Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 20.05.1899, Síða 2

Dagskrá - 20.05.1899, Síða 2
178 að fást vindhanar, því hann N. tré- smiður hefði sagt það. Snýr hann svo aftur til smiðsins og eys sér yflr hann fyrir gabbið. Trósmiðurinn veltist um af hlátri og sýndi honum 4—5 staði í ísafold. Maðurinn fór að leSa og bjóst við að sjá auglýsingú um vindhana, en þetta var þá einhver stjóni- málaþvæla, sem hann skildi ekkert í. Nú verður hann enn þá reiðari og ætlar að rjúka á dyr, en smiðurinn bað hann að vera ró- legan svolitla stund, las hann síð- an eina grein á hverjum stað og spurði því næst: Hvenær eða hvar hefirðu heyrt getið um meiri pólitískan vindhana en þann, sem heíir skrifað þetta? að hún kastist á eld og vatn í verstu flogunum. Þá má. fyrst segja, að íslands óhamingju verði alt að vopni, ef þessi hryllilegi kvilli verður að landfarsótt. Stöku gaul heyrast úr ýmsum liornum. J. B Bæn. —o— Drottinn, aidrei far þú frá oss, frelsi og rétti lát oss halda, lát oss ekki ilsku gjalda, alt hið góða og sanna rækta bjá oss. Vernda oss frá voða og háska skjót- um, vertu í lands og þjóðar hjartarótum. Lárus Sigurjónsson. ekki verið átt þar við annan hest en Brún.“ Ha, ha, ha! —o— Eftirfarandi setningu tekur ísa- fold upp úr Bjai'ka sem gullkorn. „Stöðulögin gátu engin réttindi veitt okkur, við áttum öll okkar réttindi óskert þá og eigum enn. Þau gátu engin réttindi tekið af okkur heldur, þar verður afsal okkar sjálfra að koma til. Stöðu- lögin eru að eins viðurkenning frá konungi og stjórn fyrir því, hve mikils hluta af réttindum okkar þau vilja lofa okkur að njóta og, hvers þau ætla að meina okkur af þeim.“ Stöðulögin eru viðurkenning frá stjórninni fyrir því, hve mikis hluta af réttindum okkar þau vilja lofa okk .r að njóta og, livers þau œtla að meina okkw af þeim, og samt geta þau engin réttindi tekið frá okkur! Hvað þýðir það að taka eitt- hvað frá einhverjum? er það ekki að meina honum að njóta þess? Setjum upp dæmi A. heidur fó fyrir B. í leyflsleysi. B. kærir A. fyrir að hafa tekið frá honum féð, en A. þrætir og kveðst ekki hafa tekið það, heldur að eins meinað honum að njóta þess. Hvernig heldur lögfræðingurinn að það mál yrði dæmt? Þær eru hlægilegar stundum röksemdirnar þeirra Val- týsliða. Ha, ha, ha! NÝ RIT SEND DAGSKRÁ. —0— Misjafn sauftur í niiirgu fó, litið sögurit um margt eftirtektavert. Höf. Eiríkur ÓJafsson í Reykjavik; áður fyr á Brúnum; 64 bls. á stærð ; verð 50 aurar í kápu. Innihald ritsi'ns er þetta: 1. Kafli úr æflsögu minni. 2. Lýsing lyginnar. 3. Tólf manna árás. 4. Nokkrar athugasemdir um at- hæfl fjandans, páfans og dýrs- ins. 5. Tólf stunda kvæði. 6. Smá saga frá Ameriku. 100 dollara veðreið. Rit þau, sem hr. Eiríkur heflr áður skrifað, eru mörgum kunn. Þykja þau alleinkennileg að ýmsu. Þetta síða'sta rit höf. er öllu ein- kénnilegast, einkum fyrsti kaflinn (æflsagan); þar er skýrt frá fram- komu ýmsra manna á íslandi gagnvart höf. bæði sumra lifandi og annara, sem dánir eru, og teij- um vér rétt að lýsa þess háttar breytni opinberlega. Höf. er eins og flestir vita annarar skoðunar í trúarmálum en kendar eru í þjóð- kirkju voiri, og hvað sem að öðru íeyti verðuj- sagt um þá trú, sem hann fylgir, þá er eitt víst og það er. það, að kristiiegt umburðarlyndi og kristilegan bróðurkærleika er hvei-juin manni skylt að auðsýna I eftir trú vorri, en þess virðast þeir ekki hafa gætt, höfðingjarnir sum- ir, sem höf. getur um. Og þótt merkilegt megi virðast, j eru það flest prestar, sem þar hafa syndgað á móti sinni eigin kenn- ingu. Þar sem þeir hafa sigað hundum á eftir höf. án þess að hann hefði nokkuð til saka unnið. Stundum var haft á orði að skera úr honum tunguna, stinga úr hon- um augun o. s. frv. Þess háttar ofstæki og djöfulsæði minnir mann á ofsóknirnar á miðöldunum, sem flestar voru af völdum þeirra manna, er þóttust hafa helgað guði líf sitt sérstaklega. Að þessu leyti er ritið merkilegt og lærdómsrikt. Andlegu postularnir sumir sjá þar sína eigin réttu mynd í spegli og aðrir sjá hana líka. Ef þeir við- urkenna ekki að frásaga höf. sé rétt, þá er þeim tiltrúandi að hrekja hana opinberlega, því að líkindum eru þeir færi)' til þess að hrekja málstað Eiríks frá Brúnum, efþeir hafa’ til þess góð og gild rök. Sagan er ágætur vottur þess hvernig drambsamir stórbokkar og skinhelgir hræsnarar neyta yflr- burða sinna til þess að troða þá undir fótum, sem þeir þykjast hafa í öllum höndum við. Málið á bókinni er slæmt og prófarkir ekki vel lesnar, en slíkt er afsakandi þar sem allsómentað- ur maður á í hlut og svo fátækur, að hann ekki gat keypt aðra sór til aðstoðar. Helma og erlendis, nokkur Ijóftinœli eftir Guðmund Maguús- son. 72 bls. á stærð, verð 60 au. í kápu. í bók þessari eru 18 kvæði alls. Höf. er ungur maður og lítt þekt- ur enn. Ló hafa nokkur kvæði birst eftir hann í blöðum og eru þau flest í bók þessari. Sum kvæðin eru mikið lagleg svo sem „Drykkja hjáÆgi", „Kvöld- stundir við Eyrarsund", „Yor- kvæði“', „Yeturinn kemur", síð: asti kaflinn í því kvæði er mjög góður. Þá er „Stúlkan í turninum", laglegt kvæði og ekki síður „Ekkj- an“. Aftur eru sum kvæðin rýrari t. d. „Þar Gullfoss dynur“. Pað er lítið annað en fyrirsögnin. Málið er yflr höfuð fremur gott á kvæð- unum ’og sömuleiðis rím. Prófark- ir vel lesnar, og pappír góður. Svar Pitts gegn Walpole, --0— [William Pitfc var með mestu stjórn- vitringum Englenditiga. Hann varð þingmaður í neðri málstofu parlaments- ins þegar hannvar 27 áragamall. Varð hann hrátt kunnur af viðureign sinni við Robert Walpole, er þá var tekinn fast að eldast og brígslaði Pitt mjög um æsku hans og skamrna lífsreynslu. l’á flutti Pitt rseðu þessa. Pitt dó 1778. lslenzki textinn er tileinkaður Kjósar- manninum í „Isafold“ og öðrum hans andlegu bakkabræðrum.] Plevra! Ég ætla hvorki að bera af mér eða neita hinni þungu sak- argift að vera ungur. maður, sem hinn göfgi heiðursmaður hefir núið mór um nasir með andagift sinni og siðprýði; ég skal einungis láta mér nægja að óska þess, að óg verði einn í þeirra flokki, sem heimskan yfirgefur með æsku-aldr- inum, en ekki þeirra, sem eru fá- SamkYæmni. —o— Svo segir í ísafold 13. mai, að „Dagskrá" só afturhaldsblað — hún sé nú einkamálgagn frelsis- stefnunnar. -L Skólapiltar tóku sig til einhverntíma og hétu þeim piltí vefðláunum, sem segði mesta vit- leysu við próf — það mun hafa veríð í skólatíð Ísafoldar-Bjarnar. Væri verðlaunum heitið fyrir vitleysu nú' á dögum, myndu þau verða dæmd ritstjóra ísafoldar í einu hljóði. „Ekki batnar Birni enn.“ Aumingja „ísafold" heflr fengið eitt aðsviflð af þessum orðum: „Ég held það sé leitun á betra stjórnarástandief alls, er gætt.“ Með orðin fer hún samkvæmt sinni alþektu ráðvendni, og gerir þau búkonulega drjúg, því þetta er allra mesti ráðvendnisgarmur, þó hún sé heilsutæp. Pað er þessi hvim- leiða flogaveiki í pólitikinni, sem ásækir hana, svo henni er ómögu- legt að bera um stjórnarástand, þó hún sé að berjast við það. Hún hefir nú ekkert stjórnarástand reynt nema það, sem hér er. Pað er sitt hvað að lesa um stjórn eða reyna hana, þó kunnug sé. En flogaveikinni getur engin hugsun- arfræði fylgt. Éað er ókostur við þann sjúkdóm. En án hugsunar- fræði getur enginn samanburður verið til. Og hvað auminginn fer vilt í öllum samanburði, sést bezt á því, að hún tekur í eymd sinni Valtýsfrumvarpið fram yfir það stjórnarfar, sem nú er. Það heflr hún þó ekki reynt. En allir þeir, sem heilir ganga til skógar, álíta að það geti orðið glötun lands og lýða, hvernig sem það er litað í lævisi. Með þessu heilsufari getur | frúin ekki gætt alls við stjórnarfar, | því hún getur ekki gætt neins. Og það er leiðinlegast, að það lít- ur svo út, að hún, jafn vönduð og áreiðanleg kona með öllum pilsa- köstunum, sé að níða núverandi stjórnarfar til þess með níðslunni, að breiða yflr bletti Valtýsfrum- varpsins eins og óhlutvandur mála- flutningsmaður eða þorpai'i. Óskandi væri, að einhver bæn- heitur kennimaður , tæki þenna krossbera tjl bænar, því sumir segja í síðasta blaði „íslands“ birtist grein, sem hér fer á eftir. Hún er svo vel samin og gefur svo glögga hugmynd um sannleik- ann í þessu máli, að oss þykir hún þess verð, að sem flestir lesi hana. Valtýslmiim. „Það er nú talið með pólitisk- um tíðindum, að dr. Valtýr heflr mist taumhaldið á þeim brúna sín- um. Jafn-þæg og skepnan heflr verið húsbónda sínum undanfar- andi, þá urðu nú þau tiðindi, þeg- ar spenna skyldi klárinn fyrir eim- reið doktorsins nýlega og aka í sigurför niður eftir braut þeirri, sem Danastjórn hefir verið að leggja niður Biskupsbrekku og alla leið niður í Innlimunarvoga, — að þá prjónaði Brúnn og vildi hvergi ganga. Orsökin til þessa. var lög- fræðingur einn hór í Rvík. Hann leysti þá klárínn frá vagninum og reið honum á harða stökki á eftir Benedikt Sveinssyni, grasigróna fornmannavegi, beina leið frá Gamlasáttmálafelli og sjónhending á Landsréttindahnúk, langar leiðir fyrir ofan Stöðulagahraun, sem Stjórnarskrárkvíslar koma undan. Petta er kallaður íslendingavegur og liggur yfir hengiflug og gljúfur, jarðbrýr og jökulsprungur og sundl- ar þar alla Dani, svo að þeir geta ekki orðið íslendingum þar sam- ferða. En þenna veg hleypti lög- fræðingurinn á Brún, en skildi doktorinn eftir hestlausan á vega- mótunum. Alveg er talið óvíst, hvort Valtýr nái Brún sínum aft- ur í sumar eða ekki. Ha.nn er altaf skoðaður sem óskilatrippi, hversu gamall sem hann verður, og þó hann sé fyrir löngu síðan markaður stjórninui. Éeir ríða honum, hver sem fyrstui" er til að komast á bak á hann, í það og það skiftið, og er merkilegt, að stjórnin skuli líða það, eius og líka hitt, að hún heflr aldrei sýnt aum- ingja Brún nokkurn sóma, heldur farið með hann eins og aumasta púlshest. í pólitiskri skáldsögu, sem nýlega heflr biröt i „Bjarka“ eftir Guðlaugsýslumann Guðnmnds- son, er Valtýr látinn vera á ferð- inni ineð „afsláttarhest“ og getur

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.