Alþýðublaðið - 01.01.1906, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ.
þjóðinni, að menn dæma ekki lög-
in eftir þeim flokk eða þeim mönn-
um sem flytja þau, heldur eftirþvi,
hvort þau í raun og veru eru vond
eða góð.
í flestum tilfellum er hætt við að
rétti lítilmagnans sé hallað, ogverð-
ur hann því oft og einatt að líta
rétt sinn fyrir borð borinn sakir
síns vanmáttar. Þetta er hið fyrir-
litlegasta ranglæti sem hverjum vel-
þenkjandi manni á að vera umhug-
að um að útrýma. Valdhafar og
auðmenn eiga einkarhægt með að
ná rjetti sínum í flestum tilfellum;
og stundum gera þeir það líka með
svo miklu ofurkappi og með svo
mxkilli frekju. að úr þvi verður hið
svæsnasta ofríki, sem ótal saldausir
mega beygja sig undir, vegna sinn-
ar fátæktar og lítilmensku.
Hin eina vörn móti þessu er, að
verkmenn myndi félag til stuðnings
hver öðrum.
Eins og kaupmenn og iðnrekend-
ur hafa ákveðið verð á vörum sín-
um og öðru sem þeir láta framleiða,
eins er það ofureðlilegt, að verk-
menn setji ákveðið verð á þá einu
vöru, sem þeir hafa á hoðstólum:
vinnukraftinn.
Það má líka ganga að því vísu,
að margir góðirmenn mundu styðja
slíkan félagsskap, menn, sem eru
framsýnir og hagsýnir, með einbeitt-
an vilja og sanna föðurlandsást, og
sem láta sér eins ant um rétt hins
snauða og volaða eins og hins betur
megandi. Og þá mnndi sá orðróm-
ur deyja út, að skipstjóri hafi látið
skipverja sína greíða atkvæði í þarf-
ir þess flokks, sem liann var hlynt-
ur, eða að kaupmaður eða iðnrek-
andi hafi skipað þjónurn sínum að
greiða atkvæði eftir þvi, sem honum
þótti við eiga.
Verkmenn! Verið nú samtaka!
Á. J.
★ ★
Aths.: Ritstjórn blaðs þessa er fús á að
gefa pær leiðbeiningar í pessu efni, sem
hún frekast getur.
Maxim Gorki
höfundur sögunnar sem fylgir
þessu blaði, er rússneskur alþýðu-
maður og er af mörgum talinn vera
mesta skáld sem Rússland á. Hann
hefir gefið út fjöldamargar sögur
(flestar þó stuttar) og nafn hans
þekkist um allan heim, þó er hann
ekki nema liðugt þrítugur að aldri.
Hann hefir ekki stundað nám við
neinn skóla, er að eins sjálfmentað-
ur. A unga aldri lærði hann bak-
araiðn, en ekki hefir hann verið
stöðugur við þá atvinnu, heldur
hvarflað sem landshornamaður um
Rússland þvert og endilangt og aflað
sér brauðs á þann hátt, sem hægast
var í hvert sinn. Slíkt er alsiða á Rúss-
landi, þó ekki þekkist það hér á
landi.