Alþýðublaðið - 24.03.1907, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1907, Blaðsíða 3
ALPÝÐUBLAÐIÐ 23 unglinga gædda nógum gáfum og hæfileikum standa í striti við alt önnur störf en náttúran hefir ætlað þeim að vinna. Það hlýtur hverj- um manni, sem ann mentun og framförum, að renna til rifja, að sjá góða og mikla hæfileika slíkra ungmenna verða að engu fyrir á- hrif annars starfa, sem þeim er óeðlilegur. A því skeri strandar fjöldi ungmenna og er aldrei bjargað. Af þeim eru sprotnir margir gallar alþýðunnar, sérstak- lega þeir, sem nefndir eru í fyrri hluta greinar þessarar. Til þess að ráða bót á þessu, eru, að mínu áliti, unglingaskól- arnir eina og áreiðanlegasta með- alið, ef þeim er réttilega stjórnað. Þar fá börnin tækifæri til að halda áfram námi sínu eftir ferminguna og þar fá þau fyrst rétta hug- mynd um það, sem þau hafa lært ‘ og lesið. Skólinn verður sam- eiginlegt heimili þeirra og þau umgangast hvert annað með alúð og vinarþeli. Þau læra þar kurt- eisa framkomu, stundvisi og góða siði. í stuttu máli: börnin verða mentuð. En skilyrði fyrir þessu er, að valdir séu góðir kennarar, því eftir því verður árangurinn. Þess konar skóla ætti að setja á stofn sem fyrst, víða um landið. Fé því, sem landsjóður greiddi til þeirra, væri betur varið en því, sem hann veitir sumum umgangs- kennurunum. Að visu eru slíkir skólar dýrir og erfitt að nota þá í mörgum héruðum landsins, en alt er mögulegt með öruggum vilja og samtökum. En því er ver og miður, að menn hafa á móti stofnun svona skóla og jafn- vel þeir menn, sem helzt eiga að sjá um fræðslu unglinga, nefnil. prestarnir. Sem dæmi skal ég nefnu það, að sóknarpresturinn hér í sveitinni stóð þvers um í þeirri götu og svo tóku undir- tillur hans í sama strenginn, og gátu svo kveðið niður þessa fræð- slustofnun, sem einn af hinum fáu framkvæmdarmönnum hér vildi koma á fót. Eg óska, að þess konar stofnanir komist upp, því þá fyrst fer barnakenslan að háfa árangur, en fyr ekki og þá munu hverfa margir þeir gallar, sem fylgja íslenzkri alþýðu og ekki eru samboðnir sannri mentun. Þeir, sem eiga að sjá um fræðslu- mál alþýðunnar, ættu að gera frekari ráðstafanir, en verið hefir, til að menta hana, því hún er skamt á veg komin og svo mun jafnan verða, meðan unglingarnir fá að hætta námi með fermingunni, Mentið alþýðuna betur! Víðförull. Símskeyti frá útlöndum til Alpbl. frá R. B. Khöfn 19. marz., kl. 5,25 m. síðd. Mælt er, að konungur leggi af stað til íslands 24. júní og komi aftur úr förinni 20. júlí. Hann og Haraldur prins verða með gufu- skipinu Birma, en þingmennirnir með öðru skipi; þeir hafa tveggja daga viðdvöl í Færeyjum. Koma við í Kirkjubæ. Námasprenging mikil varð í Kleinrossien í Rínarlöndum, 714 menn mistu lífið. Dáinn er í París Berthelot, efna- fræðingur og þingmaður í öld- ungadeildinni. 56 JDLES VERNE. Iegum sundtökum, fór upp að yfirborðinu til að anda og kafaði svo aftur niður í djúpið. »Þarna er maður, sem liggur við druknun«, sagði ég. »Við verðum að bjarga honum!« Númi svaraði ekki, en laut fast að glugga- rúðunni. Maðurinn í sjónum kom rakleitt að glugg- anum, lagði andlitið að rúðunni að utanverðu og skifti nokkrum merkjum og bendingum við Núma skipstjóra. Svo synti hann upp að yfhborðinu aftur og sá ég hann ekki framar. Þó mér þætti þessi óvænti alburður furðu gegna, hafði þó einn hlutur vakið athygli mína. Þegar menn þessir nálguðust hvor annan, sinn hvoru megin við gluggarúðuna, sá ég óðara, að þeir vóru af sama kyni báðir. Flaug mér þá í hug, að þessi undarlegi skipstjóri mundi vera Indverji, enda þótt hann talaði eins og mentaður Vesturlandamaður. Sundmaðurinn leit út fyrir að vera almúgamaður, en eftir látbragði Núma og andlitsfalli að dæma, mátti ætla að hann væri frjálsborinn aðalsmaður af góðu bergi brotinn. Númi skipstjóri fór yfir i hinn enda sals- ins og opnaði kistu, sem stóð þar. Hann tók upp úr henni böggla marga, athugaði þá vand- lega og raðaði þeim svo niður aftur. í bögglum þessum var tómt gull. Gizkaði ég á, að í kist- unni væru fimm miljónir króna í gulli. 8Æparinn. 53 mundi standa í sambandi við það, sem gerst hafði daginn áður, og var meira í mun að fá vissu fyrir því. Númi fór með mig aftur í skipið og lauk upp einum hásetaklefanum. Komum við þar inn í rúmgott herbergi, og var það uppljómad af rafljósi. í fleti út við þilið gegnt dyrunum lá maður. Sá ég þegar, að hann var sár en ekki sjúkur. Ég laut niður að honum og los- aði um blóðugan léreftsrenning, sem bundinn var um höfuð honum. Hann kveinkaði sér ekki hið minsta, en starði á mig með stirðu og sljóu augnaráði. Sárið var hroðalegt. Hauskúpan var brotin og heilinn skaddaður mikið. Bólga var farin að myndast í sárinu og hafði þegar gert manninn alveg tilfinningarlausan. »Hvernig hefir maðurinn hlotið þetta sár?« spurði ég. »Skipið rakst á«, sagði Númi. »Við það brotnaði járnteinn í yélrýminu og féll í höfuð honum«. Ég horfði steinþegjandi á særða mann- inn. Hann var ungur að aldri, fríður sýnum og svipmikill og bar sömu þjóðerniseinkenni og aðrir þar á skipinu. »Hann skilur ekki frönsku«, sagði Númi, »svo yður er óhætt að tala«.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.