Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.05.1899, Blaðsíða 2

Dagskrá - 13.05.1899, Blaðsíða 2
á Islandi. Ofhermt er það, en önugt tók hún í það. Eáðgbr. 29. maí 1897. En það er hugsunarvilla í bækl- ingnum að aðgreina eins strang- lega og hann gerir ráðgjafaem- bættið frá landshöfðingjaembættinu, því landshöfðinginn hefir öll ráð- gjafastörfin á hendi, fyrir utan þá úrskurði, sem eftir lagaákvæði heyra undir ráðgjafa og fyrir utan það, að flytja málin persónulega fyrir konung til staðfestingar og úrskurða, ef ráðgjafinn gerir það þá altaf sjáifur. Að kalla má kom alt vald landshöfðingjaembættisins frá stjórninni inn í landið, þegar eipbættið var stofnað. Það er ekki mikið eftir af landshöfðingjaem- bættinu ef alt er tekið frá þvi, sem heyrt getur undir ráðgjafa. Yærí landshöfðingi gerður að ráð- gjafa, er það ekki mikið afreksverk. Það er ekki annað en þetta niður- eftir litið, sem ráðgjafinn heflr með landshöfðingja og fela honum þá úrskurði, sem ráðgjafi hefir haft á hendi. En hvað þingræði snertir, álít ég óþarfa að hamast út af því, það geta niðjarnir gert og ástæðan fellur líka að öllu leyti, af því að landshöfðingjaembættið má ein- göngu heita ráðgjafaembætti. Amt- menn eru hór undir hans valdi eins og þeir eru undir ráðgjafa- valdi annarsstaðar og það er raun- ar, eftir því sem óg held, engin embættisstaða þar á milli. í skilningstrénu er ákaflega mik- il áherzla lögð á það, að hluturinn sé fáanlegur, en aftur að sleppa honum, ef hann er ekki auðsjá- anlega fáanlegur. Hvað skyldu þjóðfundarmenn hafa sagt, ef til þeirra hefði komið skilningsbækill og sagt: frumvarp stjórnarinnar er fáanlegt, ætlið þér að vera svo vit- lausir að hafna því? Þór eruð þá afturhaldsmenn og sitjið þjóðinni í ljósi fyrir miklum og veglegum framförum. Hvernig skyldi Jón Sigurðsson hafa orðið útlits, hefði einhver óþrifa-vættur kveðið við þennan tón eins og ýlustrá. Biskup nokkur átti son; móðir hans var farin að hugsa um kvon- fang handa honum, þangað kemur geitnastelpa og vill troða ,sór upp á biskupssoninn. Móðir hans hugs- aði sér að ná í greifadóttur handa honum. En það var óvíst hann fengi hana. Nú kemur biskup að og hjónin taka- tal með sér nm giftingu sonar síns. Haldið þór þá, kunningjar góðir, að biskup hafl sagt: hann má til að giftast geitna- stelpunni, því það er óvíst að hin fáist, en þessi býðst. Skilnings- bækill mundi geta þess til, að bisk- upi hafi farist þannig orð, en ég er alveg á öðru gagnstæðu máli, því það er naumast sú mannfýla til, sem þannig hefði farið að ráði sínu. I niðurlaginu býr hann til góða bæn, sem hver móðir ætti að kenna barni sínu. „Nú ríður á, að láta ekki flekast af óhlutvöndum nó óhyggilegum fortölum." Pessa bæn ættu allir að lesa, engu síður en þessa: „Oss frá páfans vondu vélum, vernda þú og Tyrkians grélum.“ Þessi blessuð bæn er eins og ágrip af bæklingnum, og hann minnir betur en nokkuð annað á það, að lesa hana, og lesa hana með fjálgleik. Svo koma dylgjur um það, að andstæðingum hans gangi það mest til, að þeir vilji ekki, að þessi eða þessi, verði ráðgjafl. Því séu þeir svo fráhverfir málinu, og dróttar því með þessu að þeim, að í sjálfu sér séu þeir því ekki svo fráhverf- ir, IDetta er spunnið úr óhreinu togi. Því enginn andstæðingur skilningsbækils lætur sig það nokkru skifta, hver ráðgjafl yrði. Þeir eru allir jafn harðir móti málinu, þó þeir mættu velja ráð- gjafann sjálflr, En nú fyrst dett- ur mér i hug, að skilningsbækill sé að hugsa fyrir einhverju ráð- gjafaefni, bls. 42. Hann varar við þolinmæðinni; ófært er að sleppa geitnastelpunni, því hún heflr þenna eina kost, að hún er auðfengin og hann tjaldar líka því, sem til er. Svo kemur eitt pólitiska flogið, og geng- ur nærri honum, og hann æpir upp yflr sig, að ekki megi sleppa geitna- stelpunni, því annars kunni hún að strjúka til Vesturheims. Hvort þjóðin er hér brjóstbarn skilningsbækils ellegar Bismarks- sinna, sem hann sýnist vilja koma til valda, sézt ekki; hverjum ligg- ur rnest á? Líklega Bismark, svo hann geti átt þess vissa von, að á legstein hans verði grafið: .„Of- ánfyrir bakkann öllu saman stakk hann.“ J. B. Reykjavíkur-kurteisi. --0--- 1. Ef þú mætir manni, sem annaðhvort er klæddur „pui-pura og dýrindislíni" eða á margar krónur, þá áttu að taka ofan hatt- inn og hneigja þig djúpt. 2. Ef þú mætir einhverjum, sem vantar þetta hvorttveggja, þá áttu apnaðhvort að gegna honum þurlega án þess að hafa svo mik- ið fyrir að hreifa hattinn eða þá láta sem þú hvorki heyrir nó sjá- ir, þótt hann heilsi þér. 3. Þótt þú sért gagnstæðrar skoðunar við einhvern, á einhverju máli, þá láttu hann ekki vita ann- að en honum sé óhætt að treysta þór sem fylgismanní; hrósaðu skoð- un hans og teldu henni alt til gildis þegar hann heyrir, en last- aðu hana svo, þegar þú hefir skil- ið við hann. 4. Ef þú heyrír • eitthvað mis- jafnt um einhvern mann, þá segðu .að það sé sjálfsagt rétt og satt • ef hann heyrir ekki til, og reyndu að fá sem flesta til þess að tala um það, en minstu ekki á það einu orði við hann sjálfan. 5. Ef einhver leítar álits þíns um verk sín, þá dæmdu þau öll gullvæg og verðlaunaverð, þegar þú átt tal víð hann sjálfan, en þegar hann heyrír ekki til, þá skaltu leitast við að gera svo lítið úr því sem hægt er. 6. Ef þú gerir eitthvað, þá settu ekkert. upp á verk þín sjálfur, segðu að þú látir þann ráða borgunínní, sem unnið var fyrir. Biddu svo guð að launa honum örlætið hvað sem hann borgar þér, en úthúð- aðu honum fyrir nirfllshátt, þegar þú ert kominn frá honum. 7. Þegar þú ert með guðleys- ingjum, skaltu afneita allri trú, en þegar þú talar við menn kirkjunn- ar, skaltu látast trúa öllum kenn- ingum hennar út í yztu æsar. 8. Ef það verður móðins með- al nokkurra heldri" manna að hafa vatnsstígvél á öðrum fætin- um, en þynkuskó á hinum, þá taktu það eftir. 9. Ef einhver hefðar-frú tekur upp þann sið, að ganga aftur á bak, þá taktu það eftir henni. 10. Ef þú talar við bindindis- mann, þá hrósaðu bindindi á hvert reipi og teldu alla skylda að styðja það af alefli; en ef þú átt tal við einhvern sem dýrkar Bakkus, þá bölvaðu bindindi og bindindismönn- um niður fyrir allar hellur. 11. Prédikaðu fyrir öllum sem þeir eigi að líkjast hinum miskun- sama Samverja; en ef éinhver þurf- andi kemur inn til þín, og biðui' þig um hjálp, þar sem þú situr og hugsar um að koma fé þínu á sem hæsta vöxtu, þá rektu hann út með illyrðum. Ferðasaga. Eftir Loft Lausamann. Það er nú orðinn tízka meðal mentafólksins að rita ferðasögur, hvað lítið sem það hreiflr sig á sjó eda landi. Ferðapistlar, laglega ritaðir, eru eitt af því bezta í blaða- bókmentunum, að mér finst og skemtilegri en þurrar ritgerðir. Bæði vegna þess, að mig heflr æ- tíð langað til að vera „maður með mönnum “, og jþá ekki sízt menta- mönnum, og sökum þess, að ég álít síðustu ferð mína svo viðburða- ríka og stór-merkilega, að hún só vel þess verb að íæra hana í letur, tek ég nú fyrir mig að skrifa þessa ferðasögu, þótt. lítt sé óg vanur ritstörfum, en ég hughreysti sjálf- an mig með því, að allir rithöf- undar hafa skrifað fyrstu rit.gerð- ina sem byrjendur, og ég geri mér von um, að efni sögu minnar bæti það upp, sem áfátt verður í fram- setningunni. I. Veturinn var liðinn fram yfir miðjan þriðja roánuð ársins. Þil- skipin voru lögð út; og þorska- neta-útgerðarmnnnirnir voru búnir að leggja trossurna.r sínar; því það kom ölluro samari um að trollar- arnir væru svo rækilega búnjr að eyðileggja alla veiðívon í Faxaflóa, að allar „línur“ og tímatakmark- anir fyrir notkun veiðarfæra larrds- maíina, væru þýðingarlausar, og þyrfti því í raup pg veru ekki sýslu- nefndar-, héraðsfundarr og amt- manns samþykki til að leyfa það, seni engum gat verið skaði að nema veiðarfæraeigendunum sjálf- um. Ég hefi aldrei verið mikið gef- inn fyrir sjómennskuna, og hafði óg því orðið eftir af öllum þessum sjávar-farfuglum. Atvinnu var enga að fá 1 höfuðstaðnum, því nú var búið að reisa „bankann" og bank- inn þrotinn, svo bankastjóri nó aðrir marghæflr atvinnurekendur fundu eigi ástæðu til að hóa þar saman atvinnu leitandi mönnum. Kalt þótti mér að sitja auðum höndum heima á háaloftsherberg- inu í súghjallinum þar sem ég bjó. Kol voru ófáanleg, enda höfðu þau um langan tíma kostað 5—6 kr. skpd, og neitaði pyngjan mér al- gerlega um að lifa svo kostbæru lífi. Hún hafði hreytt furðanlega meðan dansleikarnir, sjónleikarnir, glímurnar og heræfingarnar m. m. gengu sem fjörugast. og var því eigi að undra þótt hún væri farin að kippa að sér nytinni. Að stíga stéttarnar eða „spáss- éra“ um torg og stræti höfuðborg- arinnar yar og ekki lengur fært. Fetta aðalstarf mitt á vetrinum hafði fengið óþægilegan hnekki með „reglum“ skósmiðafélagsins. Lán- takmarkanir þess komu sér mein- lega fyrir mig. Það kom mér því eins og hjálp af himni send, er ég datt ofan á það, að einn borgari bæjarins þuríti að fá sendimann upp í sveit, hér um bil viku ferð. Ég gerði þegar kost. á mér til ferðarinnar, og tókst samningur greiðlega með okkur. Tók ég nú að búa mig til ferð- arinnar, útvegaði mór að láni tvo hesta og allan útbúning, er óg bjóst við að þurfa. En með því óg hafði talsvert átt við ferða.lög, var mér ljóst, að þar sem ferð- inni var heitið meðal bænda í Kjósar- og Boi'garfjarðarsýslu, mundi óþarfl fyrir mig að hugsa mér fyrir nesti. Lagði óg svo upp úr höfuðborg- inni í frosti og fögru veðri, og var í bezta slcapi, sat hnakkakertur í söðlinum og spyrnti í stigreipin, eins og kaupstaðarbúa af skárra taginu sæmir, Eeið ég svo sem leið liggur, hina fjölförnustu þjóðleið til Borg- arfjarðar, landpóstaveginn til Norð- ur og Yesturlapds. Bar fátt tii tíðinda fyrsta áfangann. Heyrðust mór fossarnír í ánum í Mosfells- sveitinni hljóma með meira fjöri og gleðiblæ en fyr, eins og þeir væru að fagna yflr þvj, að iohs fengju þeir nú bráðum að reyna afl sitt á heiðarlegri vinnu. En þetta heflr ef til vill verið eintóm- ur hugarburður minn, bygður á því að ég hafði heyrt, að Oddur ljósgjafi væri f þapp vegipp fið leigja alla fossana f nánd við Esj-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.