Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.04.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 14.04.1899, Blaðsíða 3
Vitnisburðabók Jóns Ólafssonar, „— — — Skuldaði Jón Ólafs- son félaginu í alt þegar hann skil- aði af sér féhirðisembættinu 336 doll., (á aiinað þús. kr.) en af þessari upphæð skuldaði hann kassanum 252 doll. í stað þess að hann lét kassabðk sína að eins bera með scr tœpa tveggja dollara skwld. Auk þess hefir siðar uppgötvast að J. Ó. hafði tekið við smærri peningaupp'tiæðum, er hann ekki hafði fært til bókar, og við bú- umst við að við séum enn ekki búnir að sjá fyrir endann á þessu, þannig var t. d. í dag neitað að borga — auglýsingareikning af þeirri ástæðu að hann hefði verið borgaður í des. á meðan Jón Ól. var féhirðir — ------“. Winnepeg 21. marz 1891. Sigtr. Jónasson, W. H. Paulsson. S. Christopherson, J. Blöndal. A. Preemann, A. Friðriksson. Fjk, og ísaf, í vandræðum. Einu mótbárurnar, sem Fj.kon- an og ísaf. hafa á móti hinni skíru og rökstöddu grein, er birtist i Þjóðólfi í fyrra dag, á móti Val- týskunni, eru þær að hún sé skrif- uð af skólapiltum 1 Vinunum, Birni og Valdemar, þykja þeir líklega ekki nógu gamlir til þess að þeir hafi leyfl til að hafa nokkra sjálf- stæða skoðun á landsmálum. Að þeir skuli ekki fyrirverða sig fyrir að koma með annað eins og þetta! Grá hár eða mörg ár veita ekkert einkaleyfi til þess að hugsa eða skrifa; sem betur fer. Þykir mönn- um nú ekki byrlega blása fyrir Valtýsliðum Pessi vísa heyrðist kveðin hér í bænum nýlega: Tennur sljóvgast, veikist vörn Valtýs — þrungin bræði rýtir Fjósa, rymur Björn, í ráðaþrotum bæði. Ekki eins og það á að vera, —o---- Útlit er fyrir, að fremur muni vera þröngt í búi hjá þeim, sem eiga að gefa út pöstáætlanirnar, eða þá ekki of mikið hugsað um, að senda þær út um landið ,þar sem sumir póstafgreiðslu menn fá að eins með herkjum eitt einasta eint. af hverri áætlun; því síður, að þeim séu sendar þær til úthlut- unar, ekki einu sinni handa verzlun- armönnum, sem þó manna mest þurfa að nota og vita um póst- ferðir bæði á sjó og landi. Það lítur út fyrir, að þeim sé ætlað að lifa á bónbjörgum með þær, sem gjörast svo óþarflega for- vitnir, að vilja fá að vita eitthvað um póstferðirnar, eða að öðrum kosti, að biðja póststjórnina — eins og guð sér til hjálpar—um eitt eintak af þeirn. Það virtist reyndar óþarft að þurfa að hafa svo mikið fyrir. Það ætti að senda ekki minna en 5 eint. af hverri áætlun til hvers hreppsfélags, og að' auki til póstafgreiðslumanna og kaupm. En þrátt fyrir hina tilflnnanlegu vöntun á áætlunum, heíir maður þó fengið að heyra, að áætlun strandbátanna sé lík því sem var í fyrra, ekki mikið hagfeldari fyrir suma viðkomustaðina. Skipið á t. d ekki að koma nema 3 ferðir hér á Stöðvarfjörð, og þykir oss fjarðarbúum það nokkuð kynleg niðurröðun, þar sem hér er þó mjög góð höfn, ofur stutt — fárra mínútna innsigling, og skipaleið hin bezta; miklu betri en á þær hafnir, sem skipið á að koma í hverri ferð. Að skipið hafi hingað erindi í hverri ferð, ekki síður en á hverja aðra höfn, þar sem það kemur altaf, og að þessi umkvört- *un sé ekki ástæðulaus, skulu eft- irfarandi línur sanna: Til annar- ar handar er Breiðdalur, sem er landbúnaðarsveit, og hún stór Við- skifti Breiðdælinga, við sjávarbænd- ur eru all-mikil, og gætu þó ver- ið enn meiri, og cettu að vera, ef þeir á greiðan og hagfeldan hátt gætu skifst á innlendum vörum, sem á engan hátt væri þægilegra, en einmitt með strandferðaskipun- um. Landvegur sá, sem liggur á milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar, sem er að eins 1 — og ekki mögulegt að fara með hesta ann- arstaðar — liggur yflr Hvalsnes- skriður, svo kallaðar, sem eru all- oft allsendis ófærar með áburðar- hesta, og stundum ekki hægt að fara yfir þær með lausa hesta. Þar sem nú þessir ólíku atvinnu- vegir eru reknir svona hvor við hliðina á öðrum, og hvor þarf annan að styrkja, þá flýtur af sjálfu sér, að ef samgönguvegurinn yrði góður, sem aldrei getur orðið nema á sjónum, þá eru hér ein- mitt bygðarlög, sem gætu, og myndu eflaust koma á hjá sér miklum og farsælum viðskiftum á innlendum vörum. En nú eru samgöngurnar á sjónum svona. Aðeins 3 ferðir í annað bygðar- lagið, (Stöðvarfjörð). Ókunnugir, og þeir, sem ekki þekkja neitt á viðskifti, geta sagt, að Breiðdælingar geti eins skift við útvegsbændur í Fáskrúðsflrði; þang- að komi skipið altaf. En allir kunnugir, skynberandi menn, sem nokkurt vit hafa á viðskiftum, munu viðurkenna, að viðskifti milli fjærliggjandi viðskiftastaða verði aldrei eins almenn, og þar að auki mörgum erfiðleikum bundin. Næstu viðskiftastaðir eru auð- sælega beztir, þegar um sömu við- skiftakjör er að ræða. Vegna þessara fáu ferða skips- ins hingað, tapa því fjarðarbúar hér þeim viðskiftum, sem Breið- dælingar neyðast til að hafa við fjarliggjandi flrði; en sem vér myndum annars hafa, og það auk- in. En þetta eru nú svo sem ekki einu óþægindin, sem af hin- um fáu ferðum strandferðaskips- ins — hingað — leiðir. Útvegsbændur hér hugsuðu gott til glóðarinnar þegar reglubundn- 151 ar strandferðir kæmust á milli suðurlands og Austfjarða; og ætl- uðu heldur en ekki að ná í sunn- lenzkan vinnuki'aft. Jú, með af- ar kostnaði og óþægindum gátu menn náð í örfáa Sunnlendinga. Það er heldur engin furða, þótt það setji geig í sunnlenzkt kaupa- fólk, þegar það sér áætlun skips- ins, að það á alls ekki að koma hér inn síðustu ferðirnar. Þó svo væri að Sunnlendingar fengjust hingað, sem mjög er ólík- legt, undir þessum kringumstæð- um, þá er það alt annað en gam- an fyrir þá sjálfa og húsbændur þeirra hér, að komast til skips með allan þeirra farangur, oft meira af flski (trosi) en mögulegt er að fiytja á litlum kænum, annaðhvort á Fáskrúðsfjörð eða Breiðdal, á haustdag, hvernig sem veður er. Þar sem t. d. á Breiðdal er að sækja yflr Kambaröst, svo kallaða, sem er mjög sjóill, og helzt ófær með hlaðna báta, nema í suiuar- deyðu. Á Fáskrúðsfjörð er reynd- ar betri sjóleið, en þó ekki leggj- andi upp, nema í einmuna veðri. En maður heflr ekki hausttíðina hér á Austfjörðum í vasa sínum, fremur en annarstaðar. Svo er það alls ekki gróðavænlegt fyrir fátækt, og ókunnugt kaupafólk, að þurfa ef til vill, að bíða lengri eða skemmri tíma á þessum stöð- um eftir skipum. [Framh.]. Ferðapistlar eftir Sig. Júl. Jóhannesson. XII. Þá komum við næst á Borgar- fjörð. Var það að morgni hins 25. ágúst. Veðrið var bjart og gótt, en nokkurt brim og ílt að lenda. Ég verð að biðja lesend- urna fyrirfram að fyrirgefa mér þótt ég kunni að verða nokkuð langorður um Borgarfjörðinn. Mér var meiri forvitni á g,ð taka þar vel eftir öllu og spyrjast frekar fyrir en á nokkrum öðrum stað; var það fyrir þá sök að ég er sjálfur úr Borgarflrði vestra og þótti gaman að bera þá saman nafnana, enda var ég svo heppinn að hitta þar vin minn og skóla- bróður Pál Jónsson stud. art., er þar var við smíðar, og'fékk sér frí frá vinnunni til þess að fylgja mér um plássið. Út í fjörðinn rennur á, sem nefnist Fjarðará, og myndast hún af tveim kvíslum; milli kvíslanna gengur tunga, sem nefnd er Þrætutunga; er það nafn svo tilorðið að bændurnir á Hvann- stóði og Hóllandi deildu um hana og þóttust báðir eiga. Silungs- veiði er í Fjarðará eigi alllítil, er veitt í ádráttarnet utantil í henni, en ofar er veiðin lít-t stunduð. Öðru megin fjarðarins liggur fjall- garður á milli Borgarfjarðar ’og Héi-aðs. Heitir hann ýmsum nöfn- | um og liggur frá austri til vest- urs. Austast heitir Beingeitarfjall og svo Sandaskörð; liggur um þau vegur milli Héraðs og Borgarfjarð- ar. Nokkru vestar er Eiríksdalur, er þar einnig vegur, en sjaldfar- inn mjög og eingöngu fótgangandi mönnum fær. Síða.n tekur við Tindfell; er það alleinkennilegt, standa á því ótal drangar, einS og tröllafingur. Þega.r vestar kem- ur, eru Dyrfjöll; er það eiginlega eitt fjall, en það eru dyr, sem skifta því í tvent; heitir öðrumegin Ytra-Dyrfjall og hins vegar Fremra- Dyr-fjall. Er þannig sagt frá uppruna dyra þessara að norn ein hafl hleypt skriðu úr fjallinu niður á Borgarfjörð, til hefnda fyrir eitt- hvað, er henni þótti við þá Borg- firðinga; sést skriðan enn og-dyrn- ar eru þar sem henni var hleypt úr. Engum er fært um dyr þess- ar, og jökull er þar að þrepskildi. Niðri við sjó er Njarðvík; það er stórbýli, höfuðból að fornu og nýju. Þar er æðarvarp og önnur hlunn- indi. Þar bjó Ketill Þrymur. Fjall- garðurinn skiftist fyrir botni Njarð- víkur og halda báðar álmurnar á- fram um stund. Borgarfjarðar- megin eru skriður og liggur þar vegur milli Njarðvíkur og Borgar- fjarðar, er hann ekki sem greið- astur og verður að ryðja hann árlega. Mörg gil koma ofan úr fjallinu og liggur vegurinn sumstað- ar beint upp eftir hryggjum þeim, sem á milli giljanna eru. í skrið- um þessum bjó óvættur, er Naddi nefndist, og er hans getið í þjóð- sögum. Á einum stað heitir Naddagil, sem er við hann kent; er þar við veginn trékross og skor- in á vísa á latínu, en ekki hitt-i ég nokkurn mann, er vísuna kunni. Kross þessi er endurnýjaður öðru hvoru og vísan skorin á. Lengi var siður allra vegfarenda að gera bæn sína við krossinn, en nú kvað sú venja vera úr gildi gengin, hvort það er af því, að Borgflrð- ingar séu ekki orðnir eins bæn- ræknir mi og fyrr, eða af því að þeir séu hættir að ottast Na.dda, haldi að hann sé.orðinn farinn og lúinn og lítt fær til stórræða; það er mér ekki kunnugt. um. Svo er sagt, að Jón sterki hafl unnið á Nadda, en viðureign þeirra varð honum einnig að bana. Löng- um tíma eftir dráp Nadda var alls ekki fært um skriðurnar þeg- ar hallaði degi. Upp í fjallið ganga margir dal- ir frá Borgarflrði, svo sem: Bakka- dalur, Grjótdalur,Skriðdalur, uppfrá Geitavik. Þar vóru förunautarGuhn- ars Þiðranda-bana; þeir þorðu ekki að veita honum lið, þá er hann varð að ílýja, nefndi hann þá þar fyrir geitur og víkina Geitavík. Við Borgarfjörð er víðast skamt milli

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.