Lögberg-Heimskringla - 18.07.1963, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 18.07.1963, Side 4
4 LÖGBERG-IÍEISKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALUNGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Montreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Vilhjálms Stefánssonar minnst Hon. Arthur Laing ráðherra Northern Affairs and Natural Resources Kanadastjórnar lagði fyrir þingið 8. júlí frumvarp um breytingu á Northwest Territories löggjöfinni, en hún er aðallega þess efnis að þessu norðursvæði, sem er fyrir norð an sextugustu breiddargráðu Kanada verði skipt í tvennt við 105 hnattarbauginn (meridian og longitude) og að vestur hlutinn nefnist Mackenzie Territory, en að austur hlutinn sem er byggður Eskimóum skuli bera Eskimóa nafn, sem þeir sjálfir hafa valið, en það er Nunassiaq og þýðir „Fagurt land“. Ýmislegt fleira í frumvarpinu varðandi stjórnarfyrir- komulag á þessu svæði og fl. skal hér ekki tekið til umræðu enn aðeins minnst á, að fyrrverandi ráðherra þessara norð- ursvæða Kanada, Hon. W. G. Dinsdale, þingmaður fyrir Brandon — Souris í Manitoba, hvað þetta frumvarp og þess- ar þingræður gefa tilefni til að minnast þess Kanadamanns sem einna fyrstur hefði dregið athygli að auðlegð norður- svæða Kanada, en það hefði verið Vilhjálmur Stefánsson, fæddur í íslenzku byggðinni að Arnes, Manitoba, sem þá var hluti af Northwest Territories. Foreldrar hans hefðu verið íslenzk landnámshjón; hann hafði dáið síðastliðinn ágúst, virtur og heiðraður fyrir framúrskarandi afrek norðurslóðum. Þá rakti Mr. Dinsdale söguna þannig: Eftir að Stefánsson kom úr fyrsta leiðangrinum leitaði hann styrktar frá Kanadastjórn til frekari rannsókna og land- könnunar, og fyrir persónulega milligöngu Sir Robert Borden voru honum veittir $300,000. Það var þessi leiðangur 1912—18 sem varð tilefni bókarinnar „The Friendly Arciic". er gjör- breytti skoðunum almennings á norðursvæðunum, sem fram að þeim tíma höfðu verið talin fráhrindandi, ægileg og grimm. Því miður hætti Kanadastjórnin, sem tók við af Borden stjórninni, að styrkja Stefánsson til þessa starfs og varð hann þá að leita til Bandaríkjanna. Hugmyndir og kenningar Stefánssons hafa nú á marg- an hátt reynst sannar. Hann var hinn fyrsti sem hélt því fram að hægt væri að halda áfram rannsóknum á hafísnum þótt hann væri á hreyfingu og gerði það sjálfur á leiðangr- um sínum. Þessa hugmynd greip Soviet stjórnin óg færði sér í nyt með vaxandi áhuga síðustu áratugina, en samtímis féllu Kanadískar rannsóknir þar nyðra að mestu niður þar til rétt nýlega. Stefánsson bennti fyrstur manna á að hægt yrði að stytta leiðir með því að fljúga yfir norðurpólinn og að hægt væri að auðvelda fluttninga á norðurslóðum með því að sigla kafbátum undir hafísnum, hvorttveggja er komið á daginn. Það voru landafundir og landkannanir Stefánssons, sem staðfestu, án nokkurs efa eignarétt Kanada yfir Kanadaíska eyjaklasanum í norður íshafinu. Við erum í mikilli þakkar skuld við þennan Kanadamann sem upphaflega kom frá Manitoba. Mætti ég að lokum benda á að Mr. Stefánsson sagði fyrir- fram frá námu- og olíuauðlegð norðursins sem nú hefir fund- ist. Hann talaði um að lagðir yrðu vegir og járnbrautir til þessara náttúruauðæfa. Hann jafnvel taldi líklegt, að fólk myndi ferðast á norðurslóðir sér til skemmtunar; þessvegna nefndi hann bók sína The Friendly Arctic. Allt þetta hefir nú rætzt. HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI Ritsafn Theodoru Thoroddsen var ein þeirra bóka er ég eignaðist á Islandi í fyrra, og hafði ég svo mikla nautn af að lesa hana, að ég birti í leyfisleysi nokkrar greinar úr henni í L.-H. lesendum til gleði og fróðleiks, en svo elsku- legur er persónuleiki þessarar konu, eins og hann endur- speglast í ljóðum hennar, þulum og ritgerðum og í minn- ingarritgerð dr. Sigurðar Nordal, er fylgir safninu, að ég þóttist fullviss um, að hún myndi ekki hafa amast við því þótt ég tæki þannig verk hennar traustataki. Þeir sem hafa | fyrir skömmu, ógift, Katrín j þrif, mannþekkingu og marg- hug á að eignast bókina skrifi Bókaútgáfu Menningarsjóðs í Reykjavík. — Ég leyfi mér að endurprenta í þessu blaði grein ritaða í tilefni hundrað ára afmælis þessarar merku konu. Á 100 ára afmæli Theodoru Thoroddsen 1 dag eru 100 ár frá fæðingu Theodoru Thoroddsen. Henn- ar mun lengi minnzt, einkum fyrir tvennt. Fyrir þulur sín- ar og annan skáldskap, og sem eiginkonu Skúla Thor- oddsen. Theodora var fædd að Kvennabrekku í Dölum 1. júlí 1863. Faðir hennar var séra Guðmundur Einarsson, Ólafssonar í Skáleyjum á Breiðafirði. Systur séra Guð- mundar voru þær Þóra í Skógum, móðir séra Matthías- ar Jochumssonar og Guðrún í Flatey, móðir Andrésar, föður skáldkvennanna Herdísar og Ólínu. Bernskuheimilr Theo- doru að Kvennabrekku var fjölmennt myndarheimili. Þau presthjónin eignuðust fimmtán börn og komust að- eins þrjú þeirra á legg: Ást- hildur, er átti Pétur Thor- steinsson á Bíldudal, Ólafur ,læknir og Theodora. Haustið 1879 fór Theodora fyrst að heiman, sextán ára gömul, og nam við Kvenna- skólann í Reykjavík. 21 árs að ,aldri giftist hún svo Skúla Thoroddsen. Um bernsku Theodoru, seg- ir Sigurður Nordal í bók þeirri, er hann gaf út með verkum hennar fyrir nokkr- (um árum: „Theodora kom úr föður- garði og handarjaðri móður sinnar með ríka þörf á frelsi pg sjálfstæði, bæði í hugsun og athöfnum. Hún hafði feng- ið svo góða menntun, sem ung stúlka á þeim tímum átti kost á, bæði í heimahúsum og utan þeirra. En auk þess, sem hún hafði lesið og til náms var talið, bjó hún yfir ó- venjulegum forða af alþýð- legum fróðleik“. „En Theo- dora hafði líka verið óþreyt- ,andi að láta karla og kerling- ar, heimafólk og aðkomandi fara með sögur og vísur og veiða upp úr þeim ýmislegt um örlög þeirra sjálfra og annarra, sem ekki var ætlazt til, að börn fengju að vita eða •bæru skynbragð á. Og hún hafði ekki sízt verið forvitin um olnbogabörn og amakefli jnannfélagsins, hagi þeirra og tildrög þess, með hverjum hætti þau hefðu orðið utan- veltu í leitinni að gæfunni og notum hæfileika sinna.“ Blómaskeið ævi Theodoru var sambúð með manni sín- um, Skúla Thoroddsen. Áttu þau miklu barnaláni að fagna og varð fimm dætra og átta sona auðið. Þau voru Unnur, gift Halldóri Stefánssyni ækni, Guðmundur prófessor, Skúli lézt 1917, Jón lézt 1924, Þorvaldur, býr í Ameríku, Kristín hjúkrunarkona, látin læknir, ógift, Ragnhildur, gift Pálma heitnum Hannessyni, Bolli fyrrverandi bæjarverk- fræðingur, Sigurður verk- fræðingur, Sverrir banka- fulltrúi og María, gift Haraldi Jónssyni lækni. Eitt barn- anna, Þorvald misstu þau þjónin í frumbersku. Níu þeirra eru á lífi. Eru afkom- endur Theodoru og Skúla fjölmargir og er það myndar- ,legur hópur. Skúli eiginmaður Theodoru var athafnasamur og umdeil- ur maður, embættismaður, Stjórnmálamaður og blaða- fnaður. Verður hinni merku SÖgu hans ekki gerð skil hér. En erfitt hefur verið húsmóð- urstarfið að standa við hlið manni sínum í baráttunni og sinna um leið stóru heimili og fjölda barna og hasla sér völl í bókmenntasögunni fyrir yndislegar þulur, auk kvæða og sagna. Enn er vitnað til hjónabands þeirra sem fyrir- myndar og er sagt, að Theo- dora eigi drjúgan þátt í ævi- starfi Skúla vegna skilnings, samstöðu og hvatningar. Fyr ir þetta mun Theodoru einnig fengi minnzt. 1 ævisögu Skúla er sagt, að hjónaband þeirra ,hafi verið „hrukkulaus fyrir- (mynd**. Segja þau orð meira, en langt mál hér. 53 ára að aldri missti Theo- dora mann sinn eftir 32 ára ^sambúð. Þá átti hún 38 ár eftir ólifuð, en hún lézt í hárri elli á 91. aldursári, hinn 23. febrú- ar 1954. Frá láti Skúla hélt hún börnum sínum heimili í Vonarstrætinu og kom þeim á (legg. Þegar þau voru öll farin að heiman 1930, lét hún af frægu húsmóðurstarfi og bjó síðan hjá börnum sínum til dauða dags. 1 umræddu ritsafni Theo- doru, segir Sigurður Nordal í formála: „Frú Theodora var tæplega meðalkona á hæð, grannvaxin og létt á fæti. Þegar ég hitti hana í fyrsta sinn, vorið 1915, var hún enn svo ungleg, að jneð ólíkindum mátti heita ,um konu, sem komin var yfir fimmtugt, þrettán barna móð- ir og hafði vissulega staðið í ýmsu um dagana. Þetta kvöld ,var hún hrókur alls fagnaðar í fjörugum félagsskap". Lengst mun minningin um Theodoru geymast vegna kveðskapar hennar. Um þann hæfileika segir Nordal: „Af því ætti að mega ráða í það, sem frú Theodora hafði til brunns að bera sem skáld og ^ithöfundur, hagmælsku hennar og frásagnarhátt, með- ferð íslenzkra tungu, bæði í bundnu og óbundnu máli, ímyndunarafl og skáldleg til- breytilegan fróðleik". Theodora óx upp með hinni breiðfirzku skáldgáfu og erfði hana í ríkum mæli. Það er þó ekki síður húmanismi hennar, íslenzkur húmanismi á göml- um merg, umburðarlyndi, sem ekki hefur verið talið með helztu eiginleikum ís- lendinga, áður og enn, sem gætt hefur þulur hennar og annan skáldskap þeim töfrum, sem endast munu til langrar sögu. Hver man ekki úr þernsku sinni?: Komdu litla Lipurtá! langi þig að heyra, hvað mig dreymdi, hvað ég sá og kannske sitthvað fleira. Ljáðú mér eyra. Litla flónið, ljáðu mér snöggvast eyra: Þar er siglt á silfurbát með seglum þöndum, rauðagull í rá og böndum, ,rennir hann beint að ströndum, rennir hann beint að björtum sólarströndum. i Frú Theodora Thoroddsen var glæsileg kona. Hún var Óvenju ungleg langt fram eft- ir aldri, en missti þó ekki neistann að sögn fyrr en á hinztu stundu. Þorri þeirra, jsem nú eru æskumegin við þriðja tuginn, hafa ekki notið þess að sjá hana náið að hitta að máli. Margir ungir Reyk- víkingar muna þó enn eftir fallegri gamalli konu. Þar fór frú Theodora. Úr brosi hinnar öldruðu konu mátti finna lykilinn að lífi hennar. Far- sælt og hamingjusamt líf með fjölskyldu sinni, glettni, um- • burðarlyndi og þann anda, sem lengi mun ylja lesendum kvæða hennar. i J.R. » Mgbl. 30. júní. ‘P'tÍHtcct-l*: BOSTON, LOS ANGELES LONDON Interesting Accurate Complete Internatlonal New* Coveragn The Christion Sclence Monltor One Norwoy St.( Boston 15, Masi. Send yoor newspoper for the tlme checked. Enclosed flnd my check or money order. Q 1 year $22. □ 6 monthi $11 □ 3 monthi $5.50 Nome Addreu Cfiy ' Zone Stota fB-l<

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.