Lögberg-Heimskringla - 26.07.1962, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDÁGINN 26. JÚLÍ 1962
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr.
Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor-
valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs-
son.' Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monlreal: Próf. Áskell
Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Bjömson. Grand Forks: Dr.
Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri.
Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari.
Subscripiion $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorlzed as second class mail by the Post Office Department, Ottawa,
and íor payment of postage in cash.
Þjóðhildarkirkja
Einn stórmerkasti fornleifafundur í sögu íslendinga skeði
haustið 1961, en það var fundur rústa Þjóðhildarkirkju í
Eystribyggð á Grænlandi. Þjóðhildr var kona Eiríks rauða,
er stofnaði hinar íslenzku nýlendur á Grænlandi í lok tíundu
aldar, en sonur þeirra hjóna var Leifr er hlaut viðumefnið
hin heppni og fyrstur hvítra manna sté fæti á meginland
Ameríku í Vínlandi hinu góða.
Leifr heppni flutti til Grænlands fyrsta kristna prestinn
og með honum kristna trú. Er sagt að Eiríki föður hans
hafi ekki geðjazt að þessu og á hann að hafa sagt, að það
væri samskulda, að Leifr hefði borgið skipshöfn og gefið
mönnum líf, og það, að hann hafi flutt skemann (trúð) til
Grænlands, en svo kallaði hann prestinn. Þjóðhildr, þar á
móti gekk skjótt undir hinn nýja sið og lét gera kirkju eigi
allnær húsunum á Brattahlíð. Mun hún ekki hafa viljað
storka manni sínum með því að setja kirkjuna alveg við
bæinn.
Rústa Þjóðhildarkirkju hafa fornleifafræðingar lengi
leitað, en árangurslaust. Fannst hún aðeins af tilviljun síðast
liðið haust. Þá var verið að grafa grunn að nýjum skóla í
Brattahlíð (Quqassiarssuk í Julianehaab héraði) og kom þá
hauskúpa upp í skóflu eins verkamannanna. Svo vel vildi
til, að Larz kennari og prestur Motzfeld var þar viðstaddur
og stöðvaði1 gröftinn. Var nú hauskúpan send til Þjóðminja-
safnsins í Kaupmannahöfn og brugðu menn þar við strax
og sendu hinn ágæta fornleifafræðing Jörgen Meldgaard til
Grænlands eftir að Balslev Jörgensen hafði úrskurðað að
hauskúpan væri af norrænum manni.
Uppgröftur var hafinn um leið og Melgaard kom til
Grænlands. Komu þá í ljós rústir þriggja veggja húss og
telja sérfræðingar að það hafi eflaust verið kirkja, en vestri
veggur hennar hefir verið trégafl eins og tíðkaðist í þá daga.
Mjög hefir þetta verið lítil kirkja, um tíu fet á breidd og
fimmtán á lengd, með þykkum torfveggjum. Grafreitur um-
kringdi húsið og nú í júní hafa danskir fornleifafræðingar
ásamt Kristjáni Eldjárni, fornminjaverði Þjóðminjasafns-
ins í Reykjavík, grafið upp nokkurn hluta garðsins og fundið
beinaleifar tíu manns. Eru þessi bein bæði fá og fúin, en
þó telja sérfræðingar, að margt megi læra af þeim. Annað
merkilegt hefir víst ekki fundizt enn.
Skemmtilegt verður það að teljast, að hin fyrsta kristna
kirkja í Vesturheimi hefir nú fundizt. Menn gleyma því oft,
að Islendingar áttu nýlendu í Vesturheimi, sem stóð með
blóma í fimm hundruð ár áður en Kólumbus gerði sína
miklu ferð árið 1492. Og þetta var kristin nýlenda að heita
má frá upphafi vega. Sjálfsagt eru þau bæði Þjóðhi'ldr og
sonur hennar, Leifr, grafin í þessum kirkjugarði og bein
þeirra ef til vill meðal þeirra, sem nú hafa komið í ljós.
Kirkja Þjóðhildar hefir snemma reynzt of lítil og ný og
stærri verið reist, en nú (þegar Eiríkr var liðinn) állnærri
húsunum í Brattahlíð og hafa rústir hennar og seinni kirkna
löngu verið kunnar og rannsakaðar. Kristni efldist fljótt á
Grænlandi og var biskupsstóll settur að Görðum á fyrsta
fjórðungi tólftu aldar. Alls voru í Eystribyggð tólf kirkjur
og í Vestribyggð fjórar. Auk þessa voru tvö klaustur, annað
fyrir karla og hitt fyrir konur. Hið fyrrnefnda var neðan við
einhver þau hrikalegustu fjöll er hugsazt getur, eftir mynd-
um að dæma.
Rústir flestra kirkna á Grænlandi eru nú kunnar, enda
sumar þeirra, eins og kirkjurnar í Hvalsey mjög vel varð-
veittar. Allar kirkjur á Grænlandi, nema Þjóðhildarkirkja,
voru stein-, en ekki torfkirkjur, eins og á íslandi. Ýmsar
aðrar minjar kristni á Grænlandi hafa og varðveitzt. Má
þar á meðal minnast á gröf eins biskupsins. Fannst hún í
kór Garða dómkirkju. Bein biskups voru þar og hafði hann
á fingri hægri handar hring þann, er allir bis'kupar bera,
en steininn vantaði í hann. í
hægri hendi hélt hann ög á
biskupsstaf sínum og var
hann haglega útskorinn úr
rostungstönn og er hin mesta
gersemi. Télja menn, að þessi
biskup mun hafa verið Jón
smyrill, sem dó árið 1209.
Margt mætti skrifa um feril
kristninnar á Grænlandi, en
eflaust er það, að hún hvarf
ekki fyrr en bændabyggðirnar
liðu undir lok í byrjun 16.
aldar. Árið 1921 gróf Dr. Poul
Mörlund upp kirkjugarðinn á
Herjólfsnesi. Kom þar í ljós
margt, sem er eftirtektarvert,
en þó merkilegast ýmislegt,
sem sannar það, að hin ís-
lenzka nýlenda í Eystribyggð
var enn með fullu fjöri í lok
fimmtándu aldar. Og þrátt
fyrir það að enginn biskup
hafði til Grænlands komið
síðan um 1380 hélzt kristin
trú þar í hálfa aðra öld enn.
í kirkjugarðinum fannst í
kistum og á líkum krossar,
margir góðir en sumir aum-
ir, er sýna það bezt, að kristn-
um greftrunarsiðum var fylgt
til þess síðasta.
En hinn nýi siður „er
Þjóðhildr gekk skjótt undir
og lét gera kirkju“ leið und-
ir lok á sextándu öld. Þetta
hefir þó átt langan aðdrag-
anda. Blóðblöndunin við
Skrælingja á Grænlandi mun
hafa hafizt í Norðrsetu strax
á elleftu öld, í Vestribyggð á
þrettándu öld og í Eystri-
byggð skömmu síðar. Enda-
lokin gátu ekki orðið önnur
en tap íslenzkrar tungu og
fráfall frá kristinni trú, þó
áratugir hlytu áð líða þar til
allt var komið í kring. Oft
þegar ég hugsa um þetta hef-
ir mér komið tiil hugar erindi
úr Árnasafni prófessors Jóns
Helgasonar, er hann orti í
öðru sambandi:
Hvíslar mér jafnan á orðlausu
máli hér inni
eyðingin hljóða, en þótt hún
sé lágmælt að sinni
vinnur hún daglangt og ár-
langt um eilífar tíðir
örugg og máttug, og hennar
skal ríkið um síðir.
T. J. O.
Bréf frá Seattle
Seattle, 16. júlí 1962
Kæra Ingibjörg og lesendur
L.-H.
Þó að skammt sé síðan ég
skrifaði þér, finnst mér ekki
annað hlýða en að senda þér
örfáar línur með áskriftar-
gjöldum 'þeirra Ágústs og
Björns, ásamt breytingu á
heimilisfangi þeirra, en þeir
hafa nú báðir keypt sér „vill-
ur“ miklar hér í „Ballard“
skammt frá þar sem við bú-
um. Má varla á milli sjá hvor
betur býr. Segja má með
sanni, að þeir hafi dottið í
lukkupottinn um leið og þeir
fluttu hingað, því að þeir hafa
fiskað mjög vel frá því fyrsta.
Gústi og Bjössi, eins og þeir
eru að jafnaði nefndir í dag-
legu tali meðal landa hér,
una hag sínum ásamt fjöl-
skyldum hið bezta í voru ná-
grenni. Óneitanlega er það
dálítið skemmtilegt, að mikill
meirihluti íslendinganna skuli
vera búsettir í Ballard, sem að
miklu leyti er skandinaviskt
hverfi.
Hér hefir verið fremur kalt,
það sem af er sumrinu, að
undanskildum nokkrum dög-
um í júní. Ekki hefir þó veðr-
áttan dregið úr ferðamanna-
straumnum hingað í sam-
bandi við sýninguna miklu,
því að hana hafa nú séð rösk-
ar fjórar milljónir manna og
virðist ekki vera neitt lát á
aðsókninni, nema síður sé. Ég
vil hvetja alla íslendinga, nær
og fjær, til að sjá þessa ein-
stæðu sýningu — hún er vel
þess virði.
Á laugadagskvöldið var nut-
að
um við þeirrar ánægju
fylgjast með úrslitum í
urðarsamkeppni kvenna
fra
hinum ýmsu þjóðum heimS'
Samkeppni þessi fór fram a
Miami Beach, Florida, og va'"
henni sjónvarpað yfm °
Bandaríkin og máske víðar.
Að sjálfsögðu vakti það nokk
urn metnað í brjóstum ís
lendinga hér sem annars sta
ar, að hin íslenzka fegurðai*
drottning skyldi verða önnur
í röðinni. Satt að segja fannst
mér hún vel að þessari sæm
komin, því að hún er bráð-
hugguleg stúlka hvar sem 3
hana er litið og framkoma
hennar öl'l einkenndist a
kvenlegum yndisiþokka, sem
ekkert á skylt við „uppge1^
og „látalætil“.
Fyrir skömmu síðan skrapp
ég ásamt kunningjum mínum
hér út á flóann snemma morg*
uns í indælu verði. Var mein'
ingin að fá sér lax í soðið-
Heppnin var með mér a®
þessu sinni eins og stundum
áður, því að ég fékk eina lax'
inn, sem veiddist á þessum
slóðum þennan dag. — Ekki
var þetta neinn stórfiskur
aðeins fimm pund, en hann
smakkaðist vel engu að síður.
Ég hef mikla unun af þvl
skreppa hér út á spegilslétta11
flóann árla morguns, jafnve^
þó að ég verði ekki var. J’a®
er eitthvað svo friðsælt og r°'
andi, þegar sjávarloftið leikur
létt um kinn, bátur vagga’r 3
bárum bláum og fjöllin í a^rl
sinni dýrð blasa við sjónum
allt um kring.
Hér með fylgir kvæði orkt
af Jóni Magnússyni í tilefm
af 17. júní. Þætti vænt um e^
þú birtir það í blaði þínu vi®
fyrsta tækifæri.
Atvinnulíf hér stendur 1
blóma, enda hefir verið meira
um hvers konar byggingar'
framkvæmdir en nokkru
sinni áður. — Af löndum hei
er yfirleitt allt gott að frétta-
Beztu kveðjur til þín °8
lesenda L.-H. frá okkur öllum-
Fjallkonu ávarp
Seytjánda júní, sól er skín,
þá sendi' ég ykkur börnin mín,
kveðjur um höf og himingeim
— í heimsálfur ég vísa þeim.
Af ímynd þjóðar er ég fædd
og Islands skrúða litum klædd.
Svo fögur er vor feðra jörð,
með fjöllin hvít og grænan svörð.
Já, landið mitt og ég er eitt,
með athafnalíf þjóðar breytt
frá upphafi, sem einstætt var
— því ég hef fært út kvíarnar.
Ég dvel í miðjum heimsins hring,
og helzt að gæti allt um kring,
er ættmenn fara í önnur lönd,
að engir slíti tryggða bönd.
Og óskir mínar vænar vel —
að vináttu og bræðra þel,
þið geymið lengi innst og efst
— þess Islendinga gæfa krefst.
Jón Magnússon,
Seattle, Wash.
Þinn einl.
Thor Viking
Hann er ekki allur þar sem
hann er séður.
Hann er alltaf eins og haun
sést.
ÆTLARÐU
AÐ
FERÐAST?
Hvert sem þá
ferð, spara ég
þ é r pening8
og létti af Þ®r
áhyggjum án
auka kostnao-
ar. Ég er um-
boðsmaður Icelandic Airl*n®s
og allra aðal flug- og skipa'
ferðafélaga; skipulegg ferðir
innanlands og erlendis. ®g
leiðbeini þér varðandi vega-
bréf, visa og hótel, ókeypis- °&
með 30 ára reynslu get eg
ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu.
ARTHUR A. ANDERSON
31S Horgrova St., Winnlpeg 2
Otflea Ph. WH 2-2535 - R«. GL 2-5445