Lögberg-Heimskringla - 08.12.1960, Page 2

Lögberg-Heimskringla - 08.12.1960, Page 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. DESEMBER 1960 9 MINNINGARORÐ: Guðmundur A. Stefánsson múrari Litið um öxl Útdræiiir úr Lögbergi og Heimskringlu frá fyrri árum Valið hafa Dr. Þorvaldur Johnaon og Dr. Tryggvi J. Oleson Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hér örfáum orðum míns ágæta tengdaföður, Guð- mundar Aðalsteins Stefáns- sonar múrara. Hann lézt á sjúkrahúsi í Winnipeg 18. október s. 1. eftir alllanga og stranga sjúkdóms- legu. Guðmundur var fæddur í Reykjavík á Islandi 7. júlí 1885. Þar ólst hann upp til fullorðinsára eða þar til árið 1911, að hann fluttist vestur um haf. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Stefán Egilsson múrari og kona hans, Sesselja Sigvaldadóttir ljósmóðir. Bræður hans voru þeir Sig- valdi Kaldalóns ladknir og tónskáld, Snæbjörn togara- skipstjóri og Eggert söngvari og rithöfundur. Sigvaldi og Snæbjörn eru látnir fyrir nokkrum árum, en Eggert er búsettur í Reykjavík. Hann hefir dvalið langdvölum á ítalíu og er kvæntur ítalskri j úrvalskonu. — Guðmundur I minntist oft foreldra sinna og bræðra af mikilli ástúð og hlý^ju. — Hann nam ungur múrverk af föður sínum og unnu þeir feðgarnir saman meira og minna, þar til Guð- mundur fluttist vestur um haf. Guðmundur tók mikinn þátt í ungmennafélagshreyfingunni í Reykjavík, er á þeim árum fór sem eldur í sinu um allt landið. Lagði hann stund á alls konar íþróttir, einkum glímu og varð brátt mikill glímukappi, svo að fáir stóð- ust honum snúning, enda var hann heljarmenni að burðum. Á þessum árum hlaut hann viðurnefnið Mundi „sterki". Glímufélagar hans og nokk- urs konar fóstbræður voru þeir Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður og Sigurjón á Álafossi, báðir þjóðkunnir ágætismenn og glímukappar miklir. Víst er um það, að fáir hefðu viljað leggja til at- lögu við þá þremenningana, þegar þeir gengu götur höf- uðstaðarins í þá daga. Guð- mundur vann hið nafnkunna Grettisbelti af Jóhannesi Jó- sefssyni á Borg og þar með titilinn Glímukóngur íslands árið áður en hann hvarf af landi brott. Mörg fleiri verð- laun vann hann fyrir glímu- afrek, bæði heima á íslandi og í Kanada, þó að þau verði ekki talin hér. Þann 20. júní 1914 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Jónsdóttur Sig- fússonar kaupmanns, bróður Skúla Sigfússonar, fyrrver- andi þingmanns í Manitoba. Stunduðu þau búskap að Clarkleigh í Lundarbyggð þar til árið 1922, að þau brugðu búi og fluttust til Winnipeg. Á þessum árum var oft hart í búi hjá þeim, eins og mörgum fleiri. Vann því Guðmundur við múrverk jafnframt bú- skapnum, þegar tækifæri gafst til. í Winnipeg bjuggu þau jafnan síðan og vann hann þar við múrverk þar til árið 1958, að hann settist í helgan stein, eftir mikil og vel unnin störf. Það var ekki einasta, að hann væri víking- ur að hverju starfi, sem hann lagði hönd á, heldur ein- kenndust öll hans verk af sér- legri vandvirkni, sem stund- um gekk listfengi næst. Þau hjónin eignuðust sex mann- vænleg böm, af þeim em nú aðeins tvær dætur á lífi, þær Helga (Mrs. A. V. Johnson), búsett í Kenora, Ontario, og Ólöf Jóhanna (Mrs. A. T. Vik- ing) nú til heimilis í Seattle, Washington. Barnabörnin eru tólf. Eins og fyrr segir, þá var Guðmundur ramur af afli og mikill að vallarsýn. Hann var listfengur að eðlisfari, söng- maður ágætur, hafði þrótt- mikla og djúpa bassa-rödd. Söng hann árum saman í Guðmundur A. Siefánsson kirkjukór Fyrstu lútersku kirkju. Einnig söng hann í Karlakór Islendinga í Winni- peg, en hann var einn af stofnendum þess kórs og for- seti hans árið 1946, þegar Karlakór Reykjavíkur kom í heimsókn til Winnipeg og söng þar tvö kvöld í stærsta samkomuhúsi borgarinnar fyrir troðfullu húsi við mikla hrifningu og frábærar undir- tektir. — Guðmundur var fé- lagslyndur og tók virkan þátt í öllu félagsstarfi Islendinga hér í álfu, þó að hann tran- aði sér þar hvergi fram, slíkt var honum víðs fjarri, því að hann var í eðli sínu fremur hlédrægur, og öll yfirborðs- mennska var eitur í hans augum, — hann kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var meðlim- ur Leikfélags íslendinga í Winnipeg, og lék þá meðal annars Skugga-Svein og þótti gera því hlutverki góð skil. Guðmundur var mjög bók- hneigður og las feiknin öll bæði af enskum og íslenzkum bókum. Hann hafði yndi af ljóðum og bar gott skyn á skáldskap, enda kunni hann ógrynnin öll af kvæðum og lausavísum, sem hann hafði jafnan á takteinum, þegar honum þótti ástæða til. Hann dáði mjög þjóðskáldin okkar: Grím Thomsen, Einar Ben., Matthías og Jónas, svo að nokkur séu nefnd. Af nútíðar- skáldum íslands var Davíð Sefánsson frá Fagraskógi hans uppáhalds skáld, og mátti segja, að hann kynni verk hans svo að segja spjaldanna á milli. Guðmundur vár ástríkur heimilisfaðir, sem í einu og öllu bar velferð fjölskyldu sinnar fyrir brjósti. Mér und- irrituðum reyndist hann á- vallt sem bezti faðir og fæ ég seint fullþakkað öll hans heil- ræði og ástúð í minn garð. Hann var strangheiðarlegur í öllum viðskiptum og mátti í engu vamm sitt vita, enda var hann vinsæll mjög. Hann var sannur íslendingur í þess orðs fegustu merkingu. Það fór því að vonum, að hugur hans leit- aði oft heim til ættlandsins, þar sem hann átti svo margar hugljúfar endurminningar. Hann fylgdist af lífi og sál með öllu, sem gerðist heima á Fróni, og gladdist innilega yfir hvers konar framförum þar og velferð þjóðarinnar í heild. Engu að síður reyndist hann kjörlandi sínu góður borgari og kunni vel að meta Kanada. Því miður gafst honum ekki tækifæri til að líta ætt- land sitt augum, áður en yfir lauk, en það mun hafa verið ein hans heitasta ósk, einkum hin síðari ár. Guðmundur var farsæll maður á ýmsan hátt, þrátt fyrir það þó að hann færi ekki varhluta af sárustu sorgum þessa lífs. Þau hjónin sáu á bak fjórum efnilegum börn- um á ýmsum aldri, sem þau að vonum hörmuðu mjög. En með guðs hjálp yfirstigu þau alla erfiðleika með sönnum hetjuskap. Kona Guðmundar er mikil ágætiskona, sem á allan hátt hefir reynzt manni sínum hans hægri hönd, jafnt í blíðu sem stríðu. Hún bjó honum fagurt heimili, þar sem gestrisni og höfðings- skapur skipuðu ávallt önd- vegi, og hún hjúkraði honum af einstakri umhyggju og ástúð, þar til yfir, lauk, með aðstoð dætra þeirra, sem á einn og annan hátt reyndu að létta þeim byrðina á þess- ari örlagastund. Ég hef hér að framan reynt að bregða upp nokkrum myndum úr lífi þessa göfuga manns. Mér er full ljóst, að þeim er í ýmsu ábótavant, en engu að síður er þeim ætlað að heiðra minningu hins látna, sem mun lengi lifa í hjörtum þeirra, er þekktu hann bezt. Að lokum vil ég votta ekkju hins látna, dætrum og öðru skylduliði mína dýpstu samúð og hluttekningu. Thor Viking, Seattle, Wash. Úr Heimskringlu 6. des. 1900: Velrarskemmlun lslendinga Engar seinni tíðar skemmt- anir Islendinga hafa valdið eins miklum áhuga, né þótt jafngóðar en hinir svonefndu Hockey leikir. Tvo undanfarna vetur hafa 2 flokkar íslend- inga leikið þá íþrótt hvor á móti öðrum. Annar þessi flokkur heitir „The Viking Hockey Club“, en hinn „The Icelandic Athletic Club“. Það, sem hefir hleypt mesta fjörinu í þessa flokka um und- anfarna tvo vetur, er það að þeir háfa haft silfurbikar, skrautgrip mikinn, til að keppa um. Herra Ó. Ólafsson í Moose Jaw gaf þennan bikar. Þessir eru embættismenn The Icelandic Athletic klúbbs- ins: Dr. Ó. Björnsson, heiðurs- forseti; Karl K. Albert, forseti; B. Ólafsson, varaforseti; Thomas Gillies, fjármálarit- ari; S. Swanson, kapteinn; L. Finney, heillavörður. I framkvæmdarnefnd eru: Paul Oison, Thomas Gillies, Chris. Guðmundson, Chris. Bachman, M. Pétursson. ☆ Auglýsing FERÐAÁÆTLUN Póstsleðinn, sem gengur milli Winnipeg og Nýja Is- lands í vetur, fer frá Winni- peg kl. 12 á sunnudögum, frá Selkirk kl. 7 á mánudags- morgna, frá Gimli kl. 7 á þriðjudagsmorgna. Kemur að Islendingafljóti á þriðjudags- kvöld og dvelur þar yfir mið- vikudaginn. Fer frá fljótinu kl. 7 á fimmtudagsmorgna, frá Gimli kl. 7 á föstudagsmorgna og kemur til Selkirk á föstu- dagskvöld. Fer frá Selkirk kl. 9 á laugardagsmorgna áleiðis til Winnipeg. Burtfararstaður sleðans frá Winnipeg er að 701 Elgin Ave. MILLIDGE & McLEAN, West Selkirk. ☆ Úr Lögbergi fyrir 50 árum, 8. desember 1910: Kappræður fóru fram i Stú- dentafélaginu síðastliðið laug- ardagskvöld um þ að, hvort hagur yrði af því fyrir Winni- peg og Vesturlandið að halda hér heimssýningu. Bræðurnir Baldur og Hallgrímur John- son töluðu með því, en móti Gordon Paulson og Jónas Jón- asson, og var hinum síðar- nefndu dæmdur sigurinn. ☆ [I nefnd til þess að annast fjársöfnun fyrir Jón Sigurðs- sonar minnisvarðann] voru kosnir: Dr. Jón Bjarnason form., séra Guðm. Árnason ritari, Skafti Brynjólfsson fé- hirðir. ☆ Á hverjum vetri gefur Lit- erary Society á Wesley Col- lege gullmedalíu að verðlaun- um fyrir beztu smásögu og bezta kvæði. I vetur hlaut Walter Lindal medalíu fyrir ritgerð, en Lawrence Jóhanns- son sama heiður fyrir smá- sögu. Margir sendu inn rit- gerðir og sögur og er heiður- inn því meiri að hljóta verð- launin. ☆ Nú þarf ekki lengur að fara til Chicago eða New York til að sjá mikilfenglegar starfs- stofur. Ekki þarf annað en að koma til Moler Barber Col- lege, 220 Pacific Ave. hér í bæ til að sj.á voldugar rakara- stofur. Þar á þriðja lofti eru 40 rakarar sístarfandi í einni stofu, en niðri má sjá stærstu rakarastofu í Kanada. öll nýj- ustu rakaratæki má sjá þar, og þar eru 460 ferhyrningsfet af brezku spegilgleri á veggj- unum. Þar geta menn látið raka sig fyrir 5c. og klippa fyrir lOc. En ef mönnum þyk- ir það of dýrt, er ekki annað en að koma á þriðja loft, þar rakaðir ókeypis. ☆ Úr Lögbergi fyrir 30 árum, 4. desember 1930: Úr samtali Morgunblaðsins við Bjarna Björnsson skop- leikara: Nú er Bjarni kominn aftur heim til íslands og ætlar að skemmta oss Reykjavíkurbú- um. — Hvað hafið þér nú til brunns að bera, svo að vér getum hlegið dátt og innilega? spyr tíðindamaður blaðsins. — Það er sitt af hverju, svarar Bjarni. Ég syng nýjar vísur um Grænlandsmálið, um þjóðhátíðina, þjóðleikhúsið og þjóðbankann. Enn fremur eru vísur um stjórnmálaástandið í landinu, og margt fleira. — En ætlið þér ekki að lofa oss að heyra neinar eftirherm- ur, sem þér voruð svo kunnur fyrir áður? — Ójú, ég er að hugsa um að lofa yður að hlusta á fund, sem átta hamramir, háfleygir og nafnkunnir íslendingar héldu í Winnipeg einu sinni. Að sjálfsögðu leik ég öll átta hlutverkin. — Hvað er svo fleira á dagskránni? — Það segi ég yður alls ekki.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.