Lögberg-Heimskringla - 26.07.1962, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 26.07.1962, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. JÚLÍ 1962 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Jæja, það er meira hvað þessum strák dettur í hug,“ sagði Signý stuttlega. Karmske fæ ég að fara á sjóinn með honum éitthvert kvöldið, hugsaði Sigga litla, en þorði ekki að segja það, fyrr en Jónas faðir hennar kom heim. Hann var í landi við móvinnu þessa viku. Ann- ars var hann vanur að stunda sjó vor og haust. Yfir sláttar- vikurnar var hann vanalega í kaupavinnu. „Pabbi, heldurðu að ég megi fara á sjóinn með Bensa eitt- hvert kvöldið, þegar Jói er sofnaður,“ sagði Sigga. „En hvað þér getur dottið í hug, krakki,“ svaraði móðir hennar fyrir mann sinn. „Það er annars einkennilegt, hvern- ig krakkarnir láta utan í þess- um strák. Það er sama hvað honum dettur í hug. Þeim finnst a'llt ágætt, sem. hann gerir.“ Jónas lagði sig ofan á- breiðuna yfir hjónarúminu. Jói litli lá fyrir ofan hann og hagaði áfergjulega kringlu- mola. „Hefir þú ekki mjólkurlögg til þess að bleyta þetta í handa vesalingnum litla?“ sagði Jón- as við konu sína. Hún kom inn með mjólk í bola og dulu til þess að þurrka framan úr drengnum méð. Þá ítrekaði Sigga litla hina þýð- ingarmiklu spurningu sína, sem faðir hennar skildi ekki, fyrr en kona hans hafði sagt honum ágrip af- stórfréttun- um, sem nágrannakonan hafði ómakað sig með til hennar og sagt henni frá yfir kaffibolla í eldhúsinu fyrir nokkru. „Þetta hefir alltaf verið happafleyta, og það getur vel verið að drengurinn geti feng- ið þó nokkurt innlegg í sum- ar, ef hann fær einhvern dug- legan mann í félag við sig. Þetta er dugnaðarlegur strák- ur, hann Bensi, enda á hann það ekki langt að sækja, þar sem faðir hans er. En ég er hræddur um, að þú verðir engin sérstök sjóhetja, Sigga mín. En ekki væri það mikið að lofa þér að fara hérna fram á víkina einhvern tíma.“ „Hvað skyldi það svo sem vera, sem þú lætur ekki eftir henni dóttur þinni," hnusaði í Signýju. „Hún yrði víst upp- 'litsdjörf á morgnana, ef hún ætti að vaka fram á nætur. Ég reyni að koma henni í rúmið á réttum tíma. Nógu erfitt er samt að vekja hana. Ég hefði víst látið hana hugsa um drenginn á næturnar, þa'r sem ég verð að vinna vinna allan daginn, en ég veit að hún gæti aldrei vaknað til hans.“ „Það er víst nóg að hún basli með hann allan daginn, þó að hún hugsi ekki líka uiii hann á næturnar. Hún þarf að hafa fulian svefn, anginn litli,“ sagði faðir hennar. „Ég gæti sjálfsagt þegið að hafa fullan svefn líka,“ sagði Signý beiskjulega. „En það vorkenna mér fáir að bera minn þunga kross.“ „Við verðum að reyna að bera hann, fyrst hann er á okkur lagður,“ sagði maður hennar. „Þá birtist Gréta í Móun- um allt í einu í dyrunum. „Mér datt í hug að Signý væri búin að hella á könnuna. Ég gat ekki stillt mig um að líta inn til Hallfríðar til þess að athuga hvernig á henni lægi yfir þessu útgerðarbraski í stráknum. Mér sýndist hún svo sem ekkert mjög sæl. Það er alltaf þessi sami móður- sýkissvipur á henni, garmin- um,“ sagði gæðakonan í Mó- unum. „Komdu og fáðu þér sopa,“ sagði Signý. „Hann sækir ekki uppvöðsluháttinn til hennar, hann Bensi. Hann kvað vera dugnaðarforkur, þessi faðir hans. Jónas þekkir hann.“ „Hefir hún ekki þurrkað fisk í vor eins og þið hinar, konutetrið?“ sagði Jónas. „Það er vanalegt að karlmaðurinn leggi konunni lið.“ „Hún var í félagi með Þor- björgu, þessari árans ekki sem hamhleypu. Og svo er strákur- inn bráðskarpur,“ sagði Gréta. „Mér hefir sýnzt hún vera svona frekar hægfara stund- um,“ bætti Signý. við, frekar fálega. Þá glotti sjómaðurinn út í annað munnvikið og óskaði eftir að fá ofurlítinn. dreytil í bollann sinn aftur, teygði- sig eftir silfurbúnu tókbakshorni, til þess að hafa það við hend- ina, sér til hressingar á eftir kaffinu. „Jæja,“ sagði Gréta með vaxandi forvitni. „Þekkir þú föður hans Bensa? Ég hef heyrt að hann væri myndar- maður.“ „Já, hann er myndarlegur maður og efnabóndi, en ég þekki hann ekkert.“ „En hvernig stendur á því, að hann hefir ekki aíið strák- inn upp heima hjá sér, heldur en láta móður hans vera að þvælast með hann í vinnu- mennsku,“ sagði Gréta. „Það er Mklega af því, að flestar mæður langar til þess að hafa börnin sín hjá sér. Svo ætti heldur ekkert barn að komast í stjúpmóðurhendur. Þá væri betra að kæfa þau í fæðingunni,“ sagði Jónas hörkulega. „Ósköp eru að heyra, hvað þú lætur íh úr þér maður,“ sagði Gréta með vandlæting- arsvip. Svo bætti hún við með talsverðri þykkju: „Og áreið- anilega tek ég ekki þessa sneið til mín, þó að ég hefði stjúp- son minn hjá mér í nokkur ár. Það hefir víst hvorki þú né ég séð, að ég gerði mun á honum og mínum börnum.“ „Ég var heldur ekki að skera neina sneið handa þér,“ svaraði hann. „Ég talaði bara af eigin reynslu, því að hlut- skipti mitt varð að alast upp hjá stjúpmóður. Þú þurftir því ekki að grípa svona fljótt til handalþvottarins. En hvernig þú hefir verið við Stebba litla, veit ég ekki, en mikill munur var á því, hvern- ig hann gekk verr til fara en hálfbróðir hans. Atlætið þekkti ég ekki.“ „Þetta var nú líka sá dauð- ans jarðvöðull, strákgreyið," anzaði Gréta, sótug af gremju, og þakkaði í flýti fyrir kaffið og. þaut út, og kom ekki í heimsókn í Bjarnabæ marga daga á eftir. Krakkarnir voru á sífelldu rangli kring um Bensa og bátinn hans. Hann var órðinn mikill maður í þeirra augvun fyrir að geta keypt bát og mál- að hann sjálfur. Borðstökkinn og tvær efstu fjalimar mál- aði hann fagurgrænar, svo að nú gat báturinn heitið Græn- barði eins og stóri báturinn kaupmannsins hafði heitið. Nú stóð ®á bátur uppi í fjöru og til'heyrði gamla tímanum síð- an vélbáturinn hafði1 komið. Spurningunum rigndi yfir Bensa: „Ætlar þú að fara aleinn á sjóinn, þegar báturinn þinn er orðinn fær?“ „Ef enginn vi'll koma með mér,“ anzaði Bensi. „Það er búið að banna mér að fara með þér,“ sagði Kjart- an í Móunum. „Og mér líka,“ sagði annar félagi hans. Þá hló Bensi. „Það fæst áreiðanlega ein- hver til þess að fara með mér, sannið þið til.“ Sonum fyrirfólksins hafði verið stranglega bannað að fara út undir tangann, þar sem fátæklingarnir bjuggu. Því meira langaði þá auðvitað til þess að fara þangað, enda voru Iþeir vanir því að gera það sem þeim sýndist. Þá langaði til þess að sjá þetta undrafar, sem allfir strákar voru að dáðst að, hreyknir yf- ir því hvað Bensi væri stælt- ur strákur, að vera búinn að kaupa sér bát. Einn daginn lögðu þeiir leið sína upp und- ir Höfða og þaðan héldu þeir út og ofan brekkuna, komu svo röltandi utan af reitunum. Þóttust þeir vera að athuga eitthvað sérstakt, alveg einS og fullorðnu mennimir, sem gengu stundum tveir saman og skröfuðu um það, sem þeim var hugleiknast þá stundina. Svo löbbuðu þeir svona eins og af einhverri tilviljun fram á bakkann hjá Bakkabúð. Þar í fjörunni stóð þetta glæsilega fley, nýmálað, og eigandi þess þar nálægt, áisamt fólögum sínum. „Þarna stendur þá útgerðar- maður,“ kallaði eldri prófasts- strákurinn. „Gaman væri að henda steini í bátinn þinn, svo að þú gætir aldrei ýtt hon- um á flot.“ „Það verður gaman að sjá fiski'nn, sem þú dregur, skuss- inn þinn,“ hrópaði Ragnar, sonur pakkhúsmannsins. „Þeir verða ekki færri en silungarrtir, sem þú drógst inn á Höfðanum um daginn,“ svaraði Bensi. „Ég hef heyrt, að þú hafir fengið ei'nn grind- horaðan bjálfa. En ef þið látið ekki bátinn minn vera, þá skulið þið fyrst fá fyrir ferð- ina,“ bætti hann við. „Þvílíkt mont, að vera að vera að kaupa bát,“ sagði eldri próf astsstrákurinn. „Það geta svo sem fleiri ver- ið montnir en gamlaprófasts- strákarnir,“ sagði Bensi. Hann vissi' að þeim bræðr- unum var meinilla ’ við þetta langa og ósmekklega sam- ansetta nafn, sem krakkarnir höfðu fundið upp. Þeir löbbuðu líka burt, án þess að segja meira. Kaupmannssonurinn, sem í sjóinn datt ásamt Bensa forð- um, bar nú a'llt annan hug til Bensa en áður. Honum duld- ist það ekki, að hann átti Bensa líf sitt að launa. Engin hjálp hafði verið nálæg, og sjálfur hefði1 hann ekki getað svamlað í land. En hann þorði ekki að láta þakklæti sitt í ljós við félaga sína, en sagði aðeins: „En hvað báturinn er orð- inn allt öðruvísi en meðan karlinn átti hann.“ „Við skulum fara éinhverja nóttina og henda steinum of- an í bátskrattann, svo að komi gat á hann. Þá minnkar gorgeirinn í Bensa garmin- um,“ sagði Ragnar pakkhus- mannssonur. „Við þur uin ekki að fara mjög nærri hon, um. Ég er orðinn snillinSur * að slöngva á löngu færl’ bætti hann við, og því til sta festingar tók hann upp stein völu, setti hálfsnúning á e n hluta líkama síns og kasta og ætlaði auðsjáanlega a hæfa veiðibjöllu, sem vagga 1 á bárunum skammt undan landi, háreist og sjálfbyng ingsleg. En steinninn hæ 1 hana ekki. Fuglinn virti þetta atvik ekki þess að fljúga UP^ heldur synti hratt í burtu 0 úr skotfæri. „Fallega slöngvað,“ sa^ íþróttamaðurinn hreykinu' „Það munaði ekki hársbrei > þá hefði hún legið. Ef Þa hefði verið báturinn, hefði e hiitt.‘‘ „Ef iþú gerir það, skal eg klaga þig fyrir prófastinurn> sagði Baldi kaupmannssoniU- „Ertu orðinn svona hraed ^ ur við útgerðarmanninn> sagði Ragnar háðslega. „Nei, það er ég ekki- pabbi hefir hótað mér 'þ^1 láta mig í sveit, og okkur ba a’ ef ég sæi hann ékki í rrl * Svo er líka það að athuga’ varla hefði ég verið í t0 þeirra, sem nú draga aU ann, ef hann hefði ekki dras^ að mér upp úr sjómun u daginn. Og það er þó eiitthv^; sem fáir gleyma strax,“ sa® Baidi. Félagarnir svöruðu engu^^ V3r svo breyttur síðan hann í sjóinn, að þeir þekktu han En að röltu á eftir honum, sneypulegir á svip. Hann ekki fyrir þann sama og áður’ NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUP FLJÚGIÐ TIL / REYKJAVIKUR MEÐ EIGINKONUNA $371 setl' ; Lægstu fargjöld allra au ^____ • unarfélaga til Evrópu. FYRIR J ■ | einnig hinna hagst® Fram og iil baka frá : fjölskyldfargjalda fyrir b01 New York : 12-25 ára. VETRARFARGJÖLD: FRÁ NEW YORK 16 ÁGÚST TIL 30. APRÍL OG TIL BAKA 15. OKTÓBER TIL 30. JÚNÍ Upplýsingar hjá öllum ferðaskrifslofum eða Skrifið eftir bæklingi XI ICELANDICairun£S 610 Fifth Avenue (Rockefelier Centre) New York 20 PL 7-8^85 New York — Chicago — San Francisco FOR RESERVATIONS CALL OR TELEPHONE ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Hargrave St., Winnipeg 2 Office Ph. WH 2-2535 — Res. Ph. GL 2-5446

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.