálum, velta éinum stærsta ásteytingarsteiuin- um úr vegi þeirra, sem gjarnt er að hrasa, brúa eina hættulegustu torfæruna á vegi mannkynsins, eyða myrkrinu, auka Ijósið, ininka kuldann, glæða hitann, eyða deyfð og svefni, auka áhuga og fram- taksseÁii, auka heilbrigði, minka Vanheilsu, styðja veika, reisa fallna; í stuttu máli, að bæta mannkynið og minka syndina í heiminum. Þetta er nú takmarkið. Yill séra Jón, sálusorgari margra manna, prestur í höfuðstað landsins, leið- togi og „Ljósberi" þjóðar sinnar, vill hann mótmæla því, sem algjör- lega röngu, að sá inaður, sem þekk- ir og veit Ijóslega alt þetta, geti ekki verið kristinn, ef hann samt vill ekki styðja til að ná þessu takmarki ? eða telur hann takmark- ið ekki fagurt? Ég vil minna hann hér á orð ritningarinnar, sem þannig hljóða: „Hver sá, sem veit gott að gera, en gerir það ekki, hann mun hegning sæta“. Yill séra Jón enn þá halda því fram, að þessi setning, sem hneykslaði hann svo mjög, sé óskynsamleþur staðleysudómur, eins og hann Jeyfir sér að nefna hana? Ég þykist ] hafa sagt honum svo greinilega i hvert sé .takmark binaindísins, að | hann, presturinn, hljóti að finna sig skyldan til þess að styðja það, ef hann vill teljast kristinn nema á vörunum. Éá er að síðustu að minnast á þýðingú bindindisins. Þar kemur til greina eftirdæmið* sem allir prestar telja mikilsvert, og ég er þeim fyllilega samdóma. Éað er háleit skylda hvórs sann- kristins manns, að forðast að hneyksla smælingjana, og því til sönnunar vísa ég prestinum í biblíuna, ef hann trúir mér ekki. Éeir, sem hneigðir eru til ofdrykkju, eru sann-nefndir smælingjar í því tilliti og hinir hneyksla þá (auka hjá þeim löngunina og halda henni við), ef þeir hafa það fyrir þeim að drekka; þeir verða þannig bæði því til fyrirstöðu, að drykkjumönn- um fækki og eins óbeinlínis til þess að skapa nýja og nýja drykkju- menn; kenna mönnum að drekka. Afl eftirdæmisins er afarmikið og ef ég sé prestinn mirm, guðsmann- inn, sálusorgarann, siðferðispostul- ann drekka vín, þá getur hann með því leitt mig til þess að byrja það líka, en hann á ekki víst að ég hafi eins mikla mótstöðukrafta á móti tilhneigingunum og hann sjálfur, og þótt hann hafi aldrei fundið hjá sér tilhneiging til óhófs- legrar áfengisnautnar, þá getur hann með sinni hófdrykkju vakið hana hjá mér, hneykslað mig, leitt mig á glapstigu, en það er hann skyldur að forðast, sé hann sann- kristinn maður. Höf. vitnar í biblíuna því til sönnunar, að bind- indi sé ekki kristileg skylda. Ég hefi lesið biblíuna líka, og fundið þar þetta meðal. annars: „En á- vöxtur andans er kærleikur, gleði, friðsemi, langlundargeð, góðlyndi, góðvild, trúmenska, hógværð, bindimli44. Gal. 5., 22. Og á öðrum stað: „Leggið því ekki stund á þetta og auðsýnið í trú yðvarri dygðina, en í dygðinni þekkinguna, en í þckking-tmni bindindi44. 2. bréf Pálsl. og 5.; og 9. vers: „Því hjá þeim, sem þær ekki eru (þessar dygðir, t. d. bindindi) hann er blindur, byrgir fyrir augu sér og gleymir hreins- un sinna fyrri synda". Ef þessi ritningarinnar orð tala ekki á móti prestinum, þá veit ég ekkí hvern- ig á að skilja þau; þar sem það er í ritningunni jafn-glögt tekið fram, að vér eigum í þekkingunni að auðsýna bindindi, held ég að presturinn geti ekki með góðri samvizku neitað því, að sá geti ekki verið sannkristinn maður, sem ckki vill' vera í bindindi, en hefir þó íhugað þýðingu þess, eru ljósar orsakir þess og tak- mark; með öðrum orðum, hefir þekkinguna. Séra Jón ætlar að fara að verða fyndinn í niðurlagi greinar sinnar, þar sem hann segir: — þvi að frelsarinn hefir aldrei sagt: „Ef auga náunga þíns hneykslar hann, þá sting út auga þitt og kasta því burt“. Alveg rétt, hann hefir aldr- ei sagt þetta, en hann hefir gert það, sem meira var; af því að alt líf náungans hneykslaði hann, þá tók hann sitt eigið líf og kastaði því frá sér; og samt telur séra Jón það ekki skyldu sannkristins manns að nálgast frelsarann svo mikið, að hann leggi það á sig að gefa náunga sínum gott eftirdæmi, með því að vera í bindindi — uppfylla eitt af boðum ritningarinnar. Krist-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.