Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 10.05.1899, Qupperneq 2

Dagskrá - 10.05.1899, Qupperneq 2
170 Þetta ætti að vera hverjum manni auðsætt. Með öðru skilyrði íáum vér ekki pappírsábyrgð og ráðgjafafarg, en að ganga að því, sem stjórnin heflr áður fast sett. Yér sjáum að hverju vér göngum, ef vér höfum opin augun, og það sér stjórnin líka. „Höfum vér ekki", segir skiln- ingsbækill, eins og Yaltýr „altaf haft ráðgjafann í ríkisráðinu?" Jú, en stöðuglega haft á móti því, og ekki gengið að neinum tilboðum, sem á því eru bygð, og höfum svo enn ekki brotið af oss þjóðarétt- inn. Svo spyr bækill: „Eru sérmál íslands borin upp í ríkisráðinu ? “ „Nei“ segir hann, engin „atkvæða- greiðsla er í ríkisráðinu. Að þar sé skorið úr ágreiningi með at- kvæðagreiðslu, er tómur hugarburð- ur.“ Hann'ber þó ekki ámóti þyí, að þar sé skorið úr ágreiningi. En það mun nú aldrei vera neinn skyld- leiki milli þess að skera úr ágreiningi og láta fara fram atkvæðagreiðslu? Það hlýtur að hafa mjög líkt gildi. og þýðingu, og af því ég er altaf þægðin tóm, skal ég skifta um við skilningstréð og nefna hér ekki atkvæði, heldur það að skera úr ágreiningi. f’að er nákvæmari rökfræðin á neðsta sal heldur en efsta sal ísafoldarprentsmiðju. 18. til 22. seftember 1897 var það kallað atkvæðagreiðsla, þá er ráð- gjafar skera úr ágreiningi á undir- búningsfundum sínum. Svona eru framfarir tímanna hraðfleygar; bls. 10. Á 12. bls. rekur hann þann rembihnút á, að ef ráðgjaflnn sjálf- ur þingi við fulltrúana um málin og beri þau svo upp fyrir konungi, hljóti konungur annaðhvort að sam- þykkja þau eða reka ráðgjafann frá. Þetta skulum vér festa í minni, þangað til dálítið seinna. Síðan segir hann: „Mótbárurnar gegn þessari spurningu, á setu ráðgjaf- ans í ríkisráðinu, hafa sumar ver- ið bygðar á misskilningi á þýðingu ráðgjafabr. 29. marz 1897, en sumpart á algerðri vanþekkingu á starfstilhöguninni í ríkisráðinu. “ Á bls. 13 eru svo skýringar frá fyrverandi ognúverandi íslandsráð- gjafa, um starf ríkisráðsins eftir sögusögn skilningsbækils. Skoðum þær nú fyrst: a. Engin atkvæðagreiðsla getur nokkurntíma farið fram í rík- isráðinu. b. Ráðgjafl íslands hefir sérskylda stöðu í ríkisráðinu, bygða á stjórnarskránni, en ekki grund- vallarlögunum. - - Yér græðum nú lítið á þessum lið, skilnings- leysingjarnir. c. Ál-íslenzk mál láta hinir ráð- gjafarnir hlutlaus. d. En heflr íslandsmálum aldrei verið ráðið öðruvísi til lykta, en íslandsráðgjafl heflr lagt. til. í fljótu bragði vírðist svo, sem að hér vanti litið á þá sérstöðu ráðgjafans, er vér heimtum og seta hans. í rikisráðinu sé ekki annað en fyrirtekt hjá ráðinu, að stóllinn hans megi hvergi standa nema í vissu horni í ráðhúsinu. En það er samt nokkuð öðru máli að gegna. A. segir að íslenzkum málum hafl hingað til aldrei verið ráðið til lykta nema eftir tillögu íslandsráðgjafans; hann heflr þá ekki nema tillögurétt, þó eftir þeim sé farið, og það er helber mót- sögn að íslenzk mál séu þá látin hlutlaus af hinum ráðgjöfunum. Þegar íslandsráðgjafi hefir ekki nema tillögurétt, heflr ráðið í heild sinni öll yflrráðin. En það getur satt verið að fylgt hafi verið til- lögum íslandsráðgjafa, því hann var sá grjótpáll til að traðka stjórn- arskrá og frelsi, að ráðið gat látið sér vel lynda. En að öðru leyti eru skýringar skilningsbækils hel- ber ósannindi og þvættingur og bera það ljóslegu með sér, að ekk- ert orð í þeim er eftir ráðgjafana; þeir hugsa og tala öðruvísi en svona. Ekki heflr skilningstréð upp orðin, sem það segir misskilin í ráðgbr. 29. maí 97, því þá heflr það haldið að svikin kæmust upp, þau hljóða þannig: „Því er það, að úr því stjórn íslenzkra málefna er falin á hend- ur íslenzkum ráðgjafa, þá er staða hans að sjálfsögðu sem annara ráð- gjafa ríkisins, og ísland heflr fyrir því stjórn út af fyrir sig, eins og því ber í hinum sérstöku málefn um landsins, þótt stjórnarstörf þau, er ráðgjafanum í þessum málum er trúað fyrir, verði að framkvæm- ast eftir sömu reglum og samráði eins og stjórnarstörf hinna ráð- gjafanna. Mér þætti gaman að hitta þann mann, sem getur misskilið þessi orð, því hann er sannarleg kongs- gersemi. Skilningsbækill er nú búinn að játa því með hugsunar- villum sínum, sem hann hefh' neit- að með orðunum, því nl., að rík- isráðið í heild sinni hafl æðsta vald yflr sérmálum íslendinga. En króka ■ sína byggir hann annað- hvort á geðþekni sinni ellegar þær eru sprottnár af algerðri vanþekk- ingu á ríkisráðinu og störfum þess. En þau eru nú að yfirborðinu til á þessa leið. Ráðið heldur undir- búningsfund til að jafna alla mis- klíð í málum, svo mætir það fyr- ir konungi og þá er alt felt og skelt þeirra milli. Þeir mæða ekki konung á því, að hlýða á kapp- ræður sínar. En á undirbúnings- fundunum skera þeir úr öllum ágreiningi sín á milli, nefnum ekki atkvæði. Nú kemur íslands ráð- gjafl. Þeir segjá við hann; þetta og þetta skaltu leggja til, að sé staðfest, eða fallast á uppástungur í þessum og þessum málum. Svo kemur það, sem þeim ekki líkar, þá segja þeir: fú verður að leggja á móti því, að þetta og þetta sé staðfest, ef hann tekur það ekki upp hjá sjálfum sér, öðruvísi get- ur hann ekki að farið, þó hann vildi. Ef hann lýtur ekki meiri- hlutaanum í ríkisráðinu, getur hann ekki lenguf í því verið. Svo fer hann að eins og meiri hlutinn hefir lagt fyrir hann á fundunum, þeg- ar ráðið mætir fyrir konungi. Það er líka hverjum manni auðsætt, að stjórnin mnni ekki halda hon- um í ríkisráðinu, af tilgangslausri þrákelkni, og seta hans í ríkisráð- inu hafl þá sömu þýðingu, sem nú var greind. Ef ráðgjafinn léti ekki undan ráðinu, hefði hann ekki annað úr krafsinu, en að missa embættið. Því að sömu kjörum yrði sá að sæta, sem á eftir kæmi. En þetta segir skilningstréð ekki geti verið, því að þá væri stjórn- arskráin brotin, en þetta segir skilningstréð í tvöfeldni, því það veit, að hún er brotin í hvert. sinn sem íslenzkt mál er borið upp í ríkisráðinu. Valdið úr úr landinu. Við hvað eiga þeir, sem halda því fram? spyr skilningsbækill. Tilbúning stj órnarfrum varpa, u ppástungur um almenn nauðsynjamál, tillögu- rétt um þau mál, sem konungur eða ráðgjafl úrskurða, telur hann smámuni eina, pví hann gerir langt- um meira úr því, en er, að ekki sé farið eftir tillögum landshöfð- ingja, því það er langoítast eftir þeim farið. En það er ekki von að það. sé full kunnugt þarna á neðri bygðinni. Én alt færi þetta út úr landinu, og enginn veit, hve margt og mikið fleira. Svo stæði ráðgjafl litlu eða engu nær því að fullvissa þingið um lagastaðfesting- ar, því hann er jafn-háður ráðinu sem áður er sagt. Allar fuilyrð- ingar skilningstrésins eru þar bygð- ar á hugsunarvillingi, ósannindum, óreiðu og ranghverfingum. Hann ranghvolfir augunum á hvað sem hann lítur. Svo geta málin verið tvísýn og svo er hann bundinn við úrskurð ríkisráðsins, að það yrði eflaust bitamunur en ekki meira, sem fræðzlan hans um staðfest- ingarnar gengi fram yflr fræðslu landshöfðingjans. Svo mundi hann oft verða andvígari með breyting- ar á stjórnarfrumvörpum, en lands- höfðingi. Þrátt fyrir allan þennan neðanjarðar-spuna og tóskap, heflr ríkisráðið allra beztu hentugleika til að fella hvert islenzkt sérmál, sem það vill, hvort sem íslands- ráðgjafl er með því eða móti. Á bls. 15. Regar valdið fer nú að streyma úr honum yflr land- ið, sé ég fyrst hve djúpt neðsti salur ísafoldarprentsmiðju ’ liggur. „Sal léit ég standa sólu fjarri “. Alþingi heflr áhrif á ráðgjafann og getur að miklu leyti ráðið því hver ráðgjafl verður. BIs. 21 kemst full samvinna á milli þings og stjórnar, frekari stjórnarbætur, sem vér kunnum að þarfnast, verða margfalt auðfengnari. Bls. 23—27 eru sannanirnar fyrir því að þing- ið hafl ráðgjafann í hendi sér, og að öll þessi stjórnargullöld renni hér upp. Þó þér hefðuð nú hing- að til, heiðruðu vinir, trúað kenn- ingum Skilningsbækils eins og nýju netinu, get ég nú varla öðru trú- að en þór farið að sjá að hér getur ekki um annað verið að ræða en blygðunarlaust hégóma- mál, táldrægni, undirhyggju, af- vegaleiðslu, ef ekki hæðni og gys. Astæðurnar fyrir loforðunum eru dregnar af stjórnarfari þeirra þjóða, sem lengst eru komnar í heimin- um í stjórnvizku og stjórnfrelsi, og hafa lengi barist fyrir því með mikilli hamingju, og þess má einnig geta að þær eru mjög fá- ar þjóðirnar sem enn hafa náð þessu hnossi. Þó segir Skilnings- bækill í öðru hverju orði að svona sé litið á hjá framfaraþjóðunum, og er auðséður tilgangurinn, hanri er sá, að tæla auðtrúa ménn á þá von að sama lagið komist hór strax, á og Yaltýs-ráðgjafi sé seztur á laggirnar eins og er hjá mestu framfara þjóðum heimsins. Ég veit ekki hvaða hrafnar hafa kroppað augun úr löndum mínum ef þeir sjá ekki hvað hér er á seyði. En þó þeir sjái, er söm gerðin fyr- ir því. Áhrifin, sem þingið heflr á ráð- gjafann, verða þau, að gera hanri reiðan og kargan, ef þingið skamm- ar hann. Nei það er nú öðru máli að gegna, þingið á að gera hann að forkólfi allrar mennningar og gullalda, uppsvelgja alt myrkur í Ijós, og alla örbyrgð í auðlegð, alla niðurlægingu í stórveldi. Þetta gerir þingið með pappírsábirgðinni. í Heljarslóðarorustu var líkur víg- búnaður búinn til úr bókum Alex- anders Dumas. Ég er nú ekki að lasta Skilningsbækil fyrir það þó hann hafl ekki fengið sér geð til þess að líta á þær ástæður, sem sýna að Valtýs ábyrgðin er göngu- rófuvefur, það er ekki von þegar hann flýgur svo hátt að hann sér ekki Danmörku, þar, sem ábyrgð- in er enn þá þýðingarlaus fyrir þinginu, og ekki ætla ég honum að leggja sig niður við það að lesa síðasta bl. Dagskrár um ábyrgð- ina. Hann yrði heldur ekki lengi að kasta því í ruslaskrínu vitleys- unnar. Ráðgjafinn á að verða frægasti þingmálaskörungur, full- trúi alþingis. Einhver á þá að vera stjórnarfulltrúi. Og einhver þingmanna á bls 27. Svo eiga nú þingmenn að verða aðrir eins þingskörungar og þing- menn Breta. Þjóðin eins og fornu Rómverjar, og allar þessar elding- ar ganga út frá Valtýs ráðgjafa, en hann sjálfur er roflð. „Alþingi heflr áhrif á ráðgjafann og ræður miklu um það hver hann verður“. Þetta, byggist á þingræði Eng- lendinga. Dana þarf ekki að geta, og svo á ábyrgðinni, sem hæðsti réttur á að skella á hann. Éess heflr verið getið að það mundi höggva nærri honum að dæma ráðgjafa í ríkisráðinu rækan vegna íslands. Éað heflr enn ekki tekist að fá ráðgjafa dæmda ræka vegna Danmerkur. Meðan ekki er öðr- um dómstóli til að dreifa, skil ég ekki að ráðgjaflnn verði smeikur þó þingið gretti sig. Ég held annars þegar líður fram undir fertugustu öldina þá verði ártalið miðað við þessa stórvið- burði og þá verði sagt: nú eru 1870 ár síðan að Valtýs ráðgjafi settist. á íslenzka þingið, og lagði undir sig norðurheimshafið, en 1872 ár síðan skilningstréð spratt í neðsta sal ísafoldarprentsmiðju. Það var nokkurs konar undirvöxtur undir blómunum í hengigörðum Babílon- ar. 1874 ár eru síðan Valtýr Guðmundssdn hóf sitt frægðar skeið- hlaup með lýtalausum riddaraflokki, ræðan rann af inunni hans eins og fossfall, þannig verður ártalið 3800. En nú mun bezt að draga sig úr veizluglaumnum og ölæð- inu, og gá að því hve hægt oss verður að fá stjórnarbætur þegar stjórn Valtýs er orðin hér lögleidd, *

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.