Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.05.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 01.05.1899, Blaðsíða 3
163 L0venskjolcl Fossum — Fossum pr. Skien. tekur að só að útvega kaupmönnum við. Einnig eftir teikningum að byggja hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á Ísaíirði. Mcnn ættu að nota tækifærið, Því hvergi mun fást ódýrari viður, eða með beti kjörum en hjá undirskrifuðum. Pétur M. Bjarnason. ^arzlanin „Cóinðor^ i ^loifRjavíR hefir nú með ,,LAURA“ fengið mjög miklar birgðir af alls konar álnavörum, auk margs annars, sem nánar verður auglýst hið allra fyrsta að auðið verðul'. Heiðraður almenningur treysti hér á góðan varning og gott verð. cHeiRnincjssRil og innRainía HÞagsRrár. Sökum annrikis og vœntanlegra ferðalaga, get ég ekki haft innheimtn og reikningsskil á DAGSKliÁ í sumar. Séra Jón Bjarnason annast því innheimtu á blaðinu frá r dag og eru menn þvi vinsamlega beðnir að snúa sér til lians með borgun á 3. árgangi blaðsins. Bvik, 29. marz 1899. Virðingarfylst. SIG. I'ÓliÓLFSSON. Samkvœmt ofanritaðri tilkynningu liefi ég tekið að mér innheimtu á borgnn fyrir yfirstandandi árgang Dagslirár. Bvík, Jringholtsstrceti 16. Nirðingarfylst. JÓN BJABNASON, past. emeritis. Ég vil ninnig biðja hina heiðruðu kaupendnr að trúa kostnaðarmönn- unum til þess að auglýsa það sjálfir ef blaðið œtii að hœtta, og leggja engan trúnað á skáldsögur annara um það. Éeir lifa oft lengst, sem með orð im eru vegnir. Hitt veit ég að allir kaupendur blaðsi s telja sjádfa sig bæra að dœma um, lwernig blaðið sé. Jóíí Bjarnason. gjafanum eða sendisveininum. Stöðulögin eru bygð a mörgum fjölmennum bænarskrám frá íslend- ingum á árunum 1848—52 að Þeim báðum meðtöldum, Því á Þeim áruin vildu Íslendingar ekki kasta perl- um fyrir svín. Éau eru ennfrem- ur bygð á ioforðum konungs á Þessum sömu árum, og snarpri baráttu íslendinga. En af grund- vallarlögum Dana eru Þau ekki sprottin. Svo er stjórnarskfáin afieiðing af stöðulögunum. Hún ákveður hvernig stjórna skuli Þeim réttindum vorum, sem Danir af- hentu oss með stöðulögunum. Svona er nú eðli Þessa máls og ástæður. Samt hefir Valtýs frum- varp fengið harðsnúinn flokk á Þingi, er fylgir Því með kappi, sem gengur æði næst, og verður Það eitt sílogandi brennimerki á sögu landsins, en nái frumv. frarn að ganga, verður Það brælandi hræ- logi yfir landinu, er sýður af oss allan Þjóðarsóma og steykir allar ylmjurtir og blóm ættjarðarástar um ókomnar aldir. fá Þarf ekki gamli Nellemann að skemta sér á leikhúsum. Hann kýmir hæðnis- lega í kampinn, Þegar hann sér aftan undir dindilinn á sendisvein- inum. Nellemann er maður lang- leitur og ekki fríður sínum, brosið er ekki blítt, en samt srnitar út úr Því fögnuðurinn yfir sjálfum hon- um og sigurvinningum hans. Hann hæðist kesknislega að garpskap Þjóðarinnar, sem barist hefir með litlum hvíldum í 50 ár fyrir jfrelsi sínu, og barðist síðast í 10 ár ein- huga og með miklú kappi fyrir frjálslegustu og umfangsmestu stjórnarbót, sem ber eins og gull af eyri af öðrum stjórnarbótartil- raunum, sem hór hafa verið reynd- ar. Pó Danastjórn sé of nett (pen) í ganginum til Þ©ss að stíga svo stórt spor í skilsemi á réttindum vorum, eins og Þessi stjórnarbót heimtar, sem hefir tvisvar orðið að lögum á Þingi. Svo hrapar sama Þjóðin, sem barist hefir með mörgum ágætismönnum í broddi fylkingar, ofan í Þingsályktun, svo ofan í Valtýs frumvarp. Getum vér með nokkru öðru, eins bei- lega og Þessu gert oss hæðilega í augum stjórnarinnar, sjálfra vor og heimsins? Með hverju getum vér betur sýnt henni dáðleysi vort og skort á allri rækt til Þjóðarinn- ar? Hver láir stjórninni Þó hún brosi að Þessu atferli, eða Þeiin, sem Því fylgja fram? Ég bið yður ekki, landar, eins og sum blöðin. Því ég er ekki í neinu tilliti að fara fyrir mig sjálfan; ég vara yður heldur ekki við andstæð- ingum vorum, Því ég treysti yður fullvel til að sjá það, að Þ©h' vará bezt við sér sjáifir; óg sýni yður að eins eðli rnáls. Ég treysti yð- ur líka vel til að sjá Það, að Þeir, sem með Þokukúfum og beljan einni reyna að trufla hugsun yðar og sjálfstæði, gengur ekki annað til en að hafa yður fyrir fifl og fé- Þúfu. J. B. DAGSKRÁ k” ? ‘9æ8t r\rni«Muam í mw— íi 3 Q S'U 3 ■ Raddir úr ýmsum áttum. —0---- Winnlpeg, Manitoba 9. marz 1899. Til ritstjóra „Dagskrár". Pegar ég lofaði að skrtfa fréttir til blaðs yðar, fyrir nokkru síðan, Þá fanst mér að Það gæti ekki verið mjög erfitt verk; Þar s.era ég hafði heila heimsálfu til frá-' sagnar. En smátt og smátt fer mór að Verða ljóst'. að Það er ekki iaust við nokkurn vanda. að skrifa, Þó ekki só nema fárra lína fréttabróf. Pað. sem meétum vandræðum veldur er að maður veit ekki vel hvað helzt skal segja og hvað bezt er að láta ósagt, af svo mörgu, sem um &r að velja. En til Þess að efna loforð mitt við blaðið, — að nafninu til að mmsta kosti — Þá verð ég að ráða af að segja eitthvað, og kýs Þá sjálfsagt að segja frá því sem mér sjálfum finst mest í varið og sem ég álít að lesendur blaðs yðar muni hafa mest gaman eða gagn af að lesa. Ég hefi heyrt sagt að Það muni vera um 10—15 Þúsund íslend- ingar í Canada, og er langmesti partur Þeirra í Manitobafylki. Flest- ir íslendingar á einum stað, eru hér í Winnipeg, höfuðborg fylkis- ins. Pað er gizkað á að hór séu 3—4 Þús. íslendinga. Ég er ef til vill ekki eins vel kttnnugur kringum stæðum ís- lendinga hór i landi, eins og sum- ir, sem hafa verið að tala við ís- lendinga á Fróni og segja Þeim frá ástæðum bræðra sinna hér. En samt sem áður, eftir 12 ára reynslu, hlýt ég að taka undir með einu íslenzka skáldinu okkar hér vestra og samÞykkja sem sorgleg- an sannleika: — „að vera ann- ara vinnudýr, að vera uxi, er svip- an knýr, Það er íslenzka almúg- ans saga.“ — Og Þetta er nokk- uð, sem í sjálfu sér er mjög eðli- legt; án Þess maður slái skuldinni á landÞettaog innbyggjendurÞ©ss, eins og sumum mönnum er svo tamt að gjöra. Ástæðurnar til Þess að við íslendingar höfum orðið að taka lægra pláss og erf- iðari vinnu en hérlendir menn, eru Þær að við komum hingað Þekk- ingarlausir á Því hvernig vér gæt- um bezt komist áfram í hinu nýja og ókunna landi. Nei, ÞaÖ er' alls ekki landinu eða hórlendum mönnum að kenna hv^ stutt vér erum komnir áleiðis í Því að standa hérlendum mönnum jafnfætis, en Það er landinu — og tækifærinu sem Það veitir manni — að Þakka, hvað lítið sem oss hefir miðar áfram og upp á við, að vór tórum neyðarlítið. Eg hefi sagt að fyrsta ástæð- an til Þess, að vér höfum ekki náð að komast til jafns við hér- lenda menn, sé eðlileg afleiðing vankunnáttu vorrar, bæði andlegrar og líkamlegrar. Pessu neitar lík- lega enginn með meðal skynsemi. Hin önnur ástæðan, sem að mínu áliti hefir kómið miklu meiru illu til leiðar, er okkur sjáfum að kenna. Ég meina innbyrðis óein- ing meðal sjálfra vor. Framh. Afmæiishátíð stúkunnar Bifröst no. 43 verður lialdin sunnudaginn 7. þ. m. kl. 8 síðdegis í Goodtemplarahúsinn. Hátíðin byrjar með samsæti og verður drukkið kaffi., Yfir borðum verður mœlt fyrir minni Islands og suugið kvæði fyrir sama minni, ræða og kvæði fyrir stúkunni llifröst, ræða og kvæði íyrir minui kvenna ræða fyrir minni g. t,- reglunnar o. fl. Pví næst verða sýnd- ar skugganiyndir og talað með Þeim. þá verður leikinn sjónleikur; að því loknu syngur hr. Jón Jónson (frá ! Ráðagerði) sóló og loks verður dansað. Aðgöngumið^r ásamt „prógrammi11 verða seldir félagsmönnum (úr hvaða stúku sem er) á 50 aura og fást þeir á langardaginn hjá frú Jónínu Hansen, Astráði Hannessyni og Sigurði Pórólfs- syni. ^ Ljú herbergi með eidhúsi til leigu fyi'ii’ óvanalega lágt verð frá 14. mai. Sig. Pórólfsson vísar á. Tvö herbergi fást til leigu frá 14- maí iyrir ein- hleypa fyrir 5 kr. um mánuðinn. Ritstj. vísar á.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.