Lögberg-Heimskringla - 26.07.1962, Page 7

Lögberg-Heimskringla - 26.07.1962, Page 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. JÚLt 1962 7 ^kordýrin eru skæðustu °vinir manna ^önnum eru kunnar rúm- eSa 660.000 tegundir skor- ýra, en alltaf eru að finnast ^ýjar og nýjar tegundir og en§ist 'því nafnaskrá skor- tyrj 'aiina á hverju ári. Nú þeg- Vita menn um hálfu fleiri ar ^gundir skordýra heldur en Wantna. Um þriðjungur Peirra eru bjöllur. Enginn getur gizkað á hve j*r§ skordýrin muni vera * »• En það hlýtur að vera °lulegur aragrúi. í einni ^auraþúfu á Jamaica fundust 0-000 maurar. Og 100.000 bý- ngur eru stundum í einni Til þess að nefna einhverj- fr, iölur, hafa menn af handa- ofi áætlað, að af hverri teg- Ulld skordýra muni veía til jafnaðar 4-5 milljónir. Mann- allt er um 2400 mi'lljónir. ^11 það er sama sem að hver a®ur eigi að berjast við ^i^ga 12.000 skordýra. Skordýrin hafa marga háttu °g uiargar lífsbjargarleiðir. .. 111 grafa sig niður í jörðina, ^Ur grafa sig inn í hold atlna og dýra, og sum lifa Uvel á milli himnanna á ör- Ounum laufblöðum. Sum ^efa lifað á örsmáum skófum við jökla, önnur geta lifað . SVlfi niðri í vatni. Þau geta yiðið, synt og flogið upp í ‘aloftin, og þau er alls staðar finna, a'llt frá pólunum að . ^jarðarlínu. Sum geta lifað lsjó. 0 ^^ordýrin eru líti'l og létt i ® ^ví vel haef til flugs, enda j.j. a þau snemma laert að •Juga, líklega á undan öllum v rurtl- Stærsta vænghaf hefir ri° á dreka’flugu, sem uppi ar fyrir eitthvað 300 mil'ljón- ara, nær þrjú fet milli e ugbrodda. Svo stór skordýr s^u ekki til lengur. Það j,. rsta er hinn svonefndi Ag- Ppa-mölur, sem er í Mið- ^eríku og Suður-Ameríku. aPn getur orðið um 11 Pdungar á lengd. Mi'nnsta j?0rdýrið er sníkjudýr, sem e ,Ur eggjum sínum út í sgjum annars skordýrs. iðkoman hjá skordýrunum er av a'Ve^ stórfurðuleg. Litlu a*taflUgurnar, Uttnar eru sem upp- í hitabeltinu, eru ^°g skammlífar, því að þær hv 6kki nema 11 daga. En kver fluga eignast 200 af- u 30011 til jafnaðar. Og þegar þeas er gætt, að 33 kynslóðir et,lrra eru uppi á einu ári, þá aL*ðséð hvað viðkoman er glfUrleg. su^fri®ið milli manna og tv°rdýra er aðall-ega háð á eiruuj. °rjast vígstöðum. Menn gegn þeim sem pest- þerUtT1’ °S rnenn berjast geg; Sem skemmdarvörgum. haf ar®ar skæðustu drepsóttir Ult)9 Skordýrin borið mönnun- i'kl ^iu®ur i>era malaríu, sem ieggur fleira fólk í a kverju árí heldur en Ur annar sjúkdómur. Aðrar bera gulu hitasóttina, liðabólgu og elephantiasis. Svefnsýki fá menn og skepn- ur af biti tsetse-flugunnar. Venjulegar húsflugur geta borið taugasótt, lífsýki, blóð- kreppusótt, kóleru, Yaws, tra- kóma og berkla. Þær bera einnig með sér sníkjudýr, og sumir halda að þær útbreiði lömunarveiM. Svartidauði berst með flóm, og rauðidauði, eða dílataugaveiki, berst með lúsum. Auk þess að vera hættulegir smitberar, valda skorkvikind- in mönmmum óskaplegu tjóni á hverju áríl Af öllu því, sem maðurinn ræktar, fer tíundi hlutinn í skordýr. Og á ári hverju valda skordýrin méiri skemmdum á skógum heldur en skógareldar og fúasveppar samtals. Sum skordýr hafa tekið sér bústaði í vistarverum mann- anna og eru .orðin að nokkurs konar „húsdýrum“. Svo er um mölinn. Hann hefir fylgt mannkyninu frá alda öðli. Sennilega hefir hann borizt inn á heimilin með skinnum þéirra dýra, sem steináldar- menn drógu í búið. Nú þekk- ist ekki villtur mölur, en heimilismölurinn eyðileggur á hverju ári fatnað, sem kost- ar hundruð milljóna króna. Frá því maðurinn kom fram hér á jörð og fram á þennan dag, hefir hann átt í látlausu stríði við skordýrin. Maðurinn komst snemma að því, að reylfur fældi skordýr. Hann kynnti því bál fyrir framan hellismunna sinn. Enginn var þá til að vara hann við því, að þetta gæti hefnt sín geipi- lega. En svo fór. Reykinn lagði inn í hellinn og hann fældi þaðan leðurblökurnar, er þar höfðu hafst við. En eftir varð í héllinum skordýr, sem lifað hafði á leðurblökun- um. Og nú lagðist það á menn- ina, þegar leðurblökurnar voru farnar, og hefir fylgt þeim síðan. Það er veggjalús- in. Á þessari öld hefir mikið verið gert til þess að verjast skordýrum. Menn nota flugna- net til að hlífa sér, og menn nota net fyrir glugga og dyr, til þess að varna skordýrum að komast inn. Og flugna- pappír hefir átt sinn þátt í að eyða flugum, sem komast inn í húsin. Meira er þó um hitt vert, hvað þrifnaður hefir aukizt mikið, því að hann heftir við- komu flugnanna. Þá segja og sumir, að flugum hafi fækkað stórlega um leið og hestum faékkaði, en bílar komu í stað- inn. Moskító-flugum var og víða útrýmt með því að hella steinolíu í fenin, þar sem þær hafast við. Á seinni árum hafa menn einkum reynt að útrýma skor- dýrum með eitri. Um 1930 kom meðalið „pyrethreum" og reyndist ágætlega sem flugna- eitur. Eins var um meðalið „rotenone“. Þessi meðul drápu flugurnar unnvörpum, en voru óskaðleg mönnum. En smám samap vöndust flugurn- ar þessu, þær urðu ónæmar fyrir eitrinu og það beit ekki á þær. Fjölgaði þeim þá óð- fluga aftur. Svo var það 1942, að hið fræga „DDT“ kom til sögunn- ar, og nú virtist svo sem menn mundu geta útrýmt flestum hættulegum skordýrum á nokkrum árum. Það var svo baneitrað fyrir flugur, að þær strádrápust, ef þær komu inn í hús þar sem ,,DDT“ hafði verið stráð. Meðalið var einn- ig ágætt gegn lúsum, og í seinni heimsstyrjöldinni tókst að koma í veg fyrir að her- menn sýktust af þeim plág- um, sem lýs bera. En aftur- ki'ppurinn kom fljótlega. Ár- ið 1947 veittu menn jþví at- hygli í ítalíu, að meðalið hreif ekki lengur gagnvart flugum, og árið eftir varð hins sama vart í Kaliforníu. Rannsóknir, sém þá voru gerðar sýndu, að flugurnar voru nú ekki aðeins örðnar ó- næmar fyrir „DDT“, heldur alls konar skordýraeitri sem áður hafði verið réynt með góðum árangri. Afkomendur þeirra flugna, sem höfðu þol að eitrið, voru alveg ónæmar fyrir því. Sama máli var að gegna um moskítóflugur, sem meðalið hafði verið reynt við. Þær urðu ónæmar fyrir því og öðrum eiturtegundum lika. Og nú þjóta þær að nýju upp í ítalíu, Indlandi, Florida og Kaliforníu. Og svo urðu menn þess var- ir í Kóreustríðinu, að „DDT“ var ekki lengur einhlítt gegn lúsum. Ekki tókst betur til á öðru sviði. Menn fóru að nota „DDT“ til þess að útrýma þeim skordýrum, er leggjast á ávexti og spilla þeim. Það gekk vel fyrst. En svo urðu þessi skordýr ónæm fyrir eitrinu og einnig fyrir öðrum eiturtegundum, sem áður höfðu verið notaðar með góð- um árangri til þess að halda skórdýraplágunni í skefjum. Og nú stóðu menn berskjald- aðir fyrir varginum og fjöldi manna í Bandaríkjunum gafst alveg upp á ávaxtarækt. Hér hafði skeð furðuleg breyting, en hún var auðski'l- in. Hér hafði ekki gerzt ann að en það, að skordýrin höfðu vanið sig á að þola eitrið og afkomendur þeirra erfðu þann eiginleika. Og þar sem við- koman er svo óskapleg, þá var engin furða þótt skordýrunum fjölgaði fljótt aftur. Nú er það svo alls staðar þar sem samfarir ráða tímg- un, að þá erfa afkomendurnir sérstaka eiginleika frá hvoru foreldri, og nýir eiginleikar koma fram við það. En svo getur líka verið um stökk- breytingar að ræða, þessar einkennilegu kenjar náttúr- unnar. Og þeir einstaklingar, sem hafa fengið þann eigin- leika í arf, eða með stökk- breytingu, að þola eitur, eru miklu hæfari í lífsbaráttunni heldur en forfeðurnir. Það eru þeir sem bera sigUr af hólmi og auka kyn sitt. Lesbók Mbl. — Þá er enginn skaði skeð- ur, svarar hann, þá verður hún bara auðveldara skot- mark í haust. í Bretlandi er reynslan sú, að spörfuglarnir venjast þannig að þeir fara burtu við hvellina,- en koma nokkurn tíma á milli og dreg- ur þetta mikið úr tjóninu, sem þeir valda. En þeir eru heldur ekki nærri eins stygg- ir og gæsin. í sambandi við þetta tjáði Björn okkur að hann hefði í vor séð akur á Seljalandi stór- skemmdan af völdum gæsar, væru stráin uppétin um leið og þau kæmu upp og er hann kom út á akurhorn í Gunnars- holti, flugu þar upp 70 gæsir. Morgunbl. 4. júlí Byssa fælir burtu gæsir af túnum og ökrum bænda Oft hefir það sézt í blöðun- um að bændur kvarta undan gæsinni, sem iþeir segja hinn versta átvagl, komist hún í akra þeirra eða tún. En ekki er gott í efni, því gæsin er friðuð iþangað til seinast í ágúst. Nú hafa verið fengnar til landsins ti'l reynslu byssur, sem eiga að fæla burtu gæs- ina. Er byssan hlaðin með kar- bít og er vatn drýpur á hann, kemur geysilegur hvellur og hægt að stilla byssuna þannig að hvellirnir komi rpeð jöfnu millibili, allt frá hálfri mínútu til klukkustundar millibils. Dr. Bjöm Sigurbjörnsson hjá Búnaðardeild Atvinnu- deildarinnar sýndi okkur eina af þessum byssum í gær. Hann var í fyrra á jurtarannsóknar- þingi í Cambridge á Englandi, lagði sig þá út á gras með bók, en allt í einu kvað við gífurlegur hvellur og hafði hann legið í nánd við eina af byssum þeim, sem notaðar eru í Bretlandi til að fæla burtu spörfugla. Hann skrifaði nið- ur framleiðslumerkið, en um 50 þús. slíkar byssur eru í notkun í Bretlandi. Og minn- ugur þess að gæsin hér byrj- ar að éta sáðgrasið á vorin, bítur svo gras bænda allt sumarið og étur kornið á haustin, til að fara sílspikuð til Englands, þar sem enskir lávarðar skjóta hana, fékk hann Árna Gestssyni í Globus nafnið og hann pantaði þrjár til reynslu, til að freista þess að losa bændur við ágang gæsarinnar. Einar Þorsteinsson ráðu- nautur ætlar að setja eina upp á Skógasandi, en þar eyði- lögðust tilraunir af völdum gæsarinnar í fyrra. Árni Gestsson ætlar að setja aðra upp á Akrinum á Hafrafelli á Rangárvöllum og sú sem við sáum, á að fara í Gunnarsholt, þar sem þeir Björn og Sturla Friðriksson sáðu korni vegna tilrauna sinna í aprílmánuði, þar eð klaki fór ekki úr jörðu við Korpúlfsstaði fyrr en máí eða of seint til þess. Á byssan að fæla spörfugla úr 8 hektara landi, en engin reynsla fengin um gæsina. En venst ekki gæsin bara hvellunum? spyrjum við Björn. Ómenntaður töfralæknir Vinur minn, Bil’l Sowter, er hógvær maður og yfiríætis- laus, orðfár og orðvar og frá- sneiddur því að vilja ýkja. Hann hefir sagt mér þessa sögu: Það var árið 1943 þegar stríðið við Japan var í al- gleymingi. Hann var þá liðs- foringi og hafði verið sendur til herstöðva í Bangalore í Mysore-ríki, en það er eitt héraðið í Madras á Indlandi. Hann var þarna með konu sína og tvö börn, Edmund 12 ára og Joyce 6 ára. Einhvern dag var hann sendur ásamt þremur inn- lendum undirforingjum til þess að leita að vatni, langan veg frá herbúðunum. Þessir þrír undirforingjar hétu Kup- puswami, Ranganswami og Nairianswami. Með þeim fóru sex innlendir hermenn og matreiðslumaður. Yfirforing- inn sagði, að hann mætti hafa bömin sín með, þau myndi hafa gaman að slíku ferðalagi. Þeim var nú ékið á bílum til áfangastaðarins og skildir þar eftir. Brátt tókst þeim að finna þar vatn og síðan unnu þeir að því að gera þar al- mennilegt vatnsból. Snemma morgums, sama daginn og þeir áttu von á að bílar mundu koma að sækja sig, var Edtnund litli að taka saman rúmföt sín. Skyndilega rak hann upp hátt hljóð, eins og hann hefði meitt sig. Bill sá að drengurinn saug á sér fingur á vinstri hönd, en á gólfinu var rauðbrúnn sporð- dréki. Sowter steig þegar ofan á hann og drap hann. Hann vissi óða-r að sporðdreki þessi mundi hafa bitið drenginn og hann hafði verið nógu lengi í Indlandi til þess að vita, að bit sporðdrekans er banvænt. Drengurinn hafði óþolandi kvalir í hendinni, og faðir hans sá að rauðir taumar lágu upp úlfliðinn og færðust upp handlegginn. Það var blóð- eitrun frá bitinu. Enginn tími var til þess að sækja lækni til Bangalore, og Frh. bi*. 8-

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.