Lögberg-Heimskringla - 08.12.1960, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 08.12.1960, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRIN GLA, FIMMTUDAGINN 8. DESEMBER 1960 5 Þýzkaland Mig hafði lengi langað til að komast til Þýzkalands. Á upp- vaxtar- og fyrstu skólaárum mínum á íslandi heyrði ég Þjóðverjum hælt á hvert reipi. Þeir voru taldir flestum þjóðum fremri um gáfur, dugnað og framkvæmdir alls konar. Síðar kynntist ég tungu þeirra nokkuð og bókmennt- um, og varð þess þá vísari að þeir stóðu mjög framarlega, einnig á því sviði. Flest höfðu nítjándu aldar skáldin ís- lenzku stillt hörpu sína og reynt að framleiða tóna í lík- ingu við Lessing, Herder, Heine, Schilling eða Goethe. Nokkrar af ljóðaperlum þess- ara snillinga birtust í íslenzk- um þýðingum. Mörgum á Is- landi var einnig mjög hlýtt til Þjóðverja vegna þess að þeir voru meðal fyrstu stórþjóða, sem viðurkenndu tilverurétt íslendinga sem þjóðar, og lögðu sig niður við að þýða kafla úr íslenzkum bókmennt- um á sína tungu. Margt fleira kom hér til greina. Þeir, sem fylgdust með þróun vísind- anna í ýmsum greinum, leit- uðu fræðslu til Þýzkalands. Mörg af sálmalögunum, sem sungin voru í kirkjum og heimahúsum á íslandi, voru af þýzkum uppruna. Og þá varð það ekki úr skafið, að Marteinn Lúter, þessi undra- maður, sem varð hálfri heims- kristninni það sem Hallgrím- ur Pétursson var íslending- um, var þýzkur af lífi og sál. Allir vissu að Danir sóttu menningu sína til Þjóðverja, oð Islendingar nálguðust það litla, sem þeim var úthlutað af henni til Danmerkur. Það var því sízt að undra að Þjó'ð- verjar áttu vinum að mæta í landi hinna hreinu Aría. Við dvöldum'st nokkra daga í Berlín, og ferðuðumst með ágætum fylgdarmanni bæði um austur og vestur hluta borgarinnar. Ferðalag okkar ura rússneska svæðið var þó takmarkað við nokkra klukku- tíma, og ákveðnar og afmark- aðar göti^r og stræti. Það vekur fljótt eftirtekt ferða- uiannsins, að Berlín er eins konar eyja í hafi kommún- ismans, og að eyjan sjálf er klofin í tvennt. Aðalstræti borgarinnar Uníer den Linden (Undir linditrjánum) markar iandamæri á milli borgarhlut- anna tveggja að nokkru leyti. Skammt þar frá er Sigurbogi Flússanna, með áletrunum á Þýzku og rússnesku. Áletrun- Jn er stíluð til fallinna rúss- ueskra hermanna, og þeim þar þakkað fyrir „hetjudáðir þeirra, sem aldrei muni gleymast . . .“ er þeir létu líf sitt fyrir málstað frelsisins, þ e. a. s. er þeir hjálpuðu til að frelsa Berlín úr höndum Hitlers. Nú er talið, að flestir þessara rússnesku hermanna muni hafa verið ólæsir með öllu, jafnvel á sitt eigið móð- urmál, hvað þá heldur á þýzku. En sennilega er áletr- unin ætluð þeim, sem lifa, fremur en þeim föllnu! En okkur var sagt að 60,000 Rúss- ari hafi látið lífið við innrás- ina í Berlín. Ekki var nú bit- inn gefinn. Leiðsögumaður okkar sagði, að 75% af borginni hefði verið lagt í rústir á síðustu mánuð- um stríðsins. Hjálpuðust þar að loftsprengjur Bandamanna og stórskotalið Rússæ Hitler hélt til í kjallara undir ráð- húsinu. Hann skipaði stórum hersveitum, sem fyrir löngu voru fallnar eða fangaðar í Stalingrad eða Afríku að þeysast fram til varnar. En þegar þeir dauðu vildu ekki hlýða honum, eins og þeir höfðu gert í lifanda lífi, þá varð Hitler afar reiður, gifti sig í fússi, myrti brúði sína og framdi síðan sjálfsmorð. Síðar skutu Rússar ráðhúsið í rúst, bjuggu síðán uppmjóan hól úr rústinni, og þöktu með torfi. Nú 'er þarna fallegur hóll, gróinn grænu grasi, sem virðist vel ræktað. Þetta kunna menn síðast af Adolf Hitler að segja. Mikill hluti austur Berlín er enn sama rústin og þá er stríðinu var nýlokið. Um langt skeið lagði illan þef úr rúst- um þess víðs vegar, en nú er sá þefur horfinn. Enginn veit tölu þeirra, sem fengu dauða og gröf í sömu andránni á þessum ógurlega dómsdegi Berlínarborgar. Enginn hefir raskað ró þeirra fram að þessu. Enginn veit heldur um cll þau verðmæti í munum og fé, sem falin eru í þessum öm- urlegu rústum. Áður en síð- ara stríðið hófst, voru 250 kirkjur í borginni; nú standa aðeins 50 eftir, og margar þeirra ónothæfar vegna skemmda. Voldugar kirkju- rústir standa víðs vegar og eru eins og draugaborgir út- lits. Utan við borgina hefir á einum stað verið byggt 250 feta hátt fjall úr múrsteinum hruninna húsa. Þar skemmtir æskulýðurinn sér við skíða- ferðir á vetrum. Hallir ræðis- manna hinna ýmsu þjóða standa víða mannlausar, og \ellirnir í kring um þær eru grasi grónar, svo að vart er hægt að ganga. Talið er, að það muni taka að minnsta kosti 50 ár að byggja Berlín að nýju. Aðal-strætið í austur Berlín, sem okkur var leyft að ferðast um, nefnist Stalin Strasse. í vesturhluta borgar- innar ber tiltölulega lítið á stríðssárunum, e n d a hafa margar hendur verið þar að verki til að endurreisa stað- inn, og fjármagn fallið til frá ýmsum löndum. Við höldum áfram ferðinni og fljúgum til Frankfort am Main. Þetta er gamall bær, fyrst getið í þýzkum annálum árið 793. Þarna voru konung- ar og keisarar Þýzkalands kiörnir frá árinu 1152. Þarna fæddist Goethe og þar er mik- ið safn, sem kennt er við hann. Er stríðinu lauk, var Frankfort stjórnarsetur Vest- ur-Þýzkalands um skeið, en síðar voru stjórnarskrifstof- urnar fluttar til Bonn, og hef- ir þar verið höfuðborg síðan. Frá Frakfort er svo haldið áleiðis til Munchen í Bæheimi. Er nú komið nálægt Alpa- fjöllunum, og loftslagið er TÖluvert svalara en norðar í landinu. Munchen er gamalt menningar- og menntasetur. Þar eru nú fimm háskólar (universities) og fjöldi ann- arra menntastofnana af ýmsu tagi. Munchen var mikill upp- gangsbær á stjórnarárum Hitlers, og var þar lengi aðal- fcækistöð nazista. Þar sáu menn fyrst „brúnu skyrturn- ar“. Þar sáu menn fyrst hið kjánalega kveðjutákn Hitlers, þar sem menn ráku teinrétta höndina á ská út undan sér og upp í loftið, eins og þeir ætluðu að grípa sólina, og óskruðu: Heill sé Hitlerl Hitl- er reyndi að telja mönnum trú um að þetta tákn og kveðja væru af norrænum uppruna, en í sjálfu sér var það aðeins stæling á kveðju fascistanna á Italíu. Hitler átti heima í þessum bæ, og lét innrita sig í þýzka herinn 1914. Hér myndaðist fyrsti smáhópurinn utan um hann, sem svo smá óx eins og snjó- bolti, sem veltur niður fjalls- hlíð, unz hann hafði 80 millj. Þjóðverja á valdi sínu. Vitan- lega kom honum þetta mikla vald í hendur smátt og smátt eftir mikla baráttu og marg- vísleg vonbrigði. Ásamt Lun- dendorf hershöfðingja beitti Hitler sér fyrir stjórnarbylt- ingu í Bæheimi árið 1924. En þetta mistókst, og Hitler var dæmdur í fimm ára fangelsi. En hann var þó látinn laus eftir nokkra mánuði. En á meðan hann var í fangelsinu hóf hann að rita sjálfsævisögu sína og stjórnmálalega stefnu- skrá um leið. Þessar ritsmíð- ar voru seinna gefnar út undir bókarheitinu: „Mein Kampf“ (Barátta mín). Ekki telja bókmenntasérfræðingar bók þessa neinn gimstein hvað snertir rithátt eða rök- semdir, en samt er hér um eina merkustu bók í heimi að ræða. Merkilegust er bókin fyrir það, að þar eru öll spilin lögð á borðið. Hitler gerir þar grein fyrir því, sem hann tel- ur aðalástæðuna fyrir hruni Þýzkalands í fyrra heims- stríðinu, en það er peninga- valdið í höndum Gyðinga, sem skipuðu háar stöður -í þjóðfélaginu. Þar blossar Gyð- ingahatrið upp. Hann talar einnig alveg hispurslaust um það hvernig eigi að fara að því að afmá Frakkland af landabréfinu; hvernig Pólland skuli lagt undir Þýzkaland og svo stórar spildur af Rúss- landi. Það einkennilega við þessa bók er það, að enginn virtist vita að hún væri til fyrr en höfundur hennar var nærri búinn að framkvæma allt, sem hann talaði um að hann ætlaði sér að gera. Munchen kemur mjög við sögu stríðsáranna. Hitler reisti þar mikil mannvirki, sem hann sagði að myndu standa í 1000 ár. En hann var víst meiri ræðumaður en spámaður. „Brúnu húsin“, húsaþyrping sú, sem H-itler hafði fyrir bækistöð flokksins á fyrstu árunum, hafa horfið um leið og brúnu skyrturnar. Hingað kom Chamberlain for- sætisráðherra Breta með regn- hlífina frægu, samdi við Hitler, kom svo heim til Lon- don og taldi sig hafa tryggt friðinn „fyrir 1 vora samtíð“. Eins og kunnugt er, voru þeir Hitler og Muásolini mestu mátar á yfirborðinu, þótt þeir hið innra fyrirlitu hvor annan af öllu hjarta. Sú kom tíðin, að Mussolini valt úr valda- sessi og var hafður í gæzlu- varðhaldi á stað, sem heitir Arbussi á miðri ítalíu. Hitler sendi fallhlífarsveit um há- nótt; gripu þeir Mussolini glóðvolgan í rúminu og fóru með hann til Munchen á fund Hitlers. Setti Hitler hann nú aftur í embættið sem stjórn- arformann Italíu og stappaði í hann stálinu. Hófst þannig 100 daga ríki Mussolinis, sem endaði auðvitað með skelf- ingu. Þetta er raunaleg saga. Mussolini hafði verið leiðtogi og löggjafi Itala í meira en tuttugu ár. Nú dvaldist hann síðustu daga ævi sinnar í skjóli Hitlers ásamt hjákonu sinni. Hann er alveg á valdi Hitlers; lætur meira segja taka Ciano tengdason sinn af lífi, vegna þess að Hitler krefst þess. Loksins er hann gripinn og tekinn af lífi, og ferðamönnum er ekki einu sinni bent á grænan hól, er minni á Mussolini. Þannig hverfur mannanna dýrð. Munchen varð að borga fyrir heiðurinn af Hitler. 45% af borginni eyðilagðist í sprengjukasti; 6,500 manns fórust í 62 loftárásum. Hið þýzka þúsund ára ríki er enn ókomið, og enginn merki þess, að það sé í vændum. Hver veit? Næsti áfanga- staður er Oberamergau. Þar verður talað um friðarhöfð- ingja, og ríki sem muni standa um allar aldir. Við flýtum okkur úr rústum ófriðarins. Við viljum hlusta á mál hans, sem bendir ji miklu ágætari leið. Ekki er nú gaman að guð- spjöllunum, því enginn er í þeim bardaginn. ☆ Ekki er nú miskunn hjá Magnúsi. ☆ Ekki skal mig kynja þótt keraldið leki, þegar botninn er suður í Borgarfirði. ☆ Enginn er of góður sjálf- um sér að þjóna. HVAR FÉKK HANN BRÆKURNAR? Frummaðurinn var svo væskils- leg skepna, að við furðum okkur á hvernig honum tókst að ná í húðirnar, sem hann klæddist í. Ein tilgátan er sú, að hin dýrin hafi drepizt af hlátri, þegar þau sáu hann. En marmskepnan hló síðast — með því að taka náttúruöflin í sína þjónustu varð hann sterk- asta skepna jarðarinnar. Mikilvægasta orkulind okkar í Kanada er olían. Ástæðan — olí- an er fáanleg hvar sem hennar er þörf, verðið er sanngjarnt, og gæði hennar aukast stöðugt. Bensín octane er til dæmis tíu punktum hærra en fyrir tíu ár- um — en á sama tíma hefri verðið, er Imperial leggur á það, lækkað. IMPERIAL OIL LIMITED ... for 80 yaars Canada’s leading supplier of energy

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.