Lögberg-Heimskringla - 28.02.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 28.02.1963, Blaðsíða 1
/ llögberg-itetmámngla Slofnað 14. ]an., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1963 NÚMER 9 Þakkarávarp flutt af hr. Sigurði Magnússyni við afhendingu á veggskyldi til h.f. Loflleiða. í skrifstofu borgarstjóra Winnipeg, Mayor Stephen Juba, fösludacnnn, 22. íebrúar 1963. Á veggskjöldinn er þelta letrað: Fréttir frá íslandi (Úr Morgunblaðinu) Hátíðahöld Hinn 24. febrúar s.l. var efnt til hátíðarhalda í tilefni 100 ára afmælis Þjóðminjasafns íslands. Hátíðin var hin virðu- legasta og sótt af fulltrúum annara' Norðurlanda , m.a. þjóðminjaverði Færeyja Sverre Dal, sem afhenti Þjóð- minjasafni gjöf frá Færeyjum. ☆ Frysting síldar Alls hafa verið gerðir samn- ingar um sölu á 30 þúsund tonnum af frystri síld frá síð- ast liðnu hausti. Síldin mun verða seld til Þýzkalands og landa austan Jámtjalds. ☆ F yrirlestr af erð Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur er í fyrirlestra- för um Kanada og Bandarík- in. Hann mun dveljast í Win- nipeg síðustu viku marzmán- aðar n.k. og flytja fyrirlestra við jarðfræðideild Manitoba- háskóla. The City of Winnipeg is proud lhat the founders of Loftleiðir received their training in Winnipeg and the first Transoceanic Passenger Flighi of the airline originaled in Winnipeg. Stephen Juba, Mayor. * * * Enginn er sá einn staður í Vesturálfu, þar sem örlög fleiri Islendinga hafa verið ráðin en hér í Winnipegborg. Fljótlega eftir að fyrstu íslenzku landnemarnir komu hingað fyrir 9 áratugum varð þessi borg mesta miðstöð innflytjend- anna frá Islandi og er fyrir löngu orðin höfuðvígi menningar og dáða hins íslenzka ættstofns í Vesturheimi. Við Islendingar teljum, að ísland hafi margt gott gefið þessari borg — og af því framlagi, sem ættstofn okkar hefir lagt til hennar erum við stoltir. En við vitum líka að okkur hefir hún margt gefið — og fyrir það erum við þakklátir. Héðan voru þeir flestir, sem hjálpuðu okkur til að stofna eigin skipafélag fyrir fimm áratugum og rúmir tveir áratugir eru nú síðan, er fyrsti hópur ungra íslendinga kom hingað til að hefja flugnám. Þessir sömu menn fóru héðan í fyrsta íslenzka farþegaflugið frá Ameríku, en með því var lagður grundvöllurinn að starfsemi, sem síðan hefir farið sívaxandi og er nú heimskunn. íslendingar hafa fyrr og síðar reynt að sanna það hve mikils þeir meta það, sem þeir hafa notið hér í þessari fögru borg, og þannig reynt að gjalda henni fóstur- launin. Forráðamenn borgarinnar hafa einnig oft tjáð þakkir sínar til Islendinga fyrir framlag þeirra til þess, sem hana hefir mátt prýða. í dag erum við að halda upp á einn af mörgum merkisat- burðum í hinni löngu og góðu sögu samskipta íslendinga og Winnipeg-borgar. Mér er það mikill heiður og ánægja, herra borgarstjóri, að mega hafa með mér út héðan til vina minna á íslandi viðurkenningu yðar á því, að með þeim grundvelli, sem hér var lagður að starfsemi íslenzka flug- félagsins Loftleiðir, hafi hvorttveggja verið gert í senn, íslenzkt framtak eflt og aukið sæmd þessarar borgar, en einmitt það er öllum fyrir beztu, að einstaklingarnir þroskist til dáða í borginni og borgin vaxi með þeim til aukinnar vegsemdar. Ég þakka yður, herra borgarstjóri og færi með gleði hinn fagra skjöld yðar þeim vinum mínum úti á íslandi, sem svo mikið eiga að þakka yðar ágætu borg. ☆ Nýtt leikrit í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið er um þessar mundir að undirbúa sýningar á leikritinu Dimmuborgir eftir Sigurð Róbertsson rit- höfund. Þess má geta, að Sig- urður er bróðir séra Kristjáns í Glenboro. ☆ Nýiing íiskilýsis Undanfarin ár hafa farið fram í rannsóknarstofu Fiski- félags íslands tilraunir til framleiðslu á málningarolíum úr fiskolíum eða nánar tiltekið þurrkolíu úr ufsa og ýsulýsi. Tilraunirnar hafa þegar borið þann árangur, að framleitt hefir verið talsvert magn af málningarolíu og hún prófuð og reýnzt vel. Standa vonir til, að unnt verði hefja fram- leiðslu á slíkri olíu hjá hér- lendu fyrirtæki, áður en langt um líður. ☆ Skipaeign íslendinga íslendingar áttu um síðustu áramót 897 skip, samtals 140.850 smálestir að stærð. Vélbátar landsmanna eru 1477 að tölu. ☆ Kynna sér flugþjónustu 1 gær komu hingað til lands fimm Japanir, starfsmenn Japan Airlines, þeirra erinda, að kynna sér flugþjónustu hér með tilliti til afnota af Kefla- víkurflugvelli fyrir vélar fé- lagsins á leiðinni Tokíó-Kaup- mannahöfn-London. Tíminn 16. febr. Sigurður Magnússon: Aðalræða Flutt á lokasamkomu ársþings Þjóðræknisfélagsins 1963 Til þess hefir verið mælzt, að ég notaði þá stund, sem mér hefir verið ætluð hér í kvöld til þess að spjalla við ykkur um eitthvert íslenzkt efni. Ég vil mega njóta þessa valfrels- is til þess að gera það, sem við heima á íslandi nefnum „rabb um dag og veg“, fá að tala um það, sem mér varð hugstæðast, þar sem ég sat við mína ritvél og skrifaði þetta erindi. Ég geri mér ekki miklar vonir um, að það, sem ég segi ykkur, verði mjög nýstárlegt, bæði sökum þess að þið, sem hér eruð saman komin, fylgist allvel með því, sem öðrum kann að þykja forvitnilegast að heyra utan frá íslandi, og að því er varðar forn og ný tengsl milli Austur- og Vestur- Islendinga, þá kunnið þið ef- laust á þeim miklu betri skil en ég, að því ógleymdu, að svo margt hefir um þau verið sagt og ritað af íþrótt og andagipt, að þar mun ég naumast neinu því geta við aukið, sem varpi nýju ljósi á það forna og nýja viðfangs- efni okkar . Ég hef þegar fært þessu þingi kveðjur frá nokkrum vinum þess heima á íslandi, og nú langar mig til þess að mega leitast við að svara með örfáum orðum þeirri spurnT ingu, sem jafnan brann fyrst á vörum íslenzku landnem- anna, þegar nýjan gest bar að garði heiman frá Fróni: „Hvað er einkum í fréttum frá Islandi"? Og þá tóku menn til við að rekja svörin um árferði, stjórnarhætti, deilur um úr- ræði og annað það, sem eink- um skipti sköpum í brauð- striti og andlegum efnum úti þar. Ég myndi strax svara þess- ari spurningu með því að segja: „Frá Islandi er allt fremur gott að frétta“. Við höfum náttúrulega orð- ið fyrir ýmsum óhöppum og erum ekki — fremur en fyrri daginn — sammála um, hvert stefna beri í'tvíræðum málum efnis og anda. Að því er hið fyrra varðar mun örlagaríkast, hver afstaða verður tekin til markaðsbandalaga Evrópu- þjóðanna, en svo að tvö dæmi — og mér lítillega skyld, séu nefnd um hið síðara, þá fjall- aði einn umræðufunda minna heima í útvarpssal, fyrri hluta þessa vetrar, um andlegar lækningar, og sýndist þar mjög sitt hverjum. Um þetta hefir síðan verið rifizt í blöð- um og á mannfundum. Erlend- ir fréttamenn hafa jafnvel flutt tíðindi af þessari trúar- þrætu í útlendum stórblöðum, og er ekki örgrannt um að skopast hafi verið þar að and- ríki okkar ágætu þjóðar. Fyrir nokkrum d ö g u m kvaddi ég menn til fundar í útvarpssal um uppruna ÍS- lendinga, og ef þið haldið, að þar hafi allir verið á einu máli, þá get ég frætt ykkur á því, að einn ræðumanna staðhæfði, að rætur okkar lægju í mold- inni á bökkum Svartahafs, annar taldi, að úti á íslandi hefði verið blómleg byggð íra, er Norðmenn námu þar land, hinn þriðji, að blóðrannsóknir bentu til minni skyldleika við Norðmenn en ætlað hefði ver- ið til þessa, og sá fjórði, að forsaga landnámsins skipti hér litlu máli, þar sem aðalat- riði væri, að norræn tunga og menning hefði orðið ríkjandi, og þar með ákvarðað hið eig- inlega þjóðerni, — en að þeirri röksemd má vera, að ég víki síðar í öðru sambandi. En af þessum tveim dæmum megið þið glögglega sjá, að enginn er sá hlutur á himni eða jörðu, sem við erum ekki ósammála um, og teljum það jafnvel okkur til gildisauka, að mega átölulítið jagast um allt. Þrætur okkar í efnahags- málum hafa verið hinar háskasamlegustu og stundum einkennzt af tómri óbilgimi og stirfni, en ég hef þó þá trú, að nú séu uppi ýmis teikn, er til þess bendi, að við séum loks að sættast á þau augljósu sannindi, að við getum ekki Frh. á bls. 2.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.