Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.07.1899, Blaðsíða 2

Dagskrá - 10.07.1899, Blaðsíða 2
208 er betri. En samt er nú stjórn- vizku-„akademiet“ klofið og vís- indaflokkarnir orðnir tveir, Valtýr og ef til vill einhverjir með hon- um. Hans kenning er, að ríkis- ráðið eigi í heild sinni að ráða til lykta sérmálum landsins, því það sé innlimað í Danmörku. Hinn flokkurinn kennir það að ísland sé ekki innlimað í Danmörku eða lætur það ekki uppi, og að íslands- ráðgjafi ráði einn öllu um sérmál íslands, eða því nær og verði ekki fyrir neinum áhrifum af ríkisráð- inu. En búast má við því, að Valtýsdeildin verði ofan á. Stjórnarskrá Valtýs er komin fram í efri deild. Flutningsmenn eru þeir: Sigurður Stefánsson og Þorleifur Jónsson. hngmálafundur í Reykjavík. 29. dag júním. s. 1. —o—— Fundurinn var fjörugur og fjöl- sóttur. Þingmaður Repkvíkinga boðaður til fundarins; Þórhallur Bjarnarson stýrði fundi. í>ar voru fjörugar umræður um stjórnarbaráttuua. Þingmaðurinn minti mót.ustöðumenn sína á það, að þeir hefðu ekkert vit á málinu, hefir ætlað að draga kjark úr þeim með því, en það tókst ekki sem skyldi, Með honum voru ritstjór- ar ísafoldar og biskup, ritstjórarn- ir sýndu það að þeir eru mæta vel að sér í ísafold. Þorbjörg yfir- setukona Sveinsdóttir mikil frelsis- hetja hélt sköruglega ræðu að vanda, einnig töluðu móti Valtýsk- unni Gísli Þorbjarnarson búfræð- ingur, Björn Kristjánsson kaup- maður, Halldór Friðrikssou, Hall- dór bankagjaldkeri fór til beggja. Nokkurt is varð á þingi þegar rit- stjórar ísafoldar töluðu og fleiri þeirra fölagar. Fyrst kom tillaga frá þingmanni um það, að halda Valtýsunni fram á þingi. Þá kemux tillaga frá Gísla Þorbjarnarsyni þess efnis áð 'félla frumvarp Valtýs frá ailri meðferð á þinginu, en halda áfram stjórn- arskrárbaráttu í annari mynd. Halldór Jónsson kemur með til- lögu þess efnis að ráðgjafi íslands skuli sitja í ríkisráðinu, en svo þegar forsætisráðgjafinn sé búinn að ákveða hvað só sérmál af málum þeim, sem frá þinginu koma, skuli íslands ráðgjafi ráða þeim til lykta, einn út af fyrir sig án þess hinir í ríkisráðinu hafi nokku)- á- hrif á þau. Af þvi Gísli Þorbjarnarson hafði það í sinni tiilögu að halda skyldi áfram stjórnarbaráttu á næsta þingi, á hinum forna endurskoð- unar-grundvelli sprettur fjórða til- lagan frá Hjáimari Sigurðssyni að hætta öllu stjórnmálaþrefi á næsta þingi, hverju nafni sem héti. En í þessari tillögu sést ekki hvort fundarmönnum sé annara að fella eitt eða annað, svo hvorug tillagan hvorki Hjálmars né Gísla var að skapi fundarmanna. Allur þorri fundarmanna var á þvi að taka það sér í lagi fram að fella Valtýs stjórnarbraskið og að hreyfa engri stjórnarbótar-baráttu á þessu þingi. Hjálmars tillaga var fyrst borin undir atkvæði og samþykt með 67 atkvæðum móti 21. Hún var samþykt þó mörgum líkaði hún ekki i alla staði, því allur þorri fundarmanna vildi koma í veg fyr- ir alt stjórnmálaþref fyrst um sinn. Lánstofnun var samþykt rneð því skilyrði að hún væri ekki í sambandi við bankann. Björn Kristjánssori bar fram þá tillögu að þingið takmarkaði sem mest vöruskiftaverzlun og verk- mönnum væri borguð laun sín í penirrgum, og samþykti fundurinn það. Vínsölubann var einnig samþykt af fundinum. Óheilnœmi útl. mjöltegunda. —o— Mér, sem rita línur þessar, heflr geflst tækifæri til að athuga heilsu- far almennings víða hér á landi síðan 1868. Varð ég þá nálega eigi var við ýms þau veikindi, sem nú er farið að bóla allmikið á og einkum hafa farið sívaxandi, að því er mér virðist, síðustu 14 — 16 ár. Þessi veikindi eru: maga- sár (Ulcera ventriculi), magakvef (Catarrhus ventriculi acutus et chronicus) magakrabbar (Carsinoma S. scirrhas ventricuii), magapína (Cardialgia eða gastralgia) ogfleiri þesskonar sjukdómar. En af hverju kemur þetta? Væri Laboratoríum til þess að rannsaka. Overheadsmjölið, sem hingað flytzt og altof alment er brúkað til manneldis, mundi svarið verða það, eftir að þetta illmeltanlega mjöi væri rannsakað,að það ættijafnvel mestan þátt í þessum voðasjúkdóm- uin, sem ég hefi nefnt. En hér eru enginn áhöld til að ransaka vísindalega þá fæðu, sem fólk neyð- ist til að leggja sér til munns. En mundi ekki mega snúa sér frá Overheadmjölinu'og Ieita í banka byggi því, sem ysti við hitann? Og skyldi ekki einnig mega nefna þriðju pláguna, marglegið rúgmjöl, sem við íslendingar étum. Dessar þrjár korntegundir hefi ég skoðað í stækkunargleri og var í þeim ógrynni af smádýrum sem líktust kónguióm, en vóru í mínu gleri á stærð við sauðalús. Á kvikindum þessum var vatnsbelgur að aftan og út úr frampartinum stóðu margir smáangar. Ég sýndi þessi dýr ýmsurn merkis mönnum og urðu þeir hálfsmeikir við sjón þessa. Bér getið verið vissir um að í öllu því baukabyggi, sem ystir við hitann, eru þessar ófreskjur, því að þegar vatnsbelgurinn springur við hitann, fer vatnið úr belgnum út í mjólkina eða vatnið, sem mjöl- inu er kastað i og við þessi efni ystir vatnið eða mjólkin. Hvað haldið þið svo að þetta framleiði í maganum? Ég held hiklaust að það frara- ieiði þá sjúkdóma, er ég þegar hefl nefnt og margt fleira ilt. Læknar ættu því ítarlega að gangast, fyrir því, hver í sínu umdæmi að slík óarga fæða varði eigi hingað flutt og skora á næsta þing að gangast fyrir því, að hór verði sett upp „Laboratorium" til þess að ransaka þessháttar vörur og fleira sem al- menningur heflr sór til viðurværis. Herra G. Björnsson læknir mun vera sá eini, sem hefir boðið lið- veizlu sina til þessa og á hann þakkir skilið fyrir það. En nú verð ég að spyrja: Eru hér til svo lærðir efnafræðingar, að þeir geti ransakað efni þessi á efnafræðislegan liátt, enda þótt „Laboratorium" væri til. Ég veit ekki, en þingið ætti að vita það. En væri enginn hér til svo fær í efnafræði, þyrfti auðvitað að útvega fyrst mann, sem hæfur væri til þess. Smjörlíki var fullt af allskonar gerlum, áður enn löggjöfln tók að hafa eftirlit með því, og kveykti marga ættgenga sjúkdóma. En óvíst er hvað eftirlit löggjaf- arvaldsins yrði trygt þegar hingað kæmi. Lárus Pálsson. Leiðrétting. Svo látandi auglýsing setti hinn horfni ritstjóri í heimildarleysi móti vilja mínum og vitund í Dagskrá, meðan ég lá: „Reikningsskil og innheimtu Dagskrár annast séra Jón Bjarnason Þingholtsstræti nr. 16 Reykjavík". Hér liggur ljósast og beinast fyrir eftir orðunum að ég hafi innheimtu a skuldum Dagskrár og eigi að annast fjárhag hennar frá byrjun blaðsins og er það tvírætt og óná- kvæmt, hvort sem það er af vangá eða ásetningi vil ég til þess að koma í veg fyrir gróðavonir af þessari ónákvæmni lýsa því skýlaust yfir að óg hef einungis innheimtu á útistandandi verði fyrir 3. árg. Dagskrár, og hef ekki skuldbundið mig til neinna reikningsskila nema í hlutfalli við eign mína í blaðinu, sem ekki nær lengra en til 3. árg. Hér með lýsi ég því einnig yfir að hinir núverandi eigendur hafa keypt allar skuldir blaðsins fyrir 3. árgang. Skuldirnar eru eins og allur arður sem blaðið gefur af sér eign hinna síðustu kaupenda sem nú eru eigendur og má hver mað- ur skilja sem nokkra hugmynd hefir um eignarrótt að hann getur ekki og heflr engan rétt til að taka eignir annara manna uppí skuldir Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar eða hvers manns, sem væri. Prentvilla í siðasta bl. 3. síðu 4. dálki Jónsson fyrir Jósefsson. Fyrir notkrum árurn var ég orðiu ffljög veikluð innvortÍB af magaveiki með eáruin bringspalavorl:, avo að ég að eins endrum og sinmim gat gengið að vinnu. Árangurslaust reyndi ég ýms allöopatisk og homöopatisk meðul að lækna ráðum, en svo var mér ráð- lagt að reyna KÍNA-LÍFS-ELIXÍR hr. YALDIMARS PETERSENS í Frið- rikshöfn, og undir eins eftir fyrstu flöskuna, sem ég keypti, fann ég að það var meðal, sem átti við minn sjúk- dóm. Síðan hefi ég keypt margar flösk- ur og ávalt fundið til bata, og þrautir mínar hafa rénað, i hvert skifti, sem ég hef brúkað elixírinn; en fátækt mín veldur því, að ég get ekki ætíð haft þetta ágæta heilsumeðal við hendina. Sarnt sem áður er ég orðin talsvert betri, og er ég orðin viss um, að mér batnar algorlega, ef ég hold áfram að brúka þetta ágæta meðal. Eg ræð þvi öllum, sem þjást af sams- konar sjúkdómi til að reyna þetta bless- aða meðal. Litla-Dunhaga. Sigurbjörg Magnúsdóltir. Vitundarvottar: Olafur Jónsson. Jón Arnfinnsson. I næBtliðin 3!/2 ár hefi ég legið rúm- fastur og þjáðst af magnloysi í tauga lcerfinu, svofnleysi, magaveiki og melt- ingarleysi; hefi ég leítað margra lækna, en lítið dugað, þangað til ég í desem- bermánuði síðastliðnum fór að reyna KÍNA-LÍFS-ELIXÍR lierra YÁLDI- MAKS PETERSENS. Þogar ég var búinn með 1 flösku, fékk ég góðan svefn og matarlyst, og oftir 3 mánuði fór ég að stíga á fætur, og hefi ég smá- styrkst það, að ég er farinn að ganga um. Ég er nú búinn að brúka 12 flösk- ur og vona með stöðugri brúkun elíx- irsins að komast til nokkurnveginn góðrar heilsu framvegis, og ræð ég þesB vegna öllum, sem þjást afsams- konar sjúkdómi, til að reyna bitter þenna sem fyrst. Villingaholti. Helgi Eiríksson. Við brjóst- og bakverk og fluggigt hefi ég brúkað ýms meðul, bruna og blóðkoppa, en alt árángurslaust. Eftir áeggjan annara fór ég því að reyna KÍNA-LÍFS-ELIXIR horra VALDE- MARS PETERSENS í Friðrikshöfn, og þegar áður en ég var búinn moð fyrstu flöskuna, var mér farið að létta og hefir batinn farið vgxandi, þvi leng- ur sem ég hefi brúkað þennan afbragðs bittcr. Stóra-Núpi. Jómfrú Guðrún Einarsdóttir. Kína-lifs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eftir V P því, að " standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumið- anum: Kínverji með glas í hendi, og firma-nafnið: Valdemar Peter- sen, Frederikshavn. Danmark. Utgefandi: f'élag eitt I Roykjavík. Abyrgðarm: Jón Bjarnason. Aldarprent-smiðj a.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.