Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.05.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 13.05.1899, Blaðsíða 1
I DAGSKRA. --- -.----- III. No. 44. p Reykjavík, laugardaginn 13. maí. 1899. Til minnis. Bœjarstjórnar-fundir 1. og 3. Bmtd. í mán., kl. B síðd. Fátælcranefndar-fundir 2. og4. Pmtd. í. mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—31/2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. lF/a— H/g síðd. Annar gæzlustj. vidstaddúr kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; áMán d., Mvkd. og Ld. tii kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Keykjavíkur-spitali. Okeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. B—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spitalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (Y. Bernhöft). „Ráðgjafinn á þingi“, --0— [Niðurl.] Mór sýnist alt efnið í skiln- ingstrénu vera samskonar spádóm- ar og Krukkur sál. hefði setið blindfullur á spáhjallinum, þvi hann var aldrei tryggur bindindismaður, og annars engum trúr. Æ-i! það er eitthvað svo neðritiygðalegt við allan þennan spádóms-vefnað, sem er svo fláráður og villandi, að hann hlýtur að afvega leiða alia óhygn- ari menn. En satt er bezt að segja um hann, að svo illa hefir spádómurinn tekist, að ekki er líklegt að hann hitti marga svo óhygna menn að þeir sjái ekki gegnum netið, en svo eru slæð- urnar fullar af táldrætti og blekk- ingartilraunum, að ekki er líklegt að svo villandi dýki af ódrengskap felist í nokkrum manni, eins og þetta er, svo ég verð að ímynda mór, og get ekki annað, að Skiln- ingsbækill sé upprunninn frá ein- hverjum svartálfum. Og að í skiin- ingstrénu hafi búið höggormur, sem skreið í myrkri með dýrgripinn þangað, sem hann áleit hægast að nota eitrið. Og svo enginn vissi fyrri en það var búið að læsa sig gegnum merg og bein á þeim, sem það var ætlað. í’að skilur þó hver maður að ekki er það tilgangslaust að skríða svona í dimmunni. Og varla getur held- ur verið tilgangslaus hin ráðkæna ákefð og ofurkapp, sem skilnings- tréð hefir lagt á það, að komast óhjndruð áfram. En er það þá tilgangurinn að hefja og græða íslenzku þjóðina? Lítið hafa svart- álfar lagt þess konar í vana sinn. Aldrei fyr heflr slíkur fáni verið haflnn á neðsta sal ísafoldarprent- smiðju. Og slíkir fánar eru sjaldan reistir af skriödýrum. „Enginn flugufótur fyrir mótbár- u*num.“ í þessari grein, sem á eftir fer, verður ekki betur séð, en að skilningsbækill hafi skoðað skjól- stæðinga sína í spegli. Greinin hljóðar þannig: „Enn hefir engum manni tekist að færa nokkur gild rök fyrir því, að oss geti orðið minsti bagi að þvi, að þiggja tilboð stjórnarinnar eða það myndi færa stjórnarfar vort á nokk- urn hátt aflaga.“ Ekki er það þó fyrir það, að ekki hafl það verið reynt. Jafn ofsafengnum tiiraun- um hefir aldrei vei ið beitt í stjórn- armáli voru, eins og gegn þessu stjórnartilboði, og sæmd þeirra manna, er því hafa fylgt fram. En enga mótbáruna hefir noklcr- um manni tekist að sanna, svo framarlega sem þær ófarir séu ekki að kenna hæfileikaskorti, þá óverjandi. Sá gengur ekki sekur af þingi, sem sjálfur dæmir. Það er heldur engin von á því, að það gangi betur að sjá ástæður þarna í neðsta salnum, heldur en í efsta salnum. Ástæður ætti skilnings- tréð ekki að fást við. Pað hefir aldrei haft ástæður, og veit ekkert hvað ástæður eru. Þó það ræki úr sér augun á ástæðum, sæi það enga. Ef að það ætti að fara með ástæður, bryti það þær undir eins úr hálsliðnum. Skiiningsbækill hrekur ekki með ástæðum, en hann hreytir vanalega ’ í þeirra stað skömmum, eins og illhryssingur, sem hvorki lítur á annara mál, eða málsástæður. Hann segir: þú átt að þegja, ég er að tala og á að taia. Það sem hann réttir að andstæðingum sínum um ofsa- fengnar tilraunir, á mestalt við hann sjálfan. Ræða hans er vana- lega samsett. af orðunum: bíræfni, vitleysa, misskilningur, frámuna- leg fásinna, bríxl um afturhald og það, að vilja fyrirmuna þjóðinni frelsi og framfarir, hatur, ofstæki o. s. frv. Því fleira mætti margt til tína, af sömu tegund. fað hafa allir séð, sem lesið hafa skilnings- tréð, að þar úir og grúir af þessu, og eiginlega er alt innihaldið beislc- yrði og orðháksskapur, í staðinn fyrir efni og meining. Orð, sem eru'álitin kjarnbezt til að skamm- ast. Þá eru nú tilraunirnar. Skjól- stæðingar Skilningsbækils hafa ung- að út mestu kynstrum af Mor- monabókum og blöðum. Eimreið- in Andvari, stundum 5—6 biöð, stöðugt 3, sum af þeim láta al- drei aftur munn. Hinumegin kann að mega telja 2—3 blöð. Sum hafa örsjaldan hreift við máiinu, og öil hreift við því á stangli. Þetta lýsir ljósast; hvorir sækja með meira æði og kappi. B. Sveins- son heflr ritað bækling. Svo kom skriðkvikindið. „Að ég ekki tali um röddina; hún er eins og í reið- um holgóma keisara eða reiðum páfa, þegar einhver efast um, að hann sé óskeikull. Endurskoðend- ur hafa þar á móti líkst daufum Alt útlit er á því, að skilningstréð reiði sig ekki mikið á kraft og sannleika málefnisins. Bls. 18, þjóðin getur beitt kröftum sínum til efnalegrar velgengni og andlegra framfara og hvers kyns menning- ar, þegar nýi ráðgjaflnn er kom- inn. í>að er ekki lítið sem hann hefir í pokahorninu sínu og alt streymir það inn á þingið, frá rík- isráðinu danska. En af þeirri stjórn sem nú er, stafar alt böl, Kaup- staðarskuldirnar, öll óhagsýni og vankunnátta, öll niðurníðsla lands- ins og það er stjórnarfarinu, sem um er að kenna, að öll moldar- hreysi eru ekki orðin að Aladins- höllum; af því stafar alt fram- taksleysi, fátækt og yanþekking. fað er að sjá, sem hún hafi lært af dönsku stjórninni, sem nú á að verða uppspretta eldinganna og lífsins, þegar hún kemur að valdi sinu inn á þingið. Var það ekki svona með höfuðsmenn danastjórn- ar? Gerðu þeir ekki alþingi að ensku parlamenti? Og ekki var það lítil árgæzka og gullöld, sem af þeim stóð. Það er ekki ný bóla þó svona færi. Iíann verður naum- ast ættleri, ráðgjaíinn eða ríkis- ráðið. fá gróa grænir laukar og drýpur smjör af hverjum kvisti, alt er því að þakka, að ráðgjaflnn kemur úr ríkisráðinu með valdið. Getur ekki landshöfðingi verið ieiðtogi þings og þjóðar? spyr skiin- ingstréð, „en neitar því.“ „Ekki nema hann verði ráðgjafl." í>að er eftir því, ekki vel kynjað augna- ráð ráðgjafans, þó hann geri ekki annað en líta á málin. Hann ger- ir ekki annað; lítur á málatilbún- ing landshöfðingja, nema þá sjald- an er hann breytir þeim eitthvað lítið. Skyldi það ekki geta vegið upp á móti þessum óhollu augum ráðgjafa, að landshöfðingi liflr hér árið út og árið inn, með þjóðinni, sýpur súrt og#sætt með henni, og er altaf við hendina, með vald sitt til hvers sem taka þarf. St.rit þjóðarinnar gengur gegnum afltaug- ar hans, og hann horfir á. alla hennar viðleitni með eigin augum og sér hvað hún getur og ekki getur. Dýrlingur Yaltýs lifir hér */2 af tímanum. Hann lifir mest- allan tímann með Dönum, og sýp- ur með þeim sætindi og hóglífi. Hér má vera mikill mannamunur ef að málaundirbúningur ráðgjafa, yrði betri eða hagkvæmari íslandi en hjá landshöfðingja. Sá ráðgjafi sem situr í Höfn, verður að hafa gott ímyndunarafl, eigi hann að taka iandshöfðingja fram. . Svo dragast skjöl og skýrslur burt úr landinu. Alt sem þarf að fá úr þeim, verður þá að koma utan yfir poilinn. Það hofir engin áhrif þó lands- höfðingi búi málin undir þegar ráð- gjafinn samþykkir tilbúning, þó skilningsbækill neiti því ranglega á bls. 20. Skilningstréð segir að oss liggi mikið á að hætta við stjórn- arbaráttuna. En segir þó hvað eftir annað — því alt er nógu marg tekið-— að sigur í stjórnar- baráttunni verði miklu auðfengnari eins og alt annað gott, þegar kjör- gripur Yaltýs er kominn. í>á er kenningin þannig, að oss liggi mest , á. að hætta þegar sigurinn er auð- unninn. Ég held hann gæti ekki talið hershöfðingja hughvarf um þetta. Svó getur nú líka verið að stjórnin þurfi að láta landsmenn laga eitthvað stöðulögin, svo þeir skilji innlimunina. Svo eftir kenn- ingu skilningsbækla er ekki að hugsa til hvíldar í stjórnarskrár- baráttunni. En getum. vér ekki slept því, að trúa lærimeistaranum í þessu líka eins og öllu öðru, en l’ærum setninguna, ef vér þurfum að skrifa ættingjum vorum, þessa nl., að oss liggur á að hætta við stjórnarbaráttuna af því að sigur- inn verður auðfengnari. Þegar skilningstréð er að níða stjórnina, sem nú er, framfarir landsmanna, sem mun vera 7 sinnum upp- staglað í skilningsbækli og ekki sjaldnar tekin upp lofdýrðin um kraftinn, sem gengur út af Valtýs- ráðgjafa, þá kemur sem glöggast í ljós, að það muni gróðursett vera af álfum eða árum neðri bygða, ég er nú líka orðinn hálf hjátrú- arfullur sioan ellin fór að sækja að mér, því allir þeir, sem í Ijósi búa, geta naumast annað en dázt að framförum landsins á rúmum 20 árum síðastliðnum, þó margt og mikið vanti. Hefir þá stjórn- in engan þátt átt í þessum fram- förum? Hún hefir ávalt einkum á seinni árum virst standa nokkru framar en þjóðin. Hún hefir enga krafta heft, leyst suma, sem heftir voru og stundum hefir hún boðið fram meira fé en þegið hefir ver- ið, og hvatt til framtakssemi og mentunar með fjárframlögum. En bundin hefir hún verið við þingið og krafta og hugsunarhátt þjóðar- innar. Ef ráðgjafinn hans Valtýs gerði það ekki, hlyti hann að vera einn af goðunum. Allir hafa litið svo á, sem vit þykjast á hafa, að stjórnin liafi vei gefist og lítið hefir heyrst um hana annað af efsta sal ísafoldarprentsmiðju fyrir Val- týr farið. Vægastur er dómurinn á þeirri stefnunni hjá honum, að landshöfðingi yrði ráðgjafi. En það sé ófáanlégt. í>vi stjórnhr hafi ekki eins þvertekið fyrir neitt | eins og það að ráðgjafinn væri

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.