Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.07.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 10.07.1899, Blaðsíða 1
DAGSKRÁ. III. No. 52. Reykjavík, mánudaginn 10. 1899. nQfTcVrQ kcmur út á hverjum ^ ^ laugardegi, árg. kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. okt. A.fgreiðfila og skrifstofa er r Lrekjargötu 4, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—5 siðd. Kaupendur „DAGSKRÁR." Hér í bænum var hvergi fáan- legur jafn stór pappír og verið hefir í „Dagskrá", ogpappírsá, er pant- aður var í hana kom eigi á þeim tima, sem til var ætlast, vóru því engin önnur ráð en að hafa þessi tvö síðustu biöð árg. í minna broti, og vonum við eigendur svo góðs til kaupenda að þeir virði það á hægra veg. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 siðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Hcimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—31 /2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. Hi/2—l1/^ síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mánd., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Ókeypis lœkning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í liv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr 16. (Y. Btrnhöft). Þingsetningin. —o— Hinn fyrsta dag júlímán. síðast-, liðinn var alþingi sett. Skömmu fyrir hádegi mættu allir þingmenn í þinghúsinu og gengu þaðan í kirkju og hlýddu þar tíðum. Séra Sigurðar Stefánssonar í Yigur sté i stólinn og sagðist honum vel eftir vanda. Síðan. gengu þing- menn aftur í þinghúsið, það er næsta hús fyrir framan kirkju- dyrnar. Þá settist landshöfðingi í forsetasæti og setur þingið í nafni konungs, og les upp ávarp til þingsins frá konunginum. Frá- sagnarvert er það í ávarpi kon- ungs að hann getur þess, að stjórn- inni hafi ekki þótt það ráðlegt að verða við bæn efri deildar. Efri deild fór þess á leit við stjórnina í þingsályktun 1897, að stjórnin léti sér þóknast að leggja fyrir al- þingi 1899 frumvarp til stjórnar- breytingar á íslandi, eins og lika er sagt í ráðgjafabréfi 26. maí 1899. Einnig er talað um rang- an skilning alþingis á stöðu íslands í líkinu í konungsávarpinu. Síðan sagði Benedikt Sveinsson þingmaður Norður-Þingeyjarsýslu, með hárri röddu: lengi lifi kon- ungur vor Kristján hinn IX. Tók allur þingheimur undir það með níföldu húrra. Að því búnu á- varpar landshöfðingi elzta þing- manninn til að setjast í forseta- sætið, en það er Sighvatur Árna- son frá Eivindarholti, sem að kunn- ugt mun um land alt, að var end- urkosinn í Rangárþingi, eftir að hann hafði sagt. af sér þingmensku því þeir viðburðir gjörðust allir með minnisverðum tíðindum. Þá er hann var kominn í forsetasætið gengst hann fyrir nefndarkosningu til að rannsaka kjörbréf, voru þau als 7, því tími hinna konungkjörnu var útrunninn, og Sighvatur hafði nýtt kjörbréf. Reyndust kjörbréfin 011 rétt. Síðan gekkst hann fyrir forsetakosningu í sameinuðu þingi. Hlaut Hallgrímur biskup Sveinsson kosningu. Síðan sté biskupinn í forsetasætið og gengst fyrir vara- forseta og skrifara kosningu í sam- einuðu þíngi. Hlaut Ólafur Bríeni varaforsetakosningu, en skrifarar í sameinuðu þingi urðu þeir Sigurð- ur Stefánsson og Þorleifur Jónsson. Pá skildu deildirnar. Gekkst ald- ursforseti efri deildar Árni Thor- steinsson, fyrir forsetakosningu og hlaut hann sjálfur kosningu, en skrifarar í efri deild eru þeir for- leifur Jónsson og Jón Jakobsson. Þá gekkst aldursforseti neðri deild- ar fyrh' forsetakosningu. Hlaut hana Þórhallur Bjarnarson. Þá sté hann í forsetasæti, lét kjósa varaforseta og skrifara. Varafor- setakosningu hlaut Jón Jensson, en skrifarar vóru valdir Einar Jóns- son og Klemens Jónsson. Þá var fundi slitið. 2. júlí lagði landshöfðinginn fram þessi frumvörp frá stjórninni: 1. Frumvarp til laga um fjár- mál hjóna. 2. Frumvarp til fjárlaga fyrir árin 1900 og 1901. 3. Frumvarp til laga um sam- þykt á landsreikninguin fyrir 1896 og 1897- 4. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir 1898 og 1899. 5. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árin 1896 og 1897. 6. Frumvarp til laga um brú og ferju á Lagarfljóti. 7. Frumvarp til laga um af- hending lóðar til vitabyggingar 0. fl. 8. Frumvarp um verzlun og veitingar áfengra drykkja á íslandi. 9. Frumvarp til laga um skip- un læknishéraða á íslandi 0. fl. 10. Frumvarp til laga um breyt- ing 48. gr. í tilskipun 4. maí 1872 um sveitarstjórn á íslándi. 11. Frumvarp tillaga um breyt- ing á núgildandi ákvæðum um lýs- ingar til hjónabands. 12. Frumvarp til laga um með- gjöf með óskilgetnum börnum 0. fl. 13. Frumvarp til laga um dag- og næturbendingar á íslenzkum skipum í sjávarháska og um ráð- stafanir, er skip rekast á. 14. Frumvarp til laga um við- auka við og breyting á tilskipun 5. jan. 1866 um fjárkláða og önn- ur næm fjárveikindi á íslandi og tilskipun 4. marz 1871 um við- auka við tilskipun þessa. 15. Frumvarp til laga um stofnun veðdeildar i landsbankan- um í Reykjayík. 16. Frumvarp til laga um við- auka við lög 13. apríl 1894 um vegi. Nokkur frumvörp eru einnig komin inn á þing, frá þingmönn- um, en hér verður ekki rúm til að telja þau upp. Helztu atriðin í ráðgjafabréfinu 26. maí 1399, eru það, að stjórn- in álíti ekki hentugt, að leggja fyrir alþingi frumvarp til stjórn- arskrárbi eytingar eins og efri deild beiddi 1897 og telur það því til fyrirstöðu, að báðar deildir þings- ins hafi rangan skilning á stöðu íslands í ríkinu, en ekki er frá því greint, í hverju þessi rangi skilningur sé fólginn og ekki held- ur hver skilningur stjórninni finn- ist hinn rétti, og því síður ástæð- ur fyrir skilningi stjórnarinnar á stöðu íslands í ríkinu. Valtýsan segir hún sé sér óviðkomandi; því hún sé frumvarp * frá prívat (ein- stökum) manni en tekur sárt til hennar og heldur henni fram og það svo mjög að hún vikur tveim- ur konungkjörnum þingmönnum frá þingsetu, afþví þeir mótmæltu frumvarpi einstaks þingmanns. Það hefði engin furða þótt, þó stjórnin hefði vikið konungkjörnu þingmönnunum úr þjðnustu sinni, hefði frumvai'pið verið frá henni sjálfri; og með þessu liggur við hún gangist við faðerni krakkans. Ennfremur er það eftirtektavert, að stjórnin talar ekkert um hvað sé réttur skilningur á stöðu ís- lands í ríkinu. I-Iún slær um sig með almennum og óákveðnum orðatiltækjum, er litla þýðingu sýn- ast hafa. En eftir á að hyggja. og að að gá: Stjórnin mun ætla oss að læra það af frumvarpi Valtýs, hvernig staða íslands eigi að vera í ríkinu, en þar er til- sögnin samt ekki greinileg: En það er hin eina breyting á stjórn- arskrá vorri, sé það samþykt öld- ungis óbreytt, er staðfest verður. Enn þá einu sinni tekur ráðgjafinn það fram, að íslands sérmál séu lögð undir atkvæði ríkisráðsins. „Það er því ekki einungis Svo, að hið umgetna frumvarp (Valtýs) var felt i neðri deild, heldur var samþykt annað frumvarp um breyt- ing á stjórnarskránni, er í fyrstu grein þess mælti svo fyrir, að lög þau og stjórnarathafnir, er snerta sérstök málefni Islands, skuli ekki borin upp i hinu danska ríkisráði, eða lögð undir atkvœði þess, en það er sama og að segja hann skuli ekki eiga sæti í hinu danska rík- isráði að þyí er snertir þessi mál- efni og kæmi það atkvæði bæði í bága við 15 og 16 gr. grundvallar- laganna og er bygð á skilningi á stjórnlegri stöðu íslands í ríkinu, sem liin danska stjórn hefir ávalt álitið rangan og því staðið í móti“. Þannig ber stjórnin enn þá of- aní spekingana, sem einir þykjast hafa vit á málinu, og hafa sett upp langar runur um það, að ís- lands ráðgjafi réði einn öllu um sérmál íslands, þó hann sítji í rík- isráðinu. Ráðgjafinn er ekki vand- ari að virðingu sinni en svo, að hann segir 1897 og 1899 að sér- mál íslands séu lögð undir atkvæði ríkisráðsins. Svo það má kalla vel trúaða menn, sem trúa á vizku og sannsögli Valtýinga ja.fnt eftir sem áður, þá er ráðgjafinn er bú- inn að bera ofaní þá alla sennuna, sem þeir hafa gert um einveldi íslands ráðgjafa i sérmálum voi- um í ríkisráðinu og alla atkvæða- þvæluna í ríkisráðinu. En dr. Valtýr hefir smeygt sér út úr þessum möskva í stjórnfræði sinni í „Eimreiðinni", því þar læt- ur hann ísland vera innlimað i Danmörku með stöðulögunum og svo á ríkisráðið í einingu að ráða yfir sérmálum íslands, hvort sein íslendingum sýnist hann ekki kom- inn í annan möskva, sem ekki

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.