Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 22.04.1899, Side 3

Dagskrá - 22.04.1899, Side 3
r 155 ast myndi sér veita að hlýða þess- um. Þótt ekki sé hér úr dregið nó orðuin aukið, — þá þurfti rektor ekki meira en þetta, og vísar pilt- inum þegar úr skóla.f!!!) — Pilt- urinn fór þá út, en hitti rektor að máli síðar og gerði rektor honum þá þann kost, að biðja sig fyrir- gefningar á þessari móðgunf!!!) áður en tímar væru úti um dag- inn, ella væri honum engin von þess að verða i skólanum lengur. Piltinum þóttu jietta lit.il kostakjör, enda þótti honum sem öðrum, þetta engin móðgun, og lét því ekki líklega yfir, að hann gæti beðist fyrirgefningar á slíku. En ekki var þar með búið, því að nú tóku vinir Ólsens að leiða pilt þenna á eintal og telja um fyrir. honum, hvilíkt gagn hann gerði sér og fra.mtíð sinni, og einkum skólanum (o: rektori!) og landinu, ef hann færi að þeirra ráðum. Er ekki að orðlengja það, að svo fast sóttu þeir þetta og grátbændu um, að pilturinn lét loks a.ð orðum þeirra og lýsti því yfir í áheyrn Ólsens og bekkjarsveina, að hann hefðí verið mótfaUinn umsjónar- manni „persónulega", en ekki til þess að styggja rektor. Ef hann hefði móðgað hann, bæði hann rektor fyrirgefningar á því*. Svo var hann tekinn í skólann aftur. Hafði heldur farið að réttast úr rektori á eftir, og var sem honum hefði þótt leikurinn góður, •— en ekki hefir heyrst að „stjórnkænska" þessi hafi þótt á marga fiska með- al manna hér í höfuðstaðnum. Enda eru það tiltölulega fáir, sem skilja stjóinarfar uppeldisfræðings- ins — og óska margir að minna kappi hefði verið beitt til þess að hafa formannaskifti við stofnunina, sem þá átti að vera vandalaust að stjórna. Skólapiliur. ^Umrœður um ísl. réííriíun, sem haldnar voru í „Hinu ísl. stúdentafélagi" 27. jan. þ. á., hefir félagið látið prenta. Þess skal þó getið að þar eru að eins prentaðar ræður (B. M. Ólsens og H. Kr. Fr.), sem lúta að annari hlíð málsins. Ræða Jóns Ólafssonar átti að fylgj- ast með, en hann hafði ekki fram- kvæmdir til þess að koma með hándrit í tæka tíð, eins og söst í formála bókarinnar. Einkum var það skaði, að ræða Pálma. kennara Pálssonar skyldi ekki vera. prentuð, því hún var að vorum dómi bezt allra þeirra. Ræður þeirra B. M. Ó. H. Kr. Fr. eru að mörgu leyti góðar og lýsa mikilli þekkingu, þar að auki er hin fyrtalda framsett með hógværð og stillin'gu, þótt vór séum ekki sömu skoðunar og höf., en réttritunin hans eða -— til þess að hafa hans eigin orð — rang- ritunin spillir henni svo mjög, þegar hún er lesin. Hann segir t. d., að málið sé hugsanamiðill „á milli mans og mans“, og það þýðir á réttri íslenzku: „á milli þræls og þræls“. Höf. þykir hlægilegt að tala um mismunandi fegurð ritaðs máls og telur alla stafi jafnfagra. Fað er ný kenning, sem höf. gengur lík- lega jafnilla- að fá viðurkenda og rangritunina sína. * Rektor átti að réttu lagi að biðja piltinn fyrirgefningar, en pilturinn ekki hann. Ritst j. Álfurinn og steinkerlingin. Fyrir mörgum hundruðum, ára varð nátt-tröll naumt fyrir. Sólin rann upp í austri skínandi fögur með sínum töfrandi morgunblæ, áður en skessan komst í fylgsni. Hún varð óðara að steini og þótt- ist illa stödd. En af því henni var hlýtt til ættlandsins síns, hafði hún samt vakandi auga á öllu, sem fram fór. Hún kyntist við álf, og þótti henni mikil dægra- stytting í því. Einu sinni spyr hún álfinn: „Hvað kemur til þess að nú sé ég aldrei „hetjur ríða um hóruð" með gylta hjálma og skygða skjöldu og ekki litklæði? ég sé heldur aldrei bardaga, eða vopnaburð, sem mór var áður til yndis“. Álfurirm svarar: „Sú er or- sök til þess, að nú hafa þeir innbyrt vopnin og hafa þau í munn- inum. Nú heyrist ekki lengur orðið kappi, það er nú orðið kjaft- ur, og veit ég ekki hvernig á breytingunni stendur". „Hvernig eru þá bardagarnir ?“ segir kerling — „Blóðið er ekki lengur rautt, það er svart og pentaðir með því hvít. ir dúkar síðan vopnaburðurinn í munninum hófst, og hinn lagðist niður“. „Eru kjaftarnar nokkrar hetjur?" spyr kerling. „Jú“, svar- ar álfurinn, „frægustu hetjur. Tveir eru uppi núna, sem ekki standa á baki Gunnari og Gretti sterka, og hafa vel og lengi hildi háð og fyrir utan þá eru margir drísil- kjaftar, sem líka eru í iniklum inetum og gengi og koma sér ekki síður fram hjá konungum og jörl- um en hinir fornu kappar.“ „Heyr- ist nokkurt vopnabrak í þessum bar- dögum?“ spyr kerling?" „Jú,“ svar- ar álfurinn, „þá er þeir berjast með þessum vopnum, sem kölluð eru orð og málsgreinir, eru málsgrein- irnar oft svo sundurleitar og frá- hverfar sín á milli að þær liggja í hárifrildi. Hverjar tvær grein- ir verða eins og tvær tíkur, Qnnur grá, önnur mórauð, báðar j með allra fallegustu trinum, eii rífast samt svo hátt, að undir tekur í hverju fjalli, svo er í fæstum þessum orustum fylkinga- skipan eða samræmi." Kerlingin hristi höfuðið svo því lá við að detta af henni. Álfurinn hélt áfram ræðunni og segir: Þingmenn þess- ara garpa hlaupa saman eins og sauðahjörð, sem hóað er saman með hundi. Þá er hetjurnar láta skína í tennurnar, sem nú eru hafðar í staðinn fyrir Fetbreið og Gunnloga, ellegar þá er hvína í lúðrinum, sem kallaður er tunga, ósamróma raddir eins og úr fjöl- breyttum kvikindum." Svo skildu þau talið að sinni. Agnar. ÁMINNING. Piltar mínir! Ekki nema það þó; skólapiltar farnir að skrifa um stjórnfræði. Vitið þér þá ekki pilt- ar góðir, að þeir hafa einkaleyfi til að skrifa um þau mál, sem lengi hafa skrifað og flest sér til skammar ? Gvendtir smali. ilsvirts guðfræðings og vildi fá að tala við hann, en presturinn rak hann út og kvaðst ekki vilja eiga tal við „svoleiðis menn.“ Það er kristilegt, þetta af presti! I ín Goðdali eru i kjöri: séra Hafsteinn Pétursson í Vesturheimi og séra Brynjólfur Jónsson á Ólafs- völlum. Fleiri sóttu ekki. Gísli bóndi Guðmundsson á Kiðafelli í Kjós andaðist hinn 13 þ. m., 81 ára gamall. Hann bjó allan sinn búskap á Eyrar- útkoti og í hjónabandi lifði hann 54 ár með eftirlifandi ekkju. varð þiem 11 barna auðið, hvar af 5 lifa. Hann var valinkunnu sóma- maður til orða og verka, naut því ástríkis konu sinnar og barna og allra, sem honum kyntust. Sæl er minning lians eftirlifandi ástvinum. F. F. Umburðarlyndi — kristindómur! —0— Svo er sagt, ■ að piltur, sem rek- inn haíði verið úr skóla, án þess að nokkur ástæða til þess væri nægilega sönnuð, kom inn til mik- Herbergi til leigu fyirir einhleypa, frá 14. maí, í góðu húsi við Laugaveg. Ágætur leigumáli. Ræsting her- bergis, þjónusta og fæði fylgir með ef óskað er, fyrir mjög sanngjarna borgun. — Ritstj. vísar á. OL fra TUBORGS FABRIKKER, et af. de störste og bedst indrettede Bryggerier i Köbenhavn, er tilkendt de höjeste Udmærkelser paa de senere Aars Verdensudstillinger og det kan anbefales de ærede Forbru- gere som let, velsmagende og holdbart. TUBORG LAGER-, PILSNER- .« EXPORTÖL forhandles hos og serveres af de fleste Handlende og Beværtningsdri- ende paa Island. Med hvert fra Köbenhavn ankommende Dampskib fölger til vore talrige Forbindelser frisk Forsyning saa vel i original Aftapning som paa Træer. Forlang derfor overalt TUBORG ÖL, Eneforhandler for Island c?#. cTfiorsfeinsson Reykjavík. TUBORGS FABRIKKER. IvÖBENHAVN. cTinQSÍQ SRanéinavisR Cxporí <Surrogaf frá verksmiðju vorri hefir fengið afarmikla útbreiðslu. Reynið það, ef þér hafið enn ekki byrjað að nota það. F. Hjorth & Co., Köbenhavn K.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.