Lögberg-Heimskringla - 18.07.1963, Síða 8

Lögberg-Heimskringla - 18.07.1963, Síða 8
8 LÖGBERG-HÉISKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1963 Úr borg og byggð Mrs. Árni Helgason frá Chicago kom til borgarinnar á þriðjudaginn í fyrri viku til að vitja systur sinnar, Mrs. Gertrude McArthur frá Van- couver, hún hefir verið veik undanfarið og er sem stend- ur hjá dóttur sinni Mrs. Harold Stokes hér í borg. I fylgd með Mrs. Helgason var Mrs. 'Frank Johannson frá Langdon, N.D. þær lögðu af stað heimleiðis á fimmtudag í sömu viku. ☆ Mrs. Johanna Cooney var nýlega heiðruð af Kvenna- deild Forresters félagsins í Winnipeg. Hún var gerð heið- ursmeðlimur í Kvennadeild- inni og sæmd gjöf. Hún hefir lengi verið í þessu félagi og var í fjöldamörg ár í Good Templara stúkunni. ☆ Leiðréiting. í viðtali við Jóhann Beck sem birt var í síðasta blaði er hinn nýji söngstjóri Karlakórs Reykja- víkur nefndur Jón S. Sigurðs- son, en hann heitir Jón S. Jónsson. ☆ Skýrsluform fyrir þá, sem óska þess, að upplýsingar um ætt þeirra og uppruna geym- ist í Vesiur-íslenzkum aefi- skrám um aldur of æfi, fæst á skrifstofu Lögbergs-Heims- kringlu. Spurningarnar í skýrsluformi eru bæði á ensku og íslenzku. ☆ Halldóra Bjarnadóiíir, Blönduósi, skrifar: Hvenær fáum við íslenzka skáldsögu um íslenzka úi- flyíjendur? Norðmenn og Svíar hafa skrifað mikil og merkileg verk um sína útflytjendur: Vilhelm Moberg skrifar um sitt fólk sögu í 8 bindum og Rölvaag, bók í mörgum bind- um, um sitt norska fólk. Báðir þessir listamenn segja sögu einnar fjölskyldu: Fyrst heimalandið, undirbún- ingur ferðarinnar. Ferðin yfir hafið. Og loks baráttan, þeg- ar vestur er komið. Hver verður til að leysa okkur af hólmi?. Ég sé eftir gamla fólkinu, sem fellur í valin vestur frá árlega, sem blöðin herma. Sé eftir hverjum gömlum karli. — Sé eftir hverri gamalli konu. Nú fækkar þeim óðum, sem muna þá tíð. Athugið þetta, góðir' hálsar. — Við megum ekki vera eftir- bátarnir! Civil Defence says: — Being able to give First Aid at any time could save lives — perhaps yours and your family. You can register for this training with Civil De- fence. Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 Dánarfregnir John J. Lindal, lézt 10. júlí 1963 að Lundar, Man., 89 árji. Hann fluttist af Islandi með foréldrum sínum til Norður Dakota 1877 og árið 1891 til Lundar byggðarinnar. Árið 1895 kvæntist hann Soffíu Thorsteinson og missti hana 1948. Hann rak verzlun og búskap í byggðinni í 25 ár; síðan var hann Fishery Over- seer á Manitobavatni í 12 ár. Hann var í sveitarráði Cold- well sveitar í fjölda mörg ár. Hann lifa níu synir og sex dætur: ólafur í Ilford, Man., Thorsteinn í Dayton, Ohio, Ásgeir að Lundar, William í Chicago, Laura — Mrs. T. C. Lodge í Lancaster, N.B., Helga — Mrs. D. C. Thordar- son, Florida, Franklin í Win- nipeg, George í Wisconsin, Elín — Mrs. F. W. Woodcock og Bertha — Mrs. S. Tyndal í Winnipeg, John í Lynn Lake, Emil að The Pas, Laufey — Mrs. H. Thorgrimson í Winni- peg, Thora — Mrs. W. G. Halldorson, Edmonton, Einar að Lundar. Tíundi sonur hans, Daniel í Wisconsin, dó 7. júní 1963. ☆ Mrs. Sophie Brynjolfsson, ekkja Sigfúsar, varð bráð- kvödd að sumarheimili syst- ursonar síns að Monte Rio, California, 7. júflí 1963, en þar hafði fjölskyldan safnast saman í tilefni 4. júlí hátíð- ardaganna. Hún var 77 ára. Þau Sigfús og Sophie Brynj- olfsson áttu fyrrum heima í Winnipeg, en fluttu til San Francisco fyrir 39 árum, tóku þar mikinn þátt í íslenzku félagslífi, enda mikilsvirt. Fjöldi íslendinga og annara vina voru viðstaddir útförina, sem fór fram á miðvikudaginn 10. júlí undir stjórn séra S. O. Thorlaksson. Hún var lögð til hinztu hvíldar í Cypress Lawn, Memorial Park. Hana lifa tvær dætur, Mrs. Helen G. Brown og Alma I. Williams; einn sonur Ronald Brynjolfsson; fimm barna- börn og ein systir, Mrs. Jennie Bushnell. ú Jón Vídalin Magnússon, Hnausa, Man., lézt á Gimli spítalanum 13. júlí 1963, 78 ára. Útförin fór fram frá lútersku kirkjunni að Hnaus- um, undir stjórn Rev. R. Magnússon. — Hann var fæddur að Hnausum, sonur hinna merku landnámshjóna Magnúsar Magnússonar bónda og útgerðarmanns á Eyjólfs- stöðum í Hnausabyggð og konu hans Ingibjargar Magn- úsdóttur. Jón Vídalín lagði stund á fiskveiðar í Winni- pegvatni mestan hluta ævi sinnar. Hann lifa eiginkona hans, Rannveig; fjórir synir, Sigursteinn, Albert, Gunn- steinn og Jóhannes, allir bú- settir að Hnausum; fimm dætur, Inga — Mrs. Launce MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. j Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Robson í Vancouver, Rose — Mrs. Gusti Jokobson, Gimli, Ásta — Mrs. Jim Stacey og Lillo — Mrs. Ken Foss, báðar í Winnipeg og Mrs. Helga Crocker að Hnausum; tuttugu og sex barnabörn; fimm bræður, Jóhannes og Guðmundur að Hnausum, Einar og Sveinn í Winnipeg og Óskar í River- ton; þrjár systur, Joey — Mrs. R. Wilkinson að Rivers, Man., Inga — Mrs. B. Holm, Arborg og Mrs. Ásta Danielson, Hnausá. ☆ Mrs. Helga Gróa Helgason, Foam Lake, Sask., andaðist 10. maí 1963. Hún var fædd í grennd við Churchbridge 22. febrúar 1993. Foreldrar henn- ar voru Guðbrandur og Anna Narfason, landnámshjón norð- vestur af Foam Lake. Hún giftist Helga J. Helgason 1915 og settust þau að á landnáms- jörð hans og byggðu þar upp stórbú og ólu upp stórann og myndarlegan barnahóp. Árið 1959 fluttu þau hjónin til Foam Lake bæjar. Hana lifa maður hennar; þrír synir, Guðni, Chris og Joe; fjórar dætur, Anna — Mrs. F. A. Johnson, Dora — Mrs. E. C. Mumford, Agneta — Mrs. G. S. Laxdal öll búsett í Foam Lake og Lillian — Mrs. R. K. Sparkes í Nova Scotia; þrjá- tíu og fimm barnabörn og fjögur barna-barnabörn; þrír bræður, Narfi, Georg og Harold Narfason; fjórar syst- ur, Mrs. P. A. Howe og Mrs. E. C. Campbell í Foam Lake, Mrs. N. B. Fowler í Saskatoon og Mrs. M. C. Lanigan í South Burnaby, B.C. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu að- ferðir. Engin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Dept. 234, Precion, Oni. Gjafir iil Hafnar í minningu um konu mína Sigrúnu Thorkels- son Soffanías Thorkelsson, Victoria $5.000.00 í minningu um Jóhönnu Sveinson, dáin í Selkirk, Sveinson fjölskyldan Vancouver 17.00 Mr. og Mrs. B. Björn- son, Vancouver, og Soffie og Bill Bowe 20.00 f minningu um foreldra Magnús O. Magnússon og Ingunni Magnússon, Mr. og Mrs. G. Magnús- son, White Rock, B.C., Sigurlaug Kristjanson, White Rock, B.C., Siggi Kristjanson, White Rock, B.C., Margrét Christjanson, Clover- dale, B.C. 100.00 í minningu um eigin- mann John — dáinn maí 11. 1959, Mrs. Margrét Christ- jánson, Cloverdale, B.C. 25.00 í minningu um Maríu Anderson, dáin í Vancouver 1954, Mrs. Jennie Bushnell, Seattle 10.00 í minningu um William Mooney, dáinn í Van- couver júní 1963, Mr. og Mrs. Emil Wilson 5.00 Mrs. Paul Bjarnason 5.00 B.C. Marine Assoc. 5.00 Workmate of Paddy 5.00 Mr. og Mrs. Richard Rothe 5.00 Kory Martell 25.00 í minningu um Mrs. Udell Sólskin 25.00 Mrs. Freda Domoney 10.00 Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurdson 10.00 Mr. og Mrs. G. Svein- björnson 10.00 Mrs. Elfie Hart 15.00 Miss I. Johannson 25.00 Sólskin 642.00 Ymsar gjafir til Heimilisins frá Mrs. Jones, Mr. Kari Frederick- son, Mrs. Savage, Elin, Mrs. Elisabet Bjornson, Siggi Stefan- son, Mr. Bjarnason. Television set frá Mrs. E. S. Brynjól/sson, Iceiandic Flag — Mrs. Perkins, Santa Barbara, California. Fyrir allar þessar gjafir er stjórnarnefndin innilega þakklát. Mrs. Emily Thorson, féhirðir Ste. 103 — 1065 W. llth Ave., Vancouver 9, B.C. Gullvægar reglur ökumanna Hinar fjórar gullvægu reglur ökumanna eru skil- greindar í síðasta hefti af tímariti Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, „World Health“: 1. Rétiur hraði. Það er átt við það, að menn eigi að geta valið þann hraða sem hæfi stund, stað og aðstæðum. 1 sumum tilvikum getur 35 km. hraði verið of hár, en í öðrum getur verið áhættulaust að aka með 120 km. hraða. 2. Hver á sínum siað. Bíl- stjórinn á jafnan að gera sér ljóst, að til er „réttur“ staður fyrir bíl hans: hvorki of nærri né of langt frá bílnum á und- an, hvorki of nærri vegabrún- inni né of langt inni á ak- brautinni. 3. Komið ekki öðrum veg- farendum á óvari. Gefið greinileg merki í tæka tíð, þannig að öðrum vegfarend- um sé ljóst, hvað þér hafið í hyggju. 4. Láiið ekki koma yður á óvari. Þetta merkir ekki ein- ungis, að menn eigi stöðugt að halda athyglinni vakandi, heldur einnig að menn viti við hverju má búast af öðrum vegfarendum. Leigubílstjórar, vörubílstjórar og sölumenn aka hver með sínum hætti. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.