Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 22.04.1899, Side 2

Dagskrá - 22.04.1899, Side 2
154 sem yrði stór tap fyrir okkur,iír því að ekki er hægt að fá hér nægan vinnukraft. Ég hefi nú reyndar heyrt það haft eftir skips- mönnum á Hólum, að þeir hafi sagt á næstliðnu sumri, að það væri ekki til neins að koma liér inn, því skipið hefði aldrei neitt hingað að flytja. En sé það rétt hermt, þá mótmæli ég þvi sem staðlausum ósannindum. Ég var sjálfur með skipinu í fyrstu ferð þess frá Reykjavík í fyn-a vor, og var þá bæði fólk og flutningur til Stöðvárfjarðar með þvi, en auð- vitað varð að merkja það strax í Reykjavík til Breiðdals, eða Fá- skrúðsfjarðar, af því skipið átti ekki að koma á Stöðvarfjörð í þeirri ferð. Svo var ég með skip- inu suður aftur og tii baka i næstu ferð, og var þá enn svo mikið af fólki og flutningi (vörum) með til Stöðvarfjarðar, að það mun ekki hafa verið iíkt því eins mikið jafn- vel til 2ja annara viðkomustaða í þeirri ferð, sem skipið átti þó að koma á í öilum ferðum. Nátt- úrlega varð að setja alt upp á Breiðdal, til kostnaðar fyrir hlut- aðeigendur, því ófáanlegur var kaf- teinninn tii- þess að fara inn á hinn forboðna fjöi ð (!!) Lika vissi ég til þess, að verkaður fiskur — og það talsvert — hefði verið sendur með Hólum til Rvíkur, hefðu þeir komið hér inn fyrstu ferðirnar, og þá fengið vöruflutning til baka. Þetta er hægt að sanna. í þessum fáu ferðum, sem skip- ið kom hingað, hafði það altaf eitthvað meira og minna að færa og flytja í burtu, Jíkt og á öðrum viðkomustöðum. Haustferðirnar kom það hér ekki sem kunnugt er, og þó hafði það vörur hingað, sem settar voru upp á næstu höfn; iíka voru þá ferða- menn með, skipinu hingað, sem báðu kafteininn að korna hér inn. Fyrst ha.fði hann lofað því, en litiu siðar var það ekki hœgt! Skip- ið hafði ekki áætlun hingað. Auð- vitað var bezta sjóveður, og skip- ið hefði tafist við að koma hér inn, í lengsta lagi l1/^ kl.tíma. Skyldi það ekki hafa getað fylgt líkt áætluninni eftir sem áður? I þetta skifti vóru hér iíka Sunn- lendingar, sem urðu með ærnum kostnaði og erflðleikum, — bæði fyrir þá sjálfa og húsbændur þeirra hér —, að ílytja sig til Breiðdals og Fáskrúðsfjarðar. Það óska víst hvorugir málsaðilar eftir þeim flutn- ingi aftur, og var þó gott veður i þetta skifti, og skipið kom á rétt- um tíina. En sökum þess, að þeir þurftu að flytja sig svona í veg fyrir skipið, gátu þeir ekki komist roeð nærri alt, sem þeir j hefðu flntt með sér, hofðu þeir far- ið um borð hér. Voriandi er að þetta lagist, svo að hlutaðeigendur hér verði ofurlítið ánægða.ri, og j hafi meira gagn framvegis af strand- j ferðum, en átti sér stað næstliðið | sumar. Framangreint er Ijós vottur : þess, að skipið hefir alt eins mik- j ið hingað að gera, sem á hverja aðra höfn, er það kemur til í öll- j um ferðum. En þo svo væri, að j skipið hefði híligað ekkert að gera, JSœréi sRólinn. gæti það komið hingað í hverri ferð, án þess að vera hið 'minsta á eftir áætlun. Éetta gerði „Brim- næs“ ög fylgdi áætlun, ekki síður en „Hóiar“; viltist aldrei í þoku, og þekti aita,f firðina, sem við- komustaðirnir vóru á (!!) — Eins og áður er getið, er innsiglingin hér svo stutt; svo þótt skipið kæmi og færi með talsvert af flutningi, þá þyrfti það ekki að tefjast hér lengur, að innsigling meðtaldri, en mest 2—2^^ tíma; ef að farin væri vanaleg skipaleið, en ekki iengst úti í hafsbrún, eins og „Hólar" gerðu stundum í fyrra- sumar, og vóru svo að viilast þar í þokubakka, þótt albjart væri á vanalegri skipaleið. Vér hlutað- eigendur vonum góðs af fullt.rúa okkar Sunnmýlinga í þessu efni á- næsta þingi, og að hann geri hvað hann getur til þess að sam- göngurnar (lifæð þjóðarinnar) verði viðunandi í hans kjördæmi. Þá er póstafgreiðslan á „Hólum" ekki mjög ófullkomin hér á Stöðv- arflrði(!) Hún er helzt engin! Hér er enginn ákveðinn maður til þess að afgreiða skipið. Það væri víst engin stór syud þótt einhver væri settur hér til þess, að vera afgreiðslumaður skipsins, svo manni væri óhætt að senda peningabréf og annan dýran póstvarning með skipinu. Éað var ekki hægt í fyrra. Er nokkurt lag á öðru eins? Að endingu vil ég geta þess, að mikið væri heppilegra, að skipið kæmi hér 1.' og síðustu ferðirnar, ef ómögulegt er, að það komi hér allar. Svo enda ég þessar línur, með áskorun tii hinnar heiðruðu land- stjórnar, eða þeirra, sem ráð liafa á, að bæta úr framangreindum óþægindum, hið allra fyrsta; hæg- lega má enn þá ál^veða, að .skipið komi hér haustferðirnar, minsta kosti í suðurleið, án þess það þurfi nokkuð að koma í bága við áætl- un skipsins. Fyrir hönd hlutaðeigenda. Stöðvarfirði, 8. marz 1899. lJorst. IJ. Mýrmann. Gleðilegt sumar! hversu þetta „að frjósa saman" getur komist langt í framkvæmd- inni hér á landi. Sálir manna mætast og frjósa saman eins og einhverjir andlegir ísjakar. Það er eins og þeir vilji svo gjarna hrinda hverjir öðrum frá sér með kulda og kærleiksleysi, en frostið er svo mikið að það heldur þeim saman; það er eins og þeir vilji í aðra röndina hvor um sig halda hinum nálægt sér með frostinu til þess að geta gert hann enn kald- ari. Éað er annars vanalega hit- inn, sem leiðir saman hugi manna og hjörtu, en hér virðist það stund- um vera hið gagnstæða. Það er þessi kuldi, þetta frost, þessi vetur, sem Dagskrá vill óska að mætti minka sein mest á hinu nýbyrjaða sumri, þá mætti það í sannleika kallast gleðilegt sumar, hvernig sem það yrði að öðru leyti. cXnararms. Á vorin þegar vindblær enginn vekur þungan strauma-nið, síðla fögur sól er gengin, sveipast þoku fjallarið, bist ei heyrist báru-stuna, blundar alt í friði rótt; þá er ljúft hjá þér að una um þögla, kyrra sumarnótt. Éig er sælt að sjá og skoða sumardegi björtum á, glitrað sólar gullnum roða glóir alt um hæð og lá, blómin dafna’ í brekku’ og lautum brosir gjörvöll náttúran, fuglar kvaka flrtir þrautum, fagna.’ og lofa skaparann. Þó að vetrar vindar geysi og visinn nísti freðinn svörð, háar jaka hrannir reisi, hulin snæfi strönd og börð; þinn er svipur mér svo mætur, merka, fagra eyjan kunn, þó að reiðar Ránardætur raskað hafl þínum grunn. Éessi orð hljómuðu á ótal vör- um síðasta flmtadag; hvar sem far- ið var, heyrðust þau, og sjálfsagt heflr viða hugur fyigtmáli; en því miður mun þessi fagra og forna ósk vera allviða eintóm orð, af vana — steinblindum vana. Samt sem áður vill Dagskrá óska öilum lesendum sínum gleðilegs sumars, með þakklæti fyrir veturinn til þeirra, sem hafa reynst henni vin- ir — sannir vinir, en þeim þarf hún ekki — og ætlar ekki — að þakka fyrir veturinn, ef nokkrir eru, sem hafa viljað bæta öðrum vetri — köldum, nöprum andans vetri — ofan á hinn náttúrlega vetur. Það er trú gamalla kvenna á íslandi, að kostgóð verði mjólkin ef saman frjósi sumar og vetur, og láta þær í því skyni út keröld, kymur og dalla, aðfaranótt sum- ardagsins fyrsta. í’að er ótrúlegt Ailoft þínar'strendur strýkur sterkum mundum bistur sær, ógurleg þá aldan rýkur, ekkert henni staðist fær, við þig hún ótal þreytti glímur — en þína sögu’ ei margur les — síðan Skalla- gamli -Grímur gaf þér nafnið Knarrarnes. Heitt ég ann þér, eyjan fríða, æskudaga minna skjól, hvort sem blómin brjóst þínpi'ýða og broshýr verruir náðar-sól, eða frostið föla, lúða fönnum búna herpir kinn, flnst mér, aldna eyjan prúða yndislegur svipur þinn. A. S. „ísafold'' kvað upp þann sann- gjarna dóm í vetur, þegar „Dag- skrá“ flutti pistlana úr skóianum, að það væri ekki heiðvirðra blaða siður, að skýra frá því, er þar gerðist, en nií er það fyrirfram tippkveðinn dómur um hana sjálfa; hún, freniur en nokkurt annað blað, heflr nú skýrt frá skólalífinu og er því að sínum eigin dómi óheiðvirð- asta, blaðið, en vér álitum að hún hafl snúið af röngum vegi á rétt- an, þar sem hún hefir breytt skoð- un sinni í þessu máli. „Dagskrá" telur það enn sem fyr mikilsvarð- andi fyrir þjóðina, að fá að vita, hvernig börnum hennar líður, hvern- ig sú stofnun er, sem á að ala þau upp, og það gleður hana, að „ísafold" hefir sýnt það í verkinu, að hún felst á skoðanir systur sinnar. Eftirfarandi línur eru eitt dæmi þess, hvernig skólinn nú er: Herra ritstjóri! Ekki er hægt að segja, að ró og friður sé í skóla vorum á hin- um síðustu tímum, svo sem var á skóla-stjórnar-árum hinna fyrri betri stjórnenda. Þar fer flest i ólestri, og hafa hinar almennu ó- vinsældir Bjarnar rektors Ólsens, birst í ýmsum óspektum — eins og sumir hafa þegar frá sagt, er þykjast vera fornvinir hans. Yrði of langt mál, að skýra frá því öllu: óspektum, óánægju, brottrekstrum, úrsögnum úr skóla o. þ. h. — og skal því aðeins minst á einn smá- viðburð, er allmikla eftirtekt vakti þó hér í skóla og í öllum bænum. Umsjónarm. í 4. bekk hafði ver- ið vikið úr skóla, og viidi rektor þá setja annan í hans stað — og nefndi til pess einn pilt í bekkn- um. Þotta var fyrir „bænir" á sunnud. var. Heyrðust þá þegar nokkrar raddir móti umsjónar- mennsku pilts þessa, en Björn gaf því engan gaum. Morguninn eftir kom rektor inn í 4. bekk í fyrsta tímanum; sógir hann, að hann hafi vald til þess að skipa um- sjónarmann, hvern sem hann vilji, enda þótt venja sé, að lofa piltum í bekknum að ráða valinu. Nú kveð.st hann vilja ráða valinu, og kallar það mótgerð við sig, ef einhver óhlýðnist umsjónarmanni, en sér ha.fl heyrst í gær, að ein- hverjir hafi verið á móti þessum pilti — „og ef það er nú nokkur, þá bið ég hann að gefa sig fram.“ — Þá stóð upp einn piltur og mælti þessum orðum: „Ég vil helzt ekki ha.fa þennan pilt — og væri mér kærara að hafa annan“ (sem hann nafngreindi). „Éá getur þú fariðu, segir rektor. Þá sögðu piltar, að hann mundi ekki gæta að, hvað hann segði. Ekki gaf hann gaum að því, en spyr pilt- inn, hvort hann ætli þá ekki að hlýða þessum umsjónannanni, og hvort hann vilji ekki lofa að gera það; hinn kveðst ekki vita til þess, að það sé vandi sinn að standa uppi í hárinu á umsjónarmönnum eða brjóta móti þeim, en hitt seg- ir hann satt vera, að einna lak-

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.