Alþýðublaðið - 21.02.1907, Side 3

Alþýðublaðið - 21.02.1907, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ekki, en þó gizka ég á að hún hafi verið meiriháttar herkona, því hún átti að taka á móti inngangs- eyrinum. Þegar ég hafði greitt gjaldið, gekk ég inn í salinn. Rúm- gott er þar inni og bekkir á báðar hliðar, en gangur eftir miðju gólfi. Á að gizka 100 manns var á sam- komunni það kvöld. Þetta var í »bænavikunni«, sem þeir kalla, hinir sameinuðu pré- dikarar hér í bænum. Fyrir aftan bekkina er töluvert rúm, — »standandi pláss« fyrir þá sem ekki geta setið kyrrir, en þurfa stöðugt að vera á gægjum. Og þeir gægjast og þœr líka. Adjútantinn var að tala. Og ekki stóð í honum. Lítið skildi ég núsamt afþvi, því hann talaðibæði á íslenzku og dönsku —í einu. Það mál sem þannig er undir komið, er vanalega kallað hrognamál. Þeg- ar hann lauk máli sínu, sá ég á honum, að hann var vel ánægður með ræðuna. Og þá var mér nóg. Nú varfarið að syngja. Það var »blandaður kór« og var spilað und- ir á »gítar«. Nú hóf ein af herkonunum upp raust sína. Henni var svo liðugt um mál, að Stebbi Kjalarneskjaft- ur kemst þar í engan samjöfnuð. Og gat hann þó komið út úr sér orði. Hún ætti að komast í milli- landanefndina, Meðan hún talaði, sat herfólkið hljótt og horfði í gaupnir sér flest af því. Frá því heyrðust þó eins og andvörp eða stunur. ■ Þegar ræðukonan þurfti að draga andann, skiptist það um að segja, svo hátt að heyrðist um salinn: Ah-ah! Oh-oh! Jah-jah! Þegar hún hafði tokið máli sínu — sem ég var þó farinn að halda, að yrði ekki fyrst um sinn — var farið að syngja. Svona gekk það koll af kolli. Þegar »adjútantinum« þótti nóg komið af svo góðu, talaði hann til samkomunnar nokkrum orðum um syndsamlegt líferni og afturhvarf (sem mér, satt að segja, virtist hafa sárlítil áhrif) og gat þess að lok- um, að nú kæmi »offíséri« til þeirra með baukinn, og beiddi menn, í guðsþakkarskyni að gefa dálítið ríflega. Þá fór að koma los á samkom- una og fóru rnenn að tínast út. Ég lagði nokkra aura í guðs- kistuna og gekk síðan burt. Argus. Simskeyti frá útlöndum til Alpbl. frá R. B. Khöfn, 14. febr., kl. 6 síðd. Hásætisræðan enska boðar ír- um sjálfstjórn. Gufuskipið Lochmond fra New York rakst á skip frá Rhode-Is- land og sökk. Fórust þar 182 menn, en 19 var bjargað. Khöfn 19. febr., kl. 6'h síðd. Ritstjóri danska blaðsins »Danne- brog« dó í gær. Nýlega er dáinn Carducci skáld í Bologna á Ítalíu. Stofnunin »Nýtt dansk-íslenzkt verzlunarfélagv,, sem hefir 4 milj. kr. höfuðstól, ákvað á laugardag- 36 JULES VERNE. »Nú. hr. Aronnax, má ég fylgja yður til borðs? Morgunverðurinn er tilbúinn«. Ég snæddi morgunverð með skipstjór- anum og var hjá honum það sem eftir var dagsins. Fór hann með mig fram og aftur um skipið og sjmdi mér alt sem markvert var, sem var æði margt. Var hann hinn þægilegasti viðmóts og leysti úr öllum spurn- ingum með alúð og nákvæmni. Við fórum fyrst eftir löngum gangi, sem var uppljómaður af rafmagnsljósi. Þaðan fórum við inn í borðstofuna. Þar var rúm- gott inni og snyrtilega um gengið. Húsgögn vóru öll úr eik og greipt filabeini. Skápar vóru skreyttir dýrum krystöllum og stóðu á þeim og svo borðinu skrautmunir úr dýrum málmum og hreinu postulíni. Þaðan fórum við að skoða bókasafn skipsins. Bókaskáparnir þöktu veggina frá gólfi upp í loft. Borð mikið stóð á miðju gólfi en legubekkir á tvær hendur, fóðraðir dýrindis skinni. Öll vóru húsgögn þessi úr svörtum palísanderviði og koparrend víða. í safni þessu sagði Númi að væru tólf þús- und bindi, og væri mér heimilt að nota það eftir vilja og þörfum. Þessu boði varð ég mjög feginn, upp á framtíðina. Þar var samankomið úrval úr bókmentum allra þjóða, og urmull af vísindabókum, SÆPARINW. 33 að komnir. En í þetta sinn var það Konsæll sem sagði frá, með allri þeirri kurteisi og formkreddum, sem honum var lagið. En árangurinn varð alveg sá sami, — alls eng- inn. Ókunni maðurinn snéri sér nú að föru- naut sínum og mælti við hann nokkur ó- skiljanleg orð. Svo fóru þeir út úr herberg- inu báðir. Skömmu seinna opnaðist hurðin á ný og kom inn þjónn með þur föt. Þótti okkur Konsæl gott að fá fötin, en Ned Land sefaðist ekkert fyr en þjónninn Ioks kom með mat; þá var eins og h5'rnaði yfir Kanadamanninum. Að lokinni máltíð lögðum við okkur fyrir og sváfum vært og lengi. Þegar við vöknuðum og vórum að nudda stírurnar úr augunum, vissum við ekki fyr af, en skip- Stjórinn snaraðist inn í herbergið. Hann stóð kyr stundarkorn og virti okkur fyrir sér. Svo hóf hann máls og talaði á hreinustu frönsku: »Herrar góðir! Mér er jafnlétt um að tala frönsku eins og þýzku og ensku. Ég skildi því mæta vel alt það sem þið sögðuð. En ég vildi fyrst vita deili á ykkur og íhuga svo málið í næði. Ég hefi verið í miklum vafa um, hvað gera skal við ykkur. Þið er- uð komnir hingað á skip mitt fyrir sakir

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.