Lögberg-Heimskringla - 27.08.1959, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 27.08.1959, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1959 MINNI ISLANDS Frá bls. 1. þetta land íss og elda. íslenzkt landslag býr yfir fegurð, sem er frábrugðin öllu því, sem eg hefi séð annars staðar. Það er ekki að undra þó að Island hafi alið jafnmikla listmálara og þá Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Þegar við komum aftur frá Gulfossi, sá eg Ása- koti bregða fyrir í fjarska. Á þeim bæ ól móðurfólk mitt aldur sinn í marga ættliði. Við námum og staðar í Skálholti og héldum síðan sem leið ligg ur til Almannagjár, Lögbergs og Þingvalla, þar sem Alþingi íslendinga kom fyrst saman árið 930. Daginn eftir fórum við að Hveragerði, þar sem gróðurhúsin fögru eru. Einnig lögðum við leið okkar til Bessastaða, aðsetur forseta Islands. Þaðan er fagurt út- sýni til sjávar. Eg gæti flutt langa ræðu um Reykjavík—borgina, þar sem fortíð og nútíð renna sam an í eina heild. Eg gæti talað um hreinlegt yfirbragð hý- býla og gatna og um vöxt og viðgang bæjarins, en hér gefst ekki tóm til þess. En hrifinn varð eg er eg sá húsið sem fað ir minn byggði, áður en hann fór til Kanada. Það er ennþá kallað “Stefáns-hús”. Eg veit, að mér leyfist við þetta tækifæri að láta í ljós þakklæti mitt fyrir hinn mikla heiður, sem forseti ís- lands sýndi mér með því að skipa mig stórriddara hinnar íslenzku fálkaorðu. Mun eg nú ekki dvelja leng ur við “persónulegar” endur- minningar frá hinni ógleym- anlegu Islandsferð okkar. Er eg þá kominn að aðal- efni ræðu minar í dag, það er að segja þeirri spurningu — hverjir séu þeir aðaleiginleik- ar sem hafa gert okkar fá- mennu þjóð að þeirri stórþjóð sem hún er í raun og veru? Sumir vilja líta þannig á, að íslenzkar bókmenntir og sér- staklega gömlu sögurnar og gullaldar skáldskapurinn séu stærsti þátturinn í framsókn og frægð þjóðarinnar. En þótt hinar norrænu bókmenntir, sem ritaðar voru á Islandi, séu í heiðri hafðar ásamt með öðrum klassiskum heimsbók- menntun, þá lít eg svo á, að sjálfstæðisandinn og frelsis- þráin séu þeir hyrningarstein- ar, sem íslenzk þjóð hefir byggt á. Það voru þessi öfl, sem knúðu íngólf Arnarson og félaga hans að leita til ís- lands, árið 874 eftir orustuna við Hafursfjörð. 1 stað þess að beygja sig undir yfirráð Har- alds hárfagra flúði hann með allt sitt skyldulið í leit eftir sjálfstæði og frelsi sem týnzt hafði á landi feðra hans, og hann fann það sem hann leit- aði að á fjarlægri eyju við yzta haf. Hér má greina þá þræði, sem lágu til stofnunar hins forna lýðveldis. Þessi öfl gáfu þjóðinni áræði og þrótt í lífsbaráttunni um aldarraðir, og svo mun verða í framtíð- inni. Nú eru liðin 46 ár, nærri hálf öld, síðan eg mælti fyrst fyrir minni íslands á íslend- ingadegi. Það var hér á Gimli árið 1913, en þá var eg ný- lega kominn heim hingað eft- ir þriggja ára dvöl í Englandi. I þeirri ræðu mintist eg á þjóðernistilfinningu og þjóð- ernismeðvitund, sem væri orð in sterkur þáttur í íslenzku þjóðlífi. Eg gerði stutt yfirlit í þessu efni yfir nokkur atriði í sögu þjóðarinnar. Eftir að Ingólfur og menn hans höfðu setzt að búi sínu, sigldu marg- ir í kjölfarið til íslands frá Noregi og vestanverðu írlandi og Skotlandi. En það var ekki fyrr en árið 930 að fyrsta lýð- veldið var stofnað og hið fyrsta alþingi kom saman á Þingvöllum. Hér er ekki unnt að skýra ítarlega frá stofn- skrá hins nýja lýðveldis. Laga bálkur sá sem Úlfljótur samdi í Noregi var í gildi tekinn sem lög þjóðarinnar, og alþingi hlaut löggjafar- og dómsvald. Það hafði úrskurðarvald í öll- um efnum, andlegum og tíma- legum. En það sem merkileg- ast var um stjórnskipun hins nýja lýðveldis var að þar var ekkert framkvæmdarvald. Eftir því sem eg bezt veit, þá hefir aldrei verið annað ríki með samskonar stjórnskipan. Alþingi var hvorttveggja í senn dómstóll, sem kvað upp dómsúrskurði og löggjafar- samkunda sem setti lög. En það var ekkert framkvæmdar vald, sem fylgdi fram gildis- töku laga né ákvæðum þeirra. Eina stjórnin sem viðurkenn- ingu hlaut voru lögin í sjálfu sér, og sú ábyrgð hvíldi á herðum einstaklingsins að sjá svo til að þeim væri fram- fyigt- Hið forna lýðveldistímabil var gullöld íslands, þegar hin- ar ódauðlegu sögur og Edd- urnar voru ritaðar. En inn- byrðis óeirðir og barátta urðu til þess að koma í veg fyrir frekari viðleitni á því sviði ,og að lokum, 1262, féll ísland undir Noreg og síðar undir Danmörku. Eftir þessa uppgjöf varð friður í landinu um stundarsakir, en frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar hafði verið glatað. Það er varla hægt að segja að fram að þess um tíma væru íslendingar sérstæð þjóð, en það kom seinna á daginn. Eftir að þjóð in gekk Noregskonungi á hönd, varð hún fyrir margvís- legum áfelli, jarðskjálftum, eldsumbrotum og jarðraski með vikurstraumum er náðu alla leið til sjávar. Þá kom svarti dauði og síðar fóru sjó- ræningjar um byggðir manna. Synir gömlu víkinganna gátu nú ei lengur stemmt stigu fyr- ir árásum þeirra. Átjánda öld- in var þó allra verst. Þúsund- ir dóu úr harðrétti og land- farsóttum sem sigldu í kjölfar hver annarar. Jarðskjálftar cg eldgos drápu fólk og fénað. Fólki fækkaði óðum, allt nið- ur í 40,000. Kjarkur þjóðarinn ar var á þrotum og aldrei fyrr hafði hún komizt í slíka raun. Ástandið var orðið svo hræði- legt, að það kom til mála að flytja allan landslýð, sem enn var ofanjarðar, til Jótlands- heiða. En úr þeirri ráðagerð varð þó ekki, vegna þess að þjóðin neitaði því einróma. Undir lok átjándu aldar var eins og birti af nýjum degi. Sú frelsisvon sem ýtti undir stjórnarbyltinguna í Frakk- landi breiddist út til annarra landa, og þá einnig til íslands. Nú fóru menn að heimta verzl unarfrelsi og heimastjórn. Nú vaknaði þjóðernistilfinningin og þjóðernismeðvitund manna, og kom þetta fram á ýmsan hátt. Nú fóru ýmsir menntamenn að hreinsa út- lenda sorann úr íslenzkri tungu og færa hana í þann búningi sem þjóðin átti enn í fornsögum sínum og ritum. Nú varð það almennur þjóðar metnaður að halda við tungu- unni. Stjórnmálaleiðtogar þjóðarinnar fóru að heimta frjálsa verzlun, en hér er ekki hægt að tilgreina nema fátt í þeirri baráttu. Hér nægir að geta þess, að alþingi, sem hafði verið lagt niður, var end urreist árið 1843, og 1854 fékk þjóðin aftur frjálsa verzlun í landinu. Árið 1874, 2. ágúst, endurheimti þjóðin að nokkru leyti sjálfstjórnarrétt sinn fyr ir atbeina hins mikla leiðtoga, Jóns Sigurðssonar. Þjóðin fagnaði einróma og vonin um algjörlegan skilnað frá Dan- mörku og fullkomið sjálfstæði og frelsi benti mönnum á einu úrlausnina. Nú var það á allra vitund að lýðræðishugsjónin hlaut að sigra og þjóðartilfinn ingin hafði náð fulum þroska. Þannig endaði eg ræðu mína árið 1913. Síðan þetta gerðist, höfum við lifað örlagarík tímabil. Miklar breytingar hafa átt sér stað í heiminum. Tvær heims- styrjaldir hafa dunið yfir þjóð irnar.Hin fyrri var háð í því augnamiði að lýðræðishug- sjóninni yrði borgið um aldur og ævi og hin síðari til þess að vernda þjóðirnar gegn naz- ismanum. Margar þúsundir hafa látið lífið til þess að frið- ur mætti ríkja í heiminum. Við lok fyrri heimsstyrjaldar- inar höfðu keisaradæmi og ýmis einveldi liðið undir lok og lýðræði verið stofnuð í þeirra stað. Viðurkenning á rétti hverrar þjóðar til sjálf- ræðis leiddi til þess, að ríki eins og Pólland endurheimti sinn rétt til sjálfsstjórnar og ný ríki eins og Tékkóslóvakía og Júgslavía voru mynduð. Finnland og Eystrasalts lönd- in voru einnig viðurkennd sem sjálfstæð lýðveldi. Á meðan fyrri heimsstyr- jöldin stóð yfir varð önnur mikil hreyfing í Rússlandi, Bolshevik upreistin. Keisara- dæmið rússneska leið undir lok og reyna átti í staðinn nýtt stjórnarfyrirkomulag á lýðræðisgrundvelli. Þessi kommúnistahreyfing breidd- ist svo út óðfluga. Hún lagði grundvöllin undir Ráðstjórn- arríkin (Soviet Union), þar sem Rússland fer með æðstu völd. Þegar Ráðstjórnarríkj- unum óx fiskur um hrygg, not uðu þau fljótt vald sitt gegn nærliggjandi löndum, og með- al þeirra voru ýmis ríki sem nýlega höfðu verið stofnsett, og gerðu þau að leppríkjum eða innlimuðu þau. Kjarni þeira lýðræðishreyf- ingar sem eg hefi minnzt á hlaut einnig að ryðja sér til rúms á íslandi. Þegar eg flutti ræðu mína árið 1913, voru ís- lendingar danskir þegnar, en í hug þeirra og hjörtum var ó- stöðvandi þrá eftir sjálfstæði þjóðarinnar og fullkomnu frelsi. Var sá réttur þeirra viðurkenndur að miklu leyti 1918, undir lok hins fyrsta stríðs, með því að Island var gert að sérstöku konungsríki þannig að Island og Danmörk höfðu sama konung. Var það fyrirkomulag samþykkt af báðum aðiljum, og samning- urinn skyldi standa í 25 ár. Hafði þá ísland, í fyrsta sinn, síðan þjóðin gekk undir Nor- eg 1262, frelsi og sjálfstjórn með einungis nokkrum undan tekningum í utanríkismálum. Þá hófst síðari heimsstyr- jöldin gegn nazisma Hitlers og Mussólinis og síðar Japan. I þetta skipti dróst Island inn í hring iðu styrjaldar innar. — Nú vildi svo til, að það var orðinn nauðsyn- legur hlekkur í keðju flug- leiðanna milli hins nýja og CANADA LÖGGJÖFIN UM RÉTTLÁTA ATVINNUVEITINGU BANNAR HLUTDRÆGNI f ATVINNUVEITINGUM TILGANGUR LÖGGJAFARINNAR er að vernda verta- fólk gegn hlutdrægni í atvinnuveitingum, og í verkalýðs- félögum vegna kynflokks, trúar, hörundslitar eða þjóðern uppruna. LÖGGJÖFIN NÆR TIL vinnuveitenda við verk og fyrir- tæki, er heyra undir dómsvald sambandsstjórnarinnar, og til verkalýðsfélaga, er fara með umboð verkafólksins við þau. Til þessara fyrirtækja teljast skipastóll, járnbrautir, skipaskurðir, ritsími, flugstöðvar, flugferðir, viðskipta- félög sambandsstjórnar, bankar, útvarp og sjónvarp, og svo þau verk og fyrirtæki, sem rekin eru í þágu Canada yfirleitt, eða þau er ekki heyra undir löggjöf fylkisþing- anna. LÖGGJÖFIN FYRIRBÝÐUR atvinnuveitanda að neita nokkrum manni um atvinnu eða sýna hlutdrægni gegn verkamanni vegna kynflokks, trúar, hörundslitar eða þjóðernisuppruna hans. Atvinnuveitanda er og bannað að skipta við auglýsingafélög, er sýnt hafa slíka hlut- drægni eða nota spurningar, er sýna manngreiningar álit, skrifaðar eða munnlegar, í sambandi við atvi'nnuumsókn- ir. LÖGGJÖFIN FYRIRBÝÐUR manngreiningarálit hjá verkalýðsfélögum, hvað snertir inntöku í félagið eða vinnuveitingu.vegna kynflokks. trúar, hörundslitar eða þjóðernisuppruna. HVER SÁ, ER LEGGUR FRAM KÆRU er heyrir undir ákvæði þessara laga eða ber vitni eða aðstoðar við mála- ferli, er heyra undir þessi lög, mun verndaður gegn hefndar-tilraunum, er kunna að verða gerðar gegn hon- um. Kærur sem heyra undir löggjöfina skulu sendar í riluðu formi til Director of Industrial Relations Department of Labour, Ottawa. Deildin mun strax hefja Rannsókn með það fyrir augum að útkljá ógreininsefnið. Hon. MICHAEL STARR A.H. BROWN Minister Deputy Minister

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.