Dagskrá

Issue

Dagskrá - 27.05.1899, Page 2

Dagskrá - 27.05.1899, Page 2
182 oss íslendingum, sem eru: K’vik- fjárrækt og fiskveiðar. Auðmagn landsins byggist því aðallega á þeim. Því meiri afurð- ir sem þeir veita, því meira gjald- þol hafa iandsmenn til ýmsra nyt- samra fyrirtækja og framkvæmda. Ekki finst mér það heldur neitt vafamál, að vér værum rniklú het- ur komnir, ef þing vort hefði ótak- markað löggjafarvald í þeim mál- um, er varða að eins þjóð vora. Ég get ekki ímyndað mér annað en, að innlendir menn — og það úrval þjóðarinnar — hljóti að sjá og vita betur, hvað þjóð vorri er fyrir beztu, heldur en útlendingar, sem máske geta aldrei litið oss réttu auga; skilja ekki eitt orð í máli voru, stíga aldrei fæti sínum hér á land og í fám orðum sagt: Vita ekkert urn kji'ir vor oq Jiarfir. Hér er einnig um stórt fjárspurs- mál að ræða. Peningaupphæð sú er all álitleg — að minsta kosti fyrir eins fátæka þjóð og vér er- um —, sem danska stjórnin eyði- leggur fyrir oss árlega, með öllum sinum lagasynjunum. Tími sá, er.þingmenn vorir hafa eytt, til • að ræða um lögin, er dýr þjóðinni, og verður þó auðvitað því dýraii, því oftar sem þau eru rædd, án þess að öðlast „allra hæsta“ stað- festingu. Og svo er þar að auki sá óútreiknanlegi skaði, sem getur verið fólginn í afleiðingunum af því, að lögin náðd ekki löggild- ingu. [Eramh.]. Pólitískar veðurathuganir. Hvítasunnudagarnir vóru í ár sérstaklega rólegir bæði að veðri til og í pólitísku tilliti. Þó að eitthvað haíi verið í vændum, þar sem „lærisveinar“ Yaltýs hafa unnið í kyrþey um tíma að því að „undirbúa" sig, bar samt ekkert merkilegt við. Enginn skyndiþytur heyrðist og engar eldtungur vóru gefnar postulum höfðingja þess, er í Höfn situr — að því er frézt hefir. Samt sepa áður hafa þó „læri- sveinarnir' eitthvað lítilsbáttar að- hafst. Meðal þess, sem oss virð- ist vert að nefna, er það að nokkrir Akranesingar héldu mál- fund 22. þ. m. (annan í hvítasunnu) í skólahúsinu á Akranesi. Yar þar meðal annars rætt stjórnarskrár- málið og samþykt tillaga. frá pró- | fastinum séra Jóni >Sveinssyni, þannig, að fundurinn aðhyltist stjórnartilboð Valtýs! og skoraði á þingmann sinn að halda því frarn á næsta þingi. Tillagan var j samþykt með 12 atkvæðum og j gat það ekki minna verið úr svo fjölmennu plássi sem Akranes er. Svo hefir heyrst að kjósendur haíi sumir iátið sér það um munn fara, að þetta yrðu þeir að gera eÍHungis til þess að fá enda á stjórn- arbaráttunni, með öðrura orðum einungis til þess að geta lagt, ái'ar í bát, án þess að það væri af sann- færingu fyrir því, að l>reytt væri til batnaðar. fetta þj-kir oss ail- litiimannlegt og ósamþoðið Akra- nesingum. Annað mál var þar einnig rætt. Það var vínsölubannsmálið og sam- þykt að skora á þingmanninn að halda því fram. Éess skal getið að í ráði mun vera að halda þingmálafund á hentugri stað í sýslunni innan skamms og er þá óvíst að Borgfirðingar verði í heild sinni sérlega leiðitamir til þess að láta binda sig á Valtýs- klafann. Lygnt hafði verið á fundi þess- um en lítill hiti, ekki þó frosið blóð í æðum fundarmanna, svo frézt hafi- Þrátt fyrir kuldann var þungt loft, því ský byrgði sólu og lognþoka huldi alt útsýhi. Á því var það bygt, að ekki hefði verið alveg logn, þótt enginn „andi“ fyndist, að þar sem vindhanar vóru á húsum, sneru þeir öíugt við það um kveldið, sem þeir gerðu um morgunin. — Þingmaður Borgfirð- inga var á fundinum. Fróðárundrin í tuddafenjum, — 0— Éað er eitt, að þar er sísyngj- andi hrafn, skolbrúnn á lit og heiir numið miklu fleiri orð en nokkur annar hrafn í víðri veröld og gargar þau að mikilli grimd. En við þenna rnikla lærdóm skektust í honum augun. Gautur í Grall- aradyngjum kallar hann tileygða Mróa sinn. Móleiti liturinn kem- ur til af því, að þegar söngæðið var mest í honum, óð hann eld og öskustór eins og berserkir í fornöld. Bunan, sem hann kann af orðum, er þannig: „Útlendur ráðgjafi. Ábyrgðar- laus ráðgjafi. Tilíinningarlaus ráð- gjafi. Islenzkur ráðgjafi. Ábyrgð, ar-ráðgjafi. Glóandi ráðgjafi. Glap- samlegt glapstiga glapæði.“ En hann er heldur lotustuttur, svo hann stend'ur aliur á þambi ’og fjaðrirnar standa allar út í loft- ið þegar hann syngur þessa grein. Svo kemur: „Bíræfinn misskilningur. Vit- leysa. Hver heilvita maður sér. Þeir, sem einskis góðs unna ís- lendingum. “ .Éetta vóru þau fallegustu orð, sem hann hafði heyrt á æfi sinni, og hann hafði heyrt þau svo oft, að hann kunni þau reiprennandi. Nokkuð var krummi óiaglegur í gangi og flaug út á hlið, því þeg- ar hann óð ösku og eld, fékk hann glíu í augun og reif hann þau þá með klónum svo sjónin varð ekki skýr. Stálfjöður stóð í kokinu svo munninn gat hann ekki látið aft- ur, enda gargaði liann sínt og heilagt frá því kl. 5 á morgnana og til hádegis. Éegar hann söng „íslenzkur ráðgjafi" glentí hann svo mikið ginið, að smyrlar og lóur flugu í gegnum það, svo þeir vissu ekki af. Þegar hann söng: „Glóandi ráðgjafi", sáust fimm stjörnumerki milli skoltanna, en þegar hann söng: „Útlendur og tilfinningarlaus ráðgjafi", tólc undir í öUum neðribygðahvelfingum. Eins j og vænta mátti var ekkert sam- J anhengi í orðunum. Þau vóru j eins og annað hrát úr hrafni. 'Nú átti að halda forynjumót í Árasal, sem stendur á hundaþúfu í miðjum Tuddafenjum. Éar kom með mörgum fleiri höfðingjura, Leirulækjarskotta, kvennskörungur mesti og magnaðasta kjaftakind, öllu fremri en flökkukindur, sem dæma matarskamt á bæjum. Faðir Leirulækjarskottu hafði einn kost, „hægðirnar", og liann tók hún í arf eftir hann, og það lcom sér vel. Faðir hennar var kominn úr fúleggi, sem fanst í sorpræsi og var sendur með tóunni til íslands. Var hann hinn versti vættur. Fyrst byrjaði þingið með því, að tileygði Móri söng: „íslenzkur og glóandi ráðgjafi." Nokkrar eldabuskur stóðu álengdar og tóku undir: „Heyri ég fagran fugla- söng.“ Þá hóf Leirulækjarskotta máls og segir hún: „Bægifótur íslanusvon skal jafna á þeim gúl- ana. Hreppstjórarnir hans sumir og ef til vill oddvitar em að sníkja á hann eftir náðarkjúkum í háif- um hljóðum. „Bíta mundi ef gott bein væri“. Svo skuluð þér nú, virðuiegu sendlárar mínir, taka hérna við nógu af gulusneplunum til þess að æra þjóðina á þing- málafundunum. Éér kunnið her- söngvana hans tiieygða Móra. Svo skulum vér sjá, hvort ginklofa- plágunni linnir ekki og hvort til- eygði Móri getur ekki fengið frið, og hvort stálfjöðrin dignar ekki í kokinu á honum. Éá stígur Brundkrossi í ræðu- stólinn og dregur eftir sér húðina og var að naga hundsbein og japl- ar því út úr sér og segir: „Ilt er bein úr bykkjum bita.“ Síðan ræskir hann sig og segír: „Þó ég sé fákunnandi naut, sýnist mér, að Bægifótur nægi ekki með sitt eindæmi. Ef tileygði Móri gæti komið aftur goggnum, yrði hann annaðhvort að granda augunum í einhverjum Hreggviðardraugnum eða rnurka af honum hausinn." í’á tók einn árinn fram í og sagði: Ég heid að fjöðrin í kok- inu á honum tileygða Móra, sé svo stælt, að hun verði ekki deygð annarstaðar en í eldinum heima hjá mér.“ J. B. Hafa skal ráð þó úr refsbelg komi, —0— í 32. bl, „ísaf.“ stendur með stórum stöfum: „Varið yður þingmenn." Svo er spunnið háð út úr orð- um guðs sjálfs, ef háð skyldi kalla, í sambandi við að ýmsir hafa verið vantrúaðir á það, að ráðgjafinn hans Valtýs mundí endurfæða þingið. En gætum nú að, hve vel ís- lendingar hafa orðið við fortölum og áhrifum erlenda vaidsins. — Hallvarður gullskór kom ekki með neinar eldingar eða ógnanir af himnum; hann talaði mjúkt og bróðurlega, þegar hann ginti for- feður vora til að játast undir vaid og vilja Hákonar' gamla. 'Hinrik Bjelke, höfuðsmaður kom ekki í skýum himins með óþoiandi ljóma, þegar hann gínti íslendinga 1662 í Kópavogi til að sverja Frið- riki 3. Danakonungi trúnaðareið, sem einvaldskonungi. Hann sagði þeim að eins, að þetta væri gert til málamynda, og þeir skyldu eins fyrir því halda lögum sinum eftir sem áður. Síðan alþingi hófst aftur hefir það haft beztan orðstý vegna þess, að það hefir haft holla og vitra leiðtoga, ekki hafa þeir heldur birzt í þrumum og eldglæringum; þeir hafa heldur ekki vei’ið ríkis- ráðsrakkar. Þá er að athuga síð- ustu frægðarorustuna. í henni réð þroskaleysi og flónska en eng- ar guðlegar ofbirtu ofsjónir. Éað er enginn vafi á því, að persóna Valtýs og munnur lagði undir sig hálft þingið, ekki moð öðrum ljóma en skininu af dönsku stjórninni. Er þó Valtýr fremur renglumenni, dálítið lotinn í herðum, göngulagið skálmandi og lýsir ákefð. Hann kann ekkert í íþróttargönguiagi stór- menna, eða limaburði þeirra, þó lagði hann hálft þingið undir sig með tómum munninum. Skyldi það þá hafa verið erfitt fyrir íeitan og teinréttan ráðgjafa, allan gló- andi í gulli með strembinn húðar- lit valdsins á andlitinu, með íþrótt- ar göngulagi og limaburði að leggja alt þingið undir sig? Málefnið hefir engin áhrif haft á flokk þennan. Aðaláhrifin voru þau, að Valtýr og stjórnin vildu það. Flokkurinn rakst eins og strá fyrír straumi. í málinu gátu þeir naumast nokkuð skilið á jafn stuttum tíma, og undir annari eins skothríð af kappræðum, hártog- unum og ginningum. Það er auð- séð á hinum vitrustu í flokknum, að þeir liða máiið ekki sundur, eins og þeir menn eru vanir að, gera, er vaxnir eru því efni, er þeir taka til meðferðar; rfienn, sem eru óhlutdrægir, hygnir og framsýnir. Og því meira virðast flokksmenn þessir ruglast í málinu — vitringarnir nl. —, sem þeir skoða það lengur, þó þeir haldi sér alt af við sömu orðin. Þá erauð- ráðið, að málefnið hefir ekki hrifið hina aumari fremur. Svo ekki þurfti hér guðlega ofiiirtu til að blinda og drepa. Pað er engin guðs ásjóna á ísaf, Birní. 1*6 hefir það heyrst eftir skrumurum hans að míklum hluta af höfuðborginni standi geigur af honum, og hann trufli sannfæringu margra, en ekki með skynsemi. Sjálfur virðist hann ímynda sér að hann dragi einn eða fleiri þriðj- unga stjafnanna í hala sínum, en ímyndar sér þó liklega ekki að hann hafi guðs ásjónu. Sjálfan sækir háðið heim: ísaf. liggur í sila vonarinnar ineð þessari bar- áttu, sem hvorki tekur tárum né háði; það hygg ég fáir mundu kjósa sér þvílíka ánauð í reyndinni, sem hún hefir í voninni á tilkomu ráðgjafans. Hór er ekki um neinn guðdóms i ljóma að ræða, það er hjartaljómi tóunnar, sem hér er atriðið, þeg- a.r hún skjaiiar hrafninn fyrir söng- list hans svo hann míssi lcetbitann úr nefinu. J, B. *

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.