Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.04.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 12.04.1899, Blaðsíða 1
DAGSKRA. III. Ko. 37. || Reykjavík, miðvikudaginn 12, april. 1899. ÍIí) (TQlrT'P kemur út á hverjum UcL^olVlCL iaUgar^egit árg. kostar B,75 (erlendis 5 lcr.), gjalddagi 1. okt. A.fgreiðsla og skrifstofa er í Kirjustræti 4, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—5 siðd. Innheimtu og reikningsskil á Dagsskrá annast búfræðingur Sigurður Þór- óifsson, og er hann að hitta á af- greiðslustofu hlaðsins í Kirkjustræti 4, kl. 4—5 síðdegis á virkum dögum. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—3V2- Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. 11 */2—1^2 síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mán d., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (GUasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Okeypis lækning- ar tÞriðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). J2jóé Rins sorgmœééa. Eftir (Uhland). —0—- Ég er svo snauð og aUslaus sál og einn geng mína leið. og gremju hjartað hrennir hál, en hyrgð er lifssól lieið. Hjá foreldrunum fann ég ró og frið i hverri þraut, en með þeim ást og yndi dó, í arf ég sorgir hlaut. jÉg lit að hlómgast grös á grund og glóa frœkorn smá; en hjarta mitt er opin und, sem enginn lœkna má. En oft ég geng með grátna sál á gleði manna fund, og hið að heimsins hræsni’ og tál ei hryggi nokkra lund. Ó ríki guð, þig ráða’ ég læt, min ró og hjálp og v'örn; frá liæðuni kemur huggun sœt, er heimsins kveina hörn. Og hús þin gnæfa himins til með helgum dýrðarkranz, og enn þá hljómar orgelspil % eyrum sérhvers manns. Og enn þá Ijómar sumarsól og syndrar stjarnaher, og alt af finn ég yl og skjól og aihvarf, guð, hjá þér. E11 hráðum hjartans þrýtur þrá og þagna harmkvein 'óll, og gleðiskriiða skœrum þá ég skrýðist guðs í h'óll. Lárus Sigurjónsson. Verzlun vor. —o— [Frh.] [Leiðrétting. í síðasta blaði stendur við 16. lið: „Glervarning- ur“, á að vera, „Glysvarningur". Samtal liðanna er ofreiknað 2,477 kr. — Höf.]. Allar framanskráðar upphæðir eru taldar eftir því, sem inn var flutt, en engin skýrsla er til um það, hve mikið var keypt á sama árinu. En líklegast er, að ekki hafl meiri leifar orðið eftir hjá kaupmönnum þetta ár, heldur en svarar því, sem selst hefir af leif- um frá fyrra ári, á þessu sama ári. Eins er það aðgætandi fyrir þá, sem lesa C.-deildina í stjórn artíðindunum, að hér eru ótoll- skyldar vörur taldar hærri en í henni, því það þykir reynsla fyrir því, að það gangi hinu rétta næst að hækka verzlunarskýrslurnar um Vb- Kornmatui' var borðaður á ár- inu þrefaldur við það, sem borð- að var áður en fjársala hófst, og töluvert meiri, ogþað mikið meiri en hollast og sparast er fyrir eðli líkamans. Mikið var keypt af þeim kornmat, sem léttvægastur er, en lítið af baunurn og haframéli. Vel mættu kornmatarkaup minka um þriðjung og sumstaðar meira, ekki einungis að skaðlausu, heldur til óreiknanlegra hagsmuna, ef kjöt, fiskur og rajólk væri haft í staðinn, mætti það vel muna sem svarar 600,000 til 800,000 kr. Svona er nú verzlunarneyðinni háttað. 419,507 kr. kornu inn í landið 1896. Það er ekki mikið á móti þeim upphæðum, sem ég hefi sýnt að sparast rnættu. Meira mætti spara á meðan vér værum að losna við skuldirnar. En því verður ekki neitað, að ! I skuldirnar, sem vér höfum steypst í í, eru tilfinnanleg neyð. Úr þeim | verður ekki , kornist neyðarlaust, I því engin lánstofnun er til í lan'd- inu, sem hlaupið getur undir bagga En væri hún til, og notuð skyn- samlega, yrði vaxtamunurinn ekki lengi að borga skuldirnar, sem lánsstofnunin tæki og sú, sem leggjast ætti á kaupstaðarskuldirn- ar. En hér má búast, við skulda. hallæri eitt eða fleiri ár. Ég stefni í aðra átt en þeir, sem fylkjast í allskonar verzlun við útlönd. Mér sýnist bezt að hafa hana ekki meiri en nauðsyn krefur, og jafnvel klípa eitthvað úr nauðsynjum, meðan skuldahall- ærið stendur yfir, og þangað til nýr vöruauki fæst. En það er verst við óþarfann, að hann kallar svo hart að, að þarfirnar sitja á hakanum. Éað er líka naumast eðlilegt, að sú þjóð, sem ekki kann að koma ull í fat, og mjólk í mat, hafi ákaflega auknar þarfir, sem kaupir efnin dýrum dómum af öðrum þjóðum, sem hún hefir nægileg heima fyrir. Það lítur út fyrir, að vera einhver ofhyldgunar menning. Það er menning, sem hefir auknar þarfir í för með sér, er kemur afurðum landsins í mik- ið verð; og mikið gagn prýðir land- ið og bætir allan aðbúnað; finnur nýjar auðsuppsprettur 0. fl. En hér hlaupa flestir í kostavendni og kauphæð vinnufólks og daglauna- fólks. Landfarsóttin, sem af því er ris- in, að geta ekki selt sauðina á fæti út úr landinu, ætti ekki að liggja lengi í iandi. Pví það er ekki vand reiknað, nema ef véra skyldi í ímyndun almennings, að sauðasalan hefir haft illar afleið- ingar, og verið fremur til skaða en ábata. Óþarfakaupin hafa mik- ið vaxið, og hvergi stendur hagur landsmanna betur en áður. Lands- menn bera einungis sauðasöluna saman við kaupstaðarreikninga frá kaupmönnum, en þess gæta menn ekki, hve mikil áhrif fjársalan út úr landinu hefir á búið, gæta þess ekki, að nýjar þarfir koma, sem ekki vóru til áður, og hins því síður, að alt er rýrara, sem inn í búið kemur en það, sem út úr því gengur. Pó sauðiuinn gangi með hærra verði, og overheads- mélið sé í lægra verði en hjá kaup- manninum. Sauðarskinnin ganga öll út úr landinu, í þeirra stað eru keyptar húðir, hérumbil 100,000 kr. virði, ný kvöð, sem legst á fjársöluna. Berum svo saman dagsfæði úr kaupstað eða pöntun með eðlilegu mataræði þar, sem nóg er skorið og svipað því, sem lengi hefir tíðkast á íslandi, dags fæði með kjöti tel ég 125 kvint két, jarðarávöxt, sem jafngildi 75 kv. af rúgi, kétpund á 20 aura, korn-pundið 10 aura. Pað verður 31 eyrir; nú ætti að duga móti þessu 200 kvint af kornmat, korn- maturinn er oftast svo að úr hon- um ganga 0,40 úr 125 kvintum verður þá kornmetið = 250 kv. á 25 aura. Nú vantar smérið 30 kvint á 20 aura = 45 aura, 13 aurum dýrara en hitt dagsfæðið, en þó miklu verra, þó er flutn- ingskostnaður ótalinn, en þarna er nú ábatinn sem stendur í tölunum þegar gildi talnanna er metið. Þó kornmetið væri nú ekki lakara en það, að til jafnaðar þyrfti ekki að telja úrganginn meira en 0,30, er skaðinn samt ómetandi. í athuga- semdunum um mataræði í „Dag- skrá“ 26. tölublaði, hefir mér orð- ið það á, að reikna þetta alt of ónákvæmt, en hér held ég að alls sé gætt. Sumir afstýra skaðanum, sem af því leiðir, að lifa á tómu mél- meti, með því að kaupa: ýsu, tros, hval, og í einstöku stöðum með fuglakéti. Sumir eru 4—10 daga í þessum útvegum. Ýsu-pundið verður þá hérumbil 23 aura heim komið. Miklu meira gengur úr þvi en keti, svo er kostnaður við það að koma af sér kindunum, svo það dregur margan dilkinn á eftir sér, að losna við féð. Úr öllu því fé, sem út hefir verið flutt, er ekki lítill mör; ullin gæti þó aukið talsvert verzlun, og það lag ætti að komast á, að geta sparað smér, sem tólknum svaraði, og verzlað með það.- Ýmsir segja það sé ekki fjár- sölunni að kenna, þó illa hafi verið með hana farið; en skyldi það nú vera hægðarleikur, að aðskilja verzl- unarmennina frá vörunni og gera hana út af fyrir sig að ráðdeild- arkonu? Pað er ekki alt komið undir markaðinum, eða mikilli verzlun; mest er komið undir ráð- deildinni. í ráðleysinu hafa mik- il auðæfi til grunna gengið, og það lýsir sér oft í ofmikilli fikn í kaup- skap. Ekki þarf lengra en á upp boð, til að sjá ráðleysi og ráðleys- ingja. [Frh.].

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.