Alþýðublaðið - 07.04.1907, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.04.1907, Blaðsíða 2
26 ALÞÝÐUBLAÐIÐ harðstjórnar og einokunar af völd- um Dana. Yið þau kaun hlaut J. S. að koma, jafnvel þótt Dön- um væri það ógeðfelt. Við íslendingar höíum ekki önn- ur vopn í höndum til þess að rétta hluta okkar í viðskiftunum við Dani, heldur en forn þjóðrétt- indi samkvæmt sögulegum stað- reyndum, ættjarðarást okkar og trygð við þjóðernið. Öllum þess- um vopnum verðum við að beita og draga hvergi af. Því meiri liroka, rangsleitni og íyrirlitning sem Danir svna okkur í viður- eigninni við þá, því fremur ríður lífið á, að vera sem bezt sam- taka í því, sem trygt getur þjóð- erni okkar. En til þess að glæða þjóðernistilfinninguna, er barátt- an fyrir sérstökum fána eitthvert hezta meðalið. Það er tilvinn- andi, þótt það færu nokkur ár í að fá hann löggiltan, enda getur hann nú þegar náð tilgangi sin- um að þessu leyti fyrir því. Eng- inn sjálfstæður búandi eða borg- ari, sem á sjálfur ibúðarhús sitt, þarf um nokkurt leyfi að sækja, þótt hann vilji það fyrir málið vinna, að efna sér fánans íslenzka og draga hann á stöng. Hvað því viðvíkur, að fánamál- ið sé borið upp á óheppilegum tíma, þá sé ég ekki, að svo sé. Þegar einhver tilslökun hefir feng- ist á stjórnarhögum okkar, hafa Danir ávalt viljað skoða slíkt sem fullnaðarúrslit, er við yrðum að una við um aldur og æfi. — Eftir að búið væri að gera út um sam- band landanna ísl. og Danm., er þvi alls ekki víst.hvort betur gengi að hrinda málinu áleiðis. Eftirtektavert er það, að jafn- aðarmenn i Danmörku eru einu mennirnir þar, sem hafa getað litið hlutdrægnislaust á kröfur okk- ar og skilið í þvi, hvers vegna ís- lendingar vilja setja glögg »landa- merki« milli íslands og Danmerk- ur, milli íslenzkra og danskra hagsmuna, þar sem þeirgeta kom- ið i bága innbyrðis. Danskir auð- menn eru farnir að líta hingað hýru auga og langar í auðæfi þau, sem nú liggja ónotuð hjá okkur í skauti náttúrunnar. Vilja þeir nota sér þann misskilning landa sinna á réttarstöðu okkar, að ís- land sé ekki annað en hérað úr Danmörku og megi þeir því hafa það fyrir féþúfu, án þess að ís- lendingum komi það meira við en öðrum þegnum Danakonungs. Við eigum því í vök að verjast: á aðra hliðina stirfni og óbilgirni stjórnmálamannanna, en á hina ágirnd og yfirvofandi kúgun auð- valdsins. — Aðalverkefni jafnað- armanna og alþýðuvina er að veita auðvaldinu viðnám, hvar um víða veröld sem það reynir að klófesta þjóðir og einstaklinga. En eitt er alveg víst og það er, að þótt inn- lcndir auðkýfmgar og yfirgangs- seggir séu síður en svo eftirsókn- arverðir, þá eru þó hinir útlendu margfalt verri. Þeir rýja landið, lifa svo í dýrlegum fagnaði heima fyrir og styrkja auðvaldið í heim- inum á kostnað alþýðu og vinnu- lýðs. Þeir lama sjálfstæðishug- sjónir þeirrar þjóðar, sem orðið hefir fyrir hinum þungu búsifjum af þeirra völdum, svo að hún bíður þess ef til vill seint bætur. Þarf ekki að ganga í grafgötur til að finna þessum orðum stað. Það hefir nú verið sagt, að af því að við íslendingar værum svo fátækir, að við ættum t. d. ekkert kaupskip, væri meiningarlaust fyr- ir okkur að eignast fána. Það bæri jafnvel vott um stærilæti eða eitthvað því um likt. En þar til er því að svara, að svo framar- lega sem íslenzka þjóðin á nokkra framtíð í vændum, — og það von- um við allir —, þá hlýtur kaup- skapur og sigling að komast smám- saman í hendur landsmanna sjálfra. Fáninn á að hvetja alla góða drengi til að ná þessu takmarki. Við íslendingar erum »ríkir í fátæktinni«. Við eigum móður- málið okkar, bókmentir fornar og nýjar og svo — landið »fagurt og frítt«. Fyrsta skilyrðið til að halda þessu öllu saman er það, að við merkjum okkur það og vör- umst að »slá i brall« við útlenda uppvöðsluseggi, þótt þeir væru fúsir á að »rugla saman reitum sínum« við okkur, til þess að hafa okkur að ginningafíflum. Að sumri stendur mikið til. Þá ætlar konungurinn sjálfur að auð- sýna okkur þá náð að stiga hér fæti á land ásamt fríðu föruneyti. Má þá búast við fleðulátum mikl- um og tildri »Danskinum« til dýrð- ar. Sjálfsagt verður þá ekki sparað að veifa »Dannebrog«. Fyndist mér þá eitthvað heilnæmt við það, að sjá íslenzka fánann jafnhliða hinum blakta á stöngum hér. Er svo sem mér virðist að mörgum íslending' yrði hann sem hressandi andvari, er tempraði loftslagið P. * * * Þetta fánamál er búið að taka upp meira rúm í blaðinu en góðu hóíi gegn- ir og verður þvi ekki farið frekar út í pað að sinni. Ég hefi orðið pess var, að nokkrir pungt haldnir flokkarigs- sjúklingar hafa kveinkað sér við pessi afskifti blaðsins af pvi máli og brígsl- að pví ýmist um flokksfylgieða stefnu- leysi. Pó ég geri ekki ráð fyrir að margir menn séu orðnir blindir og heyrnarlausir af pólitiskum æsingum, skal ég samt drepa hér á atriði, sem þó liggja í augum uppi hverjum manni, sem lesið heflr blaðið frá upphafi. Blaðið fylgir ekki að málum neinum sérstökum stjórnmálaflokki, peirra, sem nú eru uppi í landinu. En pað ljær rúm aðsendum greinum frá alþýðu- mönnum, séu pær vel ritaðar og nokk- urs nýtar. Fylgi nafn eða merki höf. pess konar greinum, tekur blaðið enga ábyrgð á efni þeirra eða skoðunuro þeim, sem koma par fram. Ritstj. Húsbrunar. Þurrabúð Jóns Jó- hannessonar í Bakkagerði í Borg- arfirði (eystra) brann annan í páskum um kvöldið, með því sem í var innanstokks. Húsið var vá- h’ygt fyrir 500 kr. og innanstokks- munir fyrir 500 kr. Aðfaranótt 29. f. m. brann til kaldra kola ibúðarhús Sveins Jónssonar snikkara í Stykkishólmi. Kviknaði í tveim húsum öðrum, sem stóðu þar nærri og stór- skemdust bæði, en varð bjargað frá algerðum bruna. Fólk bjargaðist með naumindum úr húsi Sveins, en innanstokksmunir brunnu all- ir, svo og matvæli og annað, er þar var geymt. Húsið var vá- trygt, en skaðinn þó metinn mik- ill. Upptök eldsins ókunn. Þýzkalandskeisari er sagt, að ætli að leggja sjó undir kjöl og sigla hingað til lands í sumar eð kemur. Verður óvanalega kóng- ótt hér á landi þá og líkindi til, að höfuðborgin Reykjavík reyn- ist nokkuð lítil og fátæk til að hýsa höfðingjana og hyski þeirra. Væri óskandi, að enginn misti vit- ið af áhyggjum út af þvi, því nærri hefir það legið áður, þegar útlendinga hefir borið hér að garði, þó ótignari hafi verið en þessir piltar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.