Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.05.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 01.05.1899, Blaðsíða 1
DAGSKRÁ. III. No. 41. Reykjavík, mánadaginn 1. maí. 1899. Til minnis. Bœjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. B síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—3V2- Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. IB/2—IV2 síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mán d., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Okeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—-1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). Pingmál í sumar. —o— IV. [Framh.]. Takmörkun fyrir stjórnar- baráttu vorri. [LÉIÐRÉTTING: Seiini«t;i bl., 1. síðu, 2. dálki neðstu línu vant- ar eftir orðið „fjárhag", orðin: „landsins frá fjárhag" 0. s. frv. 2. síðu 1. dálk, 47. og 48. línu að ofan, hafaorðin: Væri þeirn sann- arlega samboðið" slæðst einhvern- vegin inn í handritið.]. „Valdið út úr landinu". Þegar hann er búinn áð fimbulfamba og gullinkamba um ráðgjafann, sem er íslendingur, segir hann: „Hvaða vald getur nú verið hér um að ræða? Ekki það vald, sem lands- höfðingi nú hefir til að ráða ýms- um málum til lykta, veita ýms embætti 0. s. frv. Því við þeim á ekkert að liagga. Það getur því að eins verið átt við afskifti hans af löggjafarmálum og þeim öðrum málum, er liggja undir úrskurð konungs eða stjórnarinnar. En hefir landshöfðingi þá nokkurt veru- legt vald í þessum málum? Nei, hann hefir aðeins tillögurétt í þeim, en valdið sjálft er hjá stjórninni og landshöfðingi verður að lúta í lægra haldi, hvenær sem henni þóknast aðbeitaþví.“ Hér fer nú doktorinn fljótt yfir sögu, sem við er að búast, því hann hefir talað það að sögn í votta viðurvist, að hann vilji alt valdið út úr landinu. Við fyrri valdslið landshöfðingja, sem hann telur, segir hann: „ekk- ert eigi að hagga við honum." Hann getur aðeins sagt, að það standi ekkert um það í frumvarpi sínu, að hagga því, um annað veit hann ekkert, og gæti ekkert sagt, ef hann vildi orðvár maður vera. Hann kallar það viðrinisstefnu. að auka vald landshöfðingja. í „Dag- ens Nyheder" 1885 stóð. fegar stjórnin ærðist mest yfir endur- skoðuninni, stóð tillaga um það, að gera landshöfðingja að vii'kileg- um landshöfðingja, með miklu úm- boðsvaldi. Þetta var stjórnarblað, og greinin sýndist ekki viðrinis- legri en stjórnvizka Valtýs. En til leiðbeiningar fyrir almenn- ing, ætla ég að sýna vald það, sem inn í landið kom með lands- h öf ðingj aembættinu. Landshöfðinginn framkvæmir, undir yfirumsjón ráðgjafans fyrir ísland, hið æðsta vald yfir hinum sérstöku málum Islands í landinu, Samkvæmt hinum gildandi lögum og tilskipunum. 2. gr. „Landshöfðinginn skal gera uppástungur til ráðgjafans fyrir ísland í öllum sérstaklegum íslenzkum málum, sem eftir þeim reglum, sem hingað til hafa um það gilt, hafa komið, eða eftir nánari ákvarðanir kunna að koma beinlínis undir úrskurð konungs. Sömuleiðis skal hann senda ráð- gjafanum þau mál, sem eru þess eðlis, að semja þurfi um þau við hina ráðgjafana, eða sem sam- kværnt tilskipun eða sérstaklegri ákvörðun ráðgjafans fyrir ísland, koma beinlínis undir úrskurð hans.“ 3. gr. „Landshöfðingi gerir uppástungur til stjónarráðsins um ný lög og aðrar almennar ráðstaf- anir í þarfir íslands, sem honum kann að finnast vera ástæða til. Landshöfðingi er yfirmaður allra embættismanna í landinu. Hann veitir ferðaleyfi öllum embættis- mönnum í iandinu. Þegar em- bætti eru laus, skipar hann þau þangað til þau eru veitt. Hann víkur embættismönnum úr em- bætti um stundarsakir, þangað til ráðgjafinn úrskurðar, hvort að þeir skuli sæta lögsókn eða ekki. Landshöfðingi setur umboðs- menn og ákveður veð þau, er em- bættismenn skulu setja, og ákveð- ur bústaði þeirra, þar sem þess þarf. Landshöfðingi hefir æðsta vald yfir innlendum póstmálum og fénu til þeirra. Lanþshöfðingi hefir æðsta vald yfir útlendum fiskiveiðum hér við land. Þurfi ekki samninga við útlendar þjóðir. Landshöfðinginn hefir vald til að íella fullnaðarúrskurði um sveitar- málefni. Allar skýrslur, sem áður gengu til stjórnarráðanna í Kaupmanna- höfn, ganga nú til landshöfðingja, og eru kyrrar í landinu. Landshöfðingi veitir flestöll brauð eftir uppástungum biskups. Landshöfðinginn gefur út, sam- kvæmt þeim tilskipunum, sem um það gilda, eftirfarandi konungleg leyfisbréf 0. s. frv.: a. leyfisbréf þau, sem nefnd eru í konungsúrskurði 25. maí 1844, 3., 4. og 5., til þess að ganga í nýtt hjónaband. Undantekningar frá D. L. 3—16—8. b. leyfisbréf til ættleiðingar, sem nefnd eru í konungsúrskurði 13. des. 1815, og konungsúrskurði 23. des 1874, I, 2. c. uppgjöf frá eða lækkun á sektum, sem fyrir - er mælt í síð- astnefndum úrskurði I, 1. sem ekki fara fram úr 50 kr., svo og leyfi til hjónaskilnaðar, samkvæmt téðum úrskurði, 1, 4, og 5. Landshöfðinginn skal yfir höfuð að tala, gjöra út um þau mál, sem snerta hina innlendu stjórn íslands, með þeim undantekning- um, sem nefndar erú í annari grein. Landshöfðinginn er í fra.mkvæmd- inni hart nær óháður fjármálaráð- gjafi. Að sönnu bætir ráðgjafinn stundum inn í fjárhagsáætlun lands- höfðingja upphæðum, er sótt er um beint til ráðgjafans og umsóknin hefir ekki komið á skrifstofu lands- höfðingja. Stjórnarfrumvörpin semur lands- höfðingi. Það ber við, að ráðgjaf- inn breytir þeim eitthvað litið. En vilji stjórnin koma dönskum lögum hér að, sendir hún þau á- valt landshöfðingja til álita, áður en hún sendir þau til þings. Þann- ig gengur þetta í framkvæmdinni, og tiltöluiega eru þær tillögur fáar frá landshöfðingja, sem stjórnin aðhyllist ekki. Þetta er nú ekki.svo lítið inn- lent vald, sem landshöfðingarnir hafa haft i framkvæmdinni siðan embættið var stofnað. En það vald, sem kemur fram í fram- kvæmd kalla ég verulegt vald, svo hefir það reynst á Englandi- Það er ekki hyggilegt að hreyfa við þessu valdi með nýmælum, sem líklegast yrðu til ils eins, og þó þau í einhverju litlu og' óverulegu hefðu gott í för með sór, yrði það aldrei þúsundasti hluti móts við þá hættu, sem innlenda valdinu stæði af því. Hvað margir munn- ar sem standa á blístri, hangir þetta innlenda vald á veikum þræði ef Yaltýs frumvarpið gengur fram. Alt, sem viðvíkur löggjöf og til- 1 lögum um stjórnanuál, fellur ger- samlega, svo álítur Yaltýr. Og hvað umboðsvaldið snertir mun sérskildi ráðgjafinn vilja hafa mat sinn en engar refjar. Valtýr skiftir valdi landsköfð- ingja í tvent, og segir að ekki eigi að hagga valdi hans til að ráða ýmsum málum til lykta, veita ýms embætti o. s. frv., treysti þeir nú þessu loforði, sem vilja. Henrik Bjelke lofaði hka í Kópa- vogi, loforðin stóðu um hans daga. síðan ekki við söguna meir. En loforð Valtýs tel eg óvíst að standi um hans daga, hvað þá lengur. En í hinum liðum tiilöguréttar ins telur hann litla eftirsjá og telur það ekkert verulegt vald þó stjórnin að eins mjög sjaldan ó- nýti tlilögur hans, en ég lít löng- um að litlu og þykir eftirsjá í þessu valdi út úr landinu, tilbún- ingi stjórnarfrumvarpa, fjárhags- umráðum og réttinum til þess að gjöra uppástungur um almenn málefni. Ég vil ekki láta mitt víst fyrir annara óvíst. Væri það nú lögleitt að landshöfðingi bæii ábyrgð fyrir konungi og þingi þá er stjórnin komin inn í landið yfir sérmálunum, og lægi það nær ef valdið væri ótætt í sundur eins og það nú er, en þjóðerni ráðgjaf- ans og ábyrgðin á að tryggja vald- ið í landinu, þar um dálítið seinna. Valtýsar hafa engu meiri rétt til að spá allri þeirri dýrð, sem þeir spá um ráðgjafann, heldur en ég að geta þess til, að mest alt vald landshöfðingja hyrfi út úr landinu þegar ráðgjafi þeirra væri sestur á laggirnar, því getgátur mínar styddust þó við reynslu um- liðinna tíma, og innræti hinnar dönsku stjórnar, sem alt af hefir þjáðst af innlimunarsýki. Svo er að öllu samanlögðu öid- ungis óvíst hvort að ráðgjafi Val- týs gerði meira gagn en ógagn við lagastaðfestingu. Hann yrði bundinn við ríkisráðið í öllum mál- um, sem oss þvkir mestu varða, jafnvei þó altýsar þagni Valdrei á því skriílega og munnlega að bera ofan í íslandsráðherrann það, sem hann segir í bréfinu 29. maí 1897.* Sagnir þeirra um það efni hlýtur að vera óreiðumál, ráðgjaf- inn veit hvað hann segir, svo hafa fleiri Danir látið í Ijósi sömu skoð- un og hann og enginn er vorum kæru herrum samdóma. Þeir sem hljóða nú mest, og rymja yfir ástandinu, sem er, mundu varla verða frýnilegri álit- *) Fullnaðarúrslitum er fyrirfram svarað í þessu blaði.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.