Lögberg-Heimskringla - 08.12.1960, Síða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. DESEMBER 1960
SMART
PEOPLE
SHOP
GUÐRÚN FRA LUNDI:
Römm er
sú taug
Framhald skáldsögunnar
Þar sem brimaldan
broinar
Fjórir yfirdekktir stólar og
laglegt borð mátti heita öll bú-
slóðin. Nú hefði Maríanna átt
að vera alsæl, en svo var þó
ekki. Hún hafði búizt við, að
sonur hennar hefði ótakmörk-
uð peningaráð, en nú var eins
og hann væri í vandræðum
með að kaupa sér í búið, og
svo sjálf kaupmannsdóttirin,
hún átti hreint og beint ekki
neitt nema fötin utan á sig.
Maríanna bauð þau þó vel-
komin í sambýlið og hjálpaði
þeim til að koma sér fyrir.
Svo var setzt að kaffidrykkju
frammi í eldhúsinu hjá Marí-
önnu. Stella veitti því strax
eftirtekt, að tengdamóðir
hennar var eitthvað öðruvísi
en hún var vön að vera og
spurði, hvort hún væri eitt-
hvað lasin. Þá sagði Maríanna
henni frá öllum þeim ósköp-
um, sem hún væri búin að sjá
og reyna á þessum degi.
„Mér finnst nú að frænka
mín hefði ekki þurft að taka
það svona nærri sér, þó að
karlgarmurinn væri fluttur í
burtu,“ sagði Tómas glottandi.
„Hún sem ætlaði alveg að
ganga af göflunum, þegar
hann var fluttur heim til
hennar í vetur. Og sjálfsagt
hefði það ekki verið neitt sér-
lega þægilegt fyrir hana að
hafa hann lengur hjá sér, þeg-
ar búið var að selja alla bú-
slóðina," bætti hann við.
„Já, en hvernig heldurðu að
hún geti gefið með honum
eins og hennar ástæður eru
núna? Varla fer pabbi þinn
að gefa með honum, sem ekki
er ástæða til, þar sem við
fengum ekki eina krónu af
eigum hans. Allt rann til
þeirra Málfríðar og Sig-
tryggs,“ sagði Maríanna.
„Það þarf hvorug ykkar að
gefa með honum. Ykkur var
engin þægð í því að þessi
maður tæki hann. Því getið
þið svarað til, ef hann gerir
kröfu til ykkar. Ég skal svara
kauða fyrir þína hönd,
mamma. Vertu alveg róleg,“
sagði lögfróði sonurinn Tómas.
„Mér þótti nú bara vænt um
hvað hann var ánægður yfir
því að fara. Sigtryggur var bú-
inn að fá spítalapláss handa
honum. En þangað hefði hann
farið sárnauðugur. Ég var bú-
in að kvíða svo mikið fyrir
því,“ sagði Maríanna.
„Hvað þurfti svo sem að
taka tillit til þess, sem hann
vildi,“ sagði Tómas. „Aðal-
atriðið var að vel færi um
hann.“
Stella hafðí hlustað þegj-
andí á samræður þeirra. Nú
sneri hún sér að eiginmannin-
um tilvonandi og sagði skjálf-
rödduð: „Ætlar þú að fara
svoleiðis með föður þinn, þeg-
ar hann er orðinn aumingi?“
„Það kemur líklega ekki til
þess, að það þurfi að ráðstafa
honum,“ sagði hann stuttlega.
„Líklega ber hann ellina vel
eins og faðir hans.“
„Þá ætla ég að láta þig vita
það strax, að ég ætla að verða
barn foreldra minna, hversu
miklir aumingjar, sem þau
verða, og hlynna að þeim, ef
þau þurfa þess með,“ sagði
hún.
„Þú yrðir þá að vera hraust-
ari en þú ert núna á degi
hverjum," sagði Maríanna
háðslega.
„Þið eruð nú svo mörg syst-
kinin, að foreldrar ykkar geta
dvalið til skiptis hjá ykkur í
ellinni,“ sagði Tómas bros-
andi við Stellu.
„Það er óþarfi að tala strax
um það. Þau eru ekki komin
á fallanda fót enn þá.“
Svo flýtti Stella sér inn í
svefnherbergið og lokaði hurð-
inni. Þau heyrðu grátekkann
samt.
„Hvers konar dauðans ves-
aldarskapur er þetta í mann-
eskjunni," sagði Maríanna.
„Hún er orðin svona, síðan
hún varð lasin,“ sagði Tómas
hálfvandræðalegur. „ M ó ð i r
hennar segist hafa verið
svona, þegar hún var ófrísk.
Hún ætti að þekkja það, kerl-
ingargarmurinn."
„Skárri eru það manneskj-
urnar, sem ekki geta einu
sinni gengið með barn,“ and-
varpaði Maríanna. „Þú að
þurfa að stríða við þetta,
blessaður drengurinn minn!“
„Hvað skyldi nú verða úr
svona kvenmönnum, ef þær
ættu að lifa ævina mína, þó
að sjaldan hafi nú gengið nær
mér en í dag,“ sagði Maríanna
þreytt. Hún minntist þess, sem
systir hennar hafði sagt, að
Tómas hefði víst getað fengið
álitlegri konu en þennan vesa-
ling. Það var ólíklegt, að hann
gæti verið ánægður í sambúð
við sívolandi aumingja sem
hún var.
Tómas fór inn fyrir til að
hughreysta unnustuna. Hurð-
in var hálfopin, svo að Marí-
anna heyrði hvert orð fram
fyrir.
„Blessuð vertu ekki svona
viðkvæm. Hvað á það að þýða
að fara að hugsa um feður
okkar, þegar þeir eru orðnir
gamlir. Það eru áreiðanlega
mörg ár þangað til. Ég þykist
vita að pabbi minn falli ekki
strax fyrir ellinni, ef hann lík-
ist honum föður sínum, afa
gamla. Þú mannst eftir hon-
um, karlanganum, hnarreist-
um og sperrtum. Þann karl
sigrar ellin seint, vina mín.
Það er óþarfi að vera að tár-
fella yfir ellihrumleika feðr-
anna. Svona, svona!“ Svo voru
kossar og hljóðskraf.
Þetta var líkt þeim, bless-
uðum karlmönnunum, hugs-
aði Maríanna. Svona voru þeir
fyrstu vikur og kannske mán-
uði tilhugalífsing, svo fór glóð-
in í geði þeirra dvínandi, og
kannske kulnaði hún alveg.
Það þekkti hún af eigin
reynslu. Hallur hafði kólnað
fljótt, þó að hann ætti glæsi-
lega konu, sem hann gat verið
stoltur af. Ekki var þó líklegt,
að Tómas, þessi fallegi og sæl-
legi maður yrði til lengdar
ánægður með þessa hold-
grönnu beygju við hlið sína.
Það var lítil von til þess að
Málfríður systir hennar væri
ánægð með slíka trúlofun.
Hún hafði verið svo hrifin af
Tómasi.
„Á ég að segja ykkur um
hvað ég er að hugsa,“ sagði
Maríanna, og talaði í hærra
lagi. „Mig er farið að langa
norður að Látravík, þótt ótrú-
legt sé. Eigum við ekki að
bregða okkur norður í sumar,
þegar þú átt frí, Tómas minn.
Stella getur verið hjá mömmu
sinni með litla skinnið á með-
an, ef það verður fætt.“
Stella tautaði í hálfum
hljóðum: „Hún vill taka þig
frá mér og skilja mig eftir.“
„Við ætluðum að koma
norður eins og í fyrra og hafa
litla angann með okkur,“ sagði
Tómas. „Þá tókuð þið upp á
því að hætta að búa. Ég gæti
hugsað ykkur brygði við, þeg-
ar þið þurfið að fara að borga
húsaleigu mánaðarlega. Það
er nokkuð annað en að sitja á
sjálfseignarjörð, og það ann-
arri eins hlunnindajörð og
Látravík," hélt hann áfram.
„Eins og við þyrftum ekki
að borga meðan Þórey heitin
lifði. Þá heimtaði ég móður-
arfinn af karlinum, því a®
aldrei held ég að faðir þinn
hefði haft sig til þess. Við urð-
um að borga 250 krónur ár-
lega eftir hálflenduna."
Tómas hló. „En hér verður
þú að borga 200 krónur mán-
aðarlega, góða mín. Hvernig
lízt þér á það?“
„Hamingjan góða. Skárra
er það nú okrið. Og ég er al-
veg að verða peningalaus.
Mér lízt á það, ef hann faðir
þinn ætlar alveg að draga sig
í hlé og láta mig afskiptalausa
og sjá um mig sjálfa að öllu
leyti. Ég er nú bara aldeilis
að verða hissa á manninuxnt
og ætti ég þó ekki að verða
það, svo erfiður var hann við
mig í vetur. Annars hefði ég
varla farið að breyta til,“ sagði
Maríanna.
FOR
EATON'S
Smart People
Shop now for Christmos
bocouso thoy know thcre
oro only o couple of weeks
of shopping loft.
Shop Now
ot EATON'S becouso we're
reody for Christmos in
every woy, offering good
quolity ond wide voriety.
There's o choice selection
of gitts tor cvery person,
purse ond purpose.
For Chnstmas
therc's o vost ossortment
of exquisite gifts from oll
over the world — fino
quolity merchandiso thot
will moke lovely ond un-
usuol gifts for fricnds ond
fomily.
It Pays to Shop at EATON S , T. eaton c°
o f