Alþýðublaðið - 01.01.1906, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ.
4 til 5 ár verði farinn að borga
þeim fyrirhöfn þeirra. Yrði hann
svo vel hirtur í 8 til 10 ár, er ekki
ósennilegt, að hann mundi vera bú-
inn eftir þann tíma, að bera þeim
svo mikinn arð, að nema mundi
10X15 kr., fyrir utan þann heiður,
sem þau væru búin að ávinna sér
með dugnaði sinum og atorku.
Vilji bóndinn hafa vinnuhjú sitt
hjá sér lengur en 1 ár, er honum
það innan handar, en til þess verð-
ur hann að leggja eitthvað i söl-
urnar. Hátt kaupgiald er ekki altaf
það eina, sem útheimtist til þess.
Hann verður meðal annars að
leggja niður 14 til 18 tíma vinnuna
um sláttínn, og eins við tóvinnuna
að vetrinum til. Vinnuhjúin eiga með
réttu heimting á að fá að minsta
kosti 1 klukkutíma frían á degi
hverjum, sem þau geta algerlega
notað í sínar þarfir.
Þau eru ekki skyldug að vinna
takmarkalausan tíma daglega, alt
árið um kring; slikt er ekkí sam-
boðið frjálsum mönnum.
Vöggur.
ísland og1 íslending'ar.
Daniel Bruun höfuðsmaður heíir
ritað grein með þessari fyrirsögn í
danska almanakið »Danmark« (1906),
og fylgja henni 5 myndir. Greinin
er stutt en gagnorð lýsing á landi
og þjóð og' atvinnuvegum.
Hann segir meðal annars:
íslendingar hafa alla tíð átt því
láni að fagna, að vera að mestu
leyti frjálsir og óháðir, og aldrei
liafa þeir þurft að kveðja almenn-
ing til vopnaburðar móti yfirgangs-
seggjum.
Einokunin mun vera það, sem
mestan kjark og kraft hefir dregið
úr þjóðinni. En aldrei hefir frelsi
einstaklingsins verið fótum troðið,
og aldrei hafa þeir þurft nauðugir
að heygja sig undir harðstjóra. Þeir
hafa heldur aldrei kunnað að smjaðra
og knékrjúpa fyrir yfirboðurum sín-
um. Hver og einn hefir getað fylgt
sjálfstæðisþrá sinni eftir vild. En
þeir hafa heldur aldrei lært að beygja
vilja sinn fyrir því, seni almenningi
væri til heilla, heldur hefir hver
viljað pota sér.
Þó segia megi, að íslendingar
standi framarlega meðal frjálsra
þjóða, þá skal það þó tekið fram, að
þá vantar algerlega þekkinguna á
því, hve afar mikla þýðingu það
hefir að kunna að hlýða. Þeir eiga
erfitt með að láta eigin hag og
meiningar lúta í lægra haldi, hvernig
sem á stendur.
íslendingar eru framúrskarandi
gáfaðir; ættjarðarást, sjálfstæðistil-
finning og frelsisþrá þeirra er ó-
takmörkuð. En að fylkja sér undir