Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 27.05.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 27.05.1899, Blaðsíða 3
183 Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt upp 13. þ. m. Hann er nú 25 ára gamall. Yar meiri viðhöfn við uppsögnina nú en vanalega af þeim ástæðum. Frú Thora Mei- sted, forstöðukona skólans, skývði frá því helzta úr sögu hans og að því afloknu hélt séra Friðrik Hall- grímsson ræðu til hjónanna og færði frú Thóru 132 kr. frá nú- verandi og nokkrum fyrverandi kennurum skólans, í þakklætisskyni fyrir starf hennar og góða sam- vinnu. DAGBÓK REYKJAVlKUR. Þar eð ég hefl fengið óskir um það úr ýmsum áttum, að „Dag- skrá“ héldi áfram að flytja „Dag- bók Reykjavíkur," þar sem greini- lega væri sagt frá því, er gerðist í höfuðstaðnum á hverjum degi, verður hún tekin upp aftur í blað- ið og haldið áfram framvegis. Föstudagur 19. mai. Logn og hlýindi allan daginn; rigndi lítið eitt síðari hluta dags. Austurvöliur var þakinn svartri blæju, sem gerð var úr mykju. Mun það hafa átt að vera til prýði og tilbreytingar fyrir hátíðina, og sérstaklega til þess að fá þægileg- an ylm í bæinn. En náunginn er svo vanþakklátur, að hann kann ekki að meta þessa hugulsemi og því var það, að mörgum hraut blótsyrði af vörum, þegar þeir komu í nánd við Yöllinn eftir þetta. Vesta fór til Seyðisfjarðar og Eskifjarðar og þaðan til útlanda. Með henni fóru margir farþegar, bæði verkafólk til Austfjarða og ýmsir til útlanda. Meðal þeirra voru: Pétnr Hjálmsson, cand. theol. til Ameríku; Jón G. John- sen skósmiður, alfarinn héðan til Jót- lands með fjölskyldu sína; skáldið Tryggve Andersen, er hér hefir dvalið i vetur, til Noregs ásamt konu sinni; frú Sigríður Thejll frá Stykkishólmi,alflutt til Kaupmanna- hafnar ásamt nokkrum barna sinna; maður hennar hr. kaupm. Ilag- bert Thejll var kominn þangað á undan. Hefir hann sett upp stórt gestgjafahús í Höfn. Með frú Thejll sigldi ungfrú Elín Pálsdóttir (Jó- hannessonar kaupm.) Til Seyðis- fjarðar fór ungfrú Þórdís Guðlaugs- dóttir (sýslumanns) og Sigurður kennari frá Eyðum. Til Færeyja ungfrú Christine Möller frá Stykkis- hólmi. Láugardagur 20. Lygnt og hlýtt; haíði rignt nokk- uð um nóttina, én glaðnaði til og gerði sólskin. Komu hér inn á höfnina 2 botn- vörpuskip frá Vídalinsfélaginu og dvöldu hér yfir hátíðina. Lokað búðum kl. 6 síðd. og hringt til helgi eins og venja er til hér á öllum stórhátíðum. Hr. Siggeir Torfason byrjaði verzlun á Laugavegi 10, í húsi Schou steinsmiðs. Hr. Runólfur Pétursson byrjaði verzlun á Laugavegi 17, í húsi því, er Finnur Finnsson verzlaðí í áður fyr. Má nú„ heita að annarhvor maður sé að verða kaupmaður hér í bæ. Sunnudagur (Ilvitas.d.) 21. Lygnt og hlýtt allan daginn. Leikið á lúðra kl. 5 á Austur- velli. Var að því hin bezta skemt- un, en það dró töluvert úr henni, að margir urðu að halda fyrir vit sér er þeir gengu að vestanverðu Vallarins, því þá lagði fyrir megnan mykjuþef, sökum þess að austan- kaldi var. Það er annars bágt að vita hvenær Austurvelli verður sá sómi sýndur, að hann verði bæn- um til prýði en ekki til vanvirðu. Barnaguðsþjónusta haldin í Good- Templarahúsinu að vanda. Pré- dikaði þar Sig. kennari Jónsson og sagðist ágætlega. Er hann ræðu- maður góður, hugsar Ijóst og tal- ar skipulega og einkar lipurt fyrir börn. Staðfest 57 börn í dómkirkj- unni. * Mánadagur 22. Sama veður og daginn áður. Reykjavíkin fór skemtiferð til Akraness og kom aftur að kveldi. Lúðurþeytarafélagið lék ýms fögur lög á leiðinni. Fjöldi af „íullorðnum" stúlkum á götunum, sem höfðu verið börn daginn áður. Svo er altaf daginn eftir að staðfest er hór, þá er rétt eins og þær spretti upp á götun- um; það gerir búningurinn) þær sýnast helmingi stærri, þroskaðri og fullorðinslegri og útlitið alveg breytt. Það er líka mikill dýrðar- dagur fyrir þær „fínu “, þá byrja herrarnir að hneygja sig og taka ofan fyrir þeim. Þær eru orðnar „dömur". Umdæmisstúkan ur. 1 hélt fund í Good-Templarahúsinu kl. 4. siðd. Þar var meðal annars kosinn mað- ur i þjóðminningardagsnefndina. Þriðjidagur 23. Austankaldi, sólskin og hiti fyrri partinn, þyknaði síðari hluta dags og dró fyrir sól. Ringdi talsvert um kveldið. Reykjavíkin fór til Borgarness. Með henni kom hr. David Ostlund ásamt konu sinni; hafði harm far- ið til Akraness á mánadagimi og haldið guðsþjónustu þar í kirkj- línni. Dó Guðmundur Sigurðsson apo- i tekarasveinn hér í bænum eftir langa legu, stiltur maður og vand- aður. Miftvikudagur 24. Sunnanstormur og regn allan daginn. Kom þrísiglt timburskip til kaup- manns Björns Guðmundssonar hér í bænum. Merkisbóndi austan af landi var hér á ferð svo illa á sig kominn af ölæði að raun var á að horfa. Tveir menn hér úr bænum tóku að. sér að koma honum þangað, sem hann ætlaði að hafa náttstað, upp fyrir læk, og gerðu það þann- ig að annar hélt í hægri hönd honum og dró hann áfram af al- efli, en hinn ýtti á eftir. Maður- inn bar margra fjórðunga þungan poka á baki og létu þeir hann pínast með hann þannig á sig kominn. Höfum vér sjaldan séð aðra eins meðferð. Múgur og margmenni þyrptist að til þess að horfa á og hló dátt að. Er þetta tvöföld vanvirða fyrir oss; fyrst og fremst að enn þá skuli merkis- menn að ()ðru leyti stíga svona djúpt niður í saur og svívirðingu af völdum vínsins, og í öðru lagi það að höfuðstaðarbúar skuli vera svo þrællyndir að hafa dauðadrukna aumingja að skotspæni. Ætti þung hegning að liggja við slíku athæfi. Fimtidagur 25. Vestah kaldi og regn öðru hvoru; sólskin og hiti á milli. Kom hingað enskt herskip til eftirlita botnverpingum. Heilsuð- ust þeir „Heimdallur" og það með mörgum skotum og stórum. Ferðasaga. Eftir Loft Lausamann. —o— IV. Nú er þar til máls að taka, er ég á heimleið aftur, átti fyrir hönd- um veginn fyrir botni Hvalfjarðar. Tók ég gisting innarlega á Hval- fjarðarströndinni, og bjóst að leggja snemma upp að morgni til að ná suður fyrir Botnsvog áður en sjór félli undir' Hlaðhamar. Klukkan 3 um nóttina fór ég á fætur, og varð því að gera heim- ilisfólkinu ónæði á miðjum svefn- tíma; og þótt mér þætti súrt að rífa mig upp úr dúnsængunum, og fara út í næturkuldann, var þó óttinn fyrir Hlaðhamarsklyfi enn þá tilfinnanlegri; því satt að segja hafði ég varla hálfa ánægju af allri gestrisninni hjá bændunum fyrir norðan fjörðinn, sökum ang- istarkvíða fyrir þessum voðalegu Hvalfj arðarbotns-kl yfum. * Mér sóttist seint, einkum yfir ísinn á voginum. Var farið að falla undir hánn, og vóru hestarn- ir að kippast við og standa kyrrir öðruhvoru, er þeir heyrðu brestina og stunurnar í sjávarísnum. Állinn við suðurlandið er dýpst- ur, og var talsverður sjór runninn í hann. Sjávarís er ætíð brostinn j við löndin; þar eins og leikur hann á hjörum með sjávarföllun- um. Teymdi ég nú fyrst annan hestinn yfir álinn; jakarnir iðuðu undir lionum; einn fótur slapp of- aní, en brotnaði ekki. Nú sótti ég trússahestinn; und- ir honum sporðreistist jaki í miðj- um álnum, og hann féll í sjóinn, er tók honum í taglsmark. Ég fékk bjargað mér af jakanum upp á annan, án þess að vökna dýpra en í mitt læri, en stinga varð ég niður höndunum og vöknuðu þær upp um ölnboga. Slapp ég svo til lands. Var nú úr vondu að ráða. Hest- urinn brauzt um í vökinni og los- aði alla jaka kringum sig._ Komst ég því eigi svo nær honum, að ég næði í tauminn. Sjórinn dýpkaði óðum. Tók ég það ráð, að fara með hinn hestinn í hvarf; og fór klái'inn þá að brjótast til lands, bröltandi af einum jaka á annan. Geta má nærri um tilfinningar mínar meðan ég beið eftir að hest- urinn brytist upp úr álnum. Það mátti eins vel búast við að hann gæfist upp eða sjórinn yrði hon- um of djúpur svo hann tapaði fót- festu. Langur vegur var til bæja, fólk í svefni og enginn bátur né önnur bjargráð fáanleg, né gátu að liði komið. Ég gat því búist við að missa hestinn þarna með því, er á hon um var. Éó ég ætti það ekki, hefði ég orðið að borga það, því óvarfærni minni mátti um kenna. Og hvað fjárhaginn áhrærði, var full ástæða til að ég kviði slíkum skaða. Mikilli byrði var því af mér létt, er klárinn loks komst að landi, litið skemdur að sjá, nema nudd- aður á fótunum eftir jakabrún- irnar. En farangurinn var skemd- ur. Varð mér þá eins og telpunni, sem þótti verst um vasann sinn. Ég hugsaði til póstanna, sem voru væntánlegir á eftir mér. Þótt- ist ég nú skilja hvers vegna þeir eigi létu sér detta í hug að fara þessa leið nema um fjöru. Ein- mitt nú átti ég von á bréfi með öðrum þeirra, sem mér var meira í mun um að ekki yrði eyðilagt. Það getur verið ilt að lesa bréf, sem rituð eru smárri hönd, ef þau verða gagndrepa. Éað var 12 stiga frost og hörku landnyrðings-stormur. Hest.inn síl- aði allan og hann hríðskalf. Mig tók illilega i hendur og fætur. Hafði ég nú hestaskifti, því ég bjóst við að geta betur ha.ldið hita á vota hestinum með því að ríða honurn. En nmndi ég halda það út að lifa í 4—5 tíma svona til reika, til þess er ég næði þa'ngað, sem nóg hey væri að fá handa hestunum? Úh, fæturnir minir! Er það nú viðbragð sem klár- inn tekur! — Ég hafði óvart kom- ið við hann með fótunum, krept. þá ósjálfrátt’ upp í kviðinn, án þess að hugsa út i, að. nú voru reið- sokkarnir mínir orðnir engu betri viðkomu en skörpustu riddara- sporar. Áfram! Berja sér og berjast um — gangandi — ríðandi. Ger- ist ekkert tiðinda fyrst um sinn,

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.