Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.05.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 10.05.1899, Blaðsíða 3
171 ef vér þá þyrftum nokkra aðra stjórnarbót en Valtýs frumvarp eins og skilningstréð gerir sór ta-pi tungu með. Ástæðurnar eru. ef þess þyrfti, þær, að samvinnan í stjórnarbótarmálinu eins og öðru verður svo bróðurleg. Bls. 27. Þar er þá að sjá að íslandsráð- gjafi verði í ríkisráðinu jafn ein- ráður með stjórnarskrá og í al- mennum lögum. En hér held ég sé kvisthlaup í skilningstrénu. Þá er samvinnan; þingflokkarnir og stjórnarflokkur vinna hver um sig og ef til vill framsóknarflokkurinn líka, lengra kemst það nú ekki. En svo liggja flokkarnir sín á milli í baráttu. En auðvitað er það að frelsisflokkurinn verður ofan á, úr því ráðgjafinn er fulltrúi þingsins. En mun nú áreiðanlegt að byggja á þessum fróðleik framfaravonir sínar ? [Framh.J ísl. iðnaðarmenn í K.höfn. „Félag ísl. iðnaðarmanna í K.höfn“ heitir félag eitt, er ísl. iðnarmenn stofnuðu hér í okt. 1897. Félag þetta hefir lítið látið á sér bera enn sem komið er, en það hefir verið með vilja gert af hálfu stjórnar félagsins, sem þótti hyggilegra að biða þess tíma að fél. yxi svo fiskur um hrygg, að það gæti farið að starfa í áttina samkv. tilgangi sínum, sem só að leiðbeina og hjálpa íslenzkum iðnaðarmönnum, er hingað leita til að afla sór fullkomnari þekkingar í þeirri iðn, er þeir stunda og eru alls ókunn- ugir hér í bæ. í fólaginu eru nú sem stendur um 50 meðlimir, karlar og konur. Fundi heldur félagið tvisvar í mánuði og skemt- un að jafnaði einu sinni. Á fund- um eru rædd ýms mál, er snerta iðnað og það alt, er til gagns má verða fyrir iðnaðarmenn; — í því skyni er það stofnað, sem segir í l. gr. félagslaganna, að „efla og glæða félagsskap meðal iðnaðar- manna, Ieiðbeina nýkomnum,hvetja menn og styrkja til að afla sór hinnar fullkomnustu verklegu þekk- ingar og leitast við að lyfta ísl. iðnaði á hærra og betra stig.“ — Nú er félagið að nokkru leyti komið í samband við félag það, er meistarar hafa (Haandverker foren.) og hefir formaður þess lof- að að gera sitt ýtrasta til, að efni- legir íslendingar geti fengið atvinnu á góðum vinnustofum, þar sem þeir hafi vissu fyrir að geta full- komnað sig svo sem unt er; en þó með því skilyrði að þeir hafl í höndunum meðmæli Handiðna- mannafól. íslenzka, sem það -— Handiðnamannafél. — mun aug- lýsa nákvæmlega í blöðunum. Á síðasta fundi félagsins 4. þ. m. var með rúml. 40 atkv. samþ. að taka af sjóði fólagsins 100 kr. og leggja á vöxtu og kosin nefnd til að semja reglugerð fyrir sjóð, sem þessi upphæð á að verða stofnfó að; sjóður þessi á svo á sínum tíma að verða til styrktar ísl. iðnaðarmönnum í K.höfn, — gizkað á að fólagið geti aukið hann um 50—100 kr. árlega. Nán- ar um fyrirkomulag sjóðs þessa er ekki hægt að segja að svo konmu. —; Skemtanir heldur fé- lagið á, vetrum fyrir meðlimi sína og aðra íslendinga, er þeirra vilja njóta, sem eru að mun ódýrari og fara betur fram en hér gerist alment. Nú upp á síðkastið hefir „Islend- ingafélagið" eða nokkrir menn úr því, farið þess á leit að steypa félög- unum saman og hafa að eins-eitt félag eins og áður var; en ekki munu iðnarmenn gína við þeirri flugu, því ekki hafa beir þókst komast mikið áleiðis með mál sín meðan eitt var félagið, enda- mun það helzt hafa ýtt undir stofnun félags þessa, að geta í næði hugs- og rætt sín sérstöku málefni. Skemtiferðum gengst félagið fyr- ir á sumrum og var í fyrra farið víða um Sjáland og eitt sinn til Svíþjóðar og gengu ferðir þessar ágætlega vel. í sumar er ráðgert að skoða ýmsa merka staði í Dan- mörku: Hróarskeldu, Friðriksborg, Freðensborg, Gribskov, Gurre Sö og Gurre Slot o. m. fl. Mánaðartillag í félagið er 0.75 fyrir karlm. en 0.35 fyrir kvenn- menn; fátækir menn, er stunda nám og lítið eða ekkert kaup fá, borga ekki neitt. i. J. FRÉTTIR. —0— „Skálliolt“ kom í gær, vestan um land. „Hólar" komu í dag, austan um land. Engar fróttir markverðar. Botnvörpuveiðaskip Jóns kaupm. Yídalíns var tekið við veiðar í landhelgi, afli og veiðarfæri gerð upptæk og sektað um 1008 kr. Bærilega byrjar sá útvegur! 13. apríl fórst sexæringur úr Bolungarvík, í flskiróðri og drukn- uðu 3 menn. Skipinu hvolfdi á mótsvið svonefnda Stígahlíð. Þeir sem druknuðu voru: Jens Pórðar- son frá Grundum í Bolungarvík, Majus Elíasson (Eldjárnssonar frá Sandeyri) og Sigurður Sólberg. Jens lót eftir sig ekkju og 2 börn, en Majus ekkju og 6 börn. Það slys vildi til nýlega (17. f. rc.), á hvalveiðastöð hr. Ellefsens á Önundarflrði, að maður nokkur, að nafni Pálmi Guðmundsson varð undir snjóskafli, er féll fram, og beið bana af; var hann að grafa tunnur úr úr skaflinum ásamt fl. mönnum, en þá sprakk skaflinn. Annar maður meiddist töluvert. Mann nokkurn, að nafni Einar Björnsson frá Ögri, kól svo rétt fyrir páskana, að taka varð af honum báða fætur, annan um rist- ina en hinn um ökla. Var það gert á spítalanum á ísaflrði. Mað- urinn var á ferð fram í Laugar- dal, en komst ekki til bæja og lá úti. Haííshroði heflr verið víða með I norðurströndum, heflr hann sum- staðar spilt all-mjög veiðarfærum manna, svo sem í Bolungarvík og víðar. Nú kvað hann þó að mestu horflnn. 27. f. m. kviknaði í húsiá'ísa- flrði, sem Guðm. Br. Guðmunds- son verzlaði í, og brann all-mikið. Yörur og hús vátrygt. REYKJAVÍK. —o— Stúkan „Bifröst“ hélt fyrstu árs hátíð sína 7. þ. m. og var þá önnur fjölmennasta stúka landsins. Fyrst. mælti búfr. Sig. Bórólfsson fyrir minni íslands og þar næst var sungið kvæði það, er birtist í blaðinu hór að framan. Næst tal- aði Sig. Júl. Jóhannesson fyrir minni st. „Bifröst" og var þá sung- ið kvæði eftir Jóhann Sigurjónsson stud. art. Þá talaði Jóhannes Jó- hannesson stud. med. & chir fyrir minni kvenna, en Lárus Sigurjóns- son, stud. art. flutti kvæði. Næst talaði Jóhann Sigurjónsson fyrir minni G.-T-reglunnar og yfirmanns hennar, en stórtemplar Jndriði Ein- arsson svaraði því og talaði um vöxt reglunnar og viðgang. Loks flutti Lárus Sigurjónsson stud. art. langa ræðu og snjalla. Yar það hvöt til íslenzku þjóðarinnar að láta ekki hugfallast þótt reynt væri að herða á þrældómsfjötrun- um, heldur taka fjörkippi og reyna að slíta flötrana. Bar sú ræða langt af hinum að vorum dómi. Að afloknum ræðum, kvæðum og kaffidrykkju var skemt með ýmsu, svo sem skuggamyndum, sjón- leik og dansi. Skemtunin fór fram hið bezta og voru allir. ánægðir. Stúkan „Bifröst" hefir náð fljót- ari þroska en nokkur önnur stúka á íslandi og má fnllkomlega treysta því að sú fylking muni framvegis sækja fast fram i bardaganum eins og hún hefir gert að undanförnu. cTCiíí ocj þoíía. —0— lllgirni og heimska. Ólafur mátti ó’ska sér einhvers, en svo mátti Bjarni óska sór helm- ingi meira. Þetta þótti Óla.fi ilt og hugsar sór að leika á Bjarna. Hann óskar því að stungið verði úr sér annað augað til þess að bæði skuli verða stungin úr Bjarna. Líkt þessu fór einum náunga. hór nýlega. Þannig stóð á að fólag eitt mjög fjölment ætlaði að halda afmælishátíð sína, en náung- inn, sem nefndur var, hataði einn meðlim í félaginu. Hann vissi hvaða hús félagsmenn ætluðu að fá til fundarhaldsins, en hugsar sór að verða fyrri til og fá það leigt á sama tíma handa öðru fé- lagi, sem telur, nálægt 6 meðlimj. Þess má geta að þetta 6 manna fólag hafði fasta leigu á fundahúsi annarsstaðar og þurfti auk þess ekki að halda fund í þetta skifti. Nú fóru þeir, sem fyrir hátíða- ! haldinu stóðu, til allra í 6 manna félaginu hvers í sínu lagi, buðu þeim ágætt húsnæði 10—20 sinn- um stærra en þeir þurftu, hitað og lýst, á jafngóðum stað og hitt, fyrir ckkert, ef þeir vildu hliðra til. Voru þeir allir fúsir á það og kváðust sumir ekki ætla að vera á fundi, aðrir höfðu ekki hug- mynd um að nokkur fundur þyrfti að vera, nema „náunginn," hann var formanns-nefna félagsins og kvaðst verða að halda fund og alls ekki hliðra til. Meiningin heflr líklega verið að láta hátíðahaldið fara út um þúfur, en það brást, það var haldið á öðrum stað og fór vel fram, en sagt er að ná- unginn hafl haldið eins manns fund I salnum, sem er 24 ál. á lengd og 12 á breidd. Má ætla að ver- ið hafi nægilega rúmt um hann kveldið það (rýmra en í pokanum forðum). Hann verður að borga 10—15 kr. fyrir húsið í stað þess að fá hús fyrir ekki neitt. Óþarft er að nafngreina þennan náunga, hór þekkist ekki nema einn, sem heflr jafn þroskaða illgirnishliðina. Pað halda menn að hann muni sækja um styrk til þingsins í sum - ar til þess að borga með húsleig- una. Enskur miljónaeigandi hélt ný- lega miðdagsverð í París, sem kost- aði 75,000 franka, á meðan á þessu ódæma hófleysi stóð, voru mörg hundruð manns í París, sem höfðu engan miðdegisverð. — Mormónar settust að í Salt- vatnsdalnum í Utah 24. júlí 1847. — Nótur í hljóðfærum voru fyrst notaðar árið 1338. Leiðrétting. Ég hitti áðan kunningja minn á götu, og fékk hjá honum Ijóta ofanígjöf fyrir það, að ég hefði far- ið að dæmi Jóns Ólafssonar, og ekki nent að ómaka mig áf stóln- um, til að gá í hylluna, og sjá, eftir hvern hendingarnar væru, sem teknar vóru upp í siðustu Dag- skrá, og þess vegna hefði ég eign- að þær Stgr., en þær væru eftir J. Ó. sjálfan. Svona sagði kunningi minn það væri farsælt, að fara að hans dæmi. Ég fór eins og góðu börnin, og lofaði að gera það al- drei oftar, og bað fyrirgefningar. * * * í síðasta bl. 2. síðu, 1. dálki, 9. línu að neðan, stendur: 1837, í staðinn fyrir 1851. í blaðinu þar næst á undan 41, á 1. síðu, 3. dálki í 11. línu að neðan, stendur: „verulegu“ í stað- inn fyrir „óverulegu." J. B. Kína-lífs-clixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að ,vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eítir hinu skrásetta vörumerki á flöskumið- anura: Kínverji með glas í hendi, og firma-nafnið: Valdemar Peter- sen, Frederikshavn. Danmark.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.