Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 10.05.1899, Síða 1

Dagskrá - 10.05.1899, Síða 1
m. No. 43. Reykjavík, miðvikudaginn 10. maí. 1899. Tii minnis. Bæjarstjðmar-fundir 1. og 3. Frntd. í mán., kl. 6 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—3!/2. Lándsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Banka%tjóri viðst. kl. lll/2—li/2 síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mán d., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Ókeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjöðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. l.'Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). „Ráðgjafinn á þingi“. --0— Svo heitir bæklingur, sem mun ganga í línum þessum, undir nafn- inu skilningstré eða skilningsbæk- ill, því hann ber af öllu jarðnesku að skilningi og stjórnkænsku. Fréttaberar segja hann tilorðinn á neðsta sal ísafoldarprentsmiðju. Þeir segja hann standa í anddyr- inu til neðribygða. En ekki hafa þeir getað skýrt frá því, hvort prentsmiðjan í salnum væri fó- lagsprentsmiðja efri og neðri bygða eða ekki. Ennfremur segja fregnberar að hannhafilæðst úr bænum hálfboginn eins og óþverra strákur', sena hefir fengið eitthvað á hendur sínar. Þegar hann var kominn út úr bænum, flaug hann í háa loft sér til bráðar og settist á einhvern liðsafnaðarhöfða. Síðan veit eng- inn um afdrif hans. Fyrst segir hann frá því, hvað gerðist á alþingi 1895 frá þings- ályktuninni alkunnu, frá tillögum landshöfðingja með þingsályktun- inni og segir landshöfðingja hafa fengið þung afsvör. En Yaltýr Guðmundsson hafi farið sjálfur til stjómarinnar og lagt alt kapp á það, að koma stjóminni í skilning á því, að stjórnarástandið, sem vér eigum við .að búa, standi þjóðinni mjög fyrir framförum, og sé óþol- andi, og að fá hana til að breyta stefnu sinni í stjórnarmáli voru. Það er nú satt, að landshöfðingi fékk þung afsvör, en Valtýr fókk að búa til eða skrifa upp frum- varp það, sem við hann er kent. Landshöfðingi lagði það til, og fylgdi því fast, að sórmál vor væru ekki framar borin upp í ríkisráð- inu, en Yaltýr var eins og Björn að baki Kára. Engar tilraunir eru kunnar eftir hann, til að fá lögun á þessu, sem er aðal-atriði baráttu vorrar, og það gerði gæfumuninn. Yaltý er eignað það, að hann hafi sýnt það stjórninni, að stjórnar- ástand vort væri óþolandi. Síðan 1875 eru svo miklar framfarir, þó ýmsir gallar séu á þeim, og þær umskapi ekki ait í einu, að þær ættu að geta barið niður óhljóðin um óþolandi stjórnarástand. Ég held það sé leitun á betra stjórn- arástandi ef alls er gætt. Það er sagt að hann hafi fengið stjórnina til að breyta stefnu sinni í stjórnar- máli voru. Éað getur vel verið að hann haíi stutt að því, að koma henni á stefnuna, sem hún hafði 1851, og hann hafi' sýnt henni fram á það, að jafn hægt væri nú og 1874, að tæla hana á ímynd- aðri ábyrgð. Um það vita fáir. Svo er löng rekagátt um það, hvernig þingið hafi tekið afrekum Yaltýs, og hvernig þjóðin muni taka þeim. Strax byrja slagorðin og hrífandi hlutdrægni með nagla- brotum, sem bráðum verða sett í jafna kylfu. Svo fer nú skiin- ingstréð að hrekja mótbárur gegn tilboðinu. Fyrst kemur aðalatrið- ið: Seta íslandsráðgjafa í ríkis- ráðinu og byrjar á málsgreininni, sem oftast hefir verið jórtruð bæði á þingi og utan þings, sú nl. að ekki sé með berum orðum ákveð- ið, hvérnig íslenzk sérmál skuli borin upp fyrir konungi, bls. 7. En það er hér ekki umtalsefnið, held- ur hitt, að íslandsmálin verði ekki fyrir ráðríki í ríkisráðinu, áður en þau koma fyrir konung. Sjálfstjórnarboðið er 5 bls. Þar vantar í það ískyggilegustu breyt- inguna á 61. gr., sem sviftir land- ið þeim rétti, að þingið sé leyst upp þegar það vill taka stjórnar- skrárbreyting til meðferðar, nema því að eins, að stjórnin sé á sama máli. Pessi ráðvendni *er föst við Valtýsflokk, að þegjayfir því, sem verst er hjá þeim, og því sem bezt er hjá andstæðingum þeirra, alt til þess að leiðbeina þjóðinni!!! Svo segir skilningsbækill: „Stjórnar- tilboðið fer ekki fram á það, að breyta þeim ákvæðum í stjórnar- skránni, er lúta að sjálfstæði voru í þessu efni. Stjórnartilboðið læt- ur það mál alveg hlutlaust. “ Nýmæli, sem lætur eitthvert mál- efni hlutlaust, getur engin áhrif á það haft. Aldrei þessu vant kem- ur hór rökfræðisform að ytra áliti, en er þó að efninu til, ramfalskt, því oft getur það verið, að ýmsar ástæður megi draga út af nýmæl- um, sem ekki blasa við í stöfun- um t. d. „Hann mun ekki fá að vera laus.“ Út úr þessum orðum er auðdregin önnur málsgrein, sú nefnil.: „Hann verður þá að ganga í vist.“ En hór stendur sérstak- lega á. Danastjórn hefir brugðið stjórnarskránni, sem hún fékk oss, um ríkkisráðshælinn. Þar situr hún föst, þar eð íslandsráðgjafi hefir altaf setið í ríkisráðinu, og situr þar sem fastast. Það er því ekki hægt að ganga að stjórnar- tilboðinu, nema samsinna setu ís- landsráðgjafa í ríkisráðinu; hann er bundinn við hælinn. Vér höf- um engan ráðgjafa samkvæmt stjórnarskránni. Svo þvertekur stjórnin fyrir það, að vér fáum hennar góða boð, ef vér mælum rnóti setu ráðgjafans í ríkisráðinu. Er þessi gáta vandráðin, ef vér neitum tilboðinu. þá gétum vér | neitað setu ráðgjafans í ríkisráð- inu. En með því að þyggja til- boðið höfum vér eftir skilmálun- um, sem stjórnin setur, samsint setu ráðgjafans í ríkisráðinu, og getum ekki framar neitað henni. ISLAND. Lag. „Hvað er svo glatt Bem góðra vina fundur?“ Þótt grjót og þyrnar verði’ á þínum vegi og vargar ótal beiti sterkum hramm, þá heyrðu, bróðir, deyfð hún dugar eigi, frá dufti líttu, horfðu upp og fram; já, littu upp tilfhárra himinsala á hvelfing bláa, þar sem augað sér þau dýrðarmerki’, er þögul til þín tala um takmark það, sem- drottinn setti þér. Og fram — þá opnar allar hallir sínar fyr auga þínu máttug tímans dís; þar sérðu allar æskuvonir þinar og upp í vöku sérhver draum-mynd rís. Éótt gamall sért, þú ungúr verður aftur og áfram kemstu, hvað sem fyrir er; í þreytta limi færist fjör og kraftur, þór finst sem allur heimur lúti þér. Éér stundum finst að ilt só hér að una og erfið reynist lífs þíns vegagerð og kvalinn sórtu bæði’ af frosti’ og funa og fóstra þín sé snauð og einskisverð. Þá heyrist kallað: Ilverjum er að kenna? og hver er sá, sem eigin móður sveik? Þú ættir helzt við sjálfan þig að senna, að sjá að þér og byrja nýjan leik! Og þá er víst, þér fóstra fyrirgefur, ef fær hún aftur hjarta þitt og sál, ?á lifnar sérhvert blóm, er bliknað hefur, og beiskja snýst í hugljúf ástamál. —- Ó, fóstra mín, þér sver ég ástareiða, og upp frá þessum degi vinn ég þér, og frá þér megnar ekkert afl að leiða það insta’ og bezta’ og dýpsta’ 1 hjarta mér. Ó, þegar sunna rís af Ránarbeði og roða slær á þína fölu kinn og heilsar þér með geisladýrð og gleði og gyllir allan silfurfaldinn þinn; já, þá er ekkert skrum, að skrautleg sértu —- ég skelf og titra’ af lotning fyrir þér — og þegai; nöguð eiturtönnum ertu, þá ólgar, svellur heift í brjósti mér. Éótt grjót og þyrnar verði’ á mínum vegi og vargar ótal beiti sterkum hramm, þá veit ég^amt að deyfð hún dugar eigi, frá dufti lít ég, horfi upp og fram. Já, upp ég lít til hárra himinsala á hvelfing bláa, þar sem augað sér þau dýrðarmerki’, er þögul til min tala um takmark það, sem drottinn setti mér. Sig. Jiil. Jóhavnesson. *

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.