Lögberg-Heimskringla - 26.07.1962, Síða 1

Lögberg-Heimskringla - 26.07.1962, Síða 1
Hö gber g - 5)etmsfcr ingla Slofnað 14. ]an., 1888 StofnuS 9. sept., 1886 !íL ArGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 26. JÚLÍ 1962 NÚMER 30 Þjóðhátíðin Laugardaginn 16. júní síðast /ðitin efndi íslendingafélagið 1 Chicago ti'l hátíðahalda í ti'l- ^ m af þjóðhátíðardegi ‘ Is- lands, 17. júnií. . Lorrnaður félagsins, Valur Shsson, setti hófið, bauð gesti velkomna og sungnir ^°ru þjóðsöngvar íslands og audaríkjanna. Setzt var að Sameigínlegu borðhaldi, anngnir ættjarðarsöngvar og kvæði í ti'lefni dagsins. Raul S. Johnson vararæðis- maður íslands í Chicago, flutti j'Sðu dagsins, Minni Islands. mða hans var snilldarleg í a staði, sem hans var von vísa, þar sem efnið var eitt hans uppáhalds áhugamál- niu> ísland, ísl. saga og íslend- mgar; en fáir, sem fæddir eru °8 uppaldi'r utan gamla lands- ms munu vera betur að sér í smndingasögunum okkar en aul S. Johnson. Að ræðunni lokinni var auðvitað sungið meira, en síð- an sýnd kvikmynd frá Islandi, s^m félagið fékk lánaða hjá sLrifstofu Loftleiða í Chicago. í Chicago hó Mö rg ný andlit voru í l°Pnum og var það okkur til mikillar ánægju að bjóða nýja meðlimj velkomna og kynna S^sti, sem hér voru á ferð frá slaudi. Hermann Stefánsson °g kona hans Unnur og frk. Jóna Hansen eru hér á ferð í boði amerísku ríkisstjórnar- innar og fyrir hönd Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. Þau ferð- ast um og kynna sér starf- semi í æskulýðsfélögum hér, gista hjá amerískum fjöl- skyldum til skiptis og vinna með unglingum Við æskulýðs- stofnanir hér. Heima á Islandi reka þau Hermann og Unnur dansskóla, eru bæði útlærð í danskennslu frá Danmörku og hafa í frístundum sínum hér notað tækifærið til að læra amerískar kennsluáðferðir í dansi. Einnig var hér stödd frú Kristín Briem Þórarinsdóttir í stuttri heimsókn hjá syni sínum, Þorsteini Helgasyni, sem les verkfræði við Ulinois Institute of Technology. Ef dæma má eftir spenntum spilafélögum, dillandi söng og svellandi dansi, sem entist langt fram í morgunsárið, er óhætt að segja, að 63 manns ha'fi skemmt sér konunglega. Að lokum má geta þess, að hin árlega útiskemmtun fé- lagsins (picnic) verður haldin 19. ágúst í Harms Wood, í samfélagi við Islenzka Tafl- félagið hér og vonumst við eftir fjölmenni eins og alltaf. Ólöf Egilsson Fréttir fró íslandi (Morgunbl. 6.-11. júlí) Dr- RICHARD BECK: Minning öndvegisskólds Styðjum Matthíasarsafnið á Akureyri! Skáldum vorum og öðrum meuningarfrömuðum eigum Ver Islendingar beggja megin afsihs þá skuld að gjalda, er mdrei verður að fullu metin. ekur það sérstaklega til önd- Vegisskálda vorra fyrr og síð- ar> er mest og varanlegast hafa auðgað bókmenntir þjóðar v°rrar og menningarlíf henn- ar> og þá um leið l'íf vort sem m'Ustaklinga, í sama mæli og Ver höfum kunnað að færa oss 1 Uyt verk þeirra: — endur- ^rt anda vorn á því lífsins v&tni, sem um rit þeirra streymir, séð oss opnast nýja uewna, er vér svifum á vængj- andríkis þeirra, og eignast ^ýpri skilning á lífinu fyrir eiðsögn þeirra. Ekki er það orðum aukið, Pótt sagt sé, að íslenzka þjóð- m eigi fáum skáldum sínum °§ andans mönnum jafn mikla þakkarskuld að gjalda e>ns og séra Matthíasi Joch- Uuissyni, svo margþættur og Jfrænn var skerfur hans til Pokmennta hennar og andlegs ifs. Vér íslendingar vestan Uafs höfum fyrir margra hluta Sakir sérstaka ástæðu ti'l að minnast þessa höfuðsni'llings þjóðar vorrar, þótt ekki væri fyrir annað heldur en hið stórbrotna og ódauðlega kvæði hans til vor Vestur-ls- lendinga, þar sem saman fléttast djúpstæð túlkun á ís lenzkri tungu, sögu hennar, fegurð og lífsmætti, kröftug eggjan til dáða um varðveizlu hennar og annars menningar- arfs vors, og spámannleg skáldsýn: Sé eg hendur manna mynda meginþráð yfir höfin bráðu, þann, er lönd og lýði bindur lifanda orði suður og norður En þökk vora tjl hins mikla skálds og velgjörðarmanns (í andlegum og menningarleg- um skilningi) sýnum vér bezt í verki með því að taka hönd- um saman við landa vora heima á ættjörðinni um að hei'ðra minningu hans, með viðhaldi húss hans, „Sigur- hæða“, á Akureyri, og fram- haldandi eflingu minjasafns um hann, sem geymt er þar í húsinu. Frh. bls. 2. Alþjóðaráðstefna vísinda- manna haldin á íslandi Dagana 12.-25. júlí verður haldin við Háskóla Islands ráðstefna vísindamanna, þar sem rætt verður um plöntu- og dýralíf í löndunum við norðanvert Atlantshaf. Ráð- stefna þessi er haldin að til- hlútan Háskóla Isl. og Nátt- úrugripasafnsins, en kostuð af „NATO Advanced Institutes Programme“, sem er ein þeirra stofnana innan At- lantshafsbandalagsins, sem styðja og styrkja ýmiss konar vísindastarfsemi. Frumkvæð- ið að því, að ráðstefna þessi yrði haldin á Islandi átti dr. Áskell Löve prófessor í grasa- fræði við Montreal háskólann í Kanada, en hann er jafn- framt forseti undirbúnings- nefndar ráðstefnunnar. I ráð- stefnunni taka þátt 38 manns, 3ar af rúmur helmingur grasafræðingar, þriðjungur jarð- og landfræðingar og tæpur fimmti hluti dýrafræð- ingar. ☆ 79 af slöðinni" kvikmynduð Kvikmyndafélagið Edda- film vinnur um þessar mund ir að kvikmyndatöku á bók Indriða G. Þorsteinssonar, „79 af stöðinni“. Meginhluti kvik- myndatökunnar fer frapi á ís- landi. ☆ Kal í túnum Sérfræðingar óttast, að hey- fengur í Suður-Þingeyjar- sýslu kunni að verða þriðj ungi minni nú í ár en áður vegna slæmra kalbletta í tún um. ☆ Forkunnar fögur Anna Geirsdótir fegurðar- drottning Reykjavíkur 1962 hreppti annað sœtið í fegurð- arsamkeppninni um Miss Uni- verse titilinn. Fór keppni þessi fram í Miami Beach Florida nú nýverið. Systir Önnu, Sigríður, hlaut þriðja sæti í þessari keppni árið 1960. Góð síldveiði Siglufirði, 11. júlí. — Und- anfarið hafa síldveiðiskip streymt til Siglufjarðar með feita og fallega söltunarsíld. Unnið er að söltun nótt og dag. Allmargt skipa fer og til Dalvíkur, Húsavíkur og Rauf- arhafnar. ☆ Islendingar við forleifarann- sóknir á Nýfundnalandi Þeir dr. Kristján Eldjárn jjóðminjavörður, Gísli Gests- son forlejfafræðingur og Þór- hallur Vilmundarson sagn- fræðingur eru nú komnir til Nýfundnalands og taka þar játt í rannsóknum forleifa með Helge Ingstad frá Noregi. Graduates The following were award- ed the degree of Bachelor of Arts at the 1961 Fal'l Convoca tion, UniVersity of Saskatch- ewan: Lillian Vilborg Bjarnason of Regina. Gudrun Thorvör Helgason of Foam Lake. Bréf Hjarðarhaga 36, Reykjavík, 15. júlí 1962. Kæri ritstjóri, frú Ingibjörg Jónsson, Winnipeg. Við hér heima á Islandi fylgjumst með og gleðjumst af því framtaki og ræktar- semi, sem íslendi'ngar í Vest- urheimi sýna sínum öldruðu samlöndum þar, með því að reisa þeim elliheimili og reka þau og styrkja með frjálsum framlögum. Þetta verður til þess, að ég tek mér penna í hönd að segja frá því, að í æskuhéraði mínu, Borgarfirði, er nú hreyfing uppi að reisa á næstu misserum gamal- mennaheimili í Borgarnesi — fyrjr Borgarfjarðarhérað. Það eru kvenfélögin í héraðinu, sem hafa forgöngu og fjár- söfnun til þessa. Formaður undirbúningsstjórnar er frú Aðalheiður Jónsdóttir, Bjargi við Borgames. Einistaka íslendingar frá Vesturheimi hafa síðustu árin óskað dvalar á elliheimilum á gamla landinu síðustu ævi- ár þeirra. En því miður hefir stundum verið erfitt að fá rúm í þeim. Þar sem margir Isjendingar í Ameríku hugsa enn þá hlýtt til gamla landsins við norð- urbaug, þá er ekki ótrúleg að einhverjir þeirra vildu styðja og styrkja hið verðandi elli- heimili Borgfirðinganna. Því er á þetta bent hér með vin- semdar huga til frændanna vestra. Ég þakka þeim mörg- um góða gamla viðkynningu, hér heirna og vestra, bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Með vinsamlegri kveðju og beztu óskum. Vigfús Guðmundsson Fróbaer ncmandi Miss Lynn Thorkelsson Við prófin í miðskólanum í Thompson í Norður-Manitoba skaraði þessi unga og efni- lega stúlka fram úr 250 nem- endum, sem sækja Thompson High School. Hún er í ellefta bekk og hlaut hæstu verðlaun skólans fyrir þá, sem skara fram úr í 11. og 12. bekk ■ Malcolm Construction Com- pany námsverðlaunin, sem eru á borð við námsverðlaun landstjórans, sem veitt eru nemendum í stærri miðskól- um í Kanada. Hún vann og Canadian Legion verðlaunin fyrir að ná að meðaltali hæstu mörkum í sínum bekk og verð- laun frá stúdentafélaginu fyr- ir þátttöku hennar í félags- lífi skólans. Systir hennar, Ione, hlaut líka verðlaun fyrir að ná að hæstu meðaltali í 9. bekk. Lynn er dóttir Mr. og Mrs. Edwin Thorkelsson, en hann er sonur Halldórs heitins Thorkelssonar og eftirlifandi konu hans, Mrs. x Guðrúnar Thorkelsson að 943 Lipton St., Winnipeg. Award Winner Kenneth Vilhelm Paulson has been awarded a 1962-63 National Research Council Studentship of $2,400 for con- tinuation of his studies for the Ph.D. in Physics at the Uni- versity of Saskatchewan. Mr. Paulson is a graduate of the University of Manitoba (B.Sc.) and was awarded the degree Master of Science at Fall Convocation of the Uni- versity of Saskatchewan in November, 1961. Kenneth is the son of Mrs. Bjorg Paulson and the late Paul Paulson of Wynyard, Saskatchewan.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.